Morgunblaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TÆPLEGA 10.000 tonnum af kolmunna hefur verið landað á síðustu dögum, en þá lönduðu 12 skip afla sínum. Kolmunna- aflinn er nú orðinn um 225.000 tonn og eru því óveidd um 120.000 tonn af leyfi- legum heildarafla, sem er 345.000 tonn. Reyndar eru allar líkur á því að kvótinn verði aukinn verulega. Erlend skip hafa landað um 90.000 tonnum hér á landi og því hafa íslenzku verksmiðjurnar tekið á móti um 315.000 tonnum. Mestu hefur verið landað hjá Eskju á Eskifirði, 71.600 tonnum. Síldar- vinnslan á Seyðisfirði er næst með 69.600 tonn, Síldarvinnslan í Neskaupstað er með 45.200 tonn, Loðnuvinnslan á Fá- skrúðsfirði er með 37.000 tonn, Ísfélag Vestmannaeyja er með 33.700 og HB Grandi á Vopnafirði er með 25.000 tonn. Aðrar verksmiðjur eru með mun minna. Alls hafa nú veiðzt um 42.000 tonn af norsk-íslenzku síldinni en leyfilegur heildarafli er 157.000 tonn. Af því hafa vinnsluskipin tekið um helming en 21.200 tonn hafa komið til vinnslu í landi. Auk þess hafa erlend skip landað hér um 6.300 tonnum. Mest af síldinni hefur borizt til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, um 8.000 tonn. HB Grandi á Vopnafirði hefur tekið á móti 6.000 tonnum. Verksmiðja Ís- félagsins í Krossanesi er með 4.600 tonn, Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er með 3.800, Ísfélagið í Vestmannaeyjum með 2.000 tonn og loðnuvinnslan á Fáskrúðs- firði er með 1.800 tonn. Eskja með mest af kolmunna FISKVINNSLAN Kambur á Flateyri hefur keypt línubátinn Frey ÞH af Vísi í Grindavík. Báturinn er með beitningarvél um borð og hefst útgerð hans með nýju kvótaári. Bátur- inn er kvótalaus og verða heimildir leigðar á hann og smám saman keyptar eftir því sem efni og aðstæður leyfa, að sögn Hinriks Krist- jánssonar, framkvæmdastjóra Kambs. Hinrik segir að með þessum kaupum sé verið að tryggja stöðugt flæði hráefnis til fiskvinnslunnar. Fyrir á Kambur línubeitn- ingarbátinn Halla Eggerts og á hann eru skráð ígildi 700 tonna af þorski. Þá gerir fyrirtækið út tvo 15 tonna báta í krókakerf- inu og eru þeir með veiðiheimildir. Hins veg- ar er verið að selja þrjá kvótalausa smábáta. Hinrik segir að með því að kaupa svona stór- an línubát verði hráefnisöflunin tryggari. Kambur vinnur mest af saltfiski, léttsöltuð fryst flök fyrir markaði í Evrópu. Einnig er smávegis unnið af ýsu og steinbít. „Við förum okkur yfirleitt hægt yfir sumarið. Halli Egg- erts hefur verið gerður út frá upphafi fisk- veiðiárs og fram yfir sjómannadag og sama mynstur verður væntanlega á nýja bátnum. Á sumrin fáum við því fisk af smábátum, drag- nótarbátum og kaupum á mörkuðum,“ segir Hinrik. „Nýi báturinn verður nefndur Siggi Þor- steins í höfuðið á góðvini okkar sem fórst í flóðinu árið 1995. Siggi var sjómaður í langan tíma, sat í hreppsnefnd og var formaður verkalýðsfélagsins á staðnum. Hann var mik- ill öðlingur í alla staði og við viljum halda nafni hans á lofti,“ segir Hinrik í samtali við fréttavef BB. Búið er að ráða heimamanninn Aðalstein Rúnar Friðþjófsson sem skipstjóra, en stýri- maður verður Ólafur Halldórsson. Áhöfnin verður skipuð 14 mönnum í það heila. „Ég er bara bjartsýnn á þetta og treysti því að það verði áfram þorskur í sjónum. Svo ef gengi krónunnar verður útflytjendum hag- stæðara brosum við bara. Þetta er bara skemmtilegt,“ segir Hinrik Kristjánsson. Eigendur Kambs, Ingibjörg Kristjánsdóttir og Hinrik Kristjánsson, Aðalsteinn Rúnar Friðþjófsson skipstjóri og hjónin Hildur Halldórs- dóttir og Steinþór Bjarni Kristjánsson sem einnig eru eigendur Kambs. Ljósmynd/Páll Önundarson Hið nýja skip, Siggi Þorsteins, siglir inn í höfnina á Flateyri. Báturinn hét áður Freyr og var í eigu Vísis í Grindavík. Fyrir á Kambur línubát- inn Halla Eggerts og tvo smábáta sem báðir eru í krókakerfinu. Þetta er bara skemmtilegt ÚR VERINU MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá fram- kvæmdastjóra Félags fasteignasala, Grétari Jónssyni hdl.: „Fyrir nokkru birtist í Frétta- blaðinu mjög áberandi fyrirsögn inni í blaðinu þess efnis að fasteignasalar væru að fara í mál við íslenska ríkið. Félag fasteignasala