Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 18
London. AFP. AP. | Farþegar í lestunum
sem urðu fyrir sprengingum og sjón-
arvottar að atburðunum í gær gáfu
fjölmiðlum lýsingar á því sem þeir
upplifðu og þeim óhugnaði sem fyrir
augu þeirra bar.
Fjöldi farþega var fastur neðan-
jarðar í lestum sínum í um 20–30 mín-
útur við King’s Cross-stöðina þar sem
öflug sprenging varð. Farþegarnir
lýstu því hvernig sprenging skók
vagnana og kastaði þeim af sporunum
um leið og þeir fylltust af reyk. „Ég sá
loga út um gluggann á vagninum mín-
um. Ég sá líkama liggja. Ég held að
einhverjir hafi dáið,“ sagði Sarah
Reid við AFP-fréttastofuna, þegar
hún hafði komist upp úr göngunum
við King’s Cross-stöðina. „Það heyrð-
ist gríðarlegur hvellur, lestin kipptist
til og skyndilega var reykur alls stað-
ar,“ sagði Jacqui Head, sem var fast-
ur í sömu göngum, í samtali við BBC.
„Það varð mjög heitt og mikil skelfing
greip um sig. Fólk öskraði og grét.
Það var hrikalegt að við skyldum vera
lokuð inni í lestinni. Síðan þagnaði
fólk og við héldum að við kæmumst
ekki út. Fólk hélt að við myndum
hreinlega kafna þarna.“
Fólk lá á teinunum
„Glerbrotum rigndi yfir alla í vagn-
inum og fullt af fólki var útatað í
blóði,“ sagði Tas Frangoullides, far-
þegi í lest við King’s Cross. „Ég gekk
í átt að Russel Square og þar sá ég
[sundursprengda] strætisvagninn.
Lögregla hljóp þar um allt og bandaði
fólki frá. Ég gekk í vinnuna því mér
fannst ég verða að gera eitthvað
venjulegt, þetta var allt svo ruglings-
legt. Það var ekki fyrr en ég kom í
vinnuna sem ég áttaði mig á því að ég
var með skurð á höfðinu og allur þak-
inn sóti.“ „Fólk öskraði og hrópaði á
hjálp og sumir sögðust vera að
deyja,“ sagði Ana Castro, annar far-
þegi, „ég sá fólk standa í reiðileysi á
nærfötunum og virtist sem spreng-
ingin hefði rifið fötin utan af því. Ég
held að ég hafi séð dána manneskju,
það var einfaldlega ólýsanlegt.“
Jack Lindon, 14 ára, var meðal
fjölda farþega sem kom sér út úr lest-
arvögnum í miðjum göngum og gekk
þar talsverða vegalengd áður en þeir
komust upp úr þeim. „Vagninn minn
var svona tveimur vögnum frá stóru
sprengingunni. Allir hentu sér á gólf-
ið. Þegar reykurinn varð minni náð-
um við að opna dyrnar og gengum
meðfram teinunum að stöðinni. Miðja
lestarinnar var sprungin í tætlur og
fólk lá á teinunum.“
„Eins og í stórslysamynd“
Fiona Trueman var í lestarvagni
sem varð fyrir sprengingu. „Þetta var
algjörlega óraunverulegt. Þetta var
hryllingur, eins og í stórslysamynd,
það er ekki hægt að ímynda sér að
maður sé raunverulega staddur í
svona aðstæðum. Maður vill bara
komast út. Ég lokaði augunum og
hugsaði mér að ég væri úti.“
Geraldine Fourmon varð vitni að
því þegar tveggja hæða strætisvagn
sprakk við Tavistock Square. „Það
heyrðist hár hvellur. Þegar reykurinn
var farinn áttaði ég mig á því að
strætisvagn hafði sprungið. Helming-
urinn af honum sprakk alveg í loft
upp. Fólk hljóp um öskrandi og grát-
andi. Ég sá að minnsta kosti fimm
manns stökkva af efri hæð vagnsins.“
„Fólk öskraði og
Lýsingar sjónarvotta og farþega
sem lentu í sprengingum
>
>
?
