Morgunblaðið - 05.07.2005, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 17
ERLENT
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Ótrúlegt tilboð til Algarve þann 20. júlí. Nú
getur þú notið fegursta tíma ársins á
þessum vinsæla áfangastað Íslendinga í
sólinni og búið við frábæran aðbúnað. Þú
bókar núna og tryggir þér flug og gistingu
og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar
þú býrð. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar
þjónustu fararstjóra Heimsferða allan
tímann.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
Stökktu til
Portúgals
20. júlí
frá kr. 39.990
Verð kr. 49.990 í viku
59.990 í 2 vikur
M.v. 2 í stúdíó/íbúð. Flug, gisting, skattar.
Netverð.
Verð kr. 39.990 í viku
49.990 í 2 vikur
M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Flug,
gisting, skattar. Netverð.
Skoðið myndir frá Essómótinu
og Pollamótinu á Akureyri
um síðustu helgi.
Myndasala Morgunblaðsins
TALIÐ er að gufustrókar, sem sjást
hér (neðst á myndinni) á hafinu í
grennd við smáeyna Iwo Jima í Jap-
an, hafi stafað af eldsumbrotum á
sjávarbotni, að sögn japönsku
strandgæslunnar um helgina. Iwo
Jima er þekkt í sögunni vegna blóð-
ugra átaka í seinni heimsstyrjöld.
Eyjan er nú óbyggð en hún er um
1.250 km sunnan við Tókýó, höfuð-
borg Japans. Gufustrókarnir voru
sagðir hafa verið um einn kílómetri
að hæð og sáust fyrst á laugardags-
kvöld. Var þyrla send á vettvang og
sagði áhöfnin að rauðir blossar
hefðu sést inni í gufunni. Ekki sáust
þó nein merki um jarðhræringar á
mælum vísindamanna.
Sænska dagblaðið Expressen
segir í vefútgáfu sinni að ekki sé
útilokað að ný ey í líkingu við
Surtsey verði til á svæðinu. Blaðið
ræddi við Reyni Böðvarsson sem er
jarðskjálftafræðingur við Uppsala-
háskóla. „Þetta getur verið upphaf-
ið að eldgosi á sjávarbotni,“ er haft
eftir Reyni í Expressen. Síðasta
dæmið um að ný ey hafi myndast á
jörðinni vegna eldgoss á hafsbotni
var 1963 þegar Surtsey varð til.
Reuters
Ný eyja
að fæðast
í Japan?
GEIMFAR frá bandarísku geim-
ferðastofnuninni, NASA, lenti í vel
undirbúnum árekstri við halastjörnu
klukkan 5.52 í gærmorgun. Atburð-
urinn varð í 134 milljóna kílómetra
fjarlægð frá jörðu, eða í svipaðri fjar-
lægð og frá sólu. Miða þurfti geim-
farinu á afar nákvæman hátt en
nokkrir Íslendingar, sem taka þátt í
verkefninu, hafa brugðið upp þeirri
líkingu að skot geimfarsins frá jörðu
og árekstur sérstaks árekstrarfars
við halastjörnuna Tempel 1, hafi ver-
ið álíka og að skjóta pílu úr Hafnar-
firði og hitta með henni melónu í
Kringlunni.
Markmið þessa verkefnis var að
varpa ljósi á innviði halastjörnu, en
ef hugmyndir vísindamanna reynast
réttar gæti efnið sem þeyttist út frá
halastjörnunni verið sams konar og
agnirnar sem mynduðu sólkerfið fyr-
ir um 4,6 milljörðum ára. Þannig
verður til mun meiri þekking á upp-
runa sólkerfisins ef allt gengur að
óskum.
Hópur Íslendinga fylgdist með
skotinu á eyjunni Maui
Hraðinn milli árekstrarfarsins og
halastjörnunnar var um 10,2 kíló-
metrar á sekúndu en það er meira en
tífaldur hraði byssukúlu. Sjálft
árekstrarfarið vó aðeins 370 kíló og
var á stærð við hægindastól, en
móðurfarið líkt Volkswagen-bjöllu að
stærð. Þrátt fyrir þetta leystust gífur-
legir kraftar úr læðingi við árekst-
urinn en því var spáð að gígurinn sem
myndaðist við sprenginguna yrði á
stærð við Laugardalsvöll.
