Morgunblaðið - 05.07.2005, Side 6

Morgunblaðið - 05.07.2005, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍS LE N SK A AU GL †S IN GA ST OF AN /S IA .I S L YF 2 84 55 06 /2 00 5 www.lyfja.is - Lifið heil EINU SINNI Á DAG Í EINA VIKU DREPUR FÓTSVEPPINN. Lamisil gel FÆST ÁN LYFSEÐILS Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd Lamisil er borið á einu sinni á dag í eina viku. Hreinsið og þurrkið sýkt svæði vel áður en borið er á. Bera skal Lamisil á í þunnu lagi á sýkta húð þannig að það þeki allt sýkta svæðið. Lamisil er milt og veldur mjög sjaldan húðertingu. Lamisil inniheldur terbinafin sem er sveppadrepandi (fungisid) efni og vinnur á sveppasýkingum í húð af völdum húðsveppa, gersveppa og litbrigðamyglu (“lifrarbrúnir blettir”). Lamisil á ekki að nota gegn sveppa- sýkingum í hársverði, skeggi eða nöglum nema samkvæmt læknisráði. Það má ekki nota ef þekkt er ofnæmi fyrir terbinafini eða öðrum innihaldsefnum í Lamisil. Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarseðil sem fylgir hverri pakkningu. STÓRLAXAR, 103 sentímetrar að lengd, veiddust norðanlands á sunnudag. Annar laxinn, hængur, fékkst á sunnanverðri Breiðunni í Blöndu. Fiskurinn var mældur og síðan sleppt. Jafn löng hrygna veiddist svo í Hnausastreng í Vatnsdalsá á sunnudagskvöld. Hún var mjög væn og talin a.m.k. 24 pund. Þessir laxar eru í hópi þeirra stærstu sem veiðst hafa í sumar. Sem kunnugt er veiddist 104 sentímetra langur lax í Laxá í Aðaldal og var hann talinn um 22 pund að þyngd. Tveir stórir fyrir norðan Það var finnskur veiðimaður sem veiddi stórlaxinn í Blöndu. Var atburðarásin öll fest á myndband, að sögn Stefáns Sig- urðssonar hjá Lax-Á. Að því er fram kemur á vefnum www.votnogveidi.is telur Ingi Freyr Ágústsson leið- sögumaður að laxinn hafi verið meira en 10,9 kg eða 22 pund, en hann var ekki veginn. Að sögn Inga Freys tók fiskurinn svartan spún og var mikill atgangur meðan viður- eignin stóð yfir. Björn Kr. Rúnarsson leiðsögu- maður setti í stóra hrygnu í Hnausa- streng í Vatnsdalsá í fyrrakvöld. Að því er fram kemur á vefnum www.vatndsdalsa.is voru „rosaleg átök“ við að draga laxinn að landi, en honum var sleppt. Hrygnan var 103 sentímetra löng, að því er segir á vef Vatna og veiði, og var áætlað að hún væri ekki undir 24 pundum. Er sjaldgæft að fá svo myndarlegar hrygnur hér á landi. Miðfjarðará gaf 13 á laugardag Jón Magnússon, leiðsögu- maður í Miðfjarðará, segir að undanfarið hafi veiðst 4–8 fiskar á dag. Síðastliðinn laugardag veiddust alls 13 fiskar í ánni. Veiðin er best í Vesturánni, þar sem fiskur er kominn í flesta hylji, frá Túnhyl og niður úr. Einnig hafa Hlaupin í Austurá verið að gefa vel. „Ég var með tvo Ítala í Austuránni eitt kvöld í síðustu viku. Þeir náðu þremur löx- um, allt stórum tveggja ára fiskum. Það voru fyrstu laxarnir sem þeir veiddu. Ítalirnir voru skiljanlega í skýjunum,“ sagði Jón. STANGVEIÐI Stórlaxar veiðast fyrir norðan Morgunblaðið/Einar Falur Veiðimaður glímir við 13 punda lax í Blöndu á föstudaginn var. Á sunnudag veiddi finnskur veiðimaður lax þar sem mældist 103 sm og var sleppt að viðureign lokinni. veidar@mbl.is HAFÍSINN