Morgunblaðið - 15.05.2005, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.05.2005, Qupperneq 24
24 | 15.5.2005 Hann krossfestir þrælmenni, hreiðrar um sig í hengirúmi dinglandi utan á mann- virkjum í ofviðri – til að hlaða batteríin. Tyree var ríkisstjóri fylkisins en gafst upp á óviðráðanlegum ósómanum í stjórnsýslunni, léttruglaðist í ríminu, lagðist út og tók upp nafnið Skink. Sakamál í Sólskinsfylkinu | Bækur Hiaasens eru samfelld röð margvíslegustu uppákoma, persónurnar ámóta fjölskrúðugar og bleksvartur húmorinn jafnan við höndina. Basket Case sker sig úr þar sem hún er skrifuð í fyrstu persónu. Sögumaður er blaðamaður sem hefur misstigið sig og er lentur í botnfalli minningargreina. Hann kemst óvænt á snoðir um morð sem tengist vafasömum persónum í tónlistarheiminum og vænkast þá hagur Strympu. Bókin nýtur góðs af áhuga Hiaasens á tón- list (uppáhaldið er Warren Zevon). Ein aðalpersóna Sick Puppy er Twilly Spree, furðufugl og umhverfisverndarmálaliði sem reynir að stöðva framkvæmdir sem munu eyðileggja enn eina náttúruperluna. Aðferðirnar óhefðbundnar, hann hyggst m.a. ræna labradortík til að vekja athygli réttra aðila á málinu. Ein besta bók Hiaasens, háðsk og grimm. Stormy Weather gerist eftir að fellibylur leggur Suður-Flór- ída í rúst, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Í kjölfarið mætast leiðir ólíklegustu persóna, saklausra sem sekra og Skink kemur verulega til sögunnar. Skotmörk Hiaasens eru m.a. spilltir emb- ættismenn og tryggingarfélög sem hann hæð- ist óspart að. Striptease er frægasta bók Hiaasens og sú eina sem hefur verið kvikmynduð (á lítt eftirminnilegan hátt). Meðal per- sónanna er gjörspilltur pólitíkus og fráskilin dansmey í forræðisdeilu sem vinnur fyrir saltinu í grautinn með súludansi. Hún hefur mun meira vit í kollinum en pólitíkusinn, sem verður yfir sig ástfanginn af konunni. Native Tounge er drepfynd- inn gamankrimmi um ófyr- irleitinn skemmtigarðseig- anda, heillum horfinn blaðamann auk „furðu- dýrs“ í útrýmingarhættu. Senuþjófarnir eru Skink og ámóta litríkur leigumorðingi, líkamsræktarbolti sítengdur sterum í æð. Skin Tight segir af náunga sem vill komast að því hver vill hann feigan. Leitin færir hann á vit sundurleits hóps þar sem viðsjáll náungi með rafdrifið orf í stað framhandleggs, stend- ur upp úr. Óbærilega fyndin og upplögð til fyrstu kynna af höfundinum Bakgrunnur Double Whammy er stangveiðikeppni, heldur óvenjulegur í saka- málasögu – líkt og flest annað sem snýr að Hiaasen. Í fararbroddi er verðandi einka- spæjari sem kemst að því að ýmislegt gruggugt er að finna á fenjasvæðum Flórída. Tourist Season gerist, líkt og nafnið bendir til um háferðamannatímann en ferða- málaráði til ómældrar skelfingar taka túristar að týna tölunni á voveiflegan hátt. Þá kemur til sögunnar Brian Keyes, einkaspæjarinn óbangni, og það dettur ekki af les- andanum brosið á meðan hann á viðskipti við rotna kerfiskarla og hryðjuverkamenn í fyrstu bók höfundar. Að auki er Hiaasen höfundur Team Rodent, ádeilu á erkifjandann, Walt Disney, og myrkraverkin sem afþreyingarrisinn fremur í Flórída og víðar. Barnabókin Flush (’02), og nýjasta glæpasatíran hans, Skinny Dip (’04), fengu afbragðsviðtökur. A Death in China, Powder Burn og Trap Line, eru skrifaðar í sameiningu af Hiaasen og Bill Montalban. | saebjorn@heimsnet.is Fyrirsögnin er tilvitnun í umsögn virts, bandarísks gagnrýnanda um bækur sól-arfylkisbúans Carls Hiaasen. Þegar þessum bráðfyndna sögumanni tekstupp standa honum fáir á sporði að hrista saman meinfýsna ádeilu og ógleymanlegar persónur svo úr verður fyndnasta lesning sem völ er á. Seinheppnar söguhetjur Hiaasens eru jafnan að glíma við óþjóðalýð úr röðum spilltra