Morgunblaðið - 05.07.2005, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 7
FRÉTTIR
����� ����� ��� ��
�������� ��� ����������
�� �������� ��� �����
����� ����������
��� ������ ������ ����� ���
�� ���������� � �����
�� ����������� � �����
������� ��� ��� ������
��� ���� � ��������
������
� ���������� � ��� � ���� � � ��� � �����
����������� ��� �����
���
���������
��������
��������
��������������������
SUMARTILBOÐ
NÆSTUM fjórir af hverjum tíu Ís-
lendingum telja að tækni og vísindi
muni finna lausnir til að koma í veg
fyrir að auðlindir jarðar gangi til
þurrðar. Þetta er meðal niðurstaðna í
viðhorfskönnun á afstöðu íbúa 32
Evrópulanda til vísinda og tækni.
Könnunin var framkvæmd í janúar
og febrúar sl.
Aðeins Tyrkir eru bjartsýnni en Ís-
lendingar í þessum efnum en helm-
ingur þeirra telur vísindin geta komið
í veg fyrir uppþornun náttúru-
auðlinda. Til samanburðar má geta
þess að aðeins tveir af hverjum tíu
Dönum eru á þessari skoðun.
Íslendingar eru vantrúaðri en aðr-
ar Evrópuþjóðir á að vísindi geti með
tímanum svarað til fulls spurningum
um lögmál náttúrunnar og alheimsins
en 24% eru á þeirri skoðun. Engin
önnur þjóð er efafyllri en Íslendingar
í þessum efnum en um helmingur
Evrópubúa telur að vísindin muni
finna svörin. Möltubúar virðast bjart-
sýnastir en rúmlega sjö af hverjum
tíu sögðust sammála fullyrðingunni.
Íslendingar hafa aftur á móti mikla
trú á vísindin finni lækningu við ýms-
um erfiðum sjúkdómum eins og al-
næmi og krabbameini en 95% þjóðar-
innar er á þeirri skoðun. Aðeins
Hollendingar eru bjartsýnni með
97% en meðaltalið í Evrópu er 88%.
Kostirnir meiri en skaðsemin
Rúmlega helmingur Evrópubúa er
á því að kostir vísindanna séu meiri
en skaðinn sem þau geta valdið. Af-
staða Íslendinga er mjög nálægt
meðaltalinu en aðeins 15% þjóðar-
innar eru ósammála fullyrðingunni.
Íslenska þjóðin sker sig úr hvað
varðar hugmyndir um áhuga ungs
fólks á vísindum en við erum ósam-
mála því að ungt fólk sé áhugalausara
um vísindi og tækni en það var fyrir
tuttugu árum.
Íslendingar efast um mátt vísindanna
Reuters
Tæpur fimmtungur Evrópubúa telur að vísindin komi í veg fyrir að nátt-
úruauðlindir gangi til þurrðar.
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
ALLS sóttu 23 einstaklingar um
starf forstjóra Landbúnaðarstofnun-
ar, að því er fram kemur á vef land-
búnaðarráðuneytisins. Landbúnað-
arstofnun mun taka til starfa 1.
janúar næstkomandi og verða höfuð-
stöðvar hennar á Selfossi. Ný lög um
stofnunina voru samþykkt á síðasta
löggjafarþingi. Í henni verða sam-
einaðar stofnanir, embætti og verk-
efni á sviði eftirlits og stjórnsýslu
innan landbúnaðarins.
Landbúnaðarráðherra skipar for-
stjóra Landbúnaðarstofnunar til
fimm ára í senn. Skal hann skipaður
frá 1. ágúst 2005. Umsóknarfrestur
um stöðuna var til 21. júní síðastlið-
inn. Umsækjendur um stöðu for-
stjóra Landbúnaðarstofnunar eru:
Arinbjörn Kúld rekstrarfræðing-
ur, Ásgeir Harðarson fóðurráðgjafi,
Bergþóra Þorkelsdóttir, markaðs-
og sölustjóri, Björgvin Njáll Ingólfs-
son, bóndi og verkfræðingur, Björn
Steinbjörnsson, héraðsdýralæknir
og framkvæmdastjóri, Eiríkur Ein-
arsson deildarstjóri, Elín Guð-
mundsdóttir, matvælafræðingur og
forstöðumaður, Guðmundur Valur
Stefánsson framkvæmdastjóri, Hall-
dór Runólfsson yfirdýralæknir, Ingi-
leif Steinunn Kristjánsdóttir,
Agronomie doktor, Jón Gíslason að-
stoðarskrifstofustjóri, Jónas Yngvi
Ásgrímsson framkvæmdastjóri,
Katrín Helga Andrésdóttir héraðs-
dýralæknir, Ólafur Guðmundsson
forstöðumaður, Ólafur Oddgeirsson,
dýralæknir og framkvæmdastjóri,
Ólafur R. Dýrmundsson, Ph D ráðu-
nautur, Ragnhildur Hrund Jónsdótt-
ir deildarstjóri, Sigurður Ingi Jó-
hannsson, dýralæknir og oddviti,
Sigurgeir Ólafsson forstöðumaður,
Valur Þorvaldsson, héraðsráðunaut-
ur og framkvæmdastjóri, Þorvaldur
Hlíðdal Þórðarson dýralæknir, Þór-
arinn E. Sveinsson mjólkurverk-
fræðingur, og Þuríður E. Péturs-
dóttir, líffræðingur og sviðsstjóri.
Eftirsótt staða
í Landbún-
aðarstofnun
SAMKEPPNISRÁÐ hefur úrskurð-
að að Haukur Vagnsson hafi brotið
gegn ákvörðun samkeppnisráðs með
því að láta ekki afskrá lénið play-
station2.is að kröfu Sony Computer
Entertainment Europe Ltd. Hauki
er gert að greiða 300 þúsund kr.
stjórnvaldssekt sem skal greiðast
innan tveggja mánaða.
Þetta var síðasta mál á dagskrá
samkeppnisráðs sem nú hefur verið
lagt niður eftir að Samkeppniseftir-
litið tók til starfa 1. júlí sl.
Hauki var bönnuð öll notkun léns-
ins fyrr á þessu ári og var gefinn
tveggja vikna frestur til þess að af-
skrá lénið frá birtingu ákvörðunar-
innar. Hinn 6. maí var Haukur ekki
búinn að afskrá lénið og í bréfi sem
hann sendi samkeppnisráði kvaðst
hann ekki fara að niðurstöðu sam-
keppnisráðs, sem ekkert réttlæti
væri í. Í stað þess að hlíta ákvörðun
samkeppnisráðs endurnýjaði Hauk-
ur skráningu lénsins til eins árs 14.
júní sl.
Sekt fyrir að
afskrá ekki lén
♦♦♦