Morgunblaðið - 08.07.2005, Page 15

Morgunblaðið - 08.07.2005, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÍSLENSKI hlutabréfamarkaðurinn lækkaði í gær í kjölfar hryðjuverka- árásanna í Bretlandi. Úrvalsvísitalan lækkaði mest um 2% innan dags en endaði daginn í 4.154 stigum sem er 0,8% lækkun en veltan nam tæp- um 2,9 milljörðum króna, þar af voru viðskipti með bréf Bakkavarar Group fyrir 595 milljónir. Flest félög í úrvals- vísitölunni lækkuðu mikið en lækk- anirnar gengu svo að hluta til baka. Úrvalsvísitala lækkar ● BRESKA lággjaldafélagið easyJet flutti 2,59 milljónir farþega í júní og fjölgaði þeim um 15,4% miðað við sama mánuð í fyrra. Félagið hefur enn fjölgað áfangastöðum og styrkt stöðu sína í Sviss þaðan sem félagið flýgur bæði frá Basel og Genf. Fram kemur í tilkynningu til Kaup- hallarinnar í London að sætanýting hafi aftur á móti dregist saman um 0,4% miðað við júní í fyrra og var 85,6%. FL Group á 11,5% hlut í easyJet Gengi bréfa félagsins lækkaði um 3,78% í kauphöllinni í Lundúnum í gær og er skráð 254,25 pens. Farþegum easyJet fjölgar ● FYRIRTÆKJASAMSTEYPAN A.P. Møller-Mærsk neyðist til að leggja að jafnvirði 3,5 milljarða íslenskra króna til fyrirtækisins Maersk Air, sem íslenska eignarhaldsfélagið Fons keypti nýlega, til að bæta eig- infjárstöðuna. Er sagt frá þessu í danska blaðinu Børsen. A.P. Møller-Mærsk seldi Fons rekstur Maersk Air en heldur flug- vélum félagsins eftir og leigir þær til nýrra eigenda flugfélagsins. Segir blaðið að nýir íslenskir eig- endur eigi möguleika á að búa til stærsta lággjaldaflugfélag Norð- urlanda nánast án þess að leggja til neitt fjármagn. Pálmi Haraldsson, annar aðaleig- enda Fons, sem á m.a. Sterling og Iceland Express, sagði í samtali við Morgunblaðið kaupendur Maersk ekki mundu tjá sig um kaupverðið. Samkvæmt frétt Børsen kostaði rekstur Maersk fyrri eigendur um 35 milljarða íslenskra króna frá árinu 2000. Greiða með Maersk ● EKKI er ástæða til að óttast kreppu á breskum smásölumarkaði þrátt fyrir að breskir smásalar eigi í höggi við erfiðari markaðsaðstæður nú en verið hefur á undanförnum misserum. En þegar borin er saman sala á sömu fermetrum og nýtt versl- unarhúsnæði undanskilið minnkaði smásala í Bretlandi um 4% í apríl og 2,5% í maí. Þetta kemur fram í pistli Gunnars Sigurðssonar, sem stýrir fé- lagi um fjárfestingar Baugs í Bret- landi, í fréttabréfi Baugs Group. „Við teljum þó ekki ástæðu til að óttast kreppu þar sem heildarvelta á smásölumarkaði hefur aukist sam- fara aukningu á verslunarrými. Mönnum hefur gengið misvel að fóta sig í þessu umhverfi. Sum fyrirtæki hafa náð prýðilegum árangri, en aðrir uppskorið minna,“ segir Gunnar og nefnir dæmi um öran vöxt Tesco samhliða lakari árangri Asda. Hann segir hið sama gilda um félög Baugs. „Sumum hefur gengið gríðarlega vel, meðan önnur hafa átt undir högg að sækja. Í heildina litið erum við ánægð með árangur fyrirtækjanna okkar það sem af er þessu ári.“ Baugur óttast ekki kreppu í Bretlandi YFIRTÖKUNEFND hefur ákveðið að taka til skoðunar hvort stofnast hefur yfirtökuskylda í FL Group í kjölfar viðskipta með hlutabréf í fé- laginu í síðustu viku. Viðar Már Matt- híasson, formaður nefndarinnar, stað- festi þetta við Morgunblaðið í gær. Viðar Már segir að vegna breyt- inga sem urðu á hlutafjáreign í FL Group hafi nefndin ákveðið að taka málið til skoðunar. Hann segir að samkvæmt lögum skapist yfirtöku- skylda hafi einn hluthafi, eða hann í samráði við aðra hluthafa, náð yfir- ráðum í félagi. „Yfirtökunefnd hyggst þess vegna kanna hvort aðilar sem þarna eiga í hlut eigi með sér sam- starf eða samráð um yfirráð í FL Gro- up. Það er ekki nóg að um sé að ræða viðskiptatengsl milli manna, heldur þarf að vera fyrir hendi samkomulag, jafnvel óformlegt, sem tengist því að menn hafi tekið höndum saman um að ná yfirráðum í félaginu.