stjórnmálamanna, forhertra framkvæmdamanna, eiturlyfjasmyglara, auk ótíndra glæpamanna og lánleysingja af öllum stærðargráðum. Bak við átökin og sat- íruna leynist ádeilubroddur innfædda Flórídabúans á hnignun og spillingu fylkisins. Hann dregur stjórnendur þess, ekki síst í um- hverfisverndarmálum, sundur og saman í háði, en ástand málaflokksins virðist einkar bágborið þar syðra. Ferðamannaiðnaðurinn er nánast lög- verndaður, hótelin rísa stjórnlaust á strandlengj- unni jafnt sem friðuðum fenjasvæðum. Með til- heyrandi urmul golfvalla og öðrum afþreyingarmöguleikum, ekki síst fjölskrúðug- um skemmtigörðum, sem skáldinu er sérstak- lega í nöp við. Ekkert stendur í vegi fyrir nýjum innflytjendahverfum, hvort sem um er að ræða forríka ellilífeyrisþega frá Norðurríkjunum, Ís- landi eða annars staðar úr veröldinni. Ólöglegir sem löglegir innflytjendur streyma inn í fylkið, ekki síst frá Kúbu og rómönsku Ameríku. Eitur- lyfjaviðskiptin blómgast og skilja eftir sig annars konar ör á samfélaginu. Ef marka má Hiaasen er víða pottur brotinn þegar skyggnst er undir glæsilegt yfirborð sól- ríkrar sælu. Honum þykir vænt um fylkið sitt og óar við því kraðaki sem þar hefur hreiðrað um sig og yfirvöld, sem skeyta litlu um viðkvæman gróður og dýralíf. Vopn hans í baráttunni er flugbeitt háð, greind og slík orðheppni að vafa- samt er að lesa bækur hans eftir að betri helmingurinn er sofnaður, en vandinn sá að maður leggur þær helst ekki frá sér fyrr en Óli lokbrá er mættur við náttborðið. Umhverfismál og skemmdarvargar | Hiaasen fæddist árið 1953 í Fort Lauderdale, þar sem norskættaður afi hans settist að við upphaf síðustu aldar. Þá taldi byggðin um þúsund sálir þar sem nú búa milljónir. Hiaa- sen ólst upp í úthverfi í næsta ná- grenni Everglades-þjóðgarðsins fræga. Það var á sjötta og sjöunda áratugnum, á meðan garðurinn hýsti stórkostlegt lífríki í lofti, á landi og ekki síst í víðáttumiklum fenjunum sem eiga eilíflega í vök að verjast fyrir síaukinni ásókn túrismans og brask- ara. Stórsködduð paradís bernskuslóðanna og skemmdarvargarnir hafa öðru fremur mótað rithöfundinn Hiaasen, sem er með háskólamenntun í blaðamennsku og hefur lengst af starfað við The Miami Herald. Síðustu árin sem dálkahöfundur meðfram skrifum metsölubóka. Þær hafa endurspeglað skoðanir hans frá því að sú fyrsta, Tourist Season, kom út árið 1986. Áður hafði hann skrifað þrjár sakamálasögur í fé- lagi við Bill Montalbano. Ein forvitnilegasta og skemmtilegasta málpípa Hiaasens er Clinton „Skink“ Tyr- ee, stórfurðulegur náungi (svo vægt sé til orða tekið), sem bregður fyrir af og til og kemur fyrst við sögu í Double Whammy. Skink er einfari sem fer huldu höfði, eink- um í Everglades-þjóðgarðinum og lifir á því sem landið gefur, svokölluð „hraðbraut- arslys“ úr dýraríkinu, er í sérstöku uppáhaldi. Þessi refsivöndur siðgæðisins á það til að spretta upp úr jörðinni þegar honum ofbýður háttalag mannskepnunnar gagn- vart umhverfinu. Uppátæki karlsins eru með eindæmum líkt og maðurinn sjálfur. BÆKUR | SÆBJÖRN VALDIMARSSON „BETRI EN BÓKMENNTIR!“ Háðfuglinum Carl Hiaasen hefur verið líkt við Woody Allen og Preston Sturges Hiaasen skyggnist undir yfirborð sólríkrar sælu Flórída þar sem eiturlyfjaviðskiptin blómstra og spillingin kraumar. Meðfram skrifum metsölubóka er Carl Hiaasen dálka- höfundur hjá The Miami Herald. Demi Moore fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Striptease sem gerð var eftir frægustu bók Hiaasens. Seinheppnar söguhetjurnar glíma við óþjóðalýð úr röðum spilltra stjórnmála- manna, forhertra framkvæmdamanna, eitur- lyfjasmyglara, auk ótíndra glæpamanna og lánleysingja af öllum stærðargráðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.