Morgunblaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ að hlýtur að vera keppikefli skáld- sagnahöfunda að ná til lesenda, og að því leyti hlýtur þeim að vera í mun að bækur þeirra seljist – jafnvel sem mest. Ekki vegna þess að sölumagn sé til marks um gæði skáldskapar þeirra heldur einfaldlega vegna þess að sölu- magn gefur smá vísbendingu um að þeim hafi tekist að koma á blað hugmyndum sem ríma við hug- arheim annarra – það er að segja lesenda. Vísbendingu um að höf- undunum hafi tekist að ná tengslum við annað fólk. Þess vegna er of langt gengið að full- yrða að sala á bókum komi skáld- skap ekkert við. Sala á bókum er ekki upphaf og endir skáldskapar, en hún kemur skáldskap víst við. Þetta hlutskipti eiga skáld- sagnahöfundar sameiginlegt með blaða- og fréttamönnum, sem flestir reyna að haga skrifum sín- um og frásögnum þannig að les- endur og áhorfendur fái áhuga á því sem þeir hafa fram að færa og forsenda slíks áhuga er að það sem fram er fært sé skiljanlegt. Óskiljanleg frétt er í rauninni ekki frétt vegna þess að hún gerir ekki það sem frétt á að gera – koma upplýsingum frá einum til annars. Skáldsaga sem ekki nær til les- enda er engin skáldsaga vegna þess að hún gerir ekki það sem skáldsaga á að gera, sem er að setja í gang tilfinninga- og vits- munalíf lesandans. Það er því ekki undarlegt að margir rithöfundar hafa jafnframt verið blaðamenn, og margir blaðamenn rithöfundar. Má nefna Indriða G. Þorsteins- son, George Orwell og Ernest Hemingway sem dæmi. Þess vegna var óþarfi af Jóni Kalman Stefánssyni að vega að fjölmiðlafólki almennt í svari sínu í Morgunblaðinu í gær (bls. 22) við Viðhorfi mínu 29. júní. Hann var þar með að vega að kollegum sín- um. Kollegum að því leyti, að bæði skáldsagnahöfundar og fjölmiðla- fólk beinir orðum sínum til al- mennra lesenda, en ekki afmark- aðra hópa lesenda, eins og sumir aðrir, sem fást við skriftir, gera. Vísinda- og fræðamenn fást við skriftir líkt og skáldsagnahöf- undar og blaðamenn, en þeir fyrr- nefndu beina orðum sínum fyrst og fremst einungis til annarra vís- inda- og fræðamanna. Það er nokkurt sport meðal bandarískra blaðamanna að sitja fyrirlestra á árlegu þingi samtaka bandarískra nútímatungumálsfræðinga (MLA) og skrifa síðan rífandi fyndnar frásagnir af óskiljanlegum og jafnvel idjótískum umfjöllunar- efnum þessara fræðinga. Þetta er að því leyti ómaklegt af blaða- mönnunum að skrif fræðinganna eiga lítið sem ekkert erindi til al- mennra lesenda heldur eru fyrst og fremst ætluð öðrum fræði- mönnum. En aftur á móti eru sumir fræðingarnir ekkert skárri að því leyti að þeir eiga til að rjúka með sértæk fræðaskrif í almenna fjölmiðla, en þangað eiga þau ekk- ert erindi. Þetta er svolítið eins og ef fótboltamenn færu að spila fyr- ir aftan markið – það er gert í ís- hokkí, en ekki í fótbolta. Segja má, að lesendur séu leik- vangur allra rithöfunda, og það er ekkert undarlegt við það að rithöf- undarnir reyni að halda sig inni á vellinum. Skáldsagnahöfundar og fjölmiðlamenn eiga það síðan sam- eiginlegt að þeirra leikvangur er „hinn almenni lesandi“, sem aftur á móti er ekki leikvangur fræð- inga og vísindamanna. Jón fullyrti í gær að enginn viti hvers vegna fólk fáist við skáld- skap, en sagði að kannski megi segja að „listsköpun sé í eðli sínu leit að tilgangi, glíma við til- vistina“. Ef til vill er nokkuð til í þessari tilgátu hjá honum, en mig langar að koma með aðra, öllu ein- faldari og jarðbundnari. Hún er sú, að ástæða þess að fólk fæst við skrif, hvort heldur er skáldskap eða blaðamennsku, sé löngun til að ná tengslum við annað fólk, og þetta annað fólk er þá lesendur. Rithöfundar (og þá á ég alls ekki bara við skáldsagnahöfunda) eru eins og fólkið sem les fyrir börnin