Morgunblaðið - 05.07.2005, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 35
MENNING
„KYRRSTAÐA“ kórverka á fyrri
tónleikum laugardagsins helgaðist
einkum af takmörkunum kirkju-
tóntegunda, þar sem hljómaferlið
virðist nútímahlustum mikið til
hnita kringum sama stað – ólíkt því
sem gerist eftir miðbarokkskeiðið
þegar höfundar fara fyrir alvöru að
„ferðast“ markvisst milli dúr/moll
tónmiðja á vængjum tempraðrar
hljómborðsstillingar.
Svipuð takmörkun háði sömuleið-
is verkefnavali brezka blokk-
flautukvintettsins Fontanellu
(„Litla gosbrunnsins“) kl. 17, en þó
aðeins að hluta, enda verk eldri
hlutans ívið yngri; ýmist hljóð-
færagerð kórverk eða dansar.
Verra var þó frá heyrnarhóli hlust-
enda hvað áhöfnin var fyrir fram
blæbrigðaskert sakir litafæðar (t.d.
sléttur tónn út í gegn, varla án
votts af titri) og afar lítils styrk-
munar. Af þeim sökum á blokk-
flautusamspil, einkum í forntónlist,
því miður til að gerast langdregið.
Sem betur fór voru þó á milli
endurreisnarverkanna tvö nútíma-
stykki, The Leaves Be Green
(2003) eftir Tim Coker (f. 1970)
unnið upp úr samnefndum radd-
söng Byrds, og sjöþætt verk Peters
McGarrs, Urban Love songs
(2004). Björguðu þau miklu – sér-
staklega verk McGarrs er notfærði
sér konkret tóndisk með ýmsum
manna- og vélarhljóðum til að
framkalla oft skáldlega hljóðsýn af
angurværri þáþrá eða nostalgíu
með stundum jafnvel draugalegum
undirtónum.
Ekki ber svo að skilja að illa hafi
verið leikið. Öðru nær. Brezku kon-
urnar sýndu einmitt frábæra sam-
stillingu, og blésu af mikilli innlifun
við eftirtektarvert góðan styrkbal-
ans. Enn fremur losnuðu áheyr-
endur blessunarlega við að heyra
hin bröttu styrkhnig, er sumum
velmeinandi blokkflautuspilendum
þykir tilheyra tilfinningatjáningu
forntónlistar en laða um leið fram
sjóveikivaldandi tónsig. Enda er
þar vísast fólginn Akkilesarhæll
hljóðfærisins: ofurveikt = ofur-
falskt!
Draugaleg angurværð
TÓNLIST
Skálholtskirkja
Endurreisnar- og nútímaverk eftir m.a.
Byrd, Coker, Picforth, Simpson, Dow-
land, McGarr og Holborne. Blokkflautu-
kvintettinn Fontanella (Rebecca Austen-
Brown, Louise Bradbury, Katriina Boos-
ey, Sarah Humphrys og Annabel Knight).
Laugardaginn 2. júlí kl. 17.
KAMMERTÓNLEIKAR
Morgunblaðið/ÞÖK
Blokkflautuhópurinn Fontanella á tónleikum í Skálholtskirkju.
Ríkarður Ö. Pálsson
MÓÐIR allra íslenzkra sumar-
tónlistarhátíða hóf 31. starfssumar
sitt í Skálholti á laugardaginn var,
undir nýrri listrænni forystu Sig-
urðar Halldórssonar eftir 30 ára far-
sæla forsjá frumkvöðulsins Helgu
Ingólfsdóttur. Það tímabil telst nú-
orðið ein kynslóð. En þó að kyn-
slóðaskipti hafi orðið í tvennum
skilningi er ekki þar með sagt að
þau þurfi að leiða til byltingar í
hljómleikahaldi. Hvorttveggja er, að
grunnformúla Sumartónleikanna í
verkefnavali – forntónlist og nú-
tímatónlist – hefur gefizt afskaplega
vel og markað röðinni sérstöðu, og
sjálfur hefur Sigurður þegar langa
persónulega reynslu af hljómflutn-
ingi eystra þótt enn sé ungur að ár-
um. Enda er ekki að sjá í fljótu
bragði að stjórnandaskiptin hafi að
svo komnu valdið neinum stórkost-
legum sviptingum.
Helztu nýjungar virtust lúta að
staðbundnum þörfum tónleikagesta.
