Morgunblaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 27 MINNINGAR ástríðufullur safnari og manna fróð- astur um hvað eina er að því laut sem áhugi hans beindist að hverju sinni. Hann náði saman undursamlegu safni af Biblíum og eins Passíusálm- um og varð betur að sér um íslenska prentsögu en nokkur annar. Lengst af var starfsvettvangurinn kröfuharður, og aðstæður óneitan- lega frumstæðar meðan Hallgríms- kirkja var í smíðum. Séra Ragnar líkti þeim tíma gjarna við fjörutíu ára eyðimerkurgöngu Ísraelslýðs forð- um. Stundum varð hann eins og Móse þegar andinn kom yfir hann í stólnum og hann komst í ham og brýndi söfn- uð og samfélag til dáða. Orðsnjall var hann og vandaði mál sitt og fram- setningu alla. Hann átti til að vera æði þungorður þegar hann tók upp þjóðfélagsmál sem á honum brunnu. Eftir sumar útvarpsmessur hans log- uðu allir símar, ýmist af bálreiðum eða þakklátum hlustendum. Sérstak- lega var dýravernd honum hugleikin. Hann var einn öflugasti talsmaður málleysingjanna okkar á meðal. Séra Ragnar Fjalar var hamingju- maður í starfi og einkalífi. Með hlýju og alúð hlúði hann að heimili sínu og ástvinum og niðjum. Mikill harmur er að þeim öllum kveðinn. Við Kristín vottum þeim innilega samúð um leið og við lofum góðan Guð fyrir samfylgd, vináttu og sam- starf allt. Við biðjum Guð að blessa allt sem séra Ragnari var hjartfólgið. Friður sé yfir minningu hans, friður sé með sálu hans og blessun Guðs yfir öllum sem hann unni. Karl Sigurbjörnsson. Elsku afi minn, þá ertu farinn frá okkur. Ég veit að Jensína amma hef- ur tekið vel á móti þér, með útbreidd- an faðminn. Það er sárt að sjá á eftir þér og erfitt að missa svona góðan vin og góða fyrirmynd. Það er svo skrítið hvernig lífið breytist á stuttum tíma. Hvernig það beitir mann óskiljanlegu óréttlæti og tekur frá manni það sem er svo kært. Fyrir aðeins nokkrum vikum var ég að aðstoða þig með Biblíurnar þínar. Allt var eins og venjulega. Þær eru margar góðar minningarnar frá þeim mörgu fund- um, aðeins við tveir og bækurnar. Spjall um fortíð og nútíð, fjölskyldu og málefni líðandi stundar. Alltaf hafðir þú brennandi áhuga á því sem ég var að fást við. Alveg frá því að ég man eftir mér hafið þið amma verið mér svo ein- staklega góð. Ég geymi með mér yndislegar minningar frá Auðar- strætinu. Það hefur verið svo ómiss- andi hluti af tilverunni og verður áfram. Klettur í lífsins ólgusjó. Lífshlaup þitt er og verður öðrum til fyrirmyndar um ókomna tíð. Fáir menn hafa jafn hreint hjarta og jafn mikla trúfesti eins og þú og amma. Alltaf hafið þið verið tilbúin að leggja lið og hjálpa öðrum, allt ykkar líf. Allt sem tengist ykkur ömmu er bæði hreint og fagurt. Ógleymanlegur er sá stuðningur sem þið veittuð okkur þegar Ragnheiður Birna greindist með hjartagallann. Ég þakka þér bænirnar. Þó að ég sé sorgmæddur þá er ég líka þakklátur fyrir þá miklu blessun að eiga þig sem afa og hafa fengið að njóta handleiðslu þinnar og hugrekk- is allan minn uppvöxt. Ávallt hefur þú, ásamt ömmu, leitt fjölskylduna eftir réttri braut, kennt okkur að breyta rétt og vera án undantekning- ar heiðarleg og samviskusöm. Elsku afi minn, þá er komið að kveðjustund í bili. Ég veit að þú lítur eftir okkur og leiðir okkur áfram eftir réttri braut á þeirri leið sem við eig- um fyrir höndum. Þín er sárt saknað. Þinn nafni, Ragnar Fjalar Sævarsson. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Elskulegur afi okkar er látinn og við kveðjum hann hinstu kveðjunni. Við gerum það með trega en viljum trúa að honum líði betur núna. Minn- ingarnar eru margar og allar eru þær góðar, hann hefur verið fyrirmynd okkar barnabarnanna, og lét svo margt gott af sér leiða. Alltaf var gaman að heimsækja afa og ömmu í Auðarstræti, fá ísblóm og malt í stof- unni og spjalla um lífið og tilveruna. Okkur þótti mjög gaman að skoða og fræðast um hið mikla biblíu- og íkonasafn hans afa, hann var svo fróður að hreinn unaður var á hann að hlusta. Afa