við Íslandsstrendur, dýralíf á Norðurslóðum, siglingar til Grænlands og jafnvel umferð um Norður-Íshafið til Japans eru allt hugmyndir sem Þór Jakobsson veðurfræðingur hefur hug á að fjalla um í hafíssafni, sem bráðlega hefur starfsemi á Blönduósi. „Tímasetningar eru ekki komnar á hreint en við vildum gjarnan sjá þetta gerast fyrir árslok,“ sagði Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjar- stjóri á Blönduósi, í samtali við Morgunblaðið. Hún benti á þá stað- reynd að ekki væri nóg að fá hug- myndirnar, heldur þyrfti að vinna í þeim, og sú vinna stæði nú yfir hjá bæjarstjórn Blönduóss, sem vildi marka skýrari stefnu og finna safn- inu góðan stað. „Við erum mjög já- kvæð, og þetta verður gert, en við eigum bara eftir að taka loka- hnykkinn í málinu.“ Hún segir raunar að gárungar á Blönduósi grínist með að ekki þurfi að búa til eitthvert safn um hafís, hann sé bara þarna úti á Húna- flóanum. Þá sagði Jóna Fanney að bærinn hefði fengið gömul veðurtæki að gjöf, en þau voru í eigu veðurathug- unarmannsins Gríms Gíslasonar á Blönduósi. Hugmyndin væri að hægt yrði að steypa saman sýningu á veðurtækjunum og ýmsum upp- lýsingum um hafís. Reiknar með góðum stuðningi að utan Þór Jakobsson veðurfræðingur er einn helsti sérfræðingur Íslands um hafís. Hann segist hafa velt hug- myndinni fyrir sér í allmörg ár og dottið niður á Blönduós sem heppi- legan stað fyrir hafíssafn. Mikill hafís berst inn á Húnaflóa og á ár- um áður komu þar hvítabirnir á land af borgarís, en þá er einmitt að finna í skjaldarmerkjum Húna- vatnssýslna. „Það er bráðnauðsynlegt að vinna verkið með aðstoð góðra fag- manna,“ segir Þór sem einnig hyggur á góða samvinnu við norðurslóðastofnun Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar. Þá segist hann hafa borið hugmyndina upp á alþjóðlegum fundum og telur óhætt að reikna með góðum stuðn- ingi frá erlendum veðurstofum og hafísdeildum. Safnið verður fræðslusetur ætlað almenningi, bæði ferðamönnum og til fræðslu fyrir skólafólk og aðra. „Fyrst og fremst er þetta ætlað al- menningi og er ekki komið lengra svo það er ekki ljóst hvort um ein- hvers konar rannsóknasetur gæti orðið að ræða. Þetta tvennt gæti þó vissulega farið vel saman,“ segir Þór Jakobsson „hafíssafnari“, sem viðurkennir að vissulega geti orðið tæknilega erfitt í útfærslu að hafa borgarísjaka til sýnis á safninu sjálfu. Þá kemur í góðar þarfir að hafa hann til sýnis úti á Húna- flóanum. Morgunblaðið/RAX Safn um hafísinn að koma á Blönduósi Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is Jóna Fanney Friðriksdóttir Þór Jakobsson GYLFI Magnússon, dósent við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Ís- lands og stjórnarformaður Sam- keppniseftirlitsins, segir undarlegt að einhver telji að aðkoma hans að deilum Flugleiða og Iceland Express valdi almennu vanhæfi hans í öllum samkeppnismálum. Í Morgunblaðinu í gær segir Ólafur Hauksson, fyrr- verandi talsmaður Iceland Express, að Gylfa beri að víkja úr sæti stjórn- arformanns Samkeppniseftirlitsins en ekki dugi að hann lýsi sig van- hæfan til að fjalla um kvörtun Ice- land Express yfir Icelandair. Gylfi sér ekki að neitt