Morgunblaðið - 05.07.2005, Síða 29

Morgunblaðið - 05.07.2005, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 29 MINNINGAR værir allt of löt til þess að drepast og að þú kæmist ekki til himnaríkis. En ef það er einhver sem kemst í þetta svokallaða himnaríki þá ert það þú. Takk fyrir allt saman. Stefán Guðmundsson. Það eru mikil viðbrigði að Ásta tengdamamma skuli vera horfin af sjónarsviðinu, jafn skyndilega og raun varð á. Flesta daga hringdi hún til að fylgjast með, spyrja um veðrið, sprettuna eða hvort kýrnar væru að bera. Það var alltaf gaman að fá hana í heimsókn, hún lífgaði í kringum sig og gaman var að hlusta á frásagnir henn- ar og fólk safnaðist gjarnan að henni til þess að taka þátt í samræðunni eða til að hlusta. Hún hafði frá ýmsu að segja t.d. ýmsum atvikum frá æsku- árum sínum á Reyni, huldufólkssög- um þaðan, af samferðafólki og frá ýmsu sem hana hafði hent á lífsleið- inni. Ásta var lág og þétt að vexti með dökkt hár. Hún var jafnan smekklega klædd og hugsaði vel um útlit sitt. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mál- um en var þó alltaf tilbúin að ræða mál og hlusta á annarra skoðanir. Ásta bjó lengi á Akranesi, fyrst með eiginmanni sínum Jóni E. Guð- mundssyni, þar til þau slitu samvist- um og síðan með Sigurjóni Þorsteins- syni. Þau Sigurjón bjuggu svo um tíma í Reykjavík, en að honum látnum flutti hún á Akranes og hafði síðast íbúð í húsi Guðmundar Páls, sonar síns. Ásta var alltaf sjálfstæð og sá mikið um sig sjálf og hélt eigið heimili til síð- ustu stundar. Var dugleg að bjarga sér í ellinni, ferðaðist í rútum og ef hún þurfti að reka erindi í Reykjavík þá kunni hún á strætisvagnana og ferðaðist með þeim eða fótgangandi ef með þurfti. Það var alltaf líf í kring- um hana og hún var sístarfandi, svo að segja til hinsta dags. Að leiðarlokum er manni efst í huga þakklæti fyrir hlýhug og örlæti. Blessuð sé minning Ástu Laufeyjar Haraldsdóttur, Guðmundur Stefánsson. Ég kynntist Ástu árið 1990 í Reykjavík en þá hóf ég sambúð með Ástþóri dóttursyni hennar. Ástþór hafði þá búið hjá ömmu sinni í tvö ár. Mér leist strax mjög vel á Ástu sem kom mér fyrir sjónir sem fjörug, góð og sjálfbjarga kona með húmorinn í lagi. Okkur varð vel til vina frá byrjun og ég fann alltaf væntumþykju í minn garð hjá henni. Ég sá líka alltaf mig, mömmu og ömmu mína dálítið í Ástu því hún var að svo mörgu leyti lík móðurfólki mínu. Þar sem Ástþór hafði búið hjá ömmu sinni í tvö ár hafði hún kynnst nokkrum af vinum hans . Mér fannst gaman að upplifa hvað Ásta var vin- sæl hjá vinum Ástþórs og þeir höfðu stundum á orði: „Er amma þín alltaf jafn hress?“ Og báðu fyrir kveðju til hennar; „bið að heilsa ömmu þinni“. Ásta hugsaði alltaf vel um útlit sitt, var ávallt vel til höfð og lét lita reglu- lega á sér hárið, þangað til hún varð áttræð, en hún var staðfastlega búin að ákveða að hætta að lita á sér hárið 80 ára gömul. Ásta gaf okkur Ástþóri marga fal- lega hluti í búið og virtist hver hlutur vera valinn af kostgæfni og alúð. Mér fannst alltaf gaman að koma í heimsókn til Ástu, bæði á Kleppsveg- inn í Reykjavík sem og á Akranes. Hún tók ávallt vel á móti manni og var virkilega þakklát fyrir innlitið. Árið 2004 ættleiddum við hjónin dóttur frá Kína sem við sóttum í lok febrúar. Ásta var svo spennt yfir ætt- leiðingarferlinu og ferðalaginu til Kína að hún hringdi einu sinni til tvisvar á dag í mömmu Ástþórs til þess að spyrja frétta. Að eignast barn með þessum hætti var alveg nýtt fyrir Ástu og henni þótti gaman að fylgjast með. Síðustu árin var heilsan farin að gefa sig hjá Ástu. Sjónin var orðin döpur en þrátt fyrir það reyndi hún eftir fremsta megni að bjarga sér sjálf og halda reisn sinni. Ásta var kona sem gladdi aðra með nærveru sinni og fyrir það er ég henni þakklát. Hennar verður sárt saknað. Sigrún Þorbergsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Ástu Laufeyju Haraldsdóttur bíða birt- ingar. Höfundar eru: Jensína Ragna Ingimarsdóttir, Guðrún Björg Ingimarsdóttir og fjöl- skyldur, Haraldur Benediktsson. ✝ Ágúst KolbeinnEyjólfsson fædd- ist í Reykjavík 29. maí 1951. Hann andaðist á heimili sínu í Berge í Þýskalandi 9. