Morgunblaðið - 05.07.2005, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Séra RagnarFjalar Lárusson,
fyrrverandi prófast-
ur, fæddist á Sól-
heimum í Skagafirði
15. júní 1927. Hann
lést að kvöldi 26. júní
síðastliðins á líknar-
deild Landspítalans í
Kópavogi, 78 ára að
aldri.
Foreldrar Ragn-
ars Fjalars voru sr.
Lárus Arnórsson
sóknarprestur á Mik-
labæ, f. 29. apríl
1895, d. 5. apríl 1962,
og Jensína Björnsdóttir, f. 16. mars
1902, d. 4. desember 1982, dóttir
prófastshjónanna á Miklabæ, sr.
Björns Jónssonar og Guðfinnu
Jensdóttur. Hálfbræður Ragnars
Fjalars af föðurnum eru: Björn,
lést á fyrsta aldursári, sr. Stefán,
fyrrv. sóknarprestur í Odda á
Rangárvöllum, Björn Stefán,
lengst af starfsmaður Málningar
hf., og Halldór, leigubifreiðastjóri,
sem er látinn.
Ragnar Fjalar kvæntist eftirlif-
andi eiginkonu sinni Herdísi
Helgadóttur, hjúkrunarfræðingi,
16. júní 1951. Herdís er fædd á
Sauðárkróki 10. júlí 1928 en ólst
upp á Sólvangi á Akureyri. For-
eldrar Herdísar voru Valý Þor-
björg Ágústsdóttir húsmóðir og
Helgi Ólafsson kennari. Börn
Ragnars Fjalars og Herdísar eru:
1) Guðrún Briem, þjóðfélagsfræð-
sóknarprestur á Siglufirði frá 1955
til 1968 og lét hann sig æskulýðs-
mál miklu varða. Hann stuðlaði þar
að stofnun æskulýðsfélags sem var
mjög blómlegt um mörg ár. Síðla
árs 1968 var hann skipaður sókn-
arprestur í Hallgrímsprestakalli í
Reykjavík. Þar þjónaði hann til
ársins 1998, er hann lét af störfum
fyrir aldurs sakir. Hann var pró-
fastur í Reykjavíkurprófastsdæmi
vestra frá 1994–97. Ragnar Fjalar
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum
fyrir kirkjuna og átti m.a. sæti í
siðanefnd Prestafélags Íslands frá
stofnun hennar og til starfsloka.
Á Siglufjarðarárunum var hann
félagi í Rotary-klúbbi Siglufjarðar
og þegar hann flutti til Reykjavík-
ur varð hann virkur félagi í Frí-
múrarareglunni.
Ragnar Fjalar var mikill safnari
og safnaði m.a. spilum, gömlum ís-
lenskum seðlum, frímerkjum og
íkonum um dagana. Þekktastur er
hann þó fyrir bókasafn sitt sem
hefur að geyma margvíslegt fá-
gæti, m.a. biblíur, passíusálma,
sálmabækur og fleiri guðsorða-
bækur, allt frá upphafi prentverks
á Íslandi. Hann stundaði um árabil
rannsóknir á vögguprenti og hlaut
fyrir það Riddarakross hinnar ís-
lensku Fálkaorðu árið 1998, auk
embættisverka sinna. Ragnar Fjal-
ar var einn helsti sérfræðingur
þjóðarinnar á þessu sviði.
Ragnar Fjalar var mikill dýra-
verndunarsinni og tók virkan þátt í
umræðu á þeim vettvangi. Hann
ritaði m.a. fjölmargar greinar í
Morgunblaðið um það efni og
greinar um fleiri þjóðfélagsmál.
