Morgunblaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 14
14 | 15.5.2005 hóf hún nám í fatahönnun í Københavns Mode og Design Skole og þaðan útskrif- aðist hún tveimur árum seinna, árið 2000. Allt gerðist þetta alveg óvart, eða hvað? Birna á vissulega ekki langt að sækja hæfileikana en amma hennar var mjög fær saumakona og allt sem hún snerti á varð að listaverkum. „Mamma var líka alltaf að prjóna og hekla föt á okkur,“ segir Birna sem er elst í hópi fjögurra systkina. For- eldrar hennar eru þau Jóhanna Magnea Björnsdóttir og Einar Þór Vilhjálmsson heitinn. Hannar föt í fataskápinn sinn | Þegar Birna setti fyrstu línuna á markaðinn haustið 2003 small allt saman. Nú voru engir náttkjólar á saumaborðinu heldur samanstóð línan af ullarflíkum; peysum og kápum með risastórum krögum. Þetta sló í gegn og flíkurnar halda áfram að seljast en á hverju hausti endurgerir Birna ullarlínuna út frá sömu grunnsniðunum. „Það eina sem breytist eru skeringarnar, litirnir og áferðin á ullinni, og svo koma náttúrulega alltaf inn ný módel,“ segir Birna og bætir við að margar konur eigi ákveðna týpu af kápu í öllum litum. Frá því að Birna útskrifaðist hefur allt gengið mjög hratt fyrir sig og þrátt fyrir stutta viðveru í bransanum er nafn hennar nokkuð þekkt á Norðurlöndunum. Það er jafnframt sá markaður sem hún einbeitir sér að í augnablikinu þótt hún vilji ekki útiloka neitt seinna meir. Fyrir rúmu ári opnaði Birna versl- unina og eins og svo oft áður var aðdrag- andinn næstum enginn. „Allt í einu var ég bara komin með verslun og fullt af lánum,“ segir hún og sýpur slurk úr kaffibollanum. „Verslunin hefur alltaf skilað hagnaði, ég er samt ekki neinn milli þótt ég geti borgað sjálfri mér og konunni sem vinnur hjá mér laun og greitt af lánunum,“ segir hún passlega kæruleysislega. „Stofnkostnaðurinn við dæmið hljóp á mörgum milljónum en ég er með endurskoðanda sem sér um fjár- málahliðina. Ef ég hugsa til baka er ég nokkuð viss um að ég hefði getað grætt mun meira á fyrstu línunni, ef til vill mörgum milljónum meira, bara ef ég hefði haft stærri lager til að selja.“ Merk- ið BIRNA virðist höfða til ólíkra kvenna á öllum aldri, elsti kúnninn er níræður en flestar eru konurnar á bilinu 20–40 ára. „Ég hanna föt sem seljast, annars gæti ég ekki lifað á þessu,“ ítrekar hún. „Þetta má ekki hljóma yfirlætislega en ég er býsna góð í því sem ég fæst við án þess að ég hafi mikið fyrir því,“ bætir hún við. Augun staðnæmast við flíkurnar í versluninni á Vesterbro, á slám hanga prótótýpur af alls konar sumarfötum í litríkara lagi og einstaka vetrarflíkur. Fötin sjást líka út um allan bæ því merk- ið er vinsælt. Birna viðurkennir að henni finnist næstum óþægilegt að sjá fólk í fötunum sem henni finnst alltaf vera sín eigin. Hugsunin sem skýtur upp koll- inum er því næstum: Hvað ert þú að gera í kápunni minni?! Birna hannar nefnilega föt í fataskápinn sinn og hún segist sjaldan leiða hugann að tísku- straumum. „Það er bara heppni að þessi stíll minn skuli falla öðrum í geð,“ segir hún og bætir við að flíkurnar séu frekar klassískar og þar af leiðandi tímalausar. Hún segir það einnig mikinn kost að hafa ráðið til sín klæðskera sem jafnframt er sauma- kona, góð snið séu forsenda þess að fötin seljist. Línurnar hennar Birnu selja sig í raun sjálfar og hún hefur hvorki þurft að auglýsa merkið né búðina. Hins vegar lánar hún oft föt til stílista og þekktra leikkvenna. Slík auglýsing margborgar sig. Þegar þekktu skvísurnar birtast á síðum hins danska Séð og heyrt byrjar síminn að hringja eins og skot! „Margar konur eru æstar í að kaupa fötin sem fræga fólkið klæðist og það skiptir engu máli þótt þær hafi aldrei mátað flíkurnar. Við seljum alltaf vel í gegnum símann eftir að þessar myndir birtast og sendum síðan fötin í póstkröfu – þetta er bara fyndið,“ segir Birna. Hún situr við borð innst í versluninni, talar hratt og óþvingað, rétt eins og hún hugsi upphátt. „Það sem vakti fyrir mér með náminu var löngunin til að vera sjálfstæð, ég er eng- in níu-til-fimm-manneskja,“ segir hún. Engu að síður hefur hún fengist við ýmislegt í gegnum tíðina; afgreitt í sjoppu, staðið í búð, unnið á skrifstofu og meira að segja verið á skurðgröfu! „Ég hef prófað allan andskotann,“ segir hún og blaðamaður sér hana í anda á gröfunni. Við tölum síðan um framleiðsluna á