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Hulda Snæ- björnsdóttir, f. 19. maí 1923, og Eyjólfur Kolbeinsson, f. 5. des- ember 1911, d. 22. janúar 1976. Eyjólfur átti eina systur, Ragn- heiði, f. 18. janúar 1954. Ágúst gekk í Landakotsskóla og síðar í Verzlunarskóla Íslands og fór því næst til náms í guðfræði við prestaskólann í Lamberts- hofen, nálægt Bonn í Þýskalandi. Hann var vígður til prests í dómkirkju Krists konungs í Landakoti 22. júlí 1979. Næstu árin gegndi hann prests- þjónustu við Krists- kirkju, á Akureyri og í Breiðholti en árið 1993 fór hann til starfa í biskupsdæm- inu Osnabrück í Þýskalandi. Síðustu árin var hann sókn- arprestur í Sankt- Servatius prestakall- inu í Berge og Herz-Jesu presta- kallinu í Berge-Grafeld. Útför Ágústs verður gerð frá Kristskirkju í Landakoti í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Ágúst K. Eyjólfsson var bekkjar- bróðir minn og sessunautur í barna- skóla og góður félagi í mörg ár. Nú er hann fallinn í valinn eins og hendi væri veifað, maður á miðjum aldri. Stundum er eins og tilviljunin ein ráði hvar sláttumaðurinn ber niður hverju sinni. Ágúst var einstaklega hrekklaus drengur, viðkvæmur og heldur óframfærinn á sínum yngri árum. En hann hafði ótvíræða hæfileika og þeg- ar þeir fengu að njóta sín var hann í essinu sínu. Eitt sinn sem oftar bauð Ágúst til afmælisveislu heima hjá sér á skólaárum sínum í Landakoti. Ég gleymi því ekki hvað við krakkarnir urðum undrandi þegar hann í miðjum glaumnum tók fram harmóníku og fór að leika helstu dægurlög af mikilli kunnáttu – eða það fannst okkur hin- um að minnsta kosti. Hvernig hafði hann Gústi lært að spila á hljóðfærið? „Það kom bara af sjálfu sér,“ var svarið. Eftir þetta lék hann oft á skólaskemmtunum, ýmist á harmon- iku eða rafmagnsorgel með leikræn- um tilþrifum og ýmiss konar uppá- tækjum í bland. Gústi var einnig næmur á tungu- mál, talaði ensku og dönsku og var orðinn reiprennandi í þýsku löngu áð- ur en við félagar hans gátum stafað okkur fram úr því máli. Um árabil var Ágúst formaður Félags kaþólskra unglinga, í senn hugkvæmur og skap- andi leiðtogi. Þá var ekki deyfð yfir þeim félagsskap enda átti hann sér sterkan bakhjarl sem var Jósefssyst- ur eins lengi og þeirra naut við. Ágúst átti sér snemma þann draum að verða kaþólskur prestur. Þar hefur uppeldi hans og náið samneyti við presta og systur í Landakoti haft sín áhrif. Leiðin að settu marki var ekki alltaf greið en hann var trúr köllun sinni og svo fór um síðir að hann fann perluna dýrmætu. Það var ánægju- legt að sjá hvað séra Ágúst blómstr- aði í hlutverki sínu sem prestur og sálusorgari, ekki síst eftir að hann var orðinn sóknarprestur í Þýskalandi og ekki lengur undir vökulum augum ná- inna vina og vandamanna hér heima. Séra Ágúst starfaði mörg ár á er- lendri grund en var hér árviss og kærkominn sumargestur og fylgdi honum þá ævinlega hópur þýskra ferðamanna á eftirlaunaaldri. Honum nægði ekki að þjóna þessu fólki á sinn geistlega hátt heldur vildi hann sýna því landið sitt, sögueyjuna frægu í norðri, og ekki sakaði að vita til þess að drjúgur gjaldeyrir varð þá eftir í landinu. Þannig var hann, maður at- hafna en ekki kyrrstöðu og hratt hug- myndum í framkvæmd. Enda þótt haf skildi lönd fylgdist hann vel með því sem gerðist hér heima og brást ekki vini á raunastund. Ég er viss um að margir gætu tekið undir þau orð. Best gæti ég trúað að flestum þeim sem kynntust honum Gústa – séra Ágústi – hafi þótt beinlínis vænt um hann. Það er sárt að sjá á bak svo mætum manni. Gunnar F. Guðmundsson. ÁGÚST K. EYJÓLFSSON lega eftir að skipafélagið Hafskip