Útför sr. Ragnars Fjalars verður
gerð frá Hallgrímskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
ingur, maki Eiríkur
Briem, framkvæmda-
stjóri. Börn þeirra eru
Maj-Britt Hjördís, Ei-
ríkur og Katrín. 2) Þór-
steinn, forstjóri, maki
Elsa Guðmundsdóttir,
bankaritari. Börn
þeirra Svanhildur
Ólöf, Herdís, Guðný og
Valý Ágústa. 3) Vallý
Helga, hjúkrunarfræð-
ingur, maki Jón Þor-
valdsson, fram-
kvæmdastjóri. Barn
hennar frá fyrra
hjónabandi Ingi Fjalar
Magnússon. Börn hennar og Jóns
eru Elín Helga og Ragnar. 4) Lárus,
læknir, maki Þóra Tryggvadóttir,
kennari. Börn þeirra Tryggvi,
Jenný Halla og Ragnar Fjalar. 5)
Ragnheiður Jensína, hjúkrunar-
fræðingur. Synir hennar Ragnar
Fjalar Sævarsson og Víkingur Fjal-
ar Eiríksson. 6) Halldóra Anna,
starfsmaður við aðhlynningu, maki
Orri Páll Ormarsson, blaðamaður.
Börn hennar frá fyrra hjónabandi
Jóhann Fjalar, Jens Fjalar og Patrik
Fjalar Skaptasynir og börn hennar
og Orra Páls eru Nökkvi Fjalar og
Aþena Valý. Afabörnin eru orðin 20
og langafabörnin níu talsins.
Ragnar Fjalar lauk guðfræðiprófi
frá Háskóla Íslands 1952 og var
veitt Hofsósprestakall sama ár. Sr.
Ragnar Fjalar og Herdís hófu þar
búskap sinn. Frá Hofsósi lá leiðin til
Siglufjarðar. Sr. Ragnar Fjalar var
Eftirsjáin er mikil og hjörtu okkar
eru full af þakklæti. Minningarnar,
góðar og fallegar, streyma fram.
Barnæskan leið sem indælt vor:
pabbi að segja okkur sögu, pabbi að
leika við okkur, pabbi að leiðbeina og
hjálpa. Það hljóta að vera forréttindi
að eiga svo kærleiksríkan föður,
fyrirmynd í öllu, málsvara lítilmagn-
ans og einstakan dýravin.
Faðir okkar tók erfiðum veikind-
um af miklu æðruleysi og trausti á
Guð. Móðir okkar, hlaðin ást og um-
hyggju, stóð við hlið hans til hinstu
stundar. Kærleiksríkt samband
þeirra var einstakt.
Við systkinin vorum þeirrar gæfu
aðnjótandi að geta fylgt föður okkar
síðasta spölinn. Það er þakkarvert að
eiga svo dýrmætar samverustundir í
erfiðleikum. Elskulegan föður kveðj-
um við með þessum ljóðlínum:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Börn hins látna.
Orð Páls í bréfi til Korintumanna
um kærleikann sem er langlyndur,
góðviljaður, hreykir sér ekki upp og
öfundar ekki koma upp í hugann þeg-
ar ég hugsa til tengdaföður míns,
Ragnars Fjalars Lárussonar, sem
lést á líknardeild Landspítalans 26.
júní síðastliðinn. Þau lýsa kostum
hans og lífshlaupi vel. Ragnar var
Skagfirðingur og ólst upp við mikið
ástríki og umhyggju hjá móður sinni
Jensínu Björnsdóttur. Happadagur í
lífi Ragnars var 17. júní 1949 en þá
hitti hann Herdísi Helgadóttur eigin-
konu sína og lífsförunaut. Þau Ragn-
ar og Herdís byggðu hús sitt á bjargi.
Heimili þeirra í Auðarstræti 19 í
Reykjavík er fagurt menningarheim-
ili og hefur verið klettur og skjól fjöl-
skyldunnar. Þau Ragnar og Herdís
sköpuðu einstaka umgjörð um fjöl-
skylduna, börnin sex og Jensínu móð-
ur Ragnars sem bjó hjá þeim meðan
hennar naut við. Þegar ég kynntist
Guðrúnu, elstu dóttur þeirra Ragn-
ars og Herdísar, var mér tekið opn-
um örmum á heimilinu. Þær eru
margar ánægjustundirnar sem við
höfum átt í Auðarstræti. Þar var allt-
af glatt á hjalla og fjörugar umræður.
