Morgunblaðið - 05.07.2005, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
RANNSÓKNIN Á BAUGI GROUP
HVORKI verjendur né sakborning-
ar í Baugsmálinu hafa fengið afhent
málsskjöl vegna ákæru ríkislög-
reglustjóra. Að sögn Gests Jónsson-
ar hrl., verjanda Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar, verður ekki greint frá
efni ákærunnar, af hálfu skjólstæð-
ings hans, fyrr en gögnin berast og
þeir fá tækifæri til að kynna sér
þau.
Skjöl málsins voru send Héraðs-
dómi Reykjavíkur ásamt ákærunni
og hefur Gestur óskað eftir að fá
þau afhent. Á hann von á að skjölin
berist á allra næstu dögum.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Gestur að væntanlega skiptu máls-
skjölin þúsundum blaðsíðna. „Ég
mun hvorki afhenda né fjalla um
ákæruna fyrr en ég fæ þessi gögn.
Ég tel mig einfaldlega ekki í stakk
búinn til þess,“ sagði hann. Málið
verður þingfest hinn 17. ágúst nk.
Spurður hvort búast mætti við að
ákæran yrði gerð opinber fyrr sagði
Gestur að ákvörðun um það hefði
ekki verið tekin.
Þórunn Guðmundsdóttir hrl.,
verjandi endurskoðendanna Stefáns
Hilmarssonar og Önnu Þórðardótt-
ur, tók í sama streng, ekki væri
hægt að birta ákæruna fyrr en
málsskjöl yrðu afhent. Þegar búið
væri að birta ákæru mætti búast við
að ýmsum spurningum yrði beint til
sakborninga og lögmanna og til þess
að geta svarað þeim yrðu þau að
hafa kynnt sér málsskjölin rækilega.
Ríkislögreglustjóri hefur ekki
viljað afhenda ákæruna en í frétta-
tilkynningu frá embættinu á föstu-
dag sagði að það yrði gert svo fljótt
sem fært væri.
Leiðbeiningar um
afhendingu ákæruskjala
Ekki er til lagaákvæði eða reglu-
gerð um hvenær ákæruvaldið má af-
henda ákærur en ríkissaksóknari
hefur á hinn bóginn gefið út leið-
beiningar „ákærendum til eftir-
breytni“ um aðgang fjölmiðla að
ákæruskjölum. Þar segir að rétt sé
að afhenda ákæruna þegar hún hafi
verið birt og lesin í heyranda hljóði,
þ.e. þingfest. Þetta á þó ekki við um
lokuð réttarhöld.
Reglur ríkissaksóknara eiga að-
eins við um ákæruvaldið en ekki þá
sem eru ákærðir.
Verjendur sakborninga í Baugsmálinu ætla ekki að birta ákærurnar að svo stöddu
Bíða eftir að málsskjöl berist
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
BJARNI Ármannsson, forstjóri Ís-
landsbanka, vildi í gær ekki tjá sig
um viðskipti bankans við Baug vegna
fjárfestingarfélagsins A-Holding S.A.
Ekki náðist í Hreiðar Má Sigurðsson,
forstjóra Kaupþings banka, vegna
þessa í gær.
Í bréfi Jóns Ásgeirs Jóhannes-
sonar til ríkislögreglustjóra segir að
eitt af rannsóknarefnum ríkislög-
reglustjóra lúti að meintum fjár-
drætti upp á 95 milljónir sem greidd-
ar voru félaginu FBA-Holding S.A.
Þetta segir Jón Ásgeir að sé greiðsla
til Gaums vegna kaupa á hlut Gaums
í A-Holding.
Fjárfestingarfélagið A-Holding
var stofnað árið 2001 til að fjárfesta í
Arcadia. Aðrir stofnhluthafar voru
Baugur, Kaupþing og Íslandsbanki. Í
bréfi Jóns Ásgeirs segir að samið
hefði verið um að Baugur keypti hina
hluthafana út á ákveðnum tímapunkti
og á fyrirfram ákveðnu verði. Þegar
gengi hlutabréfa Arcadia fór hækk-
andi hafi Baugur hafið viðræður við
forstjóra Arcadia um kaup á Top-
shop-hluta félagsins. Í þeim tilgangi
hafi Baugur viljað kaupa út hluthaf-
ana í A-Holding fyrr og á verulega
lægra verði en þeir áttu rétt á. Í bréf-
inu segir að bæði Kaupþing og Ís-
landsbanki hafi fengið sérstaka þókn-
un fyrir að falla frá betri rétti sínum
en þóknun Gaums verið hlutfallslega
lægri en bankanna. Jóni Ásgeiri
reiknast til að Gaumur hafi fengið 320
milljón krónum minna í sinn hlut en
um var samið og að alls hafi Baugur
sparað rúmlega 500 milljónir með
þessum viðskiptum.
Samkvæmt þessu má því gera ráð
fyrir að Kaupþing og Íslandsbanki
hafi samtals gefið eftir yfir 180 millj-
ónir króna.
