Morgunblaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 41 AKUREYRI KRINGLAN KEFLAVÍK   THE WAR OF THE WORLDS kl. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.30 B.i. 14 THE WAR OF THE WORLDS VIP kl. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.30 BATMAN BEGINS kl. 3.30 -4.30 -5 - 6.30 -7.30 -8 -9.30 -10.30 -10.50 B.i. 12 A LOT LIKE LOVE kl. 6 - 8.15 - 10.30 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4 BATMAN BEGINS kl. 5.10 - 6.30 - 8.10 - 10 B.i. 12 HOUSE OF WAX kl. 10 B.i. 16 ára. THE WEDDING DATE kl. 8 HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 5.50 BATMAN BEGINS kl. 8 - 10 CRASH kl. 8 WAR OF THE WORLDS kl. 8 og 10.30 BATMAN BEGINS kl. 8 og 10.30 ÁLFABAKKI A F I N ! i s e Gleymið öllum hinum Batman myndunum. Þessi er málið Andri Capone / X-FM 91,9 Þórarinn Þ / FBL  D.Ö.J. / Kvikmyndir.com “Einn af stærstu smellum ársins.”  B.B. Blaðið H.B. / SIRKUS Nýr og miklu betri leðurblökumaður. H.L. / Mbl. Loksins, Loksins  M.M.M / Xfm 91,9  Kvikmyndir.is Gleymdu hinum. Þetta er alvöru Batman Ó.Ö.H / DV BATMAN EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR ! „Innrásin er girnileg sumarskemmtun, poppkornsmynd af bestu gerð!“ -S.V, MBL         02.07. 2005 3 3 7 6 8 1 0 8 2 1 0 26 27 31 34 37 29.06. 2005 11 27 28 40 42 47 1 12 12 VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4539-8618-0017-6940 4741-5200-0012-5404 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. Hróarskelda | Það bar vel í veiði á föstudeginum en blaðamanni gekk óvenju vel að flengjast á milli tjalda og sá fullt af spennandi hlutum. Segja má að föstudagurinn sé aðaldagurinn þar sem hátíðin byrjar rólega á opnunardeginum, með tiltölulega stuttri dagskrá. Hins vegar er talið í klukkan 12.00 á föstudeginum og dagskrá síðan keyrð áfram á sex sviðum næstu fjórtán tímana. Á laugardeginum er svipað upp á teningnum en þá finnur maður að fólk er farið að þreytast. Sunnudagurinn er síðan mjög afslappaður, margir hverjir hreinlega búnir á því, en margir dvelja á hátíðarsvæðinu í heila viku enda er allt í fullum gangi á „camping stage“-sviðinu frá sunnu- degi til miðvikudags. Með allt þetta úrval hlaupa margir eins og hauslausar hænur á milli tjalda og reyna að drekka sem mest í sig. Aðrir taka því rólegar, sjá kannski ekki nema fimm til tíu sveitir. Sumir sjá ekki neitt en hafa nóg að gera engu að síður, enda allt- fullt af alls kyns uppákomum og listviðburðum. Og allar eru þessar aðferðir jafngildar. Svartþungarokk Ég byrjaði á því að sækja vel heppnaða tónleika Mugison í Pavil- ion (eins og greint var frá í gær) en því næst var stefnan tekin á Odeonsviðið, þar sem svartþunga- rokkssveitin Enslaved lék við hvurn sinn fingur. Enslaved hefur verið forvígissveit norsks svart- þungarokks um árabil en síðustu ár hefur verið boðið upp á minnst eina slíka sveit á hátíðinni. Þannig léku hinir ódauðlegu Immortal í hitteðfyrra og Satyricon var boðið að spila árið 2002. Enslavedliðar höfðu á orði við blaðamann eftir tónleikana að þetta væri í fyrsta skipti á fjórtán ára löngum ferli sem þeir hefðu spilað í dagsbirtu! Enslaved hefur eflst jafnt og þétt á undanförnum árum og þykir