Morgunblaðið - 15.05.2005, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 15.05.2005, Qupperneq 26
Sumarið er tíminn … þegar tásurnar fara á stjá. Enáður en þeim er sleppt út í birtu og yl er ekki úr vegi aðfegra dálítið og snyrta. Ingibjörg Eysteinsdóttir er nagla- fræðingur hjá Professionails og starfar hjá Lyfjum og heilsu í Kringlunni. Hún útbjó þrjú tilbrigði við sumartískuna fyrir Tímarit Morgunblaðsins og fæturna eiga þrjár konur á aldr- inum 14, 23 og 48 ára. Efst í fótaröðinni vinstra megin eru leggir með hefð- bundna franska tásnyrtingu, það er hvíta rönd fremst á tánöglunum og glansáferð. Þar fyrir neðan eru neglur með ferskjulitu geli, sem Ingibjörg segir vinsælt, sérstaklega hjá kon- um í eldri kantinum. Auk gelsins er skreytt með glitögnum og steinum. Loks gefur að líta tær með fyrrgreindu frönsku yfirbragði sem þar að auki eru skreyttar með silfurlitum steinum og bronslitaðri rönd. Franska aðferðin og litað gel á neglurnar eru fastir punktar í starfi naglafræðingsins, en skreytiaðferðirnar og skrautið sjálft er í stöðugri framþróun. „Svo er hægt að fá sér lím- miða og myndir, ef þannig ber undir. Margir láta skreyta á sér táneglurnar þegar sandalatíminn kemur, eða áður en þeir fara til sólarlanda. Ég tók sérstaklega eftir því síðasta sumar, þetta virðist vera að færast í vöxt,“ segir Ingibjörg. Helstu tískulitirnir í naglalakki þetta miss- erið eru bleikt, skærbleikt, ljósblátt, rautt og ferskjulitt. Einnig eru glimmerlitir áberandi, að hennar sögn. Tánaglasnyrting með skrauti getur enst allt að sex vikur, en ef neglurnar lengjast um of er hægur vandinn að sverfa aðeins af þeim án þess að það skemmi heildarmyndina. Hendur og fætur þurfa umhirðu, líkt og aðrir líkamshlutar, og til þess að halda þeim fallegum má nota skrúbbkrem, rakamaska, handáburð og olíu- penna með næringu sem bera má á naglabönd. „Einnig er til fótalína með sápu, skrúbb, djúphreinsikremi, græðandi kremi og kremi til kælingar,“ segir Ingibjörg. Málmáferð, glitagnir og fylltir hælar eru ein- kennandi fyrir skótískuna í sumar. Sparilegir heilsuskór eru líka áberandi í verslunum, en þá er átt við afbrigði af skóm sem þykja hollari fyrir fætur en spíssar og pinnar og eru fótlaga eða með trébotni, í stuttu máli vinnustaða- inniskór með töfraljóma og stíl. Hægra megin á síðunni eru fáein sýnishorn af opn- um skóm í þessum anda, það er bandaskór með fylltum hæl og krókódíla- og skjaldbökuplat- áferð (Bossanova, 7.400), málmafbrigði í rósableiku (Bianco, 3.800), opinn spari- skór með glimmeráferð (Bianco, 6.200), grískur sandali með silfurmálmáferð (Noa Noa, 5.690) og síðast en ekki síst trétafla með gulli og glitsteinum, sem líka er til í bleiku, (Steinar Waage, 5.995). Gleðilegt tásusumar! | helga@- mbl.is | www.professionails.is ILSKÓR OG FÍNAR TÆR TÍSKA | HELGA KRISTÍN EINARSDÓTTIR L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.