sín, það leitast við að styrkja tengsl sín við börnin og jafnvel vekja hjá þeim nýjar hugmyndir. Markmiðið með lestrinum er ekki bara að svæfa börnin. (Þótt manni finnist nú stundum eins og að það sé helsta markmið sumra rithöf- unda að svæfa lesendur). Skáld- skapar- og fréttaskrif eru sam- kvæmt þessari tilgátu ein leiðin til mannlegra samskipta – leið sem sumum finnst henta sér betur en aðrar. Jón var í grein sinni í gær ekki sérlega rausnarlegur í útlegg- ingum á Viðhorfinu mínu, og kaus að skilja það sem svo að ég væri að hæðast að íslenskum rithöf- undum og mæra Michel Houelle- becq. Að ég hefði verið að hvetja íslenska höfunda til að hefja grimma þjóðfélagsádeilu að hætti Houellebecqs og leggja niður skreytilist. Samt vitnar Jón í þau orð mín að það sé ekkert endilega slæmt að íslenskir höfundar stundi ekki grimma þjóðfélags- ádeilu eins og þeir einu sinni gerðu (til dæmis Halldór Lax- ness), heldur bara einkenni breyttra tíma. Svo sagði Jón að mér og fjölmiðlafólki yfirleitt „hætti til að meta bækur eftir fréttagildi“. Þetta eru undarleg orð og ógerlegt að sjá hvernig Jón fékk þetta út úr Viðhorfinu mínu. Ég lagði hvergi mat á gæði ís- lensks nútímaskáldskapar. Ég sagði einungis að það væri allt út- lit fyrir að hlutverk hans í sam- félaginu væri breytt. Og svo sagði Jón að sig grunaði að ég hafi takmarkaðan skilning og þekkingu á íslenskum nútíma- skáldskap. Um það get ég auðvit- að ekkert sagt, því ekki er maður dómari í eigin sök, en af hverju datt Jóni ekki bara í hug að mér þyki íslenskur nútímaskáldskapur leiðinlegur? Og að það væri mitt vandamál en ekki sitt? Slík niður- staða hefði fremur verið í sam- ræmi við þá hugsun hans að skáld- skapur og bóksala komi hvort öðru ekkert við. Nei, Jón kaus að svara mér, sem ég held að sé vís- bending um að honum sé ekki bara umhugað um að „glíma við tilvistina“, heldur líka lesendur. Um skáldskap Sala á bókum er ekki upphaf og endir skáldskapar, en hún kemur skáldskap víst við. VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is Á UNDANFÖRNUM vikum hefur verið rætt nokkuð um vandræðagang og stefnuleysi stjórnvalda, ríkis og Reykjavíkurborgar, hvað varðar framtíð og afdrif hússins, sem um ára- tugi hefur hýst kjarna heilsuverndar- starfsemi hér í borg. Öllum virðist bera saman um þá staðreynd, að hús Heilsuverndarstöðvarinnar við Bar- ónsstíg sé ein af fáum byggingum frá miðbiki fyrri aldar, sem ber af að frumleika og góðri byggingarhönnun, og ber þannig sköpunargáfu höfundar síns, snillingsins Einars Sveinssonar, verðugan vott. Það eru því sennilega og vonandi engin teikn á lofti sem benda til þess, að byggingin verði rifin eða á henni unnin alvarleg ytri skemmdarverk; hvort sem væru við- byggingar eða að fela einhverja hluta hennar. Vissulega hafa aðstæður, kröfur og þarfir breyst hvað varðar heilsugæslu og heilsuvernd á hálfri öld, síðan Heilsuverndarstöðin var í eðlilegum miðkjarna Reykjavíkurborgar: Dreif- ing og útbreiðsla byggðar gera nýjar kröfur og kalla á nýjar þarfir og öðru- vísi dreifingu. Engu að síður eru hefð- bundin miðstöð og stýrikerfi nauðsyn. Eins og oft hefur verið bent á, og af mörgum, þá er land- fræðileg lega Heilsu- verndarstöðvarinnar nægileg rök fyrir áfram- haldandi tilvist hennar, þótt ekkert annað kæmi til. Á þessum sama reit eru annars vegar Land- spítalinn, háskóla- sjúkrahús og hins vegar metnaðarfull og í mörgu mjög sérhæfð lækna- miðstöð í Domus Medica. Fyrr á árum reyndi ég undirritaður að vekja áhuga á virkri samvinnu og samlegð þessara þriggja húseininga, en slíkar hugmyndir höfðu mjög takamarkaðan hljómgrunn. Ef til vill er það enn þannig. Auk umræðu um tilvist og nýtingu Heilsuverndarstöðvarinnar, hefur nú aftur komið upp á yfirborðið nokkur umræða um