Húsbóndinn var víðlesinn og marg-
fróður með brennandi áhuga á póli-
tík, sagnfræði og flestu mannlegu
viðkomandi. Hann var oft gaman-
samur og sló á létta strengi. Skrif-
stofa Ragnars í Auðarstræti er dul-
mögnuð vistarvera þar sem niður
aldanna svífur yfir vötnum. Hvert
sem litið er eru fágætir munir sem
allir hafa sögu að geyma. Gamla alt-
arið úr Skagafirði, bækurnar, klukk-
an frá Miklabæ, spilin og alþingishá-
tíðarmunirnir voru óendanleg upp-
spretta sagna og samræðna og
Ragnar miðlaði af fróðleiksbrunni
sínum.
Ragnar var einstakur maður á
margan hátt. Hann var mannvinur,
dýravinur og safnari af guðs náð.
Honum var umhugað um allt líf og
var kærleiksríkur og umhyggjusam-
ur við menn og málleysingja. Dýra-
vernd stóð honum nærri og ritaði
hann margar greinar um það málefni.
Eitt helsta áhugamál Ragnars var
söfnun. Hann nálgaðist hvert við-
fangsefni af mikilli fagmennsku og
vísindalegri nákvæmni. Söfnunin var
markviss og fræðileg og allir hlutir
lutu að því markmiði sem að var
stefnt. Þegar ég kom inn í fjölskyld-
una safnaði Ragnar spilum. Þetta
þótti mér sérkennilegt í fyrstu en
þegar Ragnar sýndi spilin opnaðist
undraheimur myndlistar og sagn-
fræði. Þegar við Guðrún vorum við
nám í Svíþjóð á áttunda áratugnum
heimsóttu Ragnar og Herdís okkur.
Við fórum í Nordiska Museet í Stokk-
hólmi en Ragnar vildi kanna hvort
safnið ætti gömul spil. Fyrr en varði
vorum við komin með safnverði upp
undir rjáfur í þessu stóra húsi. Þar
kenndi ýmissa grasa og átti safnið
talsvert af spilum. Ekki varð þetta þó
ferð til fjár því Ragnar átti allt sem
safnið átti. Síðustu áratugina lagði
Ragnar mesta áherslu á bókasöfnun.
Söfnunin var eins og ávallt markviss
og hnitmiðuð. Ragnar rannsakaði
þær bækur sem honum áskotnuðust
og ritaði lærðar greinar um þær m.a.
í erlend tímarit. Bókasafn hans er
einstakt. Ragnar varð mjög ánægður
þegar hann eignaðist áritaða biblíu
séra Odds á Miklabæ enda var hon-
um sagan af þeim Oddi og Solveigu
mjög hugleikin.
Samhliða hinni skipulögðu söfnun
hafði Ragnar augun opin fyrir göml-
um íslenskum munum og keypti þá
hvenær sem færi gafst. Ragnar
kynnti sér sögu og list helgimynda og
átti marga gamla og fallega íkona frá
Rússlandi og fleiri löndum. Margir
íkona Ragnars hafa verið á sýningum
hér á landi.
Á ferðalögum okkar Guðrúnar leit-
um við gjarnan uppi antíkvariöt og
antíkbúðir. Ef við fundum íslensk
landakort eða myndir úr ferðabókum
frá fyrri öldum var hringt í Ragnar.
Þau samtöl voru skemmtileg þar sem
skeggrætt var hvort rétt væri að
kaupa það sem á boðstólum var eða
ekki. Sama var uppi á teningnum ef
við rákumst á gamla íslenska muni,
þá var stundum nýjasta tækni notuð,
mynd send með tölvupósti og síðan
rætt fram og til baka um hlutinn,
hvort Ragnar hefði áhuga eða hvort
vit væri í að við reyndum að kaupa.
Ragnar var alltaf brennandi af
áhuga, fræðandi og hjálpsamur.