óskaði eftir því við Morgunblaðið að þetta yrði leið- rétt sem var gert og einnig var rætt við blaðamann Fréttablaðsins sem lofaði að bæta vinnubrögð blaðsins enda um alranga frétt að ræða þar sem enginn fasteignasali er að fara í mál við ríkið svo vitað sé. Í gær, mánudaginn 4. júlí, birtist sams konar frétt í Fréttablaðinu og nú á forsíðu með stóru letri, þess efn- is að fasteignasalar væru að fara í mál við ríkið. Enn er Fréttablaðið að birta alrangar fréttir varðandi fast- eignasölu en því miður hefur Frétta- blaðið á undanförnum mánuðum ítrekað birt rangar og villandi frá- sagnir af fasteignasölum þrátt fyrir að Félag fasteignasala hafi margoft óskað eftir að blaðið vandi frétta- flutning sinn. Fréttablaðið er væntanlega að reyna að greina frá því að tilteknir eigendur að fasteignasölum sem ekki eru fasteignasalar séu að undirbúa málarekstur gagnvart ríkinu. Hin fyrirhugaða málshöfðun kemur ein- mitt til af því þeir aðilar sem um er fjallað eru ekki fasteignasalar. Með lögum um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa sem sett voru í lok síðasta árs var sú krafa gerð að fasteignasöl- ur yrðu í meirihlutaeigu fasteigna- sala, enda mikilvægt þar sem fast- eignasalar bera persónulega alla faglega ábyrgð á rekstri fyrirtækj- anna, þ.m.t. að réttinda kaupenda og seljenda sé gætt í hvívetna. Það er því fullkomlega óeðlilegt að þeir sem ekki eru fasteignasalar og eiga þ.a.l. að vera fasteignasalanum til aðstoðar geti á grundvelli eignaraðildar sinnar og vinnuveitandasambands, haft boð- vald og stjórnunarrétt yfir fasteigna- salanum. Slík staða er fullkomlega óásættanleg gagnvart neytendum og auðvitað fasteignasalanum sjálfum. Á þessu var löggjafinn einmitt að taka, enda löngu tímabært að koma böndum á góða skipan í fasteignasölu þar sem mjög alvarlegt er að eigend- ur sumra fasteignasölufyrirtækja hafa möguleika á að taka fram fyrir hendurnar á fasteignasalanum á grundvelli meirihlutaeignaraðildar sinnar. Þá koma sumir réttindalausir eigendur iðulega fram sem fasteigna- salar á grundvelli eignaraðildar sinn- ar og sinna þeim störfum sem lög- gjafinn hefur gert kröfu til að fasteignasalar sinni til að tryggja ör- yggi neytenda sem best í fasteigna- viðskiptum. Lögverndað starfsheiti Fréttablaðið virðist ekki, þrátt fyr- ir margítrekaðar áskoranir Félags fasteignasala, vilja gera greinarmun á fasteignasölum og öðru starfsfólki á fasteignasölum. Starfsheitið fast- eignasali er lögverndað starfsheiti og enginn má kalla sig fasteignasala sem hefur ekki til þess þá menntun og reynslu sem krafa er gerð um. Þá þurfa fasteignasalar einnig ávallt löggildingu ráðherra til starfsins og eru þ.a.l. allir fasteignasalar löggiltir fasteignasalar. Það er ábyrgðarhluti og ámælisvert af hálfu Fréttablaðs- ins að nota starfsheiti tiltekinnar starfsstéttar í andstöðu við lögvernd- un starfsheitisins. Allar starfsstéttir með lögverndað starfsheiti verða að geta gert kröfu til þess að slíkt gerist ekki, einnig fasteignasalar.“ Félag fasteignasala gerir athuga- semd við skrif Fréttablaðsins MEIRIHLUTI Íslendinga, eða 65%, er andvígur fram- leiðslu erfðabreyttra matvæla. Rúmlega 21% er hlynnt og tæplega 14% eru hvorki hlynnt né andvíg. Mikill munur er á viðhorfum kynjanna þar sem nærri þrjár af hverjum fjórum konum eru andvígar framleiðslu erfðabreyttra matvæla en um 56% karla eru sama sinnis. Eins er munur eftir stjórnmálaskoðunum í þá veru að um 76% kjósenda Vinstrihreyfingarinnar – græns fram- boðs, 69% fylgismanna Samfylkingar, 65% framsóknar- manna og 52% sjálfstæðismanna eru andvíg framleiðslu erfðabreyttra matvæla. Einnig var spurt um hvort þarft eða óþarft sé að sér- merkja erfðabreytt matvæli í verslunum og telja ríflega níu af hverjum tíu að það sé þarft. Rúmlega 65% telja það mjög þarft og rúmlega 25% telja það frekar þarft. Könnunin var gerð dagana 15. til 28. júní. Úrtakið var 1.254 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Svarhlutfall var 61%. Andstaða gegn erfðabreyttum matvælum mikil hérlendis Morgunblaðið/Þorkell Grindardráp í Færeyjum Úr verinu á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.