“ Viðar Már segir að yfirtökuskylda skapist við 40% atkvæðisrétt, ásamt öðrum skilyrðum. Eins og fram hefur komið seldi Saxbygg ehf. 26,53% hlut í FL Group en hlutinn keyptu Katla Investments SA og Baugur Group og eiga þessi fé- lög nú 30,08% hlut í FL Group. Þá eiga Eignarhaldsfélagið Oddaflug og Fjárfestingarfélagið Primus 35,47% hlut en bæði félögin eru í eigu Hann- esar Smárasonar, stjórnarformanns. Samtals ráða þessir þrír aðilar; Katla, Baugur og Hannes Smárason, því um 65,55% hlut í FL Group. Katla Invest- ments SA er í eigu Magnúsar Ár- mann, Sigurðar Bollasonar og Kevin Sanford. Fjárfestingarfélag í eigu þeirra keypti 8,26% hlutafjár í Baugi í lok síðasta árs. Þá á Kevin Sanford 12,8% í Mosaic Fasions hf. ásamt eig- inkonu sinni en þar er Baugur Group stærsti hluthafinn, á 36,8% hlut. Þá á Fjárfestingarfélagið Primus ehf. 18,3% hlut í Eignarhaldsfélagi Húsa- smiðjunnar en þar er Baugur Group jafnframt stærsti hluthafinn með 45% hlut. Þá má nefna tengsl milli um- ræddra aðila í gegnum Og Vodafone. Baugur Group er stærsti hluthafi Og Vodafone með um 28,8% hlut. Næst- stærsti hluthafinn er Runnur ehf. sem er m.a. í eigu Primus og Mogs ehf., sem er í eigu Magnúsar Ármann og Sigurðar Bollasonar. Yfirtökunefnd skoðar eignarhald FL Group      # )-. )   /    1  $ ) 2!*    -3 ) 0         ) 4%5 !   4   ) $6%5 !      #  7  8     #%  9 9  :  !  ! "  # $   ! &# 3 +$ % !& %"#& %!& !%$ & %$ & % & %& % #& %$& %#& %$!& %$& %$&  $ ' Eftir Helga Mar Árnason hema@mbl.is OG FJARSKIPTI hf. (Og Vodafone) hafa fest kaup á 68% hlut í færeyska fjarskiptafyrirtækinu P/f Kall og er kaupverðið um 440 milljónir. Með þessum kaupum hefur Og Vodafone eignast 82,1% hlut í færeyska fjar- skiptafélaginu en fyrir átti það 14,1%. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir að kaupverðið verði annaðhvort innt af hendi í peningum eða hlutabréfum á genginu 4,3 fyrstu vikuna í september; greiðsluleiðin sé val seljanda. Viðskiptin áttu sé stað með milligöngu Kaupþings banka í Færeyjum. Í tilkynningu Og Vodafone segir að Kall sé ört vaxandi fjarskiptafyr- irtæki sem hafi um 15% markaðs- hlutdeild á færeyska fjarskipta- markaðinum og um 25% á GSM-markaði. Kall verður áfram rekið sem sjálfstætt færeyskt fyrir- tæki en hjá því starfa 18 manns og áætluð velta þess er 650 milljónir og EBITDA er áætluð um 130 milljónir í ár. Gert ráð fyrir jákvæðri afkomu á árinu eins og í fyrra. Eiríkur S. Jóhannsson, forstjóri Og Vodafone, segir í tilkynningunni að fyrirtækið hafi átt farsælt sam- starf við Kall á ýmsum sviðum á liðn- um árum. „Um er að ræða fyrirtæki sem er vel rekið og hefur vaxið hratt. Kall er því álitlegur fjárfestingar- kostur og í raun skref í útrás Og Vodafone,“ er haft eftir Eiríki. Og Vodafone með 82% í P/f Kall Morgunblaðið/ÞÖK AFAR stór hópur eða fjórir af hverj- um tíu tekur húsnæðislán sem vegur 90% eða meira af kaupverði en reikna má með að í þeim hópi séu fremur þeir tekjulágu og þeir yngri sem sem eru að eignast sína fyrstu íbúð. Þetta kemur fram í könnun sem IMG Gallup vann fyrir Íslandsbanka og greint er frá í Morgunkorni greiningardeildar bankans. Þar kemur einnig fram að mikill meiri- hluti eða 77% þeirra sem keyptu sér íbúð á fyrstu þremur mánuðum árs- ins telja að verð á því húsnæði sem viðkomandi keypti muni hækka á næstu tólf mánuðum. Tæp 23% kaupenda telja að