Ragnar var þjóðkunnur prestur og
starfaði lengst af við Hallgrímskirkju
í Reykjavík. Þegar Ragnar hóf störf
við kirkjuna var messað í austasta
hluta hennar, kirkjuskipið var opið og
verið var að reisa turninn. Á þeim
tíma sem Ragnar þjónaði Hallgríms-
sókn tók hver áfanginn við af öðrum
þar til kirkjan var fullbyggð. Ragnar
var snjall ræðumaður og þótt hann
væri hófsamur lá hann aldrei á skoð-
un sinni og sagði alltaf sína meiningu.
Hann var óhræddur við að halda
fram sinni skoðun bæði í ræðu og riti.
Skömmu eftir að Ragnar var skip-
aður prófastur í Reykjavíkurprófast-
dæmi vestra komu upp erfið mál í
prófastsdæminu. Það kom í hlut
Ragnars að miðla málum og nýttust
þá mannkostir hans vel, umburðar-
lyndið, fordómaleysið og velviljinn.
Ragnar var mikill gæfumaður, lífs-
glaður og lét gott af sér leiða. Þegar
veikindin ágerðust undir lokin og
hann fékk úrskurð um að krabba-
meinið sem hrjáði hann væri ólækn-
andi sagði hann af miklu æðruleysi:
„Maður getur ekki alltaf fengið góðar
fréttir.“
Það var mikið lán að eiga samleið
með þeim hjónum Ragnari og Her-
dísi. Samheldni, trygglyndi og kær-
leikur þeirra er og verður mér ómet-
anlegur. Ég bið góðan guð að styrkja
Herdísi tengdamóður mína í hennar
söknuði sem og afkomendur og að-
standendur alla. Ragnari þakka ég
tæplega fjörutíu ára vináttu og um-
hyggju. Blessuð sé minning hans.
Eiríkur Briem.
Látinn er ástkær tengdafaðir minn
Ragnar Fjalar Lárusson. Minning-
arnar eru margar og góðar sem ég á
um hann. Ég minnist æskuáranna á
Siglufirði, þegar ég fór í sunnudaga-
skólann sem barn, gekk til
fermingarspurninga sem unglingur
og tók þátt í æskulýðsstarfinu sem
var svo blómlegt undir hans stjórn.
Þegar við Þórsteinn fórum að vera
saman fann ég umhyggju og kær-
leika til mín frá Ragnari og Herdísi
sem hefur ávallt ríkt í minn garð. Ég
minnist hans sem elskulegs tengda-
föður og góðs afa dætra minna. Það
sem einkenndi Ragnar var væntum-
þykja hans og einlæg vinátta. Ég vil
þakka honum fyrir nær ævilanga
samfylgd og guð gefi Herdísi tengda-
móður minni styrk. Guð blessi minn-
ingarnar um góðan mann.
Elsa Guðmundsdóttir.
Svipmyndir af séra Ragnari Fjal-
ari leita á hugann. Hann stendur fyr-
ir altari Hallgrímskirkju, grannvax-
inn og virðulegur. Sköruleg röddin og
mild ásjónan renna saman í áhrifa-
ríka heild og til áherslu tyllir hann
sér annað veifið upp á tábergið.
Fagnaðarerindið streymir fram
meitlað en látlaust og yfir kirkjugesti
færist hugarró sem veröldin getur
hvorki veitt né tekið.
Ragnar Fjalar var einhver sterk-
asti persónuleiki sem ég hef kynnst,
skarpgreindur, margfróður og
skemmtilegur, kominn af merkisfólki
í Skagafirði. Hann var að vissu leyti
maður andstæðna en veittist auðvelt
að fella í ljúfa löð margbrotna eig-
inleika og blæbrigði sjálfs sín. Þannig
var hann í senn mildur og harðskeytt-
ur, lét sér annt um velfarnað annarra
en fór þó alltaf sínu fram. Hann
sökkti sér niður í grúsk í gömlum
bókum og hvarf þá langtímum saman
inn í kyrrstæða veröld fræðilegra
hugrenninga, en varð á svipstundu
uppnuminn maður andartaksins, ið-
andi af léttleika og lífsgleði, ekki síst
er gesti bar að garði.