„Tónlistarsmiðja unga fólksins“
veitir yngri börnum skapandi við-
urværi við þeirra hæfi (og tónleika-
gestum kannski aukið næði!), og
tónleikunum á virkum dögum (20.7.,
29.7., 1.8. & 3.8.) ku ekki sízt ætlað
að höfða til nábýlla sumarhúsadvelj-
enda. Hvernig þau nýmæli þykja
takast á eftir að koma í ljós, en hug-
myndirnar lofa alltjent góðu. A.m.k.
var ekki annað að heyra í kaffiterí-
unni eftir erindi dagsins kl. 14 en að
ungviðið hefði ærinn starfa í næsta
herbergi.
Hinar þriggja kortéra löngu
kynningar viðkomandi hljómlist-
arforkólfa á undan fyrri tónleikum
dagsins eru meðal þeirra föstu liða
Sumartónleikanna sem bezt hafa
gefizt, enda jafnan vel sóttar. Þar
má ósjaldan verða sér úti um hnit-
miðað „infotainment“ um tónlist
handan við þekktustu viðfangsefni
konsertalandslagsins að fornu og
nýju. Af því fyrirmyndartagi var
skýrt afmarkað erindi Árna Heimis
Ingólfssonar um fyrri tónleika-
dagskrá dagsins með hinum ný-
stofnaða kammerkór Carmina.
Seint verður ofmetið gildi slíks sam-
spils viðeigandi upplýsinga og lif-
andi hljómflutnings fyrir almenna
hlustendur, allra sízt þegar sótt er
fanga aftan úr grárri forneskju. Ég
tala nú ekki um þegar fræðimenn
luma á sjóðheitri nýrri vitneskju um
tónaveröld sem flestum er framandi.
Það er að sama skapi ómetanlegt
fyrir íslenzka forntónlistarflytj-
endur að geta notið sérþekkingar
erlendra hæfileikamanna, eins og
starfsfyrirkomulagið í Skálholti býð-
ur upp á. Það kom enda glöggt fram
af flutningi Carminu á tónleikunum
kl. 15 að raddþjálfari hins 14 manna
kórs (þegar mest er), Ghislaine
Morgan, kunni vel til verka. Ekki
sízt hvað varðar raddbeitingar-
kennslu, ef marka má hvað öllum
söngvurum, m.a.s. þeim óperuskól-
uðustu, tókst að ná tært sam-
hæfðum heildarhljómi í hæfilega
sléttum en samt safaríkum söng.
Því miður hafa pólýfónísk eða
„fjölrödduð“ [vonlaus þýðing, sem á
alveg eins við hómófónískan rithátt]
kórverk endurreisnartímans iðulega
sætt túlkunaröfgum ýmist bel(jandi)
canto-stíls eða – einkum í seinni tíð
– pervisinna læðupokatiktúra, og
ugglaust fengið á sig óverðskuldað
óorð hjá mörgum fyrir vikin. Hér
var aftur á móti farinn farsæll og
sannfærandi meðalvegur. Í bráð-
fallegum og oftast aðdáunarvert vel
samvægum flutningi Carmina-
félaganna fannst mér ég oft beinlín-
is staddur sunnar í álfu á sjálfri
tilurðarstundu þessara dýrlegu
verka.
Sameiginlegur textagrundvöllur
verkanna var Ljóðaljóð Salómós
(yfirfærð á Maríu mey), og skiptust
frá einrödduðum gregorssöng og
þríröddun yfir í fjór-, fimm- og sjö-
röddun (síðastt. í Ego flos campi
Clemensar non Papa). Sveigjanleg
stjórn Árna Heimis tryggði og
furðumikla fjölbreytni, þó að styrk-
brigðaramminn hefði á stundum
mátt vera enn víðari en heyrt varð.
Engu að síður gátu flytjendur eftir á
óhikað státað af músíkölskum stór-
sigri, því óhemjulangt er síðan jafn-
gömul (og í nútímaeyrum kannski
svolítið kyrrstæð) kórverk hafa náð
að lifna jafnfallega við í hérlendri
túlkun. Ef þá nokkru sinni.
Fimm stjörnu fornsöngur
TÓNLIST
Skálholtskirkja
Endurreisnarverk eftir Clemens non Papa,
Palestrina, Dunstable, Forest, Victoria og
de Silva. Kammerkórinn Carmina (Elfa
Margrét Ingvadóttir, Hallveig Rúnars-
dóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Kristín
Erna Blöndal (S); Edward Breen, Guðrún
Edda Gunnarsdóttir (A); Andrew Mc-
Anerney, Gísli Magnússon, Skarphéðinn
Þór Hjartarson, Örn Arnarson (T); Bene-
dikt Ingólfsson, Hafsteinn Þórólfsson,
Hreiðar Ingi Þorsteinsson, Þorvaldur Þor-
valdsson (B). Stjórnandi: Árni Heimir Ing-
ólfsson. Raddþjálfari: Ghislaine Morgan.
