Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 19
grét“ AP MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 19 21. JÚNÍ - 13. ÁGÚST SUMARVÍN Nýr bæklingur um sumarvínin í næstu Vínbúð E N N E M M / S ÍA / N M 16 4 10 VIRGINIA Crompton, starfsmaður BBC í London, var í návígi við fjórar sprengjur sem sprungu í mið- borg London í gærmorgun. Morgunblaðið náði tali af Crompton upp úr hádegi í gær og bað hana að lýsa því sem hún varð vitni að, en hún býr í Islington, sem er íbúðahverfi rétt fyrir norðan miðborg Lond- on, og er vön að taka neðanjarðarlest frá King’s Cross-lestarstöðinni í vinnuna, eftir að hafa fylgt dóttur sinni í skólann. „Ég fór að King’s Cross um klukkan tíu mínútur yfir níu í morgun [gærmorgun]. Þar voru lög- reglumenn út um allt að loka svæðið af og fólk að koma út af lestarstöðinni alsvart í framan af sóti. Ég sá þarna myndatökumann frá BBC að taka viðtöl, fór til hans og hlustaði á lýsingar tveggja manna sem höfðu verið um borð í lest sem varð fyrir sprengju. Þeir lýstu því að það hefði sést leifturljós, heyrst hvellur og lestin hefði undireins fyllst reyk og sóti og fólk ekki náð andanum. Annar maðurinn sagði að í vagninum sem hann var í hefði fólk al- gjörlega haldið ró sinni, hinn sagði að í sínum vagni hafi gripið um sig mikil skelfing og fólk hefði öskrað, grátið og brotið rúður. Fólk sem hafði verið fast neðanjarðar í um 20 mínútur var að koma upp um það leyti sem ég kom að stöðinni. Margir voru sjáanlega slegnir, aðrir önduðu léttar um leið og þeir komu út, tóku upp símana sína og sögðu „þú trúir ekki því sem kom fyrir mig“.“ Heyrði fyrst háværa sprengingu og svo tvær til viðbótar Crompton ákvað næst að halda áfram í vinnuna fótgangandi. „Ég gekk upp götuna og sá að það var óvenjulega mikið af fólki á ferðinni, enda virtist vera búið að loka fleiri lestarstöðvum. Ég beygði í átt að miðbænum og var að velta fyrir mér hvort ég ætti að taka strætisvagn eða ganga alla leið í vinn- una, þegar ég heyrði gríðarlega háværa sprengingu. Ég beygði strax af gangstéttinni og forðaði mér inn í almenningsgarð. Þar hitti ég tvo menn sem höfðu orðið vitni að sprengingunni. Þeir sögðu mér að strætisvagn hefði sprungið í loft upp mjög nálægt okkur, að þeir hefðu séð þakið rifna af honum og voru vissir um að fólk hefði dáið í sprengingunni. Ég var í garðinum smástund, þar voru allir frekar ró- legir en fólk gekk þó um og skoðaði ofan í rusla- tunnurnar. Svo heyrðust tvær aðrar sprengingar.“ Crompton segist þá hafa ákveðið að reyna að koma sér heim til sín, og að á leiðinni hafi hún séð gríðarlegt öngþveiti í kringum bæði King’s Cross- og Russell Square-stöðvarnar. Þá hafði lögregla lokað svæðinu fyrir allri umferð svo að sjúkrabílar ættu greiða leið að þeim slösuðu. „Ég þurfti að taka krók í kringum King’s Cross til að komast heim og gekk í leiðinni fram hjá sjúkra- húsi sem hafði sett upp viðbúnaðaráætlun til að taka við særðu fólki, og sá þar sjúkrabíla koma að með slasað fólk á sjúkrabör- um. Þegar ég gekk síðan út úr miðborginni og inn í Islington, þar sem ég bý, var algjör ró og mun- urinn sláandi. Í mið- bænum voru spreng- ingar, þyrlur á sveimi, sjúkrabílar, lögregla alls staðar en þarna var allt eins og það á að sér að vera. Ég fór í skóla dótt- ur minnar og þar voru börnin að leika sér úti eins og ekkert hefði í skorist.“ Hissa á því hvað þetta heggur nálægt mér Hvernig var andrúmsloftið meðal fólksins á götum miðbæjarins í morgun? „Það var engin örvænting, það verður að koma fram, fólk var mjög rólegt. Ég veit með sjálfa mig að ég var bara að reyna að átta mig á stöðunni og hvað væri best að gera – á ég að halda áfram, á ég að snúa við, hvað er eiginlega að gerast? Ég býst við að það hafi líka átt við um hina. Þetta er hrikalegur atburður og ég held að fólk hafi almennt áttað sig á alvarleika málsins.“ Hvað fór í gegnum huga þinn þegar þú gekkst um göturnar og varðst vitni að þessum atburðum? „Ég var áhyggjufull. Ég hafði áhyggjur af því að þessu væri ekki lokið og að fleira myndi gerast, sem varð síðan raunin því þetta var í fullum gangi á meðan ég var þarna í miðbænum. Mér fannst þetta líka mjög ruglingslegt. Ég hringdi í vinnuna og lýsti í útsendingu þar hvað var að gerast fyrir augunum á mér. Fréttir voru auðvitað mjög óljósar til að byrja með og allir voru að reyna að átta sig á því hvað hafði gerst.“ Crompton sagðist fegin að vera komin heim til sín en að það sem hún hefði upplifað væri enn mjög óraunverulegt fyrir henni. „Mánuðum saman hef ég hugsað með mér, það verður gerð árás á neðanjarðarlestarkerfið, ætti ég að taka neðanjarðarlest í dag? Stundum hugsa ég, ég tek frekar strætó – það er öruggara, en núna er það augljóslega ekki endilega svo. Flestir íbúar London hafa hugsað sem svo að þetta myndi gerast, og þannig kemur þetta ekki á óvart. Og þar sem ég hef haft töluverðar áhyggjur af þessu kemur þetta mér alls ekki á óvart. Á hinn bóginn hef ég alltaf hugsað að líkurnar á því að ég myndi lenda í þessu væru verulega litlar, því London er svo gríðarlega fjölmenn borg. Að sumu leyti er ég því hissa á því hvað þetta heggur nálægt mér, því ég hef verið í miklu návígi við fjórar sprengjur í dag. Ég hélt alltaf að ég yrði lengra í burtu þegar þetta kæmi fyrir,“ sagði Crompton að lokum. „Hafði áhyggjur af því að þessu væri ekki lokið“ Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur bab@mbl.is Virginia Crompton
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.