Ekki náðist í Hreiðar Má Sigurðs-
son, forstjóra Kaupþings, vegna
þessa máls í gær og Bjarni Ármanns-
son, forstjóri Íslandsbanka, sagðist
ekki geta tjáð sig um viðskipti ein-
stakra viðskiptamanna.
Í ársskýrslu Baugs fyrir árið 2001
kemur fram að Baugur hafi átt 13,3%
af hlutafé í A-Holding. Baugur hafi í
maí 2001 keypt aðra hluthafa út úr fé-
laginu með því að gefa út nýtt
hlutafé. Var hlutafé aukið um 463
milljónir króna að nafnverði á geng-
inu 12,6 eða samtals ríflega 5,8 millj-
arða króna.
Jón Ásgeir Jóhannesson segir Kaupþing og Íslandsbanka
hafa fallið frá betri rétti sínum við sölu á A-Holding
Íslandsbanki tjáir sig
ekki um einstök viðskipti
Jón Ásgeir
Jóhannesson
Bjarni
Ármannsson
ENN var fjallað um Baugsmálið
svonefnda í breskum fjölmiðlum í
gær og áhrif ákæra embættis
ríkislögreglustjóra á hendur for-
svarsmanna Baugs á viðræður
fyrirtækisins um kaup á bresku
verslunarkeðjunni Somerfield.
Blöðin hafa það eftir talsmanni
Baugs að fyrirtækið ætli að halda
sínu striki í viðræðunum um kaup-
in á Somerfield og hafi ekki boðist
til að draga sig út úr þeim.
Í netútgáfu Daily Telegraph er
því þó enn haldið fram að Baugur
hafi boðist til að draga sig út úr
viðræðum um kaupin á Somerfield
og að tilkynning þess efnis sé
væntanleg. Í frétt blaðsins hafnar
talsmaður Baugs þessu. Er einnig
haft eftir talsmanninum að ákær-
urnar snúi að einstaklingum
tengdum Baugi en ekki fyrirtæk-
inu sjálfu og að allir hinna ákærðu
neiti sakargiftum. Þá segir tals-
maður Baugs einnig að lögfræð-
ingar á vegum fyrirtækisins séu að
undirbúa málsókn á hendur ís-
lenskum stjórnvöldum vegna
skaða sem fyrirtækið hefur orðið
fyrir á meðan tæplega þriggja ára
löng lögreglurannsókn hafi staðið
yfir.
Tilboðshópurinn réði ráðum
sínum á sunnudag
Í netútgáfu Financial Times er
haft eftir Hreini Loftssyni,
stjórnarformanni Baugs, að fyrir-
tækið ætli að halda sínu striki
varðandi viðræður um kaupin á
Somerfield ásamt hópi annarra
fjárfesta. Sagt er frá orðrómi um
að Baugur hafi ætlað að draga sig
út úr kaupunum í kjölfar ákæra
ríkislögreglustjóra á hendur Jóni
Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra
fyrirtækisins. Einnig er sagt frá
því að tilboðshópurinn hafi hist á
sunnudagskvöld til að ráða ráðum
sínum. Þá er haft eftir heimildar-
manni sem sagður er standa nærri
tilboðshópnum, að líklegt væri að
niðurstaðan yrði sú að Baugur
myndi draga sig út úr viðræðunum
og tilkynning þess efnis gæti kom-
ið á næstu dögum.
Í netútgáfu Times er í gær sagt
frá því að Baugur heiti því að
berjast gegn ákærum á hendur
forstjóra fyrirtækisins sem væru
runnar af pólitískum rótum. Haft
er eftir talsmanni Baugs að Jón
Ásgeir væri ákærður fyrir meint
svik við Baug, „en fjölskylda hans
á fyrirtækið svo hann er í raun
ákærður fyrir að svíkja sjálfan
sig“.
Blaðið hefur eftir Kevin Stand-
ford, öðrum stofnenda Karen Mill-
en og hluthafa í Baugi, að allir hafi
vitað af lögreglurannsókninni lengi
og að málið snúist um pólitík. „Við
treystum Jóni algjörlega og styðj-
um hann og fjölskyldu hans,“ segir
hann í viðtali við blaðið.
Umfjöllun Guardian í gær er á
sömu nótum og hinna blaðanna og
er þar m.a. sagt frá því að ef
Baugur dragi sig út úr viðræðun-
um um kaupin á Somerfield sé það
í annað sinn sem þeir sem rann-
saka fjársvik á Íslandi kæmu í veg
fyrir útþenslu fyrirtækisins í Bret-
landi.
Breskir fjölmiðlar fjalla áfram ítarlega um Baugsmálið
og áhrif þess á viðræður um kaup á Somerfield
Baugur segist halda
sínu striki í viðræðunum
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi yfirlýsing frá KPMG
Endurskoðun hf.:
„Vegna ákæru Ríkislögreglu-
stjóra í svonefndu Baugsmáli á
hendur starfsmanni KPMG
Endurskoðunar hf. vill félagið
koma eftirfarandi upplýsingum á
framfæri.
