Morgunblaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 20
20 | 15.5.2005 Sumir vinir mínir þora varla út úr húsi nema vopnaðir Hann er 27 ára og virðist ósköp venjulegur maður. Og auðvitað er hann það, nema að því leyti að síðustu 15 ár – frá 12 ára aldri – hefur þessi ungi Akureyringur verið háður fíkni- efnum. Hefur þó alla jafna verið í vinnu. Hann hefur fjórum sinnum farið á Vog í meðferð vegna fíknarinnar og bíður þess nú að komast þangað í fimmta skipti. Hann er enn í neyslu og segist ekki treysta sér til þess að hætta fyrr en hann komist á Vog. Hann notar sterk efni og hann verður fárveikur af fráhvörfunum. „Þegar fólk uppgötvar að það er komið í djúpan skít þá er mjög erfitt að rífa sig upp úr því. Það getur verið algjör þrældómur,“ segir hann. Algengt sé að menn í þeirri stöðu lofi sjálfum sér og öðrum öllu fögru, en yfirleitt reyn- ist þrautin þyngri að standa við þau loforð. Nú eru hátt í fjögur ár frá því hann tók fyrst á vandanum, en hingað til hefur hann alltaf dottið ofan í sama pyttinn á ný, eins og hann orðar það sjálfur. Það sé líka hægara sagt en gert að losna út úr gamla vinahópnum, sem yfirleitt sé algjört lykilatriði. „Gömlu vinirnir eru yfirleitt fljótir að koma aftur, eftir að maður kemur úr meðferð. Sumir þeirra bera að vísu virðingu fyrir því að maður vilji reyna að hætta, en aðrir halda því fram að allt í lagi sé að reykja hass ef maður lætur annað vera. En hassið er lúmskt og mjög hættulegt; það nær svo miklum andlegum tökum á manni. Maður verður mjög kærulaus af hassinu og hægt og rólega er maður kominn í sama skítinn aftur. Fráhvörfin vegna hassins eru ekki eins sterk og af ýmsum öðrum efn- um, en mun lúmskari og brjótast út í skapofsa, depurð og þunglyndi. Ég hef horft á fólk bókstaflega grenjandi af hassleysi.“ Mjög mikið hass og amfetamín á Akureyri Þessi ungi maður fullyrðir að mjög mikið af hassi og amfetamíni sé í umferð á Ak- ureyri, meira en nokkru sinni fyrr. „Það er stór hópur fólks í bænum sem notar fíkniefni. Ótrúlegasta fólk,“ segir hann. Ofbeldismálin sem komust í fréttirnar fyrir skömmu vöktu athygli á þeirri stétt manna sem kallaðir eru handrukkarar. Hann segir þá ekki marga í bænum, en hópurinn sé þó vaxandi. „Sumir félaga minna hér í bænum, sem skulda einhverjum vegna eiturlyfja, þora varla út úr húsi nema vopnaðir og eru þá aðallega með hnífa eða kylfur. Það eru vinsælustu vopnin í dag.“ Hann tekur fram að umræddir menn hafi ekki í hyggju að skaða hinn al- menna borgara en vilji vera búnir undir það að hitta handrukkara. Sjálfur kveðst hann skulda nokkur hundruð þúsund krónur vegna fíkniefnakaupa. „Mér hefur verið hótað limlestingum og lífláti og fór ekki mikið út úr húsi á tímabili þess vegna. Bjó mig frekar undir að taka á móti fólki hér. Þeir komu einu sinni að dyrunum hjá mér með kylfur, en létu ekki verða úr neinu.“ Hann segir fólk ekki þurfa að óttast suma þá sem hóta mestu, það séu aftur á móti þeir sem engu hóta sem séu hættulegastir. Þeir láti verk- in einfaldlega tala. Þessi ungi maður byrjaði að drekka 11 ára. Þá þegar var hann farinn að stunda inn- brot. „Mér fannst eitthvað spennandi við þennan heim – en hann er svo sannarlega ekki spennandi í dag.“ Drengurinn fékk mjög ungur áhuga á kannabisefnum og fleiru í þeim dúr og ákvað snemma að hann skyldi prófa þau. Var svo boðið hass að fyrra bragði, líklega vegna þess að hann hafði verið að tala um þennan áhuga sinn. Ætlaði sér ekki lengra, en „þröskuld- urinn færðist neðar og neðar án þess að maður áttaði sig. Ég stóð sjálfan mig að því hvað eftir annað að prófa ýmislegt sem ég hafði áður lofað sjálfum mér að gera aldrei.