Hópur íslenskra nemenda fylgdist
með atburðinum frá eyjunni Maui á
Hawaii, meðal þeirra Sævar Helgi
Bragason og Sverrir Guðmundsson.
Þeir notuðu Faulkes-sjónaukann á
fjallinu til að taka myndir af hala-
stjörnunni Tempel 1 og sáu hvernig
hún varð 10 sinnum bjartari eftir
áreksturinn.
Vel heppnaður
árekstur við Tempel 1
Reuters
Geimflaug NASA, Deep Impact, skellur á halastjörnunni Tempel 1 í gær-
morgun. Myndin er tekin um sextán sekúndum eftir áreksturinn. Hala-
stjarnan sjálf er á stærð við hálft Manhattan-hverfið í New York.
TENGLAR
..............................................
www.stjornuskodun.is
Jafn erfitt og
að skjóta pílu
úr Hafnarfirði
og hitta með
henni melónu
í Kringlunni
Damaskus. AFP. | Sýrlenskir her-
menn handtóku tvo meinta hryðju-
verkamenn og sýrlenskur öryggis-
vörður féll í gær í átökum við
öfgamenn og voru fyrrverandi líf-
verðir Saddams Husseins, áður for-
seta Íraks, meðal öfgamannanna, að
sögn ríkisfjölmiðla í landinu. Átökin
urðu á Qassioun-fjalli sem er í
grennd við höfuðborgina Damaskus.
Er þetta í annað skipti á nokkr-
um dögum sem slík átök verða en
Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt sýr-
lensk stjórnvöld hart og sakað þau
um að leyfa hryðjuverkamönnum að
fara um landið til að gera árásir í
Írak. Öryggisforinginn sem féll hét
Ahmad Hijazi. Sýrlenska fréttastof-
an SANA hafði eftir embættismanni
í innanríkisráðuneytinu að hin
handteknu væru Jórdaninn Sharif
Aied Saif Smadi, sem var á flótta
vegna ásakana um þátttöku í
hryðjuverkum, og eiginkona bróður
hans, Mohammeds. Leitin að fólk-
inu hafði staðið yfir dögum saman,
að sögn SANA.
Mennirnir voru báðir eftirlýstir í
Jórdaníu vegna ýmissa afbrota.
Þeir voru handteknir í fyrra í
heimalandinu en tókst að flýja úr
fangelsi.
Barist við
lífverði
Saddams
Sýrlendingar
klófesta hryðju-
verkamenn
Kabúl. AFP. | Bandaríkjaher viður-
kenndi í gær að óbreyttir borgarar
hefðu týnt lífi í loftárás í austurhluta
Afganistans í liðinni viku. Afganskur
embættismaður kvað 17 íbúa í þorpi
einu hafa farist í árásinni og hefðu
konur og börn verið á meðal þeirra.
Árásin var gerð seint á föstudag
þegar ráðist var gegn því sem sagt
var vera fylgsni skæruliða talibana í
Kunar-héraði. Árásin var gerð þegar
leitað var fjögurra bandarískra sér-
sveitarmanna. Tveir þeirra hafa
fundist en breska útvarpið, BBC,
kvaðst í gærkvöldi hafa fyrir því
traustar heimildir að félagar þeirra
tveir hefðu fundist látnir.
Mannanna hefur verið saknað frá
28. fyrra mánaðar þegar þyrla sem
send var af stað til að leita þeirra var
skotin niður. Með þyrlunni fórust 16
bandarískir hermenn.
Í yfirlýsingu Bandaríkjahers sem
birt var í gær sagði að óbreyttir borg-
arar hefðu týnt lífi í aðgerð þessari.
Var mannfallið harmað og sagt að allt
yrði gert til að tryggja að viðlíka
gerðist ekki aftur. Þess var ekki getið
hversu margir hefðu farist í árásinni.
Assadullah Wafa, héraðsstjóri í
Kunar, sagði í samtali við AFP-
fréttastofuna að 17 óbreyttir borgar-
ar hefðu týnt lífi í árás Bandaríkja-
hers á þorpið Chichal. Sagði hann
konur og börn á meðal hinna föllnu en
gat ekki veitt nánari upplýsingar.
Óbreyttir
borgarar
drepnir í
Afganistan
Sérsveitarmenn
finnast látnir
♦♦♦