síð- asta plata, Isa, vera þeirra besta verk til þessa og er nafni sveit- arinnar nú hampað í umræðum um frambærilegasta öfgarokk samtím- ans. Sveitin var í miklu stuði á sviðinu og laus við alla þá karl- mennskustæla sem þessu rokki fylgir svo oft, eins skringilega og það kann að hljóma. Sveitin virtist aftur á móti einlæglega glöð yfir því að vera að spila á hátíðinni og lýsti leiðtoginn, Grutle Kjellson, því yfir að langþráður draumur hefði nú ræst. Eftir Enslaved skaust ég yfir í nærliggjandi tjald, Ballroom- tjaldið, þar sem heimstónlistin ræður ríkjum. Þetta var án efa skemmtilegasta tjaldið, alltaf dúndrandi stuð og eitthvað áhuga- vert í gangi. Staðsetningin á því í ár var líka þessleg að það væri meira í alfaraleið, þar sem Ball- room var nú þar sem Pavilion var áður og öfugt. Í tjaldinu var pólska þjóðlagarokksveitin Warsaw Vill- age Band að spila en hún hefur vakið athygli fyrir tvær síðustu plötur sínar, þar sem hinu gamla og nýja er skeytt saman með vel heppnuðum hætti. Viðtalsbókanir og þéttskipuð dagskrá spennandi atriða gerðu að verkum að það leit út fyrir að ég myndi missa af Ali Farka Touré, gítarleikaranum eitursnjalla frá Malí. Stundum hugsar maður skipuleggjendum þegjandi þörfina, slæmt var t.a.m. fyrir greinarhöf- und er múm og Slayer voru sett á sama tíma árið 2002. En til allrar mildi náði ég að sjá Touré sem hefur hótað því (enn einu sinni) að nú sé hann hættur í tónlistinni og muni einbeita sér í framtíðinni að býli sínu nálægt Niafunké, bænum í Norður-Malí þar sem hann er orðinn bæjarstjóri. Mæting á meistarann var skammarlega lítil en hann lék í Arena, næststærsta tjaldinu, og eftir á að hyggja hefði hann verið betur settur í Ballroom. Touré var mjög flottur, með sól- gleraugu og býsna rokkaður, tyggjandi tyggigúmmí allan tím- ann að því er virtist. Tónlistinni vatt fram í mínimalísku grúvi og lögin teygðust upp í allt að fimm- tán mínútur. Touré var studdur ásláttarleikurum, gítar- og bassa- leikurum og reglulega var stemn- ingin brotin upp með mögnuðum sólóum. Eftir Touré náði ég í skottið á dómsdagsþungarokksveitinni Sunn O))) sem lék á Odeonsviðinu. Tón- listin löturhæg og hávaðinn mikill í tjaldinu. Andrúmsloftið djöfullegt en meðlimir voru allir í einslags munkabúningum með hettu á haus. Gítarar drundu hver ofan í annan og lögin líkt og þau væru enda- laust að byrja. Stórgott! Aðrir meistarar komu svo strax á eftir Sunn O))), sjálfir ISIS sem heimsóttu landann fyrir stuttu. Í millitíðinni tróð svalasti maður í heimi, Snoop Doog, upp á appels- ínugula sviðinu og spurði sýknt og heilagt: „Hvað í fjáranum heiti ég?“ ISIS klikkuðu að sjálfsögðu ekki, hófu leik á tveimur fyrstu lögunum af meistarastykkinu Pan- opticon, „So Did We“ og „Backlit“, og svo beint yfir í „The Beginning and the End“ af Oceanic. „Backlit“ er eitt flottasta lag sem ég hef lengi heyrt, ISIS er ótrúlega þétt band og ég er orðin forfallinn aðdáandi – loksins. Úr að ofan Næst var það Ballroom þar sem ég sá malísku sveitina Tinariwen. Hana skipar fólk af Tuaregætt- bálkinum, eyðimerkurbúar sem dreifast um nokkur lönd Vestur- Afríku. Hljómsveitin var íklædd viðeigandi klæðnaði og bauð fólk