húsnæðisneyðina á Land- spítalalóðinni. Að þessu sinni er með sanni og rétti verið að minna á algjör- lega ófullnægjandi húsnæðisaðstöðu eins af þýðingarmeiri hlekkjum heil- brigðiskeðjunnar, Blóðbankans. Ítrekaðar, margra ára rökstuddar ábendingar um þarfir þess umsvifa- mikla og mikilvæga þáttar hafa verið fyrir daufum eyrum og ýmsu borið við. Mér sýnist nú vera lag til að bæta úr þess- um vanda. Blásum nýju lífi í starfsemi Heilsu- verndarstöðvarinnar, meðal annars með því að útvega Blóðbank- anum þar nægilegt og rýmilegt húsnæði, en jafnframt að nýta húsið að öðru leyti í þágu heil- brigðis- og félags- vísinda. Ég þekki nokkuð til húsaskipunar og full- yrði, að þarna megi skapa Blóðbankanum kjöraðstöðu til margra ára og áfram í nánast lóðartengslum við Landspítalann og aðra mikilsverða starfsemi. Vissulega þarf húsnæði stöðvarinnar endurbót og andlitslyftingu innan dyra (ekki síst vegna langvarandi vandræða- gangs um hver eigi hvað), en væri það ekki réttara og æskilegra að slíkt yrði í þágu lækninga og heilbrigðisvísinda, en í hótelrekstur, leikhús eða hvað annað, óskylt? Heilsuverndarstöðin: Hótel, leikhús, eða hvað? Ásmundur Brekkan fjallar um framtíð Heilsuverndar- stöðvarinnar ’Blásum nýjulífi í starfsemi Heilsuverndar- stöðvarinnar.‘ Ásmundur Brekkan Höfundur er prófessor emeritus, fyrrverandi forstöðulæknir og for- maður læknaráðs Landspítala. ÞAÐ HEFUR hingað til ekki verið siður minn að tjá skoðanir mínar á opinberum vettvangi. Þessi blaða- grein er sú fyrsta á ævi minni sem birt er opinberlega og geri ég ekki ráð fyr- ir að þær verði miklu fleiri. Ástæða greinar- innar eru fremur dapurleg tíðindi sem fjölmiðlar hafa verið að flytja okkur fréttir af síðan á föstudag: Ákærur gegn sex einstaklingum í svo- kölluðu Baugsmáli. Ég tek það fram strax í upphafi að í sjálfu sér þekki ég ekki til efnisatriða þessa máls a.m.k. svo nokkru nemi. Ég er ekki lög- fróður maður og ég hef ekki lesið um- ræddar ákærur og hef því ekki fulla yfirsýn yfir málavöxtu. Það breytir þó ekki því að á annan áratug hafa leiðir mínar og Jóns Ás- geirs Jóhannessonar legið saman, bæði sem samherjar í viðskiptum og sem andstæðingar. Ég leyfi mér að fullyrða að fáir þekkja Jón Ásgeir jafn vel og ég. Stundum höfum við deilt og stundum höfum við verið sammála. Stundum hafa hagsmunir okkar legið saman og stundum í sitt hvora áttina. Stundum hefur blásið hressilega á milli og við farið ósáttir af fundi hvor annars og í eitt skipti blés svo hressi- lega á milli okkar að ég ákvað að skilja Jón Ásgeir eftir bíllausan og allslaus- an í veiðihúsi í Húnavatnssýslu seint um kvöld. Hvernig Jón Ásgeir komst í bæinn á endanum í það skiptið veit ég ekki. Hann komst alla vega, enda maðurinn ekki þekktur fyrir annað en að klára sín verk, þó á móti blási. Þrátt fyrir allt þetta get ég vottað að fáum ef nokkrum einstaklingum á lífsleiðinni hef ég kynnst, sem hafa að geyma jafn mikla mannkosti og Jón Ásgeir. Í á annan áratug hef ég, eins og þjóðin öll, orðið vitni að sigurgöngu þessa manns frá kjallaranum undir fyrstu Bónusversluninni í Skútuvogi 13 til innsta kjarna bresks viðskipta- lífs. Munurinn á mér og flestum er þó sá að ég hef verið þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að fylgjast með úr návígi. Sú reynsla hefur verið mér ómetanleg. Fyrir mér er ekki vafi á því að Jón Ásgeir hefur á umliðnum árum gert meira fyrir íslenskt samfélag en aðrir samtíðarmenn hans og þótt aftar í söguna væri farið. Ég læt það þó liggja á milli hluta að reyna að finna honum verðugan stað í sögu merkra Íslendinga á liðinni öld og þessari, en í mínum huga er það full- ljóst að þar mun sagan skipa honum í fremstu röð. Jón Ásgeir var og er alfa og omega þeirrar út- rásar og uppbyggingar sem