“ Hann notar ýmis hörð efni, en fáist ekkert keypt „á götunni“ gengur hann á milli apó- teka, kaupir lyf og vinnur úr þeim efni sem hann neytir. „Það eru ótrúlegustu hlutir sem hægt er að ná í þar sem geta fullnægt þörfum manns ef ekki fæst annað.“ Og hann segir einmitt að læknadópið, sem svo er kallað, nái mestum líkamlegum tökum á fólki. Hann segist auðvitað vita ýmislegt, sem gæti komið sér vel fyrir lögregluna, en ekki komi til greina að segja frá neinu. „Það er bæði vegna hræðslu við að það komi manni í koll seinna meir og eins vill maður ekki, á meðan maður er í neyslu, setja kefli í hjólið sem gæti orðið til þess að maður fengi ekki efni einhvern daginn.“ Hann segir óvirka fíkla líka miklu frekar vilja vinna með einstaklingum sem eru fíklar, og mikið sé um það. Hann segir stórar klíkur fyrir sunnan stjórna flestum seljendum á Akureyri, en tveir einstaklingar í höfuðstað Norðurlands láti þó engan stjórna sér. Þeir séu ekki undir hæl neins og enginn vilji heldur lenda upp á kant við þá! Þessi viðmælandi segist vita um 16 ára krakka á Akureyri sem kaupi sér efni sjálf beint úr Reykjavík, og fái þau þá ódýrari – vegna þess að seljandinn þar er einu stigi ofar í pýramídanum en sá sem selur fyrir norðan. Hann segist oft hafa velt því fyrir sér hvort og þá hvernig sé hægt að vinna bug á eitur- lyfjavandanum. „Og ég kemst alltaf að sömu niðurstöðu; að það eina sem dugi sé að hver og einn einstaklingur vilji hætta sjálfur. Það er ekkert sem getur lagað fíkn manns í eit- urlyf nema hann sjálfur. Ekkert utanaðkomandi. Það er alveg sama hversu hart manni er refsað, ef maður vill ekki hætta að nota þessi efni þá hættir maður því ekki.“ legri en hvert annað ofbeldi sem lögregla hafi afskipti af um helgar, verkfærin og aðferð- irnar hefðu reyndar verið óvenjulegur miðað við það sem gengur og gerist hér á landi. „Við erum vanari hnefanum, allir þekkja fréttir af réttarböllum í gegnum tíðina þar sem hnefarnir voru látnir tala og glös og flöskur flugu um salinn. Þetta var hluti af kúltúrnum og ofbeldi er líka fylgifiskur þess að ungt fólk noti ólöglega vímugjafa, hvort sem það er áfengi, amfetamín eða kannabis. Hérlendis hefur landi líka verið seldur mjög ungum ein- staklingum og þar eru söluaðferðirnar oft þær sömu, varan er ekki afgreidd nema viðtak- andi greiði eða taki að sér að selja ákveðið magn.“ Hörður telur landasölu til unglinga ekki minna vandamál en sölu fíkniefna; ekki skipti máli hvað lög eru brotin. „Ef manni finnast einhver lög vitlaus á sá hinn sami ekki að leika sér að því að brjóta þau. Ég er ekki viss um að menn tækju því vel ef ég segði að fyrst ofbeldi er komið upp á yfirborðið á Akureyri ætti að breyta lögunum þannig að leyfilegt verði að berja mann og annan.“ Hann vill, eins og fleiri bentu á, íhuga hvar þróunin byrji vegna þess að hún sé ekki öðruvísi hér en annars staðar. „Íslendingar eru heppnir að því leyti að þeir sprautufíklar sem eru HIV smitaðir hafa ekki smitað aðra, þó svo lifrarbólga sé reyndar landlæg. En við segjum stund- um að í þessum efnum sitjum við á tímasprengju.“ „Um utanbæjarmann var að ræða …“ Hörður segir þá sem nota örvandi efni annars vegar ungt fólk, í því skyni að lengja þann tíma sem það getur skemmt sér og hins vegar fólk sem hafi mikla pen- inga á milli handanna og neyti kókaíns. „Ég verð reyndar lítið var við kókaín í mínu starfi, sá vandi er ennþá undir yfirborðinu, en ég hef ekki trú á að Akureyri sé öðru- vísi en aðrir staðir hvað það varðar; hér eru örugglega einstaklingar sem nota kók- aín um helgar og jafnvel á virkum dögum líka,“ segir hann. „En þeir eru ekki áber- andi, það ber ekki á þessu fólki í skemmtanalífi eða annars staðar.