Ragnar Fjalar hafði fastmótaðar
skoðanir á flestum málum, stundum
vel ígrundaðar, stundum réð tilfinn-
ingin ein. Hann stóð fast á sannfær-
ingu sinni og skirrtist aldrei við að
stinga niður penna ef honum þótti
réttu máli hallað. Þar skipti engu þótt
sjónarmið hans væru stundum lítt
vænleg til lýðhylli. Hins vegar sárn-
aði honum mjög ef menn reyndu að
leggja út á verri veg það sem hann
hafði fram að færa, enda var hann
sjálfur einstaklega hreinskiptinn að
eðlisfari.
Séra Ragnar var öðrum góð fyr-
irmynd á marga vegu. Hann var
flestum glöggskyggnari á þarfir og
líðan lítilmagna, hvort sem í hlut áttu
menn eða málleysingjar, og liðsinnti
þeim hvenær sem færi gafst. Enginn
kunni betur að styðja aðra í sorgum
og andstreymi og við sem syrgjum
þennan sómamann njótum nú þeirrar
handleiðslu hans.
Það hefur verið mikil gæfa að eiga
samleið með tengdaforeldrum mín-
um, Ragnari Fjalari og Herdísi.
Kynni af slíkum mannkostahjónum
eru hverjum manni hollt veganesti í
asa nútímalífs, ekki síst að verða vitni
að óbilandi ástúð þeirra og sam-
heldni.
Nú hefur húmað að hollvini mínum
en með leiftri minninganna lýsir af
nýjum degi.
Jón Þorvaldsson.
Eldri maður liggur í rúmi sínu.
Kraftar eru á þrotum. Endalokin í að-
sigi. Inn kemur kona á sama reki.
Glæsileg kona. Það birtir yfir mann-
inum. Hann horfir á konuna. Hefur
raunar ekki augun af henni. Stjörnur
blika. Um stund verður hann ungur á
ný. Hún fer hjá sér. Með augunum
játar hann henni ást sína. Orð eru
óþörf. Í 56 ár hafa þau fylgst að – og
hann sér ekki sólina fyrir henni. Því-
lík ást. Þvílík virðing.
Þetta er tærasta birtingarmynd
ástarinnar sem ég hef orðið vitni að.
Ég sit álengdar í svefnherbergi
tengdaforeldra minna, Ragnars Fjal-
ars og Herdísar. Hann liggur bana-
leguna, helsjúkur af miskunnarlausu
meini og hún leggur sig í framkróka
um að gera honum stríðið bærilegra.
Á þessu augnabliki er mér ljóst að
ekkert fær rofið böndin sem knýtt
hafa þau saman – ekki einu sinni
dauðinn. Við það getur hún huggað
sig, núna þegar bóndi hennar er til
grafar borinn, aðeins fáeinum dögum
síðar. Þau munu finnast á ný.
Séra Ragnar Fjalar Lárusson var
einstakur gæfumaður, jafnt í leik sem
starfi. Það fór ekki framhjá neinum
sem fylgdi honum síðustu skrefin í
þessari tilveru. Það var ekki bara
Herdís sem endurgalt ást hans og
virðingu af heilum hug, börnin sex
voru aldrei langt undan þessar síð-
ustu vikur fremur en endranær. Um-
hyggja þeirra og ást á föður sínum
var ósvikin. Og er. Missir þeirra er
mikill, ekki síst Dóru minnar, yngsta
barnsins í hópnum, sem alla tíð hefur
verið afskaplega nákomin föður sín-
um. Nánara samband föður og dóttur
er vandfundið.
Það var heldur ekki erfitt að unna
Ragnari. Hann var þeirrar gerðar.
Þegar ég minnist hans stendur
manngæskan upp úr. Einnig djúp
virðing fyrir lífinu – í allri sinni mynd.
Ragnar mátti ekkert aumt sjá og tók
óspart upp hanskann fyrir þá sem
minna mega sín í þessum heimi. Og
ekki áttu blessaðir málleysingjarnir
betri vin. Nálgun hans við dýr verður
mér alla tíð ógleymanleg. Innblástur.