íbúðaverð muni standa í stað en nær enginn í þessum hópi á von á lækkun fasteignaverðs. Könnunin var gerð í lok maí og byrjun júní. Í henni kemur fram að þeir sem veðsetja eignir sínar mest við kaup eru yngstu kaupendurnir, þeir sem eru með lægstu tekjurnar og þeir sem kaupa ódýrasta og minnsta húsnæðið. Að meðaltali var húsnæðislánið ríflega 86% af verð- mæti eignarinnar hjá íbúðakaup- endum á aldrinum 18–24 ára. Reikna með 11% hækkun Að meðaltali reikna íbúðarkaup- endur með 11% hækkun verðs íbúða þeirra á næstu tólf mánuðum. Mestri hækkun reikna þeir með sem keypt hafa íbúð í Reykjavík vestan Elliðaáa eða tæplega 13%. Í könnun IMG Gallup var einnig spurt hversu stórt hlutfall af verð- mæti eignarinnar húsnæðislánið væri. Að meðaltali var það 76% og eftir því sem íbúðirnar voru minni þeim mun hærra var hlutfall íbúða- lánanna af markaðsverðinu. Athygli vekur að 39% íbúðakaupenda voru með hlutfall á bilinu 90–100%. Að meðaltali var húsnæðislánið ríflega 86% af verðmæti eign- arinnar hjá íbúðakaupendum á aldr- inum 18-24 ára, 80% þar sem fjöl- skyldutekjur voru lægri en 250 þúsund, 85% þar sem kaupverð íbúð- ar var minna en 10 milljónir og 82% þar sem stærð íbúðar var undir 80 fermetrum. Í Morgunkorni Íslandsbanka seg- ir að þessir hópar ráðist í íbúðakaup með mjög lítið eigið fé og séu þess vegna viðkvæmastir fyrir því ef bak- slag kemur í íbúðamarkaðinn og efnahagslífið í heild. Mun lægri veð- setning og meira eigið fé sé hjá eldri hópum, tekjuhærri og þeim sem eru að kaupa stærri eignir og verðmæt- ari. Tæp 40% með 90-100% lánshlutfall                           !"#   !$   % &'  ( "&' )&  *)&   +, &# &  +#&  $&' )& ( "&'  -."  /(!  /0 !1 .  &#)  2         ! 0 ( "&'  %0 1&  $34& 15 &&  -  !  &  67.1  8# 1    9:! "& 9.".0 /0.1  /"0   ;    <;## &#0   &  = && "  &      !"  )  ! ."' >;11  $&' 30 ( "&'   /" ?"# /"&'  <4 4  ! #$   %  @A>B /3    .          C    C       C C C  C     C C C C C C C .; &#  ;   . C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C D C EF D C EF D CEF C D C EF D C EF D C  EF C D CEF D EF D C EF C D C EF C D CEF C C C C D CEF C D  EF C C D C EF C C C C C C C C %. "'    '# & < ") 3 " '# G + /"            C           C C C  C       C C C C C C C                                                                 =    3 ,H   <% I #&"  !1"'        C    C C C  C    C C C C C C C <%C J  0 0"'&' " "1  <%C /;"'  "  ".##1 0 ;  ") . &  <%C =.#& ;  0 1 0#&& ?"#  <%C  ). & H#..&' &  '# (  '#   '# )'# *(' + ,    !  - .   / "  +   ! #0   ) +   "  + /   .   (  /#$  1     23(456 /#$  1 7  !(   "  + 8    -. # ) + 8        .     .       .        .          .     .      .         .    .  !    "   !#$ "  ! !  %$# !% %      .     .       .        .            .        .     .       .  !"# ##  . ! "  $ !$ "   % %#! !! %! $% !!#" !(   "  + 8    -. # ) + 8    /#$.  .   . 1 7 /#.   . 1 7 &   '  ( )  ( * + ,  (   '    !##$ 9##$: .  % % SPÁ greiningardeilda bankanna, sem birt var í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær, er hér birt aftur með leið- réttingum frá Landsbanka Íslands. Mistök urðu við afhendingu gagna og vill greiningardeild Landsbankans árétta að hagnaðarspá fyrir FL Group, Bakkavör Group og HB Granda er rétt eins og hún birtist nú. Sem og spá um EBITDA hagnað FL Group. Áhrif leiðréttingarinnar eru þau að meðalspá hagnaðar á fyrstu sex mánuðum ársins fyrir FL Group lækkar um 570 milljónir, lækkun vegna Bakkavarar eru 910 milljónir og lækkun á HB Granda er 710 milljónir. L      M N         8N                 N  MO         

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.