“ SÁÁ á Akureyri bíður upp á þjónustu fyrir þá sem hafa farið í meðferð, óháð aldri – t.d. er þar starfandi unglingahópur – viðtalaþjónustu, sérstaka foreldra- fræðslu og stuðning við foreldra krakka sem eiga í vanda. Starfsemin er sem sagt mjög víðfem. Áður en Hörður fluttist til Akureyrar starfaði hann á bráðaþjónustu SÁÁ á Vogi og þekkir þennan málaflokk því vel. „Það sem kom mér á óvart þegar ég kom norður var að fyrst í stað vildi fólk á Akureyri helst ekki vita af þessum vanda í bæj- arfélaginu; vildi ekki tala um vandann vegna þess að því fannst hann ekki koma því við. Og Akureyri er ekki eina dæmið um slíkt; þetta er algengt á smærri stöðum um landið.“ Hörður segist meira að segja hafa séð fréttir af fíkniefnamálum þar sem „um utanbæjarmann var að ræða“ þrátt fyrir að tilefni fréttarinnar hafi verið Ak- ureyringar aftur í 6. ættlið, en sá hinn sami hafi kannski verið búsettur í Reykjavík í 2 ár! Hann tekur þó skýrt fram að þetta sé ekki séreyfirskt, tilhneigingin sé hin sama í samfélögum þar sem nánast allir viti deili á öllum. „Stundum er sagt að erfitt sé að kynnast Akureyringum, en ég hef alls ekki orðið var við að það sé neitt erf- iðara en að kynnast öðrum,“ segir Hörður. Hann gagnrýnir hið opinbera, bæði ríkisvaldið og sveitarfélög, fyrir að standa sig ekki í stykkinu varðandi forvarnir og meðferðarúrræði. Hann tekur sem dæmi að vandi vegna amfetamíns sé sífellt vaxandi og þróunin hafi verið sú í rúman ára- tug og áætlar að ef takast á að snúa þeirri þróun við taki það að minnsta kosti jafn langan tíma, en einungis ef til þess fæst nægur stuðningur „og enginn ætli að slá sig til riddara“ í leiðinni, eins og hann orðar það. Gleði í MA gott framtak Stefán Þór Sæmundsson, kennari og forvarnarfulltrúi í Menntaskólanum á Ak- ureyri, segist ekki verða mikið var við fíkniefnaneyslu meðal nemenda. „Síðustu ár hafa samt nokkrir nemendur heltst úr lestinni beinlínis vegna kannabissneyslu. Um leið og nemandi er kominn í reglubundna neyslu á hann mjög erfitt með að stunda nám; fer að flaska á mætingum og verkefnaskilum,“ segir hann. Stefán nefnir athyglisvert atriði, sem fleiri komu inná; hræðslu. „Þetta birtist sem skeytingarleysi gagnvart náunganum. Fyrir 2 til 3 árum var meira um að krakk- ar kæmu til mín sem forvarnarfulltrúa en nú, til þess að ræða við mig um áhyggjur af vinum sínum sem væru í neyslu. Nú vilja þau að minnsta kosti í mun minna mæli nefna nöfn. Flestir sem koma segjast vita um einhverja, en ég býst við að breytingin sé vegna hræðslu við að dragast inn í þennan harða heim.“ Innan Menntaskólans á Akureyri er starfandi félagið GLÍMA, sem stendur fyrir Gleði í MA. Arna Bryndís Baldvinsdóttir, nemandi í 4. bekk, er annar stofnenda. Hún segir að félagið hafi orðið til eftir námskeið um vímuefni og vímuvarnir, sem Stefán Þór gekkst fyrir í skólanum í fyrra. „Við gerðum þetta af ýmsum ástæðum. Sá innblástur sem ég hafði er sá að ég á yngri systkini sem mér er annt um og ég vil gera allt sem ég get til þess að koma í veg fyrir að þau komist í návígi við fíkniefni,“ sagði hún. Stefna félagsins er að uppfræða börn og unglinga. „Við erum ekki með hefðbundið fyrirlestraform, vegna þeirrar reynslu okkar að þannig missi hlust- endur frekar áhugann á málefninu; við spjöllum frekar saman og reynum að koma þannig af stað umræðu. Við reynum að tengja umræðuna sjálfsmynd hvers og eins EITUR Í BEINUM AKUREYRINGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.