7
@
>
@
?
7
@
@
?
?
7
7
>
!"#$
% " &'() *+ , - (" .
)AB5AB
0
)+
(<3)B5
B8" +
565&76869:.;3472<9=6>?@
>CC>.
*
-1 4 .
>&# && 4
>CC# 3" .
"
>T
&#.
#&' ,.0
# 4 >CC@-
/. 3
&&0
< )& 7& "3
>CC@# 3"" .&#'
#. > &&
'.; 4
>-
3" .
A
> && 4
>CC7.
/5 . &#
"&' C
4 & <. 4
>CC
,
7& "3 3 .&# &#
3 1". . 93
4
>CCDE
7& "3 3
. "4 3
80# 6C("&'
>CCC/.# ..
3
.&# &#
3 1")7" H
3 -
>CCC/.# ..
3 &&
.&# &#
3 1")7" H
3 -
>CCCA %.
U0
3 ."'"#
0 3
&3 3 <? &3
@B%..
0; #
4 3
). 4 C
0&& & #
%/AC)&
?-
7& "3 3 0 ;1.C
0&& 3 -'3' U0
4
/) 01" 2
18 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hryðjuverk í London
SÆRÐIR og slegnir lestarfarþegar
ganga frá Edgware Road-
lestarstöðinni eftir að hafa komist
út úr lestarvögnum sem urðu fyrir
sprengjuárás. Sprengja sem sprakk
í lest við stöðina varð sjö manns að
bana og særði fjölmarga til við-
bótar.
Sjónarvottar lýstu því sem svo að
eftir ljósblossa og háværan hvell
hefðu lestarvagnar fyllst af reyk og
sóti og þar hefði mikil skelfing
gripið um sig meðal farþega, sem
sumir voru illa slasaðir.
Margir farþeganna brutu sér leið
út úr vögnum sínum og gengu neð-
anjarðar að stöðinni og komust
þaðan út. Vegfarendur og sjúkralið
aðstoðuðu þá særðu við að komast
burtu frá stöðinni og þaðan til að-
hlynningar.
Lestar-
farþegar
koma upp úr
göngunum
SAMTÖK sem nefnast „Leynileg
samtök – al-Qaeda í Evrópu“ lýstu í
gær yfir ábyrgð á sprengingunum í
Lundúnum.
Þýska tímaritið Der Spiegel
greindi fyrst frá þessu og sagði hóp
þennan hafa birt yfirlýsinguna á vef-
síðu sem íslamskir öfgamenn nota
gjarnan. Í yfirlýsingunni sagði m.a.
að árásin hefði verið gerð til að hefna
fyrir þátttöku Breta í hernaðarað-
gerðum í Afganistan og Írak. Bresk
stjórnvöld og breska þjóðin hefðu
ítrekað verið vöruð við afleiðingum
gerða sinna.
„Fagna þú, þjóð íslams. Fagna þú,
heimur Araba. Dagur hefndarinnar
gagnvart síonískri stjórn bresku
krossfaranna er upp runninn í því
skyni að bregðast við fjöldamorðum
þeim sem Bretar hafa framið í Írak
og Afganistan,“ sagði í yfirlýsing-
unni.
„Hinir hugrökku stríðsmenn hinn-
ar helgu baráttu frömdu hina bless-
uðu árás í Lundúnum og nú brennur
Bretland sökum ótta og ógnar frá
norðri til suðurs, frá austri til vest-
urs,“ sagði þar. Fram kom að tilræð-
ismennirnir hefðu „lengi unnið að“
skipulagningu ódæðisins til að
„tryggja að það bæri árangur“.
Þá voru stjórnvöld í Danmörku, á
Ítalíu og í öðrum „ríkjum krossfar-
anna“ vöruð við því að „sama refs-
ing“ vofði yfir þeim kölluðu þau ekki
heim liðsafla sinn í Afganistan og
Írak.
„Dagur
hefndarinnar“
Samtök tengd al-Qaeda lýsa
ábyrgð á sprengingunum