Morgunblaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 30
30 | 15.5.2005 Hvað gerir orkumálastjóri? Hann stýrir stjórnsýslustofnun, Orkustofnun, sem varð til í núverandi mynd við aðskilnað Orkustofnunar og Íslenskra orkurannsókna árið 2003. ÍSOR sinnir rannsóknum og þjónustu en stjórnsýsluhlutinn er hér, helstu verkefni eru m.a. að stýra rannsóknum á sviði orkumála, safna og miðla gögnum sem tengjast nýtingu orkulinda og veita stjórnvöldum ráðgjöf og um- sagnir. Hvert er starf þitt alla jafna? Ég verð í þessu starfi í tvo mánuði, en er ann- ars deildarstjóri orkudeildar, sem sér um eftirlit samkvæmt nýjum raforkulögum, niðurgreiðslur til húshitunar, vettvang um vistvænt eldsneyti, umsýslu Orkusjóðs og miðlun upplýsinga um orkubúskaparmál. Er þetta skemmtilegur vinnustaður? Já. Ég er aðeins búin að vera hér í eitt ár, en þetta hefur verið afskaplega gefandi. Hvað gerirðu að loknum vinnudegi? Sinni fjölskyldunni. Börnin eru fjögur talsins; tveggja, níu, tólf og fimmtán ára. Hvernig gengur að samhæfa fjölskyldu og starfsframa? Afskaplega vel, við erum samhent hjónin og allt hefst með góðri samvinnu og skipulagningu. Helstu áhugamál? Fylgja börnunum í þeirra tómstundum, á íþróttamót og tónleika, þau eru virk í mörgu. Svo spila ég brids með vinkonum mínum. Við erum fimm og hittumst alla þá fimmtudaga sem a.m.k. fjórar okkar komast. Ertu í fleiri klúbbum? Ég er eiginlega í þremur saumaklúbbum. Það er menntaskólaklíkan, þá hópur kvenna sem var samtímis í háskólanámi í Danmörku, flestar í verkfræði, og svo fór ég í MBA-nám að loknu doktorsprófi og þar bættist við einn sauma- klúbbur. Er eitthvað saumað í þessum klúbbum? Nei, ekkert saumað, en margt skrafað. Um- ræðuefnin eru mismunandi eftir hópunum. Hefurðu séð/heyrt eitthvað nýlega sem hefur haft á þig áhrif, s.s. í leikhúsi eða fjölmiðlum? Mér fannst merkilegur þátturinn í sjónvarpinu um mannsheilann, hvernig virtist hægt að gera börn áhugasamari um lestur og fleira með tö- flugjöf. Þetta minnti mig á Syni duftsins eftir Arnald Indriðason, og mér leist ekkert á þessar tilraunir, en svo kom í ljós að þetta voru einfald- lega lýsistöflur með Omega 3 fitusýru. En fyrst þú nefnir leikhús, þá er ég á leiðinni á Kalla á þakinu með öll börnin. Þau eru mjög spennt. Sem sagt samhent fjölskylda? Já, það gengur ekkert öðruvísi. Við tókum til dæmis öll þátt í 1. maí-hlaupinu í Grafarvog- inum, það yngsta að vísu í kerru. Hvar ertu alin upp? Hér í Reykjavík, í Smáíbúðahverfinu. En nú kann ég best við mig heima hjá mér í Grafarvog- inum. Einhver baráttumál, eða hugsjónir, sem þú vilt sjá komast í höfn í samfélaginu? Nú er stórt spurt. Mér dettur í hug í svipinn hugmyndin um gjaldfrjálsa leikskóla. Það sem er alveg gjaldfrjálst býður oft heim hættunni á að vera misnotað, þannig að mér finnst að hugsa þurfi þetta betur. Hvaða mál liggur nú fyrir á skrifborðinu þínu? Við erum að afgreiða umsóknir um styrki til jarðhitaleitar, sem er mjög spennandi. Ef hægt er að finna fleiri jarðhitasvæði til nýtingar, má minnka niðurgreiðslur ríksins til raforkunotk- unar en þær eru um einn milljarður á ári. 90% landsmanna nýta jarðvarma til húshitunar. Flest- ir hinna nota raforku og ríkissjóður borgar helming af þeim kostnaði, svo notandinn borgi það sama og hitaveitunotandinn. Hver eru plönin fyrir sumarið? Að ferðast um landið með fjölskyldunni og fellihýsið. Við höfum gert mikinn skurk í því á síðustu árum að skoða landið, eftir að hafa verið talsvert erlendis, en það eru alltaf heilmargir staðir eftir. Það freistar okkar ekkert að fá okkur sumarbústað á föstum stað. | sith@mbl.is Alltaf heilmargir staðir eftir KONA EINS OG ÉG | RAGNHEIÐUR INGA ÞÓRARINSDÓTTIR, SETTUR ORKUMÁLASTJÓRI L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on … aðeins búin að vera hér í eitt ár, en þetta hefur verið afskaplega gefandi. L ímband er til margra hluta nytsamlegt og má ætla að lágmark ein rúlla sé til áhverju heimili og enn fleiri á skrifstofum og verkstæðum. Það var Richard G. Drew,fæddur árið 1899, verkfræðingur hjá námufyrirtækinu 3M í Minnesota, sem fann upp límbandið snemma á síðustu öld. Frumgerð límbandsins, sem hann útbjó árið 1923, var maskínuband fyrir málara, en tilgangurinn með bandinu var að hjálpa húsamálurum að ná beinni línu milli tveggja lita. Bandið var breiður pappírsborði með lími á báðum end- um – ekki í miðju. Drew betrumbætti svo uppfinningu sína árið 1930 með glæru, fjölnota límbandi sem hann kallaði Scotch Brand Cellulose Tape. Scotch er nú skrásett vörumerki og á sumum tungumálum, t.a.m. ítölsku, notað í daglegu tali um límband. Glæra límband- ið náði fljótt almannahylli og má ætla að Drew hafi fylgst glaður með útbreiðslu uppfinn- ingar sinnar lungann úr öldinni, en hann lést í hárri elli árið 1980. Svo skemmtilega vill til að fyrsta límbandsstatífið með rifjárni, líkt og sjá má á myndinni, var uppfinning Johns A. Borden, sem einnig starfaði hjá námufyrirtækinu 3M. Það var ár- ið 1932. Má gera sér í hugarlund að þeir félagar Drew og Borden hafi frá degi til dags leitt sjóðheitar límbandsumræður á kaffistofunni hjá 3M. SAGA HLUTANNA | LÍMBAND Bein lína fyrir málara L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.