Morgunblaðið - 08.07.2005, Page 16

Morgunblaðið - 08.07.2005, Page 16
Lundúnir. AP, AFP. | Að minnsta kosti 38 manns létust og um 700 slösuðust í hryðjuverkárásunum í Lundúnum í gærmorgun. Kom það fram í gær- kvöldi hjá talsmanni Lundúnalög- reglunnar, sem sagði að sumir væru mjög illa haldnir og því ekki ólíklegt að tölur um mannskaðann ættu eftir að breytast og hækka. Staðfest er að sprengingarnar voru fjórar og urðu þær næstum samtímis á mesta annatímanum eða þegar fólk var á leið til vinnu. Sprungu þrjár sprengjur í neðan- jarðarlestum og ein í tveggja hæða strætisvagni. Charles Clarke, innanríkisráð- herra Bretlands, sagði í gær að sprengingarnar hefðu átt sér stað í lestum á milli stöðvanna Aldgate East og Liverpool Street; milli Rus- sel Square og King’s Cross og í lest á Edgware Road-stöðinni. Sprenging- in í strætisvagninum varð á Tavist- ock Square. Sprungu með skömmu millibili Brian Paddick, aðstoðarlögreglu- stjóri í Lundúnum, sagði eftir miðjan dag í gær að 33 hefðu látist í árás- unum en talsmaður lögreglunnar hækkaði síðar töluna upp í 38. Sagði hann, að sjö manns hefðu látist í fyrstu sprengingunni en hún varð klukkan 08.51 að staðartíma, klukk- an 07.51 að íslenskum tíma. Í annarri sprengingunni, sem varð klukkan 08.56, lést 21 maður og í þeirri þriðju, sem varð klukkan 09.17, fór- ust sjö. Olli sú sprenging einnig skaða og hugsanlegu mannfalli í tveimur öðrum lestum. Fram eftir degi í gær voru engar tölur gefnar upp um mannfallið í strætisvagninum en sprengingin í honum varð laust fyrir klukkan níu að staðartíma. Í gærkvöldi kom fram hjá talsmanni lögreglunnar að þar hefðu tveir beðið bana en vitni að sprengingunni í honum segjast hafa séð lík margra manna á götunni. „Þetta var skelfilegt“ „Þetta var skelfilegt. Vagninn sprakk í tætlur. Allur afturhlutinn hvarf og ég sá lík hanga út úr brak- inu og mörg á götunni. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur hafi lifað þetta af,“ sagði Ayobami Bello, ör- yggisvörður í skóla skammt frá. Einn fréttamanna BBC, breska rík- Tugir manna í valnum eftir hryðjuverk í Lundúnum  Um 700 slösuðust, sumir alvarlega  Fundist hafa leifar af sprengiefni  Var um sjálfsmorðsárásir að ræða? AP Sprengingarnar urðu á mesta annatíma í gærmorgun þegar flestir voru á leið til vinnu sinnar. Þessi lestarfarþegi var í lest við Edgware-stöðina þegar hryðjuverkamennirnir létu til skarar skríða en a.m.k. sjö menn týndu lífi þar. 16 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hryðjuverk í London tja rð at n- n er- mt na. - nt 1 em .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.