Laugardaginn 2. júlí kl. 15.
KÓRTÓNLEIKAR
Morgunblaðið/RAX
Carmina í Skálholti. Stjórnandi hópsins er Árni Heimir Ingólfsson.
Ríkarður Örn Pálsson
RÍKARÐUR Örn Pálsson gagnrýn-
andi er óspar á lofið um söng kamm-
erhópsins Carminu í Skálholti um
helgina. Í niðurlagi dóms síns segir
hann: „... gátu flytjendur eftir á óhik-
að státað af músíkölskum stórsigri,
því óhemjulangt er síðan jafngömul
[...] kórverk hafa náð að lifna jafn-
fallega við í hérlendri túlkun. Ef þá
nokkru sinni.“
Carmina er aðeins liðlega ársgam-
all kór, sem stofnaður var af stjórn-
andanum Árna Heimi Ingólfssyni
tónlistarfræðingi, en fyrstu tónleikar
kórsins voru fyrir ári í Skálholti, þar
sem flutt voru verk eftir Josquin des
Préz. Nú um helgina söng kórinn
endurreisnarverk við texta úr Ljóða-
ljóðum Salómons. Árni Heimir segir
að tónleikarnir í Skálholti hafi tekist
ótrúlega vel. „Mér finnst gaman að
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
sjá hvað söngvararnir
hafa þjálfast í því að
nálgast þessa tónlist
frá því fyrir ári. Tón-
málið er þeim orðið
tamara – því þetta er
bara eins og hvert
annað tungumál sem
þarf að læra. Við vor-
um svo heppin að geta
verið með raddþjálf-
ara frá Englandi allan
tímann sem við æfð-
um, og hún vann ótrú-
lega mikla og góða
vinnu.“ Árni Heimir
segir að raddþjálf-
arinn, Ghislaine
Morgan, hafi tekið
hvern og einn kór-
félaga í söngtíma, hitað kórinn upp á
morgnana og fylgst með öllum æfing-
um. „Það skipti algjörlega sköpum
fyrir okkur að fá svona sérfræðing í
þessum söng. Þessi
tónlist krefst í fyrsta
lagi ákveðinnar radd-
beitingar, – hálsinn og
raddböndin þurfa að
vera mjög frjáls og af-
slöppuð, en um leið
þarf hún góðan þind-
arstuðning og öndun,
því hendingarnar í tón-
listinni eru svo langar.
Ghislaine Morgan er
einmitt sérfræðingur í
þessu og hefur sungið
með nánast öllum
bestu endurreisnar-
kórum Bretlands, en
hefur æ meira verið að
sinna kennslu. Svo er
hún frábær kennari og
hefur gríðarlega þekkingu á þessu
sviði.“
Árni Heimir segir endurreisnar-
tónlistina leggjast mjög vel í tónleika-
gesti. „Það komu margir til okkar eft-
ir tónleikana í Skálholti og sögðu að
þeim hefði fundist þeir komast í ein-
hvers lags nálgun við himnaríki, sem
þeir hefðu ekki upplifað oft. Þessi
tónlist skapar hughrif sem eru mjög
upphafin. Við lítum á þetta allt eins
sem helgistund og tónleika, því verk-
in eru öll trúarleg. Það er ekki gott að
segja hvað það er í tónlistinni sem
skapar þessi hughrif, en sennilega
eru það kyrrðin og yfirvegunin og svo
tærleikinn.“
Þeim sem misstu af tónleikunum í
Skálholti gefst kostur á að heyra í
Carminu í Kristskirkju í kvöld kl.
20.30, þar sem dagskráin frá Skál-
holtstónleikunum verður endurtekin.
Aðgangur er ókeypis, og kveðst Árni
Heimir með því vilja þakka þann
stuðning sem Reykjavíkurborg hefur
sýnt hópnum. „Við viljum leyfa
borgarbúum að njóta þessara himn-
esku tóna.“
Aðrir tónleikar í Kristskirkju í kvöld
Árni Heimir Ingólfsson
tónlistarfræðingur og
kórstjóri.