nýtt sé kom- ið fram í málinu. „Ég var búinn að út- skýra mína aðkomu að deilum Flug- leiða og Iceland Express sem einskorðuðust við aðstoð sem ég veitti Flugleiðum í máli sem lauk 2003. Ég hef ekkert komið að deilum þessara fyrirtækja síðan, hvorki fyrir hönd deiluaðila né samkeppnisyfir- valda, og hef engin fjárhagsleg eða önnur tengsl við þessa deiluaðila. Mér þykir því mjög sérstakt ef ein- hver telur að aðkoma mín að því máli ætti að valda almennu vanhæfi mínu í öllum samkeppnismálum löngu eftir að þessari vinnu er lokið. “ Úrskurður löngu fallinn Ólafur sagðist koma fram fyrir hönd fyrrverandi aðaleigenda flug- félagsins, en Gylfi segir þá ekki hafa rætt neitt við sig um þessi mál. Spurður um hvort hann telji nægja að hann lýsi sig vanhæfan í málinu segir hann ekki sitt að taka ákvörðun um hvort hann sé vanhæfur eða ekki. „Ef í ljós kemur að það er eitthvert deilumál fyrir Samkeppniseftirliti, einhvers konar framhald af máli sem ég kom að fyrir hönd annars deiluaðilans á sín- um tíma, þá ligg- ur beint við að ég komi ekkert að af- greiðslu þess máls. Það gilda þá bara almennar reglur og það er gert ráð fyrir varamönnum sem munu þá koma að ákvörðuninni ef til kemur,“ segir Gylfi. Ólafur segir með ólíkindum að Samkeppnisstofnun og samkeppnis- ráð, forverar Samkeppniseftirlitsins, hafi ekki flýtt afgreiðslu hinnar 17 mánaða gömlu kæru og úrskurðað í málinu fyrir 1. júlí, en þá hóf Sam- keppniseftirlitið störf. Gylfi segist ekki vita af hverju málið dróst og að hann geti ekki lagt mat á hvort töfin hafi verið óeðlileg eða ekki. Væntan- lega hefði þetta mál þó ekki komið upp hefðu fráfarandi samkeppnis- yfirvöld úrskurðað í deilunni. „Að vísu má benda á að það er löngu fallinn úrskurður í því máli sem ég kom að. Það var árið 2003 með úr- skurði samkeppnisráðs og síðan áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Það hafa verið einhver fleiri mál en ef ég skil þetta rétt, er þetta erindi sem þeir sendu inn í fyrra og eru enn að bíða eftir. Ég hef ekkert komið að því máli og veit ekki af hverju það hefur ekki verið afgreitt. Ég vissi raunar ekki að það væri í gangi fyrr en tals- menn Iceland Express bentu á það í fjölmiðlum í lok síðasta mánaðar,“ segir Gylfi Magnússon. Stjórnarformaður Samkeppniseftir- litsins segist ekki almennt vanhæfur Segir ekkert nýtt hafa komið fram í málinu Gylfi Magnússon HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir bandarískum ríkisborgara og líb- erískri konu sem sæta rannsókn lög- reglunnar í Reykjavík á stóru fjár- svikamáli. Var fólkið úrskurðað í gæsluvarðhald til 21. júlí. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að lögreglan telji fólkið hafa staðið að því að svíkja út verulegar fjárhæðir í bönkum í Reykjavík með innlausn falsaðra tékka. Telur lögreglan að andvirði hinna meintu brota nemi um 11 milljónum króna. Hafi þau enn fremur staðið að því að svíkja út bíla- leigubíla til að taka þá á brott með sér af landinu. Kemur einnig fram að samkvæmt upplýsingum Interpol eru fingraför mannsins þekkt í Austurríki vegna fjársvikamála. Áfram í gæsluvarðhaldi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.