einkennt hefur ís- lenskt viðskiptalíf á um- liðnum árum. Hann hefur verið leiðandi í útrás ís- lenskra fyrirtækja sem hefur haft gríðarleg áhrif á lífskjör og sjálfstraust okkar litlu þjóðar. Um það get ég sjálfur vottað. Án Jóns Ásgeirs og frum- kvöðlastarfs hans, hefði ég aldrei lagt af stað til annarra landa í leit að við- skiptatækifærum. Án Jóns Ásgeirs væri því fjórða stærsta lággjaldaflug- félag Evrópu ekki í eigu Íslendinga í dag. Á fáum árum hafa Íslendingar orðið gjaldgengir í alþjóðlegum við- skiptum og er það einkum og sér í lagi Jóni Ásgeiri að þakka. Nú hefur það gerst að þessi sómi landsins er sestur á sakamannabekk. Ekki veit ég hvort það eigi rætur að rekja í pólitík, öfund, vanþekkingu á því hvað sé debet og hvað sé kredit í reikningshaldi og hvað þá flóknari at- riðum reikningshalds eða misskilningi kerfiskarla á eðli viðskipta. Ég leyfi mér hins vegar að fullyrða að ástæða þess getur ekki verið óheiðarlegt at- ferli Jóns Ásgeirs. Ég hef bæði gert fjölda samninga við Jón Ásgeir og með honum. Ég get staðfest og lagt drengskap minn að veði fyrir því að Jón Ásgeir hefur aldrei svikið, hann hefur aldrei sagt ósatt, hann hefur aldrei farið á bak við neinn, hann hef- ur fremur verið of örlátur við við- skiptamenn sína og samfélagið að mínu mati en hitt. Jón Ásgeir er ekki þeirrar manngerðar að ætla sjálfum sér allt og skilja ekkert eftir. Slíkir menn stunda ekki auðgunarbrot eða annars konar refsiverða háttsemi. Prófessor Jónatan Þórmundsson, sem manna mest þekkir til refsiréttar, enda verið lærifaðir allra þeirra sem hafa farið í gegnum lagadeild Háskóla Íslands síðustu tæp fjörutíu ár, geng- ur nú fram fyrir skjöldu og lýsir því yfir að sakargiftirnar séu rangar og ýmislegt í rannsókn lögreglu sé ábóta- vant í verulegum atriðum. Hann bæði kemst að því að lög sem Jóni Ásgeiri sé gert að sök að hafa brotið séu ekki viðhlítandi refsigrundvöllur, auk þess sem hann fullyrðir að engar sönnur hafi verið færðar á aðra háttsemi sem Jóni Ásgeiri hefur verið gefin að sök. Þá verður ekki annað lesið út úr áliti Jónatans en að þeir menn sem hafi stýrt þessari rannsókn, sem nú hefur staðið yfir í tæp þrjú ár, hafi ekki farið vel með vald sitt. Fyrir liggur að ákæra hefur verið gefin út á hendur sex einstaklingum, sem allir hafa látið til sín taka í ís- lensku viðskiptalífi svo eftir hefur ver- ið tekið á sl. árum. Slíkt er alvarlegt mál, enda liggur fyrir að ákæran veg- ur að rótum eins stærsta og stöndug- asta fyrirtækis landsins, sem veitir þúsundum manna atvinnu, bæði hér heima og erlendis. Þegar sú staðreynd er skoðuð í því ljósi sem prófessor Jónatan Þór- mundsson nálgast málið er það mitt mat að valdhafar þessa lands geti ekki setið hjá aðgerðarlausir. Til þess er málið einfaldlega of alvarlegt. Vegna þess skora ég hér með á dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, og forsætisráðherra, Halldór Ás- grímsson, að þeir hlutist nú þegar til um að skipa nefnd þriggja valin- kunnra einstaklinga til að fara yfir gögn málsins, aðgerðir og háttsemi lögreglu á rannsóknartímanum, hvort þau ákæruefni sem hafa verið birt sakborningum eigi rétt á sér og hvort Jón H.B. Snorrason saksóknari hafi verið hæfur til útgáfu ákærunnar. Hvað svo sem verður lýsi ég a.m.k. fyrir mitt leyti fullum stuðningi við Jón Ásgeir Jóhannesson. Ákærurnar á hendur 6 Baugs- félögum dapurleg tíðindi Pálmi Haraldsson fjallar um ákæruna á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni ’Hvað svo sem verðurlýsi ég a.m.k. fyrir mitt leyti fullum stuðningi við Jón Ásgeir Jóhannesson.‘ Pálmi Haraldsson Höfundur er framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Fengs og með meistaragráðu í reikningshaldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.