Morgunblaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 33 DAGBÓK 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Rc3 b5 6. Bd3 d6 7. 0-0 Rf6 8. a3 Bb7 9. f4 Rbd7 10. Kh1 Be7 11. De1 Rc5 12. b4 Rxd3 13. cxd3 Rd7 14. Be3 0-0 15. f5 e5 16. Rb3 Hc8 17. Ra5 Ba8 18. a4 Rf6 19. axb5 d5 20. Ra4 axb5 21. Rb6 Hc7 22. Rxa8 Dxa8 23. Dg3 Bxb4 24. Bh6 Rh5 25. Dg4 f6 26. Rc4 Ha7 27. Hxa7 Dxa7 28. Re3 dxe4 29. Rd5 Bd6 30. Dxh5 exd3 31. Dg4 Hf7 32. Bxg7 Hxg7 33. Rxf6+ Kh8 34. Df3 d2 35. Re4 Bb4 36. f6 Hg6 37. f7 Bf8 38. Rxd2 Da2 39. Re4 b4 40. h4 b3 41. h5 Hg7 42. Rc3 Da6 43. Hd1 Db6 44. Hd7 e4 45. Df4 Dc5 46. h6 Hg6 47. Hd8 Dh5+ 48. Kg1 Dc5+ 49. Kf1 He6 Besta skák Hannesar Hlífars Stef- ánssonar (2.573) á Evrópumóti ein- staklinga sem lauk fyrir skömmu í Varsjá í Póllandi var gegn ofurstór- meistaranum Viktor Bologan (2.700). Hannes blés til sóknar með hvítu en varð við það peði undir. Andstæðing- urinn fórnaði svo manni en Hannes gaf hann til baka til að halda sókninni áfram. Þegar hér er komið við sögu hafði Hannesi tekist að stýra sókn sinni farsællega og lauk henni með snyrtilegum leik. 50. Dg5! og svartur gafst upp þar sem eftir 50. – Dxg5 mát- ar hvítur eftir 51. Hxf8+ sem og eftir 50. – Dc4+ 51. Re2 Db4 52. Dg7#. Af 229 keppendum lenti Hannes í 69.–105. sæti með 7 vinninga af 13 mögulegum, Stefán Kristjánsson (2.461) lenti í 130.– 167. sæti með 6 vinninga og Bragi Þor- finnsson (2.441) lenti í 207.–215. sæti með 4½ vinning. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 80 ÁRA afmæli. Í dag, 5. júlí, eráttræður Kristján Krist- jánsson (Danni). Danni tekur á móti gestum í Félagsheimilinu við Elliðaár milli kl. 17–19 í dag. Gangið í hollvinasamtökin SÉRA Sigurður Rúnar Ragnarsson, sóknarprestur í Norðfjarð- arprestakalli, skrifar á dögunum í Morgunblaðið varðandi Hollvina- samtök Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. Þar telur hann að fé- lögum þurfi að fjölga. Ég vil taka undir það og skora á alla brottflutta Norðfirðinga að veita þessum fé- lagsskap lið og ganga til liðs við um- rædd samtök. Gunnar G. Bjartmarsson, Hátúni 10, Rvík. Stórsöngvarar, skáld og dagskrá Sjónvarpsins HVAÐ hefur orðið af Kristjáni Jó- hannssyni stórsöngvara? Ekkert hefur heyrst í honum í útvarpi eða sjónvarpi svo mánuðum skiptir og sakna ég þess að heyra ekki í hon- um, hann er einn af okkar stór- söngvurum. Þá er það þessi einkennilega notk- un á orðinu skáld. Það virðist vera alveg sama um hvern er að ræða, það virðist hver sem er getað kallað sig skáld. Þetta er titill sem að mínu mati er ofnotaður. Sama gildir um orðið stórsöngvari, það eru alls kon- ar raularar sem eru titlaðir stór- söngvarar. Það er mikil misnotkun á íslensku máli. Og svo er það þátturinn Hjá Hemma Gunn. Sá þáttur fer að mestu fram á ensku, það er varla að þarna komi fyrir lag á íslensku. Þetta á ekki að eiga sér stað. Síðast en ekki síst. Það er ósvífni hjá Sjónvarpinu að taka út fasta dagskrárliði til að koma inn beinum útsendingum, eins og t.d. fótbolta. Það á ekki að líða það að dagskránni sé