reglulega velkomið í „eyðimörk- ina“. Tónlistin var algjör snilld og voru þetta örugglega einir af eftir- minnilegri tónleikum hátíðarinnar. Lögin löng, mínimalísk og grúv- andi – nokkuð sem oft var að finna í Ballroomtjaldinu – og minntu þau stundum á Tortoise eða Can að uppbyggingu. Svo virtist sem með- limir væru hissa á góðum við- tökum áhorfenda og lifðu þeir sig því allir sem einn inn í stemn- inguna af heilum hug. Í Pavilion tróðu svo The Perceptionists upp, sveit sem er á mála hjá Def Jux og inniheldur Mr. Lif, Aktobatik og DJ Fakts One. Vöktu þeir mikla lukku og enduðu með því að rappa af miklum móð með frjálsri aðferð. Meðan á þessu stóð voru Audios- lave á appelsínugula sviðinu. Uss … hversu hátt hafa hinir miklu fallið! Þetta band er skelfi- legt og mann svíður að sjá Chris Cornell, mann sem á að baki meistaraverk eins og Badmotor- finger, vera að púkka upp á þetta. Audioslave tóku svo bæði lög eftir Soundgarden og Rage Against The Machine svona til að snúa hnífnum í sárinu. Ekkert slíkt var þó í gangi hjá The Tears, nýrri sveit Bretts Andersons og Bernards Butlers, sem lék í Arena. Engin Suedelög þar á dagskrá og þeir vinir svo greinilega endurhlaðnir. Anderson var meira að segja kom- inn úr að ofan undir rest og inn- koman hjá Tears sterk og sann- færandi. Í Pavilion barði ég The Others lítillega augum áður en ég færði mig yfir í Oden, þar sem Sonic Youth spilaði undir heitinu The Other Sides of Sonic Youth. The Others er víst eitt helsta Lundúna- „krakk“-bandið í dag ásamt Baby- shambles og fljótt á litið virtist þetta ekkert sérstakt. Sonic Youth buðu hins vegar upp á eyrna- hreinsandi spunahátíð, hávaða af fingrum fram í u.þ.b. klukkutíma og voru hinn japanski Merzbow og hinn sænski Mats Gustafsson á meðal gesta. Þetta var allt í lagi, ekkert stórkostlegt svosem. Haus- hreinsunin gerði manni þó gott, enda mikill þeytingur að baki. Nú var nokkuð liðið á kvöldið og Black Sabbath, með öllum upp- runalegum meðlimum, steig á app- elsínugula sviðið. Einhverjum fannst þetta vera skrípasýning en ég var ánægður með Ozzy og fé- laga. Aldrei skorti á geðveikislegt glottið hjá okkar manni og hann hoppaði og klappaði eins og lítið og ánægt barn allan tímann. „Iron Man“ og „Paranoid“ runnu skammlaust í gegn og að heyra byrjunina á „Iron Man“ var magn- að – heilu tónlistarstefnurnar hafa verið byggðar á þessu eina riffi. Kanadíski rokkdúettinn Death from Above 1979 fór síðan á kost- um í Pavilion með orkumikið og trukkandi sett en síðasta atriði fyrir svefninn – hjá mér a.m.k. – var Femi Kuti & The Positive Force í Ballroom. Stórsveit Kuti, sem er sonur hins goðsagnakennda Fela Kuti, hélt uppi sveittu stuði í tjaldinu. Dansarar, bakradda- söngvarar og glás af blæstri, org- elum og gíturum og Femi sjálfur hljóp reglulega fram á sviðið með saxófóninn og hvatti áheyrendur, sem dönsuðu eins og þeir ættu lífið að leysa. Fínn og hressandi endir á ansi pökkuðum föstudegi. Hróarskelda 2005 | Föstudagur Á þeytingi Morgunblaðið/Arnar Eggert Malísku sveitina Tinariwen skipa fólk af Tuareg-ættbálkinum. Arnar Eggert Thoroddsen skrifar arnart@mbl.is Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.