Morgunblaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 19 MINNSTAÐUR AKUREYRI SUÐURNES Garður | Um 450 gestir komu í Byggðasafnið á Garðskaga og út- sýnis- og veitingastaðinn Flösina um helgina. Safnið var opnað í nýju húsnæði á laugardag og þá var Flösin jafnframt opnuð. „Þetta byrjar vel, það er ekki hægt að fara fram á meira. Og mér fannst fólk vera undrandi á þessari aðstöðu og ánægt,“ segir Ásgeir Hjálmarsson, forstöðumaður Byggðasafnsins á Garðskaga. Við opnunina var lesið upp gjafa- bréf frá hjónunum Guðna Ingi- mundarsyni og Þórunni Ágústu Sigurðardóttur fyrir vélasafni Guðna sem er til sýnis í safninu og GMC trukknum sem hann notaði við vinnu sína. Jafnframt færði Þórunn Ágústa safninu peninga- gjöf. Guðni var á sínum tíma feng- inn til að taka fyrstu skóflustung- una að byggingu safnahússins og hann lauk verkinu með því að klippa á borða til marks um opnun safnsins. Þá var að sögn Ásgeirs góð að- sókn að myndlistarsýningu Dag- marar Róbertsdóttur sem sýnir verk sín í nýja Byggðasafnshúsinu. Ljósmynd/Hilmar Bragi Klippt á borðann Ásgeir Hjálmarsson forstöðumaður aðstoðar Guðna Ingimundarson við að opna Byggðasafnið á Garðskaga. Sigurður Jónsson sveitarstjóri er ekki langt undan. 450 gestir í safnið um opnunarhelgina GRÓÐURRÆKT Í ELLIÐAÁRDAL Þriðjudagskvöldið 5. júlí verður farin göngu- og fræðsluferð í Elliðaárdal undir leiðsögn Jóhanns Pálssonar grasafræðings. www.or.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O R K 2 89 03 07 /2 00 5 Gróðurfar í Elliðaárdal er að hluta tilkomið vegna ræktunar af mannavöldun. Skoðaðar verða blóm- og trjáplöntur og hugað að þeim breytingum sem hafa orðið síðustu áratugi. Gangan hefst kl. 19.30 við Minjasafnið í Elliðaárdal. BISKUP Íslands hefur auglýst laus til umsóknar tvö prestsembætti í Akureyrarprestakalli. Annars vegar er um að ræða embætti sem séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir gegnir í dag og hins vegar nýtt embætti við kirkjuna með sérstaka áherslu á barna- og unglingastarf. Séra Jóna Lísa lætur af störfum í haust en hún hefur starfað sem prestur í Akur- eyrarprestakalli sl. 6 ár en þrjú ár þar á undan starfaði hún sem fræðslufulltrúi kirkjunnar í Hóla- stifti með aðsetur á Akureyri. Séra Jóna Lísa sagðist vera með ýmislegt á prjónunum og hún ætlar ekki alveg að segja skilið við Akur- eyrarkirkju. Hún verður með vetur- setu á Kanaríeyjum og mun starfa þar í hlutastarfi á vegum Sumar- ferða. „Mig langar að veita þeim fjöl- mörgu Íslendingum sem eru á Kan- aríeyjum einhverja prestsþjónustu. Ég dvaldi þarna að vetri til þegar ég var að skrifa bókina mína og sá þá að það veitti ekkert af svona þjónustu. Mig langar að bjóða upp á helgihald og gefa fólki kost á viðtalstímum og þetta get ég boðið því sænska kirkj- an hefur lýst sig fúsa til að vera mér innan handar. Ég fer þarna út á eig- in vegum en með vitund Biskups- stofu.