Ætli okkur liði ekki upp til hópa bet-
ur ef við umgengjumst náungann og
umhverfi okkar af sömu lotningu og
tengdafaðir minn gerði?
Ragnar sýndi mér að vísu aðra hlið
þegar ég stóð fyrst á tröppunum í
Auðarstrætinu, óharðnað ungmenn-
ið, reiðubúinn að taka við yngstu
dóttur hans og börnum hennar þrem-
ur. Ég gleymi aldrei tortryggnu
augnaráðinu. „Hvað er þér á hönd-
um, lagsi?“ las ég úr því. Ég botnaði
ekkert í þessu á þeim tíma. Fannst
þetta sjálfsagðasta mál í heimi enda
þótt veraldlegur auður minn væri af
skornum skammti og framtíðin óráð-
in. Auðvitað skil ég þetta betur núna,
þrettán árum síðar. Svona eru feður.
Þeim ber að vernda dætur sínar.
Það varð mér líka til happs að
Ragnar fór aldrei í manngreinarálit.
Það gilti einu hvernig ég leit út og
hvað ég átti. Allt sem skipti máli var
hvort mér væri alvara. Og mér var al-
vara. Fúlasta alvara.
Það skynjaði Ragnar fljótt og allar
götur síðan fann ég aldrei annað en
stuðning úr þeirri áttinni. Hann
treysti mér. Það var og verður mér
ómetanlegt veganesti.
Snemma kom líka á daginn að við
áttum prýðilega skap saman. Þó
Ragnar væri hægur maður og prúður
var hann líka lífsgleðin uppmáluð,
lúmskur húmoristi og sagnaþulur
góður, þegar sá gállinn var á honum.
Og ástríðufyllri safnari er vandfund-
inn. Að sjá hann sýna og meðhöndla
gersemar sínar, bækurnar, var ein-
stök upplifun.
Lífið hefur sinn gang. Og dauðinn
bíður okkar allra. Það er eigi að síður
staðreynd að líf þeirra fjölmörgu sem
sr. Ragnar Fjalar snart með einum
eða öðrum hætti um dagana verður
fátæklegra að honum gengnum. En í
minningunni býr ljósið.
Orri Páll Ormarsson.
Okkur Kristínu tekur sárt að geta
ekki fylgt vini okkar og samstarfs-
manni, séra Ragnari Fjalari Lárus-
syni. Við hugsum til hans og ástvina
hans úr fjarlægð og sendum hug-
heilar kveðjur að útför hans í Hall-
grímskirkju í dag. Þar leiddi hann
helgar tíðir safnaðar síns um næstum
þrjátíu ára skeið, fræddi, boðaði, bar
fram hin helgu náðarmeðöl, lýsti
blessun Drottins yfir söfnuðinn og
beindi sjónum til hinnar tilkomandi
gleði. Nú er hann genginn inn í helgi-
dóminn á himnum, sem musterið á
jörðu er aðeins skuggi af. Lofaður sé
Guð fyrir góðan dreng, hollan vin og
trúan þjón.
Aldrei bar skugga á samstarf okk-
ar. Mér var hann uppörvandi og
hvetjandi sem faðir, þegar ég kom til
starfa með honum, ungur og óreynd-
ur. Hann var ljúfmenni og prúð-
menni, hógvær og hjartahlýr, öðling-
ur. Ekkert mátti hann aumt sjá og
sparaði ekki sporin við að hjálpa og
liðsinna þeim sem bágt áttu. Hann
var einkar hlýr, næmur og skilnings-
ríkur sálusorgari, og samviskusamur
og skyldurækinn embættismaður.
Bænamaður var hann, og boðunin og
þjónustan var honum hjartans mál.
Hann var gæddur góðri kímnigáfu
og frásagnarlist, einkar snjall sögu-
maður. Gaman var að sitja á spjalli og
ræða um heima og geima. Hann var
RAGNAR FJALAR
LÁRUSSON