Morgunblaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 37
MIKIL SALA - VANTAR ALLAR STÆRÐIR EIGNA Á SKRÁ ÁLFASKEIÐ - HAFNARFIRÐI HRAUNTUNGA Í KÓPAVOGI FAGRIHJALLI - KÓPAVOGUR VIÐARÁS HÁALEITISBRAUT DALSEL SPORÐAGRUNN - SÉRHÆÐ Vorum að fá í sölu stórglæsilega hæð í Laugarásnum. Eignin hefur öll verið uppgerð á síðustu árum, t.d. náttúru- steinn á forstofu og gestasnyrtingu með hita í gólfi, gegn- heilt eikarparkett á stofum og svefnherbergjum, eldhús endurnýjað með hvítum HTH innréttingum og nýjum tækj- um, sérrafmagnstafla fyrir eldhús, halógenlýsing, baðher- bergi endurnýjað með sérsmíðaðri innréttingu úr hnotu og náttúrusteini á gólfi. Hjónaherbergi með sérsmíðuðum fataskáp með rennihurðum, tvö barnaherbergi með skáp- um, tvennar svalir. Húsið hefur verið lagað að utan líka, sprunguviðgert og málað. Ný hellulögn í sérbílastæði. Húsið var teiknað af Sigvalda Thordarsyni. Í heild glæsi- leg íbúð að öllu leyti á vinsælum stað. GRÆNIHJALLI - FRÁBÆR EIGN Stórglæsilegt og mjög mikið endurnýjað 255 fm raðhús á 2 hæðum, m. innb. 48 fm bílsk. Allt tréverk nýlegt, flísar og parket á gólfum. Nýtt bað og eldhús. Arinn. 4 svefnherb. Nýstandsettur glæsilegur garður, steypt plön framan við húsið og stórir sólpallar og skjólveggir á suðurlóð. Í heild frábært hús með miklu útsýni. Verð 45,8 millj. FJÓLUHVAMMUR - HAFNARFIRÐI - EINBÝLI/TVÍBÝLI Þetta fallega og einstaklega vel staðsetta 355,7 fm einbýli er á 2 hæðum með 2 sjálfstæðum íbúðum en einnig má auðveldlega nýta húsið í einni heild. Bæði sérinngangar í báðar íbúðir og innangengt. Húsið er sérlega vandað í grunninn og bæði vel umgegnið og töluvert endurnýjað, s.s. baðherbergi og gólfefni. Tvöf. bílsk. m.góðri lofthæð. Óviðjafnanlegt útsýni. Fallegur garður og stór sólpallur. LÆKJARGATA Í HAFNARFIRÐI ÁLFASKEIÐ HFJ. HVERFISGATA LINDARGATA - ÞAKÍBÚÐ RAUÐAGERÐI AUSTURBERG HVAMMABRAUT HF. TJARNARMÝRI - SELTJARNARNESI ÞÓRSGATA - MIÐBÆR REYKJAVÍKUR LANGHOLTSVEGUR FISKISLÓÐ DUGGUVOGUR - ATVINNUHÚSNÆÐI TVÖ HÚS TIL FLUTNINGS HVASSALEITI - ENDARAÐHÚS TUNGUBAKKI - RAÐHÚS HOLTSGATA - STÓR EIGNARLÓÐ HEIÐARHJALLI SÆLUREITUR VIÐ LÆKINN! BARÐASTAÐIR KLEIFARVEGUR - EINSTAKT TÆKIFÆRI LINDARGATA - 101 SKUGGAHVERFI Stórglæsileg 97,2 fm íbúð á 6. hæð í 101 Skuggahverfi ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðin er sérlega björt með meiri lofthæð en almennt gerist. Góð hljóðeinangrun er á milli íbúða enda hefur verið leitast við að skapa íbúðir með kost- um sérbýlis. Íbúðin er innréttuð með eikarinnréttingum frá Borgum. Íbúðin skiptist í rúmgóða stofu, tvö herbergi, eld- hús, þvottahús og baðherbergi. Fallegt útsýni er úr íbúðinni. Staðsetning 101 Skuggahverfis er frábær með fallegri tengingu við sjávarsíðunna annars vegar og miðbæ Reykjavíkur hins vegar.Verð 32,9 milljónir. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 37 MENNING Þriðjudagstónleikar Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Rvík. www.lso.is - lso@lso.is 5. júlí kl. 20:30 Tríó Trix Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir fiðla, Vigdís Másdóttir víóla og Helga Björg Ágústsdóttir selló flytja Serenöðu op. 10 eftir Dohnányi og Strengjatríó í a moll eftir Max Reger. Í GÆR hófst fjögurra vikna alþjóð- legt sumarnámskeið í íslensku í Há- skóla Íslands. Námskeiðið er eink- um ætlað erlendum háskólastúd- entum. Stofnun Sigurðar Nordals gengst fyrir námskeiðinu í samvinnu við hugvísindadeild Háskóla Íslands og annast skipulagningu þess. Þátttakendur eru 35 að þessu sinni og koma frá 12 löndum, flestir frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi. Úlfar Bragason, for- stöðumaður stofnunar Sigurðar Nordals, hefur fundið fyrir auknum áhuga á íslensku og Íslandi almennt og á ári hverju berast fleiri umsókn- ir um hvers konar íslenskunám fyrir útlendinga hér á landi. Ástæður fyrir þátttöku á nám- skeiðinu eru af ýmsum toga. Að sögn Úlfars hafa hljómsveitir eins og Björk og Sigur Rós aukið áhuga fólks á Íslandi. „Sumir koma af al- mennum menningaráhuga, aðrir eru í sérstöku námi sem tengist Íslandi en flestir eru í íslenskunámi er- lendis,“ segir Úlfar. Þátttakendum er skipt í tvo hópa í íslenskunáminu eftir kunnáttu en allir hafa þegar lagt stund á íslensku heima fyrir, annaðhvort hjá sendikennurum í ís- lensku eða með aðstoð vefnám- skeiðsins Icelandic Online I. Mikið er gert fyrir þátttakendur á námskeiðinu en auk þess að nema ís- lensku gefst stúdentunum tækifæri til að hlýða á fyrirlestra um náttúru Íslands, sögu Íslendinga, menningu á Íslandi og íslensk stjórnmál og heimsækja menningarstofnanir og skoða sig um á sögustöðum. Þetta er í sautjánda skiptið sem stofnunin sér um undirbúning al- þjóðlegs sumarnámskeiðs í íslensku en um þrisvar sinnum fleiri stúd- entar sækja um námskeiðið en unnt er að sinna. Á annað þúsund nema stunda íslenskunám annars staðar en 14 íslenskulektorar eru starfandi í 8 Evrópulöndum og einn í Kanada. Stofnun Sigurðar Nordals annast umsjón með þessari kennslu. Úlfar Bragason forstöðumaður stofnunar Sigurðar Nordals. Áhugi á Íslandi og á íslensku fer vaxandi TRÍÓIÐ Drýas mun halda hádegis- tónleika í bókasal Þjóðmenningar- hússins, þriðjudagana 5., 12. og 19. júlí frá kl. 12.15–12.45. Í Drýas eru þær Herdís Anna Jón- asdóttir, sópran, Þorbjörg Daphne Hall, selló, og Laufey Sigrún Har- aldsdóttir, píanó, og stunda þær all- ar tónlistarnám við Listaháskóla Ís- lands. Í sumar starfa þær sem skapandi sumarhópur hjá Hinu hús- inu. Á efnisskránni eru aðeins íslensk verk, m.a. sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson og Jórunni Viðar, þjóðlög í útsetn- ingum Hafliða Hallgrímssonar og Jónasar Tómassonar og verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson. Hádegistónleikar Í KVÖLD kl. 19 verða haldnir tón- leikar í Norræna húsinu í tengslum við opinbera heimsókn Valgerd Svarstad Haugland, menningar- og kirkjumálaráð- herra Noregs. Það eru klarínettu- leikarinn Andjei Maevski frá Nor- egi, lágfiðluleikarinn Helga Þórarinsdóttir og píanóleikarinn Joachim Kjelsaas Kwetzinsky, einnig frá Noregi, sem leika verk eftir Johann Sebastian Bach, Olav Anton Thommessen, Robert Schu- mann, Atla Heimi Sveinsson, Pál Ísólfsson, Edvard Grieg, Max Bruch, Rodion Sjtsjedrin og Dar- ius Milhaud. Tónleikarnir eru hlut af aldar- afmæli friðsamlegra sambandsslita Noregs og Svíþjóðar 1905. Norsk-íslenskt klarinettutríó í Norræna húsinu Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.