Morgunblaðið - 28.05.2005, Síða 31

Morgunblaðið - 28.05.2005, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 31 DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG Kaffihúsaflóran í San Franciscoer ekki síður fjölbreytt enmannlífið í þeirri líflegu en þóvinalegu borg. Kaffihúsin eru óteljandi og eins misjöfn og þau eru mörg. Fyrir þá Íslendinga sem eru sólgnir í gott kaffi og ætla að leggja leið sína til borgarinnar, hvort sem það er með nýja beina fluginu sem Icelandair býður upp á í sumar eða með einhverjum öðrum hætti, er vert að benda á lítið kaffihús sem ekki lætur mikið yfir sér en leynir á sér í framboði á frumlegu og fjölbreyttu kaffi sem og öðru góðgæti. Kaffihús þetta heitir Blue Front Cafe og er að finna í hinu svokallaða hippahverfi (Haight Ashbury) og stendur við götuna Haight Street númer 1430. Eigandi þessa kaffihúss kemur frá Palestínu og ber matseðillinn og kaffiúrvalið þess merki. Hægt er að velja á milli tuttugu heitra drykkja og þar á meðal er krydd- að og sérlega gómsætt te sem vert er að mæla með og heitir Masala Chai. Það er ljóst á lit og borið fram í stútfullu háu glasi og bragðið er frískandi blanda af kanil og chilli auk annarra krydda. Matseðillinn, sem hægt er að skoða á netinu, er stútfullur af smáréttum eins og vera ber á kaffihúsi og ber þess líka merki að staðarhaldarar koma frá Pal- estínu. Þar eru nokkrir réttir sér- staklega kenndir við Mið-Austurlönd með hummus og öðru góðgæti, falafel eru líka á boðstólum, samlokur, græn- metisréttir þar sem avocado og eggaldin ráða ríkjum, beyglur, eggjakökur, salöt og súpur. Stemningin er heimilisleg á Blue Front Cafe, verðið lágt og alveg þess virði að staldra þar við þegar farið er um hippahverfið.  SAN FRANCISCO Himneskt kaffi í hippahverfinu Morgunblaðið/Þorkell Á Blue Front Cafe í San Francisco er fjöldi heitra drykkja og girnilegra smárétta í boði. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Það er óneit- anlega nota- legt að dýfa köku í rjúkandi masala chai. Blue Front Cafe 1430 Haight Street, San Francisco, CA 94117 Símanúmer: (415) 252-5917 Faxnúmer: (415) 252-5955 Veffang: www.bluefrontcafe.com Fréttir í tölvupósti Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan Bílaleigubílar Sumarhús í DANMÖRKU www.fylkir.is sími 456-3745 Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgreiðslugjöld á flugvöllum.) Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna og rútur með/ án bílstjóra. Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum, frá 2ja manna og upp í 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni eða fáið lista. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshverfi Danskfolkeferie orlofshverfi Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk gsm-símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is Stafganga er góð leið til heilsubótar sem hægt er að stunda hvar sem er og hvenær sem er! Nýttu tækifærið og kynntu þér þessa frábæru íþrótt. Stafgönguleiðbeinendur standa fyrir kynningu í hópum fyrir byrjendur á eftirfarandi stöðum: Staður Tími Skautasvellið í Laugardal 12:00, 13:00 og 14:00 Árbæjarlaug 12:00 og 13:00 Akranestorgi 10:30 Gamla Essóstöðin 10:30 Kjarnaskógur 14:00 Sjúkraþjálfunarstöðin 14:00 Nokkur pör af stöfum verða til láns en þeir sem eiga stafi eru hvattir til að taka þá með sér. Einnig verður boðið upp á klukkutíma göngu fyrir vant stafgöngufólk (með eigin stafi), undir leiðsögn þjálfara, á eftirfarandi stöðum: Staður Tími Skautasvellið í Laugardal 14:00 Seleyrin 12:00 Kjarnaskógur 13:00 Við Goðafoss 14:00 Stafgöngudagur ÍSÍ Laugardaginn 28. maí F A B R I K A N Reykjavík Reykjavík Akranes Borgarnes Akureyri Höfn Reykjavík Borgarnes Akureyri Þingeyjarsveit Munið Mastercard ferðaávísunina Ítalía kemur á óvart við hvert fótmál. Í þessari ferð kynnumst við nýjum slóðum í þessu stórkostlega landi undir einstakri fararstjórn Ólafs Gíslasonar listfræðings. Margar af helstu perlum Ítalíu í einni ferð. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Perlur Ítalíu 28. júlí - 11. ágúst Verð kr. 159.990 á mann í tvíbýli. Innifalið: Flug, skattar, gisting í 14 nætur með morgunverði, 5 kvöldverðir, 10 kynnisferðir, akstur milli staða og fararstjórn.. Með Ólafi Gíslasyni Einstök ferð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.