Morgunblaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Staðgengill lækninga-forstjóra, NielsChristian Nielsen, ætlar að funda með sviðs- stjórum spítalans í dag vegna óánægju sem bloss- að hefur upp meðal lækna með vinnutímaskráningu spítalans. Einnig örlar á óánægju meðal lækna með stjórnunarstíl yfirstjórnar spítalans. Í ályktun fundar Félags íslenskra þvag- færaskurðlækna, frá því um helgina, er skráningar- kerfinu mótmælt, en í ályktuninni segir enn- fremur: „Fundurinn skorar einnig á yfirstjórn spítalans að breyta um stjórnunarstíl og í stað tilskipana og einhliða ákvarðana að ganga til samráðs við lækna.“ Magnús Pét- ursson, forstjóri LSH, kvaðst ekki vilja tjá sig um málið, þegar blaða- maður leitaði eftir því í gær. Hann teldi rétt að ræða það fyrst við við- komandi aðila. Hann hyggst taka málið upp á fundi framkvæmda- stjórnar í dag. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær fór óánægjualda af stað meðal lækna í kjölfar bréfs sem þeir fengu allir frá Jóhannesi M. Gunnarssyni, lækningafor- stjóra LSH, um miðjan júní og fjallaði um rafræna skráningu vinnutíma lækna í kerfi sem kallað er Vinnustund. Í bréfinu segir m.a. að í kjarasamningi lækna sé dagvinnutími skýrt skilgreindur frá kl. 8 til 17. „Vinnutími hvers læknis í dagvinnu er í hlutfalli við ráðningarhlutfall hans og skal all- ur falla innan þessara tímamarka, vera reglubundinn og fyrirfram skilgreindur af yfirmanni.“ Í bréfinu segir ennfremur að starfsmenn sem hafi fastan dag- vinnutíma fái hvorki umframtíma greiddan né geti þeir safnað hon- um til úttektar seinna meir. „Hinn svokallaði tímabanki heldur utan um vinnuskil dagvinnu manna með sveigjanlegt vinnufyrirkomu- lag og á því ekki við um lækna LSH. Því er rétt að skrá alla lækna inn í Vinnustund með fast- an vinnutíma.“ Í lok bréfsins er ítrekað að rafræn skráning á vinnutíma lækna, sem sé nýtt kerfi, muni ekki breyta launakjör- um lækna frá því sem áður var. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hefur Helgi H. Sig- urðsson, formaður Skurðlækna- félags Íslands, í bréfi sínu til Jóhannesar mótmælt harðlega skráningu á vinnutíma lækna. „Hluti vinnu lækna fyrir LSH fer fram utan veggja sjúkrahússins og í gegnum síma og engir mögu- leikar eru gefnir á að slíkt sé skráð eða metið,“ segir hann m.a. í bréfi sínu. Greiði fyrir yfirvinnu Sigurbjörn Sveinsson, formað- ur Læknafélags Íslands, segir að málið hafi ekki komið formlega inn á borð stjórnar félagsins, hún fylg- ist þó með því. Aðspurður segir hann hins vegar að ákveðinn ósveigjanleiki komi fram í bréfi Jóhannesar M. Gunnarssonar. „Í bréfi lækningaforstjórans er dregið fram að það sé skýlaus krafa sjúkrahússins að menn skili fyrirfram ákveðnum vinnutíma, en að sjúkrahúsið geri ekkert með það, þótt þeir vinni eða þurfi að vinna umfram þann vinnutíma. Með því er gefið í skyn að ekki eigi að uppfylla kjarasamninga lækna.