tískufatnaði og Birna segir að það kosti ekki svo mikið að láta sauma fötin. „Það er markaðssetningin og sölumálin sem útheimta vinnuna og peningana. Fólk yrði hissa ef það vissi hve mik- ið umstang og þrotlaus vinna fylgir ekki stærra fyrirtæki en þessu, segir hún og hrist- ir höfuðið. „Sköpunin er bara brotabrot af allri heildinni, líklega einn hundraðasti hlutinn. Langmest orka fer í að sinna daglegum rekstri, eins og til dæmis því að panta efni, sjá um skipulag, framleiðslu, vera í stöðugu sambandi við alla sölustaðina og sjá til þess að þeir hafi vörur og að þær seljist. Síðast en ekki síst þarf líka að redda einhverju sem hefur klikkað á síðustu stundu. Reglan er sú að það klikkar alltaf eitt- hvað einhvers staðar í ferlinu þar sem keðjan er flókin og allt verður náttúrulega að smella saman,“ segir hún. Þetta þýðir einfaldlega að Birna er sífellt að og hún við- urkennir fúslega að hún sé vinnualki sem slaki best á yfir fótboltanum í sjónvarpinu. Taugaáföll og leit að jafnvægi | Í hverju felst vinnan við eina flík? „Þegar ég hef skiss- að hugmyndina upp vinn ég sniðið í samstarfi við klæðskerann minn. Við saumum flíkina kannski þrisvar sinnum í léreft og ég máta hana bara sjálf. Í lokin kalla ég í módel og síðan er frumgerðin saumuð „af omhu“,“ slettir Birna á dönskunni. Það er ekki nema eðlilegt eftir margra ára búsetu á meðal Dananna. Flíkurnar eru fram- leiddar í pólsku þorpi og þar er Birna jafnframt með umboðsmann sem sér um öll samskipti við verksmiðjuna. Einhvers staðar í Póllandi sitja fimmtán saumakonur með hárnet og keppast við að sauma tískuföt daginn út og inn. Framleiðslan er send til sölustaðanna á Norðurlöndunum. Um tíma voru ýmis stykki úr línunum seld í verslununum Centrum og GK í Kringlunni. Á döfinni er líka nýtt sam- starfsverkefni við verslunina Trilogia á Laugavegi 7. Verslunin er ný af nálinni og hefur að leiðarljósi framleiðslu og sölu á fatnaði framsækinna tískuhönn- uða, bæði íslenskra og erlendra. Reglu- lega berast fyrirspurnir og einstaka gylli- boð frá aðilum sem sækjast eftir fötunum í sölu en Birna er pollróleg. „Ég bíð bara þangað til búið er að skrifa undir samningana og fyrsta greiðslan hefur verið lögð inn á reikninginn minn. Tískan er fallvölt, það er eitt í dag og annað á morgun. Í byrjun tók ég allt inn á mig og var að fara á taugum. Ég fór í panik ef eitthvað klikkaði hjá seljend- unum eða í verksmiðjunni. Einu sinni hafði ég pantað kápur úr hvítköflóttu efni, þegar þær komu svo loksins tveim- ur mánuðum of seint voru þær gulköfl- óttar … Þarna sat ég uppi með heilan lager af nær óseljanlegum flíkum,“ segir hún og heldur áfram að telja upp. „Sum- ar verslanir fóru að endursenda mér flík- ur sem þær höfðu keypt mörgum mán- uðum áður og vildu að ég skipti þeim út fyrir aðrar og nýrri sem seldust betur hjá þeim. Ég hætti strax að skipta við þessar verslanir enda get ég ekki skipulagt mín framleiðslu- og sölumál eftir svona prímadonnustælum,“ segir Birna og bætir við að sumt seljist auðvitað betur en ann- að. Allt sé þetta einfaldlega hluti hinnar svokölluðu tísku sem getur í byrjun valdið mörgum vægum áföllum hjá flestum smærri hönnuðum sem standa sjálfir í hönnun, framleiðslu, markaðssetningu og sölu á flíkum sínum. Svona sé þetta einfaldlega í byrjun þegar fjármagnið er oftar en ekki takmarkað. Myndirðu ráðleggja einhverjum að verða fatahönnuður? „Ég myndi ekki hvetja neinn áfram nema viðkomandi hefði mikið fjármagn á bak við sig og þyldi nokkur örlétt taugaáföll án þess að brotna gjörsamlega saman. Sjálfsagt væri ég ekki enn starfandi í faginu ef ég hefði ekki búðina til að fleyta mér áfram. Fólki kann að þykja starf hönnuða sérstakt en það er það alls ekki. Þetta er ekkert meira spennandi en að vinna á gröfu eða vera læknir. Þegar öllu er á botninn hvolft erum við bara að tala um föt. Ég vinn við það sem mér þykir skemmtilegt. Ekki fann ég upp pensilínið og bjargaði hálfri Afríku! Það skiptir í raun engu máli hvað maður gerir í lífinu ef mað- ur er sáttur. Kannski væri ég ánægðari að vinna á kassa í Nettó? Þetta snýst allt um jafnvægi og einhver þarf að vera á kassanum.“ L jó sm yn di r: M ad s T he m be rg HUGMYNDAHEIMUR BIRNU „Ég hanna föt í fataskápinn minn. Það er bara heppni að þessi stíll minn skuli falla öðrum í geð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.