Morgunblaðið - 05.07.2005, Síða 1

Morgunblaðið - 05.07.2005, Síða 1
STOFNAÐ 1913 179. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Fimm stjörnu fornsöngur Flytjendur geta óhikað státað af músíkölskum stórsigri | 35 Laxness er heimsflakkari Sjálfstætt fólk hefur komið út í yfir 500 útgáfum | 21 Guðjón Valur annar bestur  Björn bætti sig  Engir nýir leikmenn til Roma í ár „VIÐ höfum áhyggjur af því þegar verið er að auglýsa eftir 10 ára stúlku til að gæta tveggja ára barns. Við viljum vekja athygli á því að þetta er alls ekki æskilegt,“ segir Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, formaður Félags íslenskra barnalækna. Hún segir barnalækna hérlendis vilja vekja athygli foreldra á þessu því að þeir telja þetta ekki vera siðferðilega rétt, þ.e. að börn skuli vera að gæta barna, nema þá í umsjá fullorðinna. Aðspurð segir Sigurveig að dæmi séu um að alvarleg slys og jafnvel dauðsföll hafi komið fyrir við svona aðstæður. Sigurveig segir að foreldrar verði að spyrja sig alvarlega að því hvort það sé viðeigandi að t.d. 10 eða 12 ára gömul börn séu fengin til þess að bera ábyrgð á tveggja ára óvita því slysin geri ekki boð á undan sér. „Við verðum að átta okkur á því að 10 ára barn er barn. Það hefur ekki alltaf yfirsýn yfir hlutina og ekki þann þroska til þess að koma í veg fyrir að slysin eigi sér stað,“ segir Sigurveig. Að- spurð segist hún ekki vita til þess að alvarlegt slys hafi komið fyrir með þessum hætti á þessu ári en hún áréttar að slysin geri ekki boð á undan sér. Hún segir að þetta hafi við- gengist lengi í þjóðfélaginu en oftast þó með þeim hætti að foreldri barnsins sé í nágrenn- inu. „En það að ungir krakkar séu að passa börn einir úti í bæ eða jafnvel yfir nótt finnst okkur alls ekki vera við hæfi,“ segir Sigurveig og bendir á að ýmsar hættulegar aðstæður geti komið upp sem jafnvel fullorðnir ein- staklingar myndu fyllast skelfingu yfir. Það sé eitthvað sem ekki eigi að leggja á herðar svo ungra einstaklinga. Hún bendir á að skv. lögum taki atvinnu- rekendur almennt ekki börn í vinnu fyrr en þau séu orðin 16 ára gömul og oft sé um að ræða störf sem fylgi engin sérstök ábyrgð. Hins vegar fylgi gríðarleg ábyrgð því að gæta lítilla barna. „Ég tel að foreldrar verði að gera þá kröfu til sín sjálfra, og þeirra sem bera ábyrgð á börnum þeirra sé fólk sem geti brugðist við ýmsum aðstæðum og komið í veg fyrir að alvarlegir hlutir gerist.“ Börn passi ekki börn Barnalæknar hafa áhyggjur af auglýsingum Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is TILKYNNING barst lögreglunni í Reykjavík á fimmta tímanum í gær þess efnis að lík væri í sjón- um í Grafarvogi við Gullinbrú en sjónarvottar sögðust hafa séð lík- ið reka inn Grafarvoginn. Talsverður viðbúnaður var vegna þessa en samkvæmt upp- lýsingum lögreglu var megnið af þeim mönnum sem voru á vakt í gær kallaðir á vettvang auk sér- sveitar ríkislögreglustjóra. Einn- ig var mikill viðbúnaður hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en þeir sendu tvo körfubíla á vettvang auk þess sem björgun- arsveitir voru kallaðar til. Alls voru um sjötíu manns á svæðinu við leit þegar mest var og stöðv- aði fjöldi fólks bifreiðar sínar á svæðinu í því skyni að fylgjast með leitinni. Ekkert fannst þrátt fyrir mikla leit en átta bátar og tveir kajakar voru í sjónum við Gullinbrú þegar mest var auk fjölda kafara. Þá voru fjórir sjúkrabílar á staðnum. Slökkviliðið og sérsveit ríkis- lögreglustjóra drógu sig í hlé um áttaleytið í gær en menn frá lög- reglunni í Reykjavík og björg- unarsveitum héldu áfram leit. Um miðnætti var strengt net yfir Grafarvoginn við Gullinbrú en þá fjarar út. Þegar Morgunblaðið fór í prentun hafði leit verið formlega hætt og ætla lögregla og björg- unarsveitir ekki að halda henni áfram í dag. Að sögn lögreglu er hugsanlegt að sjónarvottum hafi missýnst en tveir ungir drengir sem voru að leik við Gullinbrú sögðust hafa séð líkið reka inn Grafarvoginn. Morgunblaðið/Júlíus Net var strengt yfir Grafarvog við Gullinbrú á miðnætti í gær en um það leyti fjaraði út. Mikill viðbúnaður við líkleit í Grafarvogi JACQUES Chirac Frakklands- forseti hæddist að breskri mat- argerð á fundi sem hann átti um helgina með leiðtogum Rússlands og Þýskalands. Franska dagblaðið Liberation greindi frá ummælum Chiracs í gær. Fylgdi