“ Hann tekur þó fram að málið varði innri málefni sjúkra- hússins, sem beri að leysa á þeim vettvangi, vonandi án aðkomu læknafélagsins. Framkvæmdastjóri Lækna- félagsins, Gunnar Ármannsson, segir m.a. í grein, sem birt er á vef Læknafélagsins, að skv. stjórn- unarrétti vinnuveitenda beri ekki að greiða fyrir yfirvinnu nema sér- staklega sé um hana beðið af hálfu vinnuveitenda. Í greininni segir hann ennfremur að viðurkennt sé að störf í heilbrigðisgeiranum séu annars eðlis en flest önnur störf. Síðar skrifar hann: „Læknum ber í lok vinnudags að sjá svo um að hagsmunir sjúklinga séu í fyrir- rúmi og ganga þannig frá málum gagnvart þeim að tryggt sé að samfella sé í þjónustunni og gæta þess að traust ríki milli læknis og sjúklings. Læknum er því beinlín- is óheimilt að víkja af vinnustað fyrr en hagsmunir sjúklings eru tryggðir, jafnvel þótt það geti þýtt að þeir þurfi að sinna einhverri yfirvinnu að aflokinni dagvinnu. Falli yfirvinna til með þessum hætti ber vinnuveitanda að greiða fyrir hana, jafnvel þótt það geti þýtt að þeir þurfi að sinna ein- hverri yfirvinnu að aflokinni dag- vinnu. Ef vinnuveitandinn er ekki reiðubúinn að greiða fyrir tilfall- andi yfirvinnu með þessum hætti ber honum að skipuleggja vinnuna með þeim hætti að tryggt sé að læknar geti lokið störfum sínum innan dagvinnumarka.“ Ekki náðist í Jóhannes M. Gunnarsson í gær. Niels Christian Nielsen, staðgengill lækningafor- stjóra, telur að ákveðins misskiln- ings gæti í málinu. Almenna regl- an sé sú að menn skammti sér ekki vinnu og rukki fyrir hana eftir á. Þannig hafi það ávallt verið. „Sé viðkomandi hins vegar, að beiðni yfirmanns, að vinna lengur er að sjálfsögðu greitt fyrir það.“ Hann vonast til þess að lausn finnist á málinu á fundinum í dag. Fréttaskýring | Kurr meðal lækna LSH Óánægja með stjórnunarstíl Yfirlæknar deilda fái óskoraða heimild til að meta vinnuframlag læknanna Enn er óánægja meðal lækna LSH. Stjórnendur LSH funda með sviðsstjórum í dag  Félag íslenskra þvagfæra- skurðlækna mótmælti vinnu- tímaskráningu lækna í ályktun sem samþykkt var um helgina. „Fundurinn skorar á lækninga- forstjóra að breyta þessu ósveigjanlega skráningarkerfi og veita yfirlæknum deilda óskor- aða heimild til að ákvarða ramma og meta vinnuframlag og um- saminn vinnutíma hvers og eins læknis og tekur heilshugar undir þau mótmæli lækna sem fram hafa komið af þessu tilefni.“ Eftir Örnu Schram arna@mbl.is GAGNKVÆMUR áhugi er hjá Landhelgisgæslunni og bandarísku strandgæslunni að viðhalda sam- skiptum milli stofnananna og hefur bandaríska strandgæslan boðist til að taka starfsfólk Gæslunnar á margvísleg námskeið sem kennd eru þar vestra. Á vegum bandarísku strandgæslunnar er einnig starf- rækt 4 ára háskólanám í US Coastguard Academy og hefur einn starfsmaður Gæslunnar, Ásgrímur L. Ásgrímsson, lokið því námi. Á föstudag og laugardag var Thomas Collins, aðmíráll og yfir- maður strandgæslunnar, staddur hér á landi til að hitta dómsmála- ráðherra og yfirmenn Gæslunnar. Að sögn Georgs Kr. Lárussonar, forstjóra Gæslunnar, stendur stofn- uninni til boða að senda menn sína á námskeið og þjálfun í Bandaríkj- unum. Gríðarlegt úrval námskeiða er í boði, s.s. á sviði fiskveiðieftirlits, í þyrluflugi og ótal mörgu öðru. Coll- ins fór af landi brott með einkaþotu frá Keflavík en hann var með heim- sókn sinni að endurgjalda Banda- ríkjaheimsókn yfirmanna hjá Gæsl- unni í mars sl. Morgunblaðið/ÞÖK Thomas Collins aðmíráll ásamt Georg Kr. Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, í varðskipinu Tý um helgina. Bandaríska strandgæslan í heimsókn UPPSAGNIR allra starfsmanna fiskvinnslufyrirtækisins Bílddælings hf. á Bíldudal tóku gildi fyrsta júlí. Um 50 manns misstu þar með vinn- una og um 30 af 240 íbúum á Bíldu- dal, en fyrirtækið var stærsti vinnu- veitandi bæjarins. Með lokuninni lagðist af eina framleiðsluatvinnu- greinin á staðnum, þar sem rækju- verksmiðjunni var lokað í vetur. Pétur Sigurðsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, segir að nú taki ekki annað við hjá þessu fólki en að fara á atvinnuleysisbætur og bíða þess enn einu sinni að nýr ævintýrariddari mæti á staðinn og hefji fiskvinnslu með loforðum um bjarta framtíð. Spurður um hvort slíkur riddari sé í sjónmáli segist hann ekki hafa frétt af honum enn en þeir komi stundum fyrirvaralítið. Verst sé þó að þótt þeir séu allir af vilja gerðir skorti þá allt sem til þarf og það séu veiðiheimildir. Guðmundur Guðlaugsson, bæjar- stjóri Vesturbyggðar, segir að vonir standi enn þá til að eitthvað fari aft- ur af stað í húsnæði fyrirtækisins. „Það eru ákveðnar þreifingar í gangi og við erum vongóð. Við höldum í vonina eins lengi og við getum.“ Guðmundur segir að á þessu stigi sé ekkert hægt að gefa upp um fyr- irhugaðan áframhaldandi rekstur í húsnæðinu, en segir að hugsanlega muni einhverjir sömu aðilar og áður koma að því. „Allt er óljóst á þessu stigi en það er fyrirhugaður fundur um þetta alveg á næstunni.“ Ekki aðra vinnu að hafa Spurður um hvað verði gert fyrir fólkið gangi áform um rekstur ekki upp segir Guðmundur að sveitarfé- lagið hafi lítið bolmagn til að standa fyrir atvinnurekstri og megi það raunverulega ekki. „Við reynum að hlúa að þeim sem hafa kannski hug á að koma ein- hverju af stað hér aftur og beita áhrifum okkar til að aðstoða þá eftir föngum,“ segir Guðmundur, sem ótt- ast að ef vonir gangi ekki eftir verði fólksflótti úr bænum. Öll sveitar- félög í þessari stöðu óttist það. Pétur Sigurðsson segir að ekki sé aðra vinnu að hafa, enda sé yfir fjall- veg að fara í næstu byggðir og það geri menn ekki auðveldlega nema yf- ir hásumarið. Um hugsanlegan fólksflótta segir hann að menn séu auðvitað tregir að yfirgefa heima- byggðina auk þess sem getu til þess skorti. Fólk þurfi þá að fá inni á dýr- ari svæðum og losni ekki við eignir sem það eigi á Bíldudal. „Menn eru því bundnir í báða skó. Þetta er auðvitað dæmi um hvernig kvótakerfið eyðir byggð og það er verðugt verkefni fyrir sérfræðinga að tengja ástandið á Bíldudal við það,“ segir Pétur. Hann telur að fáir erlendir starfsmenn hafi misst vinnu sína. „Ég held að stærsta hlutfall Ís- lendinga í fiskvinnslu hafi einmitt verið á Bíldudal og það er bara eðli- legt því þar er ekki um önnur störf að ræða.“ Þreifingar í gangi um atvinnumál á Bíldudal Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.