Morgunblaðið - 05.07.2005, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Raðauglýsingar 569 1100
Atvinnuauglýsingar
Öldutúnsskóli,
Hafnarfirði
Sími 555 1546. Heimasíða: www.oldutunsskoli.is
VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR!
Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um
Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitar-
félagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500
eða skoðaðu heimasíðuna www.hafnarfjordur.is
Kennarar og skólaliðar óskast til
liðs við okkur í Öldutúnsskóla.
Í skólanum eru 640 áhugasamir og góðir nemendur
í 1. - 10. bekk og frábært starfsfólk.
Síðastliðið haust hófum við vinnu við þróunarverkefni
Dans Olweusar gegn einelti og andfélagslegri hegðun.
Við leggjum mikla áherslu á foreldrasamstarf og við
skólann starfar öflugt og áhugasamt foreldrafélag og
foreldraráð sem styður við skólastarfið með ráðum og
dáð. Við höfum í hyggju að vinna að auknum
margbreytileika í kennsluháttum og símenntunaráætlun
skólans miðar meðal annars að því.
Við leitum að kennurum sem eru áhugasamir um þróun
kennsluhátta, vilja vinna náið með öðrum kennurum og
viðhafa sveigjanlega hópaskiptingu nemenda.
Okkur vantar starfsfólk til eftirtaldra starfa:
• Umsjónarkennara á yngsta og miðstigi skólans.
• Sérkennara eða kennara sem hefur reynslu af
stuðningskennslu.
• Kennara eða þroskaþjálfa við sérdeild fyrir unglinga
í 100% starf.
• Skólaliða í 50% og 100% starf.
• Matráð í starfsmannaeldhús í 70 - 100% starf.
Upplýsingar um störfin veita Erla Guðjónsdóttir
skólastjóri í síma 664 5896 og María Pálmadóttir,
aðstoðarskólastjóri í síma 860 7472.
Umsóknarfrestur er til 15. júlí næstkomandi.
Umsóknir með upplýsingum um menntun, fyrri störf og
meðmælendur óskast sendar í Öldutúnsskóla v/Öldutún,
220 Hafnarfirði.
Vélstjórar
Erum að leita að vélstjóra á Ljósafell SU 70,
þarf að hafa VF réttindi. Bæði kemur til greina
yfir- eða 1. vélstjóri. Þarf að geta hafið störf
sem fyrst. Ljósafell er ísfisktogari sem landar
alltaf einu sinni í viku. Austurbyggð er vaxandi
byggðarlag sem er mjög fjöldskylduvænt.
Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við
Eirík í síma 470 5000 eða 893 3009 og einnig
er hægt að senda tölvupóst á eirikur@lvf.is .
Loðnuvinnslan hf.
Vegna aukinna umsvifa óskar Vatnsvirk-
inn eftir starfsfólki í eftirtalin störf.
Lagermönnum:
Tiltekt pantana, pökkun vara og almenn lager-
vinna. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera
skipulagður, stundvís og sýna frumkvæði.
Þekking á sviði pípulagna er kostur en þó ekki
skilyrði.
Sölumönnum:
Sala á pípulagnaefni til viðskiptavina, sem
aðallega eru pípulagningamenn og bygginga-
verktakar.
Hæfniskröfur: Reynsla af sölumennsku er skil-
yrði, þjónustulipurð og skipulögð vinnubrögð.
Þekking á sviði pípulagna er mikill kostur en
þó ekki skilyrði.
Verslunarstjóra:
Í verslun okkar að Ármúla 21 í Reykjavík vantar
verslunarstjóra. Hæfniskröfur: Viðkomandi
þarf að vera mjög skipulagður í vinnubrögðum,
þjónustulundaður, snyrtilegur og sýna frum-
kvæði.
Þekking á sviði hreinlætistækja er mikill kostur
en þó ekki skilyrði.
Vinsamlegast sendið upplýsingar um aldur
og fyrri störf á netfangið hjalti@ttv.is
Umsóknarfrestur rennur út miðvikudag-
inn 6. júlí.
Löggiltur
fasteignasali
Löggiltur fasteignasali með reynslu óskast í
ca 50% starf á trausta fasteignasölu í Reykja-
vík. Verksvið er umsjón sölumála, kaupsamn-
inga, afsalsgerð og tilheyrandi uppgjör.
Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl.
eða á box@mbl.is, merktar: „L — 17355.“
Bókari
Vanur bókari óskast í 50% starf til þess að
annast bókhald fyrir lítil fyrirtæki.
Staðgóð bókhaldsþekking, kunnátta í bók-
haldsuppsetningu og reynsla af Tok-bók-
haldskerfi er skilyrði. Viðkomandi verður að
geta unnið bókhald að fullu í hendur lögg.
endurskoðanda.
Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl.
eða á box@mbl.is, merktar: „B — 17354.“
Bifreiðasmiður
óskast
Viljum ráða bifreiðasmið.
Bílverk BÁ, Selfossi
sími 482 2224.
Tilkynningar
Uppboð
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi fasteignum verður háð á
þeim sjálfum sem hér segir:
Bjarnarnes, Kaldrananeshreppi. Þingl. eig. Björn Guðjónsson, eftir
kröfu Tollstjórans í Reykjavík, fimmtudaginn 7. júlí 2005, kl. 13:00.
Bakkagerði, Kaldrananeshreppi. Þingl. eig. Björn Guðjónsson, eftir
kröfu Innheimtustofnunar sveitarfélaga, Tollstjórans í Reykjavík
og Íslandsbanka hf., fimmtudaginn 7. júlí 2005, kl. 13:30.
Bær, Kaldrananeshreppi. Þingl. eig. Björn Guðjónsson, eftir kröfu
Tollstjórans í Reykjavík, fimmtudaginn 7. júlí 2005, kl. 14:00.
Sýslumaðurinn á Hólmavík,
1. júlí 2005.
Áslaug Þórarinsdóttir sýslumaður.