fréttinni að þeir Gerhard Schröder Þýskalands- kanslari og Vladímír Pútín Rúss- landsforseti hefðu haft gaman af ummælum franska forsetans og hlegið dátt. „Það er einfaldlega ekki hægt að treysta fólki sem býr til svo vondan mat,“ heyrðu blaðamenn forsetann segja er talið barst að breskri mat- argerðarlist. „Það eina sem þeir [Englendingar] hafa lagt til land- búnaðar í Evrópu er kúariða,“ bætti forsetinn við. „Breskur matur er sá versti í heimi, á eftir þeim finnska,“ sagði hann og uppskar hlátur félaga sinna. Þekkt er sú skoðun að Bretar geti gortað sig af flestu öðru en afrekum á sviði matreiðslu en að undanförnu virðist sú afstaða hafa náð hylli með- al evrópskra stjórnmálamanna að matur í Finnlandi sé sérlega ólyst- ugur. Á dögunum lét Silvio Berlus- coni, forsætisráðherra Ítalíu, afar neikvæð orð falla um finnska mat- argerð sem hann kvaðst hafa „orðið að þola“ er hann var í heimsókn þar. Chirac og aðrir leiðtogar helstu iðnríkja heims koma saman til fund- ar í Skotlandi á morgun, miðviku- dag. Matseðillinn hefur ekki verið birtur en fyrir liggur að Gleneagles- hótelið þar sem leiðtogarnir snæða státar af því að bjóða upp á aðeins það besta í skoskri matargerð. George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur sagt að tvennt muni hann ekki gera á leiðtogafundinum. Hann muni ekki setja skoska þjóðarrétt- inn „haggis“ inn fyrir varir sínar og skotapilsi muni hann aldrei klæðast. Nokkur hefð er fyrir því að G8- leiðtogarnir klæðist að sið gesta- þjóðarinnar á óformlegum stundum sem gjarnan eru skipulagðar á fund- um þeirra. Liberation sagði og frá því að Pútín Rússlandsforseti hefði á fund- inum um liðna helgi spurt Chirac hvaða álit hann hefði á hamborg- urum. Chirac svaraði að þeir teldust munaðarfæði bornir saman við breskan mat. Raunar lýsti Chirac því yfir í blaðaviðtali fyrir tveimur árum að hann væri mikill aðdáandi „ruslfæðis“. Jacques Chirac hæðist að breskri matargerð Reuters „Það er ekki hægt að treysta fólki sem býr til svona vondan mat.“ Chirac lætur einn flakka við góðar undirtektir Schröders. ÞAÐ reyndist 1.058,3% munur á hæsta og lægsta verði pylsu- brauða og 569,9% munur á morg- unkorninu Special K þegar verð- lagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun í ellefu matvöruverslunum sl. laugardag. Yfir 100% munur var á hæsta og lægsta verði á 25 af þeim 43 vörutegundum sem kannað var verð á. Minnsti verðmunurinn nam tæpum 30%. Bónus var oft- ast með lægsta verðið og Krónan næst oftast með lægsta verðið. Hæsta verðið var á hinn bóginn í verslun 10–11 og næst oftast í verslun 11–11. Mest var vöruúr- valið í Samkaupum og Fjarðar- kaupum en fæstu vörutegundirn- ar fengust í Kaskó. | 25 Verðkönnun ASÍ á matvörum Yfir 100% verðmunur á 25 tegundum BÚIÐ er að úthluta Pétri Guð- geirssyni, héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, Baugs- málinu svokallaða sem þingfest verður hinn 17. ágúst næstkom- andi. Jafnframt hefur verið ákveðið að nýta heimild í 5. gr. laga um meðferð opinberra mála til þess að hafa fjölskipaðan dóm en ekki er hægt að gefa upp að svo stöddu hverjir hinir tveir dómararnir eru. Þetta staðfesti Helgi I. Jónsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur, í sam- tali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Ekki óeðlilegt Helgi segir það ekki óeðlilegt hve langur tími líði í þessu tilviki á milli þess að ákærur voru gefn- ar út þar til málið verður þing- fest. „Ég geri ráð fyrir að það sé vegna þess hve málið er stórt og málsskjöl umfangsmikil. Menn verða að kynna sér þetta ítarlega og það getur tekið langan tíma að fara í gegnum þetta svo að þeir séu undirbúnir þegar málið verð- ur þingfest,“ segir Helgi og bend- ir auk þess á að það kunni að hafa áhrif að málið beri upp á sum- arleyfistíma. Helgi segir að samkvæmt lög- um sé miðað við að fjórar vikur líði á milli þess að ákæra er gefin út og þar til málið er þingfest. „Það er í sjálfu sér ekki hægt að fara alltaf eftir því að öllu leyti,“ segir Helgi og bendir á að séu þetta umfangsmikil mál séu þessi tímamörk „teygð aðeins til“. Þetta hafi engar réttarfarslegar afleiðingar í för með sér og sé að hans mati í eðlilegum farvegi. Fjölskip- aður dóm- ur í máli Baugs  Baugsrannsóknin | 10 ♦♦♦ Íþróttir í dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.