Morgunblaðið - 15.05.2005, Page 4

Morgunblaðið - 15.05.2005, Page 4
F lugurnar, hinir vinalegu vorboð- ar, eru loksins komnar á kreik og þá fjölgar nú hressilega í fé- lagsskap Flugunnar. Þó er reyndar minnstan selskap að hafa af hunangs- flugunum sem eru mjög uppteknar við að sinna búskap og undirbúa fjölgun. En einhleyp stuð-Flugan er sko alls ekki í slíkum pælingum, hefur ekki nokkurn áhuga á að vera feit og búsældarleg. Hún heldur galvösk áfram að passa lín- urnar, skanna borgarlífið og njósna um fræga fólkið. Það bar því einstaklega vel í veiði þegar CIA (Center for Icelandic Art) var opnað á dögunum en það er ný kynningarmiðstöð íslenskrar mynd- listar í SÍM-húsinu, í Hafnarstræti 16. Á sólríkum vordegi voru mætir menn mættir þangað til að ,,mingla“, eins og Goddur grafík-gúrú (Guð- mundur Oddur) og Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík. Það verður að viðurkennast að Flugunni fannst mjög svalt að hafa tækifæri til þess að njósna í sjálfum höfuðstöðvum CIA. Sá hún með- al annars til nokkurra meðlima úr hljómsveitinni Singapore Sling í sólinni í portinu á bak við húsið, Jóns Óskars, myndlistarmanns, og herra Frosts og Funa; Knúts Bruun, lögmanns. Fulltrúar ýmissa sendiráða komu á opnunina en það jók einmitt enn meira á James Bond-fíling Flugunnar. Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands var haldin á Kjarvalsstöðum enda duga ekki færri fermetrar undir þá viðamiklu sýningu. Sæti mennta- málaráðherrann okkar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, var að sjálf- sögðu mætt í mjög pæjulegum leðurstígvélum og bláu, listalegu pilsi. Röggsami ráðherrann sá er bókstaflega alls staðar þar sem eitthvað er að gerast og liggur við að Flugan fótalipra hafi ekki við skvísunni þeirri. Svo gífurlegur mannfjöldi sótti glaðlega og hugmyndaríka sýninguna að Flugustelpan var nauðbeygð til að leggja sportbifreið sinni mörgum göt- um frá og staulast langar leiðir á pinnahælunum. Guðlaug Halldórsdóttir eða Gulla í Mjá, Mjá, Mjá, var áhugasöm á svip að skoða hin frjóu og skapandi listaverk næstu kynslóðar listamanna og það var líka Páll Ragn- ar Pálsson, öðru nafni Palli ,,gítarhetja“ í Maus. Rektor skólans, Hjálmar H. Ragnarsson, vakti svo brosmildur og stoltur yfir sýningu nemenda sinna. Það var ekki síður fróðlegt að skreppa á útskriftarsýningu Hússtjórn- arskólans á Sólvallagötu þennan sama dag. Margrét myndarlega Sigfús- dóttir, skólastýra, tók mynduglega á móti gestum í anddyrinu. Frúin sú er einnig sjónvarpsstjarna í hjáverkum en hún er stjórnandi raunveruleika- þáttarins Allt í drasli á Skjá einum, í félagi við Heiðar Jónsson, snyrti- pinna. Það var svo sannarlega ekkert drasl á ferð í Hússtjórnarskólanum; þar var allt á hreinu. Það var afar for- vitnilegt fyrir Fluguna að skoða handverk námsmeyja skólans og ekki var laust við að hún blygðist sín örlítið fyrir að eiga Betty Crocker að bestu vinkonu ...| flugan@mbl.is L jó sm yn di r: E gg er t Betty Crocker, sjónvarpsstjörnur og snyrtipinnar . . . . . . nauðbeygð til að leggja sportbifreiðinni mörgum götum frá og staulast langar leiðir á pinnahælunum . . . FLUGAN ÚTSKRIFTARSÝNING Listaháskóla Íslands var opnuð á Kjarvalsstöðum. MYNDASÖGUVERSLUNIN Nexus bauð ókeypis mynda- sögur í einn dag. Sunna Guðmunds- dóttir, Flosi Þor- geirsson og Guðrún Þorvarðardóttir. Berglind Ágústsdóttir og Unnur Andrea Einarsdóttir. Unnur Mjöll Leifsdóttir og Andrea P. Maack. Einar Ingi Hreið- arsson og Anna Kristín Sigurð- ardóttir. Sigríður Sigurjónsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir og Kristín Karlsdóttir. L jó sm yn di r: E gg er t Harpa Ein- arsdóttir og Berglind Laxdal. Ragna Sigríður Bjarnadóttir og Helga Kristín Bjarnadóttir. Sölvi Magnússon, Magnús Þór Jónsson og Hallvarður Jón Guðmundsson. Benedikt Karl Guðmundsson og Bjarni Þór Jóhannsson. Kristín Björk Krist- jánsdóttir og Kristín Eiríksdóttir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Drífa Hjartardóttir. Björgvin Hrólfsson, Hrólfur Einarsson, Birna Hrólfsdóttir og Aðalbjörg Björgvinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.