Það sem starfsmanni KPMG er
gefið að sök er að hafa áritað árs-
reikninga Baugs hf. fyrir árin 2000
og 2001 án fyrirvara en Ríkislög-
reglustjóri telur að tilteknar upp-
lýsingar í ársreikningunum hafi
ekki verið settar fram í samræmi
við lög. Hlutverk endurskoðenda
er að láta í ljós álit á því hvort
reikningsskil gefi glögga mynd af
afkomu og efnahag. Það er mat
KPMG að endurskoðendur Baugs
hf. hafi sinnt starfsskyldum sínum
í samræmi við lög. Álit KPMG er
að áritun á framangreinda árs-
reikninga Baugs hf. hafi verið með
eðlilegum hætti.
KPMG Endurskoðun hf. mun
ekki tjá sig frekar um málið með-
an það er til meðferðar hjá dóm-
stólum.“
Yfirlýsing frá KPMG Endurskoðun hf.
Áritun ársreikninga
með eðlilegum hætti
SAMKVÆMT upplýsingum frá
embætti saksóknara í Lúxemborg
er það alsiða hjá embættinu, vegna
mála sem unnin eru í samvinnu við
erlend lögreglulið, að taka fram að
gögn sem lögreglan í Lúxemborg
aflar, megi einungis nota í
tengslum við þau sakarefni sem til-
greind voru þegar óskað var eftir
aðstoð hennar. Hægt er að óska
eftir undantekningu frá þessari
reglu.
Jón Ásgeir Jóhannesson, for-
stjóri Baugs, segir í bréfi til ríkis-
lögreglustjóra frá 30. júní sl. og
birt var í Morgunblaðinu á laugar-
dag, að það veki sérstaka athygli
að saksóknarinn í Lúxemborg hafi
hinn 3. ágúst 2004, séð ástæðu til
þess að senda ríkislögreglustjóra
sérstakt bréf þar sem áréttað sé að
upplýsingar sem fengist hafi úr
húsleit hjá Kaupthing Bank, megi
eingöngu nota í tengslum við rann-
sókn þeirra brota sem sérstaklega
voru tilgreind í beiðni um aðstoð
við húsleit, en ekki annarra brota,
sér í lagi ekki skattalagabrota. Í
bréfinu segir að samkvæmt upplýs-
ingum lögmanna í Lúxemborg sé
afar sjaldgæft að þarlend yfirvöld
sjái ástæðu til slíkra áminninga og
telur Jón Ásgeir að með þessu hafi
þau lýst ákveðnu vantrausti á
starfshætti ríkislögreglustjóra.
Málið snýst um húsleit sem lög-
reglan í Lúxemborg gerði hjá
bankanum 28. apríl 2004, að ósk
efnahagsbrotadeildar ríkislög-
reglustjóra. Í fyrrnefndu bréfi seg-
ir Jón Ásgeir að ríkislögreglustjóri
hafi óskað eftir heimild til húsleitar
vegna brota sem Tryggvi Jónsson,
þáverandi forstjóri, átti að hafa
framið. Í Lúxemborg gildi afar
strangar reglur um trúnað banka-
stofnana og vernd trúnaðarupplýs-
inga. Til að fá heimild til leitar hafi
ríkislögreglustjóri „greinilega talið
sig þurfa að vísa til laga og reglna
um peningaþvætti og innherja-
svik,“ segir ennfremur í bréfinu.
Hvorki honum né Tryggva hafi á
hinn bóginn verið kynntar þær
ásakanir.
Má ekki gefa upplýsingar
Martine Solovieff hjá embætti
saksóknara í Lúxemborg sagðist í
samtali við Morgunblaðið í gær
ekki mega tjá sig um einstök mál,
hún gæti því ekki greint frá hugs-
anlegum bréfaskiptum við lög-
regluyfirvöld á Íslandi. Spurð um
hugsanlega áminningu til
ríkislögreglustjóra sagði hún að
þegar lögreglan í Lúxemborg lyki
rannsókn mála og sendi upplýs-
ingar til lögreglu í öðrum löndum,
væri ávallt tekið fram að einungis
mætti nota upplýsingarnar til að
rannsaka brot sem tilgreind voru í
upphafi rannsóknarinnar. Hún
kvaðst ekki geta sagt til um hvort
ástæða hefði verið til að senda sér-
stakt áminningarbréf um þetta
efni, jafnvel þó hún hefði upplýs-
ingar um slíkt handbærar mætti
hún ekki greina frá þeim við blaða-
menn.
Solovieff sagði að þrátt fyrir
fyrrnefnda reglu gætu erlend
dómsyfirvöld farið fram á það við
yfirvöld í Lúxemborg að fá leyfi til
að nota gögnin vegna rannsóknar á
öðrum brotum.
Embætti saksóknara í Lúxemborg
um húsleit hjá Kaupthing Bank
Notkun gagna alltaf
takmörkunum háð