Morgunblaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 8
8 | 15.5.2005 H elen Halldórsdóttir hefur búið erlendis í nær sextán ár en það er ekki að heyra á mæli hennar. Íslenskan er fullkomin, þótt hún segi sjálf að hana vanti nýjasta slangrið, tökuorðin og götumál. Hún kemur hingað þegar færi gefst, til þess að hitta hóp ættingja og vina eða halda tangónámskeið, en elur annars manninn í Sví- þjóð og nú einnig í Suður-Ameríku. „Ég er að flytja til Argentínu. Ætla að leigja húsið mitt í Svíþjóð – ég tími ekki að selja það,“ segir Helen glaðlega. Húsið sem hún tímir ekki að selja er gömul símstöð sem hún keypti og gerði upp og hefur verið fallegur vettvangur fjölskyldu- og fé- lagslífs um árabil. Símstöðin er úti í sveit, í nágrenni háskóla- og menningarbæjarins Lundar, þar sem Helen stýrir ljóðahátíðinni Poesifestival i Lund og er ennfremur for- maður Íslendingafélagsins á svæðinu. „Það var aðalfundur um daginn og ég fékk ekki að hætta. Þeim fannst það alls ekki nægileg ástæða að ég væri að flytja til Argent- ínu,“ segir Helen hlæjandi. Í félaginu eru nú rúmlega hundrað manns en voru tals- vert fleiri þegar Helen kom fyrst til Svíþjóðar. Þá var það næstum í tísku – að flytja út. Sjálf var hún ung ekkja þegar hún tók land í Svíþjóð með dætur sínar tvær; þær mæðgur höfðu ekki áður þangað komið. „Þetta var ævintýraþrá. Mig hafði lengi langað að flytja til útlanda og hafði reynt að sannfæra manninn minn um það. Bara eitthvað stutt, kannski til Danmerkur. Við bjuggum í Grindavík og hann var sjómað- ur, talsvert tregur til þess að samþykkja flutning, en gerði það svo á endanum fyrir mig að þiggja starf sem honum bauðst í Sádí-Arabíu. Það stóð því til að við settumst að í Bahrein. En hann fékk bráðahvítblæði og lést áður en að því kom. Þetta var árið 1988, sem Kjartan dó, en við stelpurnar fluttum til Svíþjóðar 1989.“ Við upphaf nýs kafla í tilverunni ákvað Helen að kanna heiminn, tók vinkonu sína sem þá var búsett í Lundi á orðinu og flutti. „Ég sagði við hana að ef hún reddaði mér háskólavist, húsnæði og leikskólaplássi fyrir dætur mínar, skyldi ég koma. Hún gerði það og þar með var það ákveðið. Ekkert planað, þetta bara gerðist.“ Víkingur mætir á svæðið | Helen hóf háskólanám í mannfræði í Lundi, þótt sálar- fræðin hefði reyndar verið á teikniborðinu. „En ég fann út að í sálarfræðinni var helst verið að velta sér upp úr vandamálum, hvort sem það er nú bara í Svíþjóð… Í mann- fræðinni tók ég áhugaverðar greinar á borð við þriðja heims fræði og lauk svo prófi í félagsmannfræði.“ Í stúdentahverfinu í Lundi komst Helen fljótlega í kynni við líflegt samfélag Suð- ur-Ameríkana og fann að hún átti mun betri samleið með þeim en Svíunum. Þetta kom henni á óvart, hafði haldið að Norðurlandaþjóðirnar væru svo líkar. Og skömmu síðar átti tangóinn eftir að ná á henni tangarhaldi. „Ég kynntist tangó reyndar fyrst í Chile. Þar bjó ég í annað sinn árið 1996 og þegar ég opnaði gluggann á sunnudögum barst alltaf þessi hávaði inn um gluggann, hefð- bundin tangótónlist úr gömlum, lélegum hátölurum. Ég var vön að flýja húsið því mér fannst þetta ekkert skemmtileg tónlist. Og þaðan af síður dansinn, sem var of „matsjó“ fyrir minn smekk. Svo var það í gegnum argentínska vinkonu mína í Sví- þjóð sem ég kynntist tangó almennilega. Ég píndi hana alltaf að koma með þegar ég var að lesa ljóð, og hún píndi mig til að koma með þegar hún var að dansa tangó. Þessar pyntingaraðferðir urðu til þess að ég fékk áhuga á tangó og ákvað að skella mér á námskeið.“ Helen kennir nú sjálf tangó, t.a.m. í Málmey, og rekur þar tangó- félag. „Þegar ég hafði dansað þar í eitt ár stóð til að leggja niður tangófélagið, þannig að við tókum það að okkur, ég og þáverandi kærastinn minn. Við höfum nú séð um það í þrjú ár.“ Helen er formaður félagsins, hann gjaldkeri, og á hverjum sunnudegi þusta að fimir fætur. „Þetta er allra þjóða fólk – í tangó þarf maður nefnilega ekkert að tala. Tjáningarmátinn er líkaminn.“ Í gegnum vináttu sína við Suður-Ameríkanana í stúdentahverfinu hafði Helen fljótt byrjað að læra spænsku, lærði hana í raun samhliða sænskunni og talar nú bæði KONA ER EKKI TRAKTOR L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on Helen Halldórsdóttir og dansfélagi hennar, German Gentile frá Argentínu. Ástríður Helenar Halldórsdóttur í lífinu eru tvær; tangó og bókmenntir. Hún situr ekki við orðin tóm, heldur rekur tvo tangóstaði í Buenos Aires, stýrir ljóðahátíð í Lundi í Svíþjóð, kennir, þýðir og gerir svo miklu, miklu fleira að það kemst ekki fyrir í þessum inngangi … Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.