gjörbreytt með litlum fyrirvara. B.H. Pallbílar án ljósa ÉG hef tekið eftir því undanfarið að þessir nýju pallbílar sem er verið að flytja inn frá Bandaríkjunum virðast vera án dagljósabúnaðar því þeir eru allir meira og minna ljósljósir þegar maður mætir þeim en sá búnaður fylgir nýjum bílum sem eru seldir hér á landi. Og svo finnst mér eins og að bílbeltanotkunin sé alltaf að minnka hjá ökumönnum. Einar. Duran Duran-trefill týndist HVÍTUR Duran Duran-trefill með bláum og rauðum röndum tapaðist á tónleikunum í Egilshöll. Skilvís finn- andi er vinsamlega beðinn að hafa samband við Guðrúnu í s. 862 3708. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 50 ÁRA afmæli. Í dag, 5. júlí, erfimmtug Elísabet Jónsdóttir, féhirðir hjá Íslandsbanka, Núpalind 8, Kópavogi. Elísabet verður í vinnunni á afmælisdaginn. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Ath. farið að Skógum kl. 9.30 á morgun 6. júlí frá Afla- granda. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Leikfimi kl. 9. Boccia kl. 9.30. Gönguhópur kl. 13.30. Púttvöllur kl. 10–16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, fótaaðgerð, farið í sund. Út að pútta með Jónu Þórunni kl. 13.30. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, Kl. 9–14 baðþjónusta, Kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 11.15– 12.15 matur, kl. 14.30– 15.30 kaffi. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Ferð FEBK 7. júlí nk - Land- mannalaugar - Sigalda - Þjórsárdalur. Brottför frá Gjábakka kl. 8.30 og Gull- smára kl. 08.45 Leið: Selfoss, Land- vegur, Dómadalsleið, Land- mannalaugar/-hellir. Eigið nesti snætt. Ljótipollur, Sigalda. Áð í Hrauneyjum. Þjórsárdalur, Hjálp- arfoss o.fl. Kvöldmatur í Árnesi. Skráningarlisti í Gjábakka, sími 554 3400 og hjá Þráni 554 0999 /Boga 560 4255. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd Strandir 15.–17. júlí. Brottför frá Gullsmára kl. 08.30 og Gjábakka kl. 08.45. Leið m.a. Brú, Hólmavík, Drangsnes, Klúka, Djúpavík, Gjögur, Norðurfjörður, Ingólfsfjörður o.fl. Gist á Laugarbóli og Hólmavík. Ekin Tröllatunguheiði í Króksfjarðarnes, Dalir, Bröttubrekka. Skráning Gjá- bakka í s. 554 3400 eða Þráinn 554 0999 / Bogi 560 4255. Félag eldri borgara, Reykjavík | Far- þegar í Laugafellsferð 21.–25. júlí þurfa að greiða ferðina upp. Dagsferð í Landmannalaugar 14. júlí, eigum laus sæti. Upplýsingar í síma 588 2111. Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar ganga frá Hlemmi kl. 10. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall og dagblöðin. Kl. 9 hárgreiðsla. Kl. 10 boccia og pútt. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 12.15 ferð í Bónus. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Brids kl. 13. Pútt á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Hvassaleiti 56–58 | Bankaþjónusta kl. 9.45. Böðun virka daga fyrir há- degi. Hádegisverður. Fótaaðgerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Minnum á sumarferðina fimmtudag- inn 7. júlí, skráið ykkur sem fyrst. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er opið í allt sumar. Betri stofa og Lista- smiðja kl. 9–16. Handverk og trésmíði. Sniglarnir í gönguferð kl. 10. Bónus 12.40. Bókabíll 14.15–15. Hárgreiðslu- stofa 568 3139. Ferð í Bása, Þórs- mörk, miðvikudaginn 7. júlí kl. 9, ár- degis. Nesti. Kíktu við eða fáðu nánari upplýsingar í síma 568 3132. Norðurbrún 1 | Norðurbrún – Furu- gerði. Farið verður í nestisferð fimmtudaginn 7. júlí að Básum í Þórs- mörk. Leiðsögumaður: Anna Þrúður Þorkelsdóttir. Upplýsingar í síma: Norðurbrún 568 6960 og Furugerði 553 6040. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9–15.30 handa- vinna. Kl. 13–16 postulínsmálun (júní). Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13– 16 frjáls spil. Kl. 14.30–15.45 kaffiveit- ingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa- vinnustofan opin, leikfimi kl. 10, fé- lagsvist kl. 14. Farin verður dagsferð á Snæfellsnes 13. júlí, skráning og allar upplýsingar í síma 411 9450. Allir vel- komnir. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. Garðasókn | Opið hús í sumar í Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju, á þriðju- dögum, kl. 13 til 16. Við spilum lomber, vist og bridge. Röbbum saman og njótum samverunnar. Kaffi á könn- unni. Vettvangsferðir mánaðarlega, auglýstar hverju sinni. Akstur fyrir þá sem vilja, upplýsingar í síma: 895 0169. Allir velkomnir. Stokkseyrarkirkja | Aðalfundur safn- aðarins verður í kirkjunni mánudag- inn 11. júlí kl. 20.30. Venjuleg aðal- fundarstörf. Sóknarnefnd. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos EM á Tenerife. Norður ♠DG3 ♥Á865 A/NS ♦K10875 ♣7 Vestur Austur ♠Á1074 ♠5 ♥1092 ♥DG73 ♦32 ♦ÁDG964 ♣KDG3 ♣105 Suður ♠K9862 ♥K4 ♦-- ♣Á98642 Sigursveit Hollendinga á EM lenti í kröppum dansi á móti Dönum í 8 liða úrslitum. Hollendingar unnu með 12 IMPa mun (76-64) og þar af komu 15 IMPar í síðasta spilinu. Á báðum borðum varð suður sagn- hafi í fjórum spöðum dobluðum: Vestur Norður Austur Suður Madsen Bakkeren Madsen Bertens -- -- 1 tígull 2 lauf Pass 2 grönd Pass 3 spaðar Pass 3 grönd Pass 4 spaðar Dobl Allir pass Tromp út er banvænt, en Bertens fékk út tígulþrist. Hann notaði sam- ganginn vel til að trompa lauf þrisvar í borði og eitt hjarta og annan tígul heima. Í lokastöðunni átti suður K9 í trompi og tvö lauf, en vestur Á1074 í spaða. Bertens spilaði laufi og fékk tí- unda slaginn á spaðakóng: 790 í NS. Í hinum salnum gengu sagnir þannig fyrir sig: Vestur Norður Austur Suður Verhees Clemmensen Jansma Graversen -- -- 1 tígull 2 lauf Pass 2 grönd Pass 3 spaðar Pass 3 grönd Pass 4 lauf Dobl 4 spaðar Dobl ! Allir pass Eftir þessar sagnir er nokkuð aug- ljóst að blindur er stuttur í laufi og á þeim forsendum trompaði Verhees út. Sagnhafi stakk eitt lauf og reyndi svo að sækja trompið, en missti þá allt vald á spilinu og endaði tvo niður: 500 í AV. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn BÍLALEIGAN AKA Vagnhöfða 25 • 112 Reykjavík • Sími 567 44 55 • Fax 567 44 53 VIÐ HÖFUM ALLAR GERÐIR BÍLA 5-9 MANNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.