“ Sem fyrr sagði ætlar Jóna Lísa ekki að segja alveg skilið við Akur- eyrarkirkju, því innan kirkjunnar er verið að vinna að því að bjóða upp á aukna þjónustu við ferðamenn yfir hásumarið. „Þarna er um að ræða þriggja mánaða verkefni enda er Akureyrarkirkja trúlega fjölsóttasti ferðamannastaðurinn á Akureyri. Það t.d. streymir hingað fólk upp úr skemmtiferðaskipunum og það væri gaman að geta boðið upp á þjónustu við þá á hinum ýmsu tungumálum og jafnvel kvöldviðveru fyrir ferða- menn almennt. Þetta kostar auka- lega en við erum að leita eftir stuðn- ingi við þetta verkefni, sem er enn í mótun.“ Prestur ráðinn til að sinna barna- og unglingastarfinu Séra Svavar Alfreð Jónsson sóknarprestur og séra Jóna Lísa hafa starfað saman í Akureyrar- kirkju undanfarin ár en með haust- inu verða prestar kirkjunnar þrír, þar sem einnig á að ráða prest með sérstaka áherslu á barna- og ung- lingastarf. Jóna Lísa sagði það alveg stórkostlegt. „Barna- og unglinga- starfið hefur verið blómlegt í gegn- um tíðina. Akureyrarprestakall er hins vegar það þungt prestakall og það mikið álag á báðum prestunum, að við höfum ekki getað sinnt barna- og unglingastarfinu eins og við hefð- um viljað.“ Jóna Lísa sagðist óendanlega þakklátt fyrir tímann sem hún hefur starfað við Akureyrarkirkju. „Þetta hefur verið góður tími og ég er þakk- lát mínu samstarfsfólki og eins söfn- uðinum sem hefur verið mér góður. Það er einmitt þess vegna sem ég vil búa áfram á Akureyri og fá aðeins að þjóna við kirkjuna á sumrin, því mér þykir svo vænt um hana.“ Tvö prestsembætti auglýst Séra Jóna Lísa hættir í haust Morgunblaðið/Kristján Séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir í kapellu Akureyrarkirkju. Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is HEIMAMENN í Þór gerðu sér lítið fyrir og sigruðu á árlegu Pollamóti félagsins, sem fram fór á fé- lagssvæðinu við Hamar um helgina. Þór lagði Hrafnkel Freysgoða að velli í úrslitaleik en lið IFC hafnaði í þriðja sæti. Pollamót Þórs er árlegt knattspyrnumót fyrir 30 ára og eldri og er keppt í tveimur aldurs- flokkum karla, Polladeild 30–39 ára og Lávarðadeild 40 ára og eldri og í Ljónynjudeild kvenna. Ríflega 60 lið mættu til leiks, sem er svipaður fjöldi og undanfarin ár. Tvö erlend lið tóku þátt í því, kvennalið frá Hollandi og karlalið frá Frakk- landi. Í Lávarðadeild fór Magni frá Grenivík með sigur af hólmi, eftir sigur á ÍR í úrslitaleik en úrslitin í báðum karlaleikjunum réðust í víta- spyrnukeppni. Í Ljónynjudeild fóru Valsstúlkur með sigur af hólmi eftir að hafa lagt Bónusbolta að velli í úr- slitaleik en KR hafnaði í þriðja sæti. Barátta Ragnheiður Víkingsdóttir leik- maður Vals í baráttu við einn leikmanna hollenska liðsins sem kom til Íslands til þess að taka þátt í Pollamótinu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Meistarar Jón Stefán Ingólfsson fyrirliði Magna lyftir bikarnum á loft sem lið hans fékk fyrir sigur í Lávarðadeild Pollamótsins. Fagmannlegir Viðar Sigurjónsson, starfs- maður Íþrótta- og ólympíusambandsins á Akureyri og leik- maður með sigurliði Þórs fellur fagmann- lega í leik gegn Breiðabliki en ekki er alveg ljóst hvaða dans Blikinn stígur. Þórsarar urðu Polla- meistarar, í fyrsta skipti í sögu félags- ins, en þeir héldu Pollamótið nú í 17. sinn. Heimamenn sigruðu á Pollamótinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.