hf. var stofnað 1959 þar sem hann gegndi starfi skrifstofustjóra. Þegar ég lít til baka finnst mér það ákveðin forrétt- indi að hafa kynnst þessum hjarta- hlýja öðlingi, sem ætíð lét eitthvað gott af sér leiða og hugsaði fremur um velferð annarra en sjálfs sín. Eigin- girni var ekki til í huga hans. Að sjálf- sögðu stóð fjölskyldan honum næst og var það jafnan hans heitasta ósk að börnum sem barnabörnum farnaðist sem best í lífinu. Þau felldu ung hugi saman, Erna Sveinsbjörnsdóttir og Halldór, og giftu sig ung að árum. Erna er greind, glæsileg kona, hörkudugleg og stóð við hlið manns síns í blíðu og stríðu, svo aldrei var brugðið út af hjú- skaparheitinu, svo ekki sé meira sagt. Hún bjó manni sínum og fjölskyldu gott og fallegt heimili. Þegar undirrit- aður kynntist þeim bjuggu þau í Safa- mýri 11, en síðar, eða 1971, keyptu þau einbýlishús í Haðalandi 4, þar sem þau hafa búið síðan. Árið 1968 fórum við hjónin með Halldóri og Ernu til Mallorca. Þetta var á þeim árum, sem sólarlandaferð- ir Íslendinga voru að hefjast, en áður hafði það talist til forréttinda að fljúga til útlanda. Við leigðum okkur bíla- leigubíl, Seat 600, til þess að hafa tækifæri til að skoða þessa fallegu eyju, eða fara til höfuðborgarinnar, Palma, þegar okkur hentaði. Það var hreint ótrúlegt hvað við komumst yf- ir, sólbað fyrri hluta dags og ferðalög eftir hádegi. Halldór var með hæstu mönnum og ótrúlegt að hann skyldi komast fyrir í þessum minnsta bíl sem framleiddur var. Halldór var mjög spaugsamur og kom okkur títt til að hlæja, svo skemmtilegur var hann og mikill gleðigjafi. Við fórum árum saman með þeim hjónum til Mallorca og eru þessi ár einhver þau ljúfustu í endurminningum okkar hjóna. Þá spiluðum við ásamt fleiri vinum badminton tvisvar í viku, lík- lega í yfir 20 ár. Þau Halldór og Erna ráku saman heildverslunina Borgarhellu hf. af miklum myndugleika í harðnandi samkeppni, þar sem enginn er annars bróðir í leik. Þau héldu vel sinni við- skiptahlutdeild í þeim vöruflokkum sem þau versluðu með og hefur þjón- ustulund og ljúfmennska átt drjúgan þátt í velgengni fyrirtækisins. Við Halldór gengum í Oddfellow- regluna á haustdögum 1969 og eign- uðumst í þeim göfuga félagsskap fjöl- marga góða vini. Starf og markmið Reglunnar, að láta gott af sér leiða og hjálpa bágstöddum, féllu vel að sjónarmiðum þessa góða drengs, enda vann hann ötullega að hugsjóna- og líknarstarfi Oddfellow-reglunnar. Það er bjargföst trú mín að vel hafi verið tekið á móti Halldóri Sturlu Friðrikssyni, þegar hann gekk í gegn um „Gullna Hliðið“ á leið sinni til heimkynna himnaföðurins. Reynir Jónasson.  Fleiri minningargreinar um Hall- dór Sturlu Friðriksson bíða birt- ingar. Höfundar eru: Þorgeirs- bræður, „Svarthöfðar“ félagar í Árbæjarlaug. Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista Kæru ættingjar, vinir og samferðafólk. Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐLAUGAR HÖLLU JÓNSDÓTTUR, áður til heimilis að Skeljatanga 27, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til lækna og alls starfsfólks á dvalarheimilinu Lundi, á Hellu. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Erling Einarsson, Elín Björk Einarsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, JÓRUNNAR AXELSDÓTTUR, Tunguseli 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar Karitas og líknardeildar Landspítalans í Kópa- vogi. Jóhanna Gréta Guðmundsdóttir, Atli Sverrisson, Karen Guðmundsdóttir, Auðunn Örn Jónsson, Hafdís Guðmundsdóttir, Þorsteinn Kjartansson, Bryndís Halla Guðmundsdóttir, Óðinn Guðbrandsson, Guðlaugur Guðmundsson, Anna Þórdís Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærar móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR J. MÖLLER, Dalbraut 14, Reykjavík. Jón S. Möller, Helga Hauksdóttir, Valfríður Möller, Jón Karl Ólafsson, og barnabörn. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.