þótti alltaf gaman þeg- ar fjölskyldan hittist, hvort sem það var lítið afmæli eða stærri mannfagn- aður og þá var hann hrókur alls fagn- aðar og hélt skemmtilegar ræður sem við munum sakna í framtíðinni. Afi okkar var einstaklega mikill dýra- vinur, það var sko ekki amalegt að vera köttur í Auðarstræti og fá risa- rækjur og gómsæta kjúklingabita í hvert mál. Það var svo gaman að heyra afa tala við kettina, það var engu líkara en að þeir ættu sitt eigið tungumál (afi veit hvað við meinum). Afi var alltaf svo áhugasamur um það sem var að gerast í okkar lífi og hann var ætíð tilbúinn til þess að gefa okk- ur góð ráð. Við sjáum afa fyrir hug- skotssjónum okkar, þar sem hann stendur á útitröppunum í Auddanum, brosmildur eins og ávallt, með ömmu og Bósa sér við hlið. Við trúum því að Jensína amma og Bósi hafi tekið vel á móti afa á þeim stað sem hann er núna. Við söknum afa sárt og þökkum fyrir allt og allt. Svanhildur, Herdís, Guðný og Valý Ágústa Þórsteinsdætur. Margar bestu minningar mínar um afa minn eru frá menntaskólaárunum þegar ég bjó á Bollagötunni, stein- snar frá Auddanum eins og við köll- um alltaf Auðarstræti. Ég leit þá oft inn og þáði kaffi og meðlæti hjá ömmu og afa. Yfir kaffibollanum upp- hófust skemmtilegar umræður, við afi skiptumst gjarnan á skoðunum. Ekki vorum við alltaf sammála en við nutum þess að rökræða hlutina fram og til baka og skoða þá hvor af sjónar- hóli annars. Síðustu skiptin sem ég hitti afa voru drengirnir mínir, Þór Fjalar og Magnús Fjalar, yfirleitt með. Þá fór alltaf ákveðið ferli í gang. Ég sé það fyrir mér eins og það hafi gerst í gær. Afi byrjaði á því að átta sig á því hvor þeirra væri Þór. Að því loknu tíund- aði hann stoltur alla Fjalarana í fjöl- skyldunni, nefndi hvern einasta á nafn, strauk svo strákunum mínum yfir kollinn með orðunum: „Guð veri með þér.“ Það er erfitt að vera erlendis þegar nákominn ættingi fellur frá. Ég von- aðist til þess að hitta afa minn aftur en varð ekki að ósk minni. Ég hringdi í byrjun júní og fann þá að veikindin höfðu ágerst, vonaði samt að einhver bati næðist. En kallið kom. Minning- in um afa mun lifa með okkur um ókomna framtíð. Guð blessi elsku afa og láti kærleiksljós sitt lýsa ömmu minni. Ingi Fjalar Magnússon og fjölskylda. Ég fæddist á sunnudegi. Móðurafi minn, sr. Ragnar Fjalar Lárusson, minnti mig ætíð á það þegar að hann og amma mín, Herdís Helgadóttir, óskuðu mér til hamingju með afmæl- ið. Enn fremur bætti afi gjarnan við að þau hjónin hefðu nýverið komið heim úr messu í Hallgrímskirkju þegar þeim var tilkynnt að fimmta barnabarn þeirra væri fætt í þennan heim. Að lokum bætti afi því við að núverandi biskup Íslands hefði ein- mitt hlotið prestsvígslu þennan sama dag. Á sama tíma og ég þakkaði kær- lega fyrir afmæliskveðjurnar, yljaði þessi stutta frásögn mér um hjarta- rætur. Mér er margt minnisstætt þegar að ég hugsa um móðurforeldra mína. Sem barni þótti mér alltaf hálfgert ævintýri að fara í heimsókn í Auðar- stræti, fallegt heimili ömmu og afa. Barnabörnin hlupu upp og niður stig- ana og í mörgum herbergjum var hægt að koma sér fyrir og spjalla. Núna í seinni tíð fólst ævintýrið einna helst í því að skoða biblíusafn afa míns. Þar lét afi ljós sitt skína og sagði skemmtilega frá. Ég fermdist í Hallgrímskirkju og afi minn leiddi fermingarfræðsluna með miklum myndarbrag. Mér er sérstaklega minnisstætt atvik þegar að ég valdi mér ritningarvers. Ég átti erfitt með að velja mér vers svo ég bað afa um aðstoð. Afi áleit aðeins eitt vers koma til greina: „Sælir eru hjartahreinir því þeir munu Guð sjá.“ Mér hefur aldrei verið hrósað meira. Afi hafði ómælda trú á mér og hélt til að mynda glimrandi ræðu, eins og honum einum var lagið, þegar ég fagnaði þrítugsafmæli mínu nú fyrir stuttu. Þeirri ræðu mun ég aldrei gleyma. Afi kvaddi á sunnudegi. Ég þakka kærlega fyrir allar góðu stundirnar, minningarnar geymi ég í hjarta mínu. Afi var stórbrotinn maður, umburð- arlyndur og hjartahlýr. Hann var dýravinur og góð fyrirmynd. Um leið og ég bið Guð um að styrkja ömmu mína þá veit ég að Guð geymir afa minn því sælir eru hjartahreinir, þeir munu Guð sjá. Maj-Britt Hjördís Briem. Elsku afi. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur á meðal okkar. Við bjuggumst ekki við að þessi dagur kæmi svona fljótt. Við vonuðumst alltaf innst inni eftir kraftaverki og að þú myndir ná þér aftur að fullu. Við getum þó huggað okkur við það að eiga heilan helling af fallegum minningum um þig. Það verður skrítið að koma í Auðarstræti og hugsa til þess að þú takir ekki á móti okkur með opnum örmum og tveimur kossum, einum á hvora kinn. En við vitum að þú verður með okkur í anda. Það var alltaf gaman að hlusta á þig segja sögur því þú varst ein- staklega góður sögumaður og mikill húmoristi. Þú varst mikill safnari og við erum ekki frá því að hafa erft ör- lítinn hluta af söfnunarþörfinni. Það var því mjög skemmtilegt þegar þú sýndir okkur bókasafnið þitt, spila- safnið og öll hin söfnin þín enda bóka- og spilasafnið með þeim mestu á landinu. Elsku afi, þangað til við hittum þig aftur munum við minnast þín með hlýju í hjarta og brosi á vör. Þín elskandi barnabörn, Tryggvi, Jenný Halla og Ragnar Fjalar.  Fleiri minningargreinar um Ragnar Fjalar Lárusson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Stefán Lárusson; Guðlaugur Helgason; Eiríkur og Katrín; Jens Fjalar; Elín Helga; Nökkvi Fjalar og Ragnar Jónsson; Þorvaldur Friðriksson, Elísabet Brekkan og börn; Sigurður Pálsson, sóknarprestur; Ólafur Jóhannsson; Þór Jakobsson; Jóhannes Pálmason; Vigfús Þór Árnason; Úlfar Guðmundsson, Eyrarbakka; Theódóra, Inga og Þórdís Todda; Patricia. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, systur okkar, mágkonu og svilkonu, UNNAR AÐALSTEINSDÓTTUR, Giljalandi 29, Reykjavík. Ólafur Friðfinnsson, Sunneva Líf Ólafsdóttir, Íslaug Aðalsteinsdóttir, Ragnar Aðalsteinsson, Anna Hatlemark, Ása Aðalsteinsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Björn Friðfinnsson, Iðunn Steinsdóttir, Guðríður Friðfinnsdóttir, Hermann Árnason, Stefán Friðfinnsson, Ragnheiður Ebenesersdóttir, Sigrún Bára Friðfinnsdóttir, Ólafur Lárusson, Elín Þóra Friðfinnsdóttir, börn og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, TÓMAS MAGNÚSSON, Stóru-Sandvík, lést á heimili sínu föstudaginn 1. júlí. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 9. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Kristín Pálsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og tengdasonur, HJÖRTUR BENEDIKTSSON, framkvæmdastjóri, Laufengi 152, Reykjavík, áður Seiðakvísl 36, sem andaðist á Landspítala - Háskólasjúkra- húsi við Hringbraut miðvikudaginn 29. júní sl., verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 6. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna eða önnur líknarfé- lög. Brynjólfur Hjartarson, Edda Björk Viðarsdóttir, Benedikt Hjartarson, Jóhanna María Vilhelmsdóttir, Ásgerður Hörn Benediktsdóttir, Hjörtur Jarl Benediktsson, Emilía Rán Benediktsdóttir, Brynjólfur Karlsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, EGILL JÓNASSON, Hagatúni 11, Höfn, lést laugardaginn 2. júlí. Aðalheiður Hannesdóttir, Hannes Ingi Jónsson, Signý Knútsdóttir, Jónas Egilsson, Brynhildur Hall, Borgþór Egilsson, Arna Ásmundardóttir, og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, bróðir, afi og langafi, NIELS J. HANSEN húsasmíðameistari, Dvergholti 17, Mosfellsbæ, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 1. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 7. júlí kl. 13.00. Guðlaug Kristófersdóttir, Þórður Guðni Hansen, Þ. Magnús Nielsson Hansen, Vala Jóhannsdóttir, Sigurbjörg Nielsdóttir Hansen, George Holmes, Guðbjörg Nielsdóttir Hansen, Smári H. Jónsson, Jóna Hansen, barnabörn og langafabarn. Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Sendum myndalista Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.