Morgunblaðið - 08.07.2005, Side 20

Morgunblaðið - 08.07.2005, Side 20
reka það. Þá nýtur sú skoðun hylli í Bretlandi að slíkar ráðstafanir myndu í raun fela í sér viðurkenn- ingu á því að hryðjuverkamönnum hefði tekist að setja mark sitt á allt daglegt líf venjulegs fólks í Lund- únum. Árás sögð „óhjákvæmileg“ Bretar hafa hins vegar búið sig undir árás hryðjuverkamanna. Af slíku hafa þeir vitanlega reynslu vegna baráttu Írska lýðveldishers- ins (IRA) á árum áður. Stjórnvöld hafa ítrekað varað við því að hætt- an á árás sé „raunveruleg og við- varandi“ svo vísað sé til yfirlýs- ingar Tonys Blairs forsætis- ráðherra árið 2002. Blair nefndi þá sérstaklega að al-Qaeda-hryðju- verkanetið hefði hug á því að láta til sín taka í Bretlandi. Samtökin sem lýstu yfir ábyrgð á illvirkinu í Lundúnum í gær kenna sig við al- Qaeda. Sir John Stevens, lögreglustjóri í Lundúnum, tók dýpra í árinni í marsmánuði árið 2004 þegar hann lýsti því yfir að árás væri „óhjá- kvæmileg“. Sagði hann og þá að lögreglu hefði tekist að koma í veg fyrir nokkur hryðjuverk í höfuð- borginni. Gagnvart almenningi hafa stjórn- völd lagt áherslu á að fólk haldi vöku sinni. Jafnframt hefur verið fjallað ítarlega um viðbrögð þau sem skipulögð hafa verið verði Lundúnir fyrir árás hryðjuverka- manna. Er það hald manna þar í borg að lögreglu- og sjúkraliðs- sveitir séu vel undir slíkt búnar. Al- menningur hefur verið hvattur til að sýna stillingu og fara ferða sinna óhræddur. Útgjöld hafa tvöfaldast Vitanlega hafa ýmsir haldið því fram að ekki sé nóg að gert. Stjórnarandstæðingar í Íhalds- flokknum hafa ítrekað fullyrt að hryðjuverkaviðbúnaður ríkisstjórn- ar Blairs sé ófullnægjandi. Þá hafa þeir hvatt til þess að skipulögð verði viðbrögð við kjarnorku- og efnavopnaárásum. Stjórnvöld hafa aukið útgjöld til öryggismála stórlega á undanliðn- um árum. Árið 2000 runnu 950 milljónir punda til þessa mála- flokks. Nú er einum og hálfum milljarði sterlingspunda varið í þessu skyni og Gordon Brown fjár- málaráðherra hefur ákveðið að tvö þúsund og eitt hundrað milljónum sterlingspunda verði varið til ör- yggismála í Bretlandi fjárlagaárið 2007 til 2008. Allt frá árásinni á Bandaríkin 11. september árið 2001 hafa stjórn- völd í Bretlandi óttast að hryðju- verkamenn láti til skarar skríða í Lundúnum eða annarri stórborg. Nú liggur fyrir að sá ótti var á rök- um reistur. Fregnir einkum frá Bandaríkj- unum þess efnis að þar hafi ísl- amskir öfgamenn skipulagt tilræði sem beinast áttu gegn jarðlestar- kerfum risaborga á borð við New York hafa vakið mikla athygli í Bretlandi. Og vitanlega fylltust menn hryllingi þar í landi sem ann- ars staðar þegar hryðjuverkamenn myrtu 191 mann í árás á lestarkerf- ið í Madríd í marsmánuði í fyrra. Í Bretlandi hefur mönnum lengi verið ljóst að jarðlestakerfið í Lundúnum kynni að verða skot- mark hryðjuverkamanna. Um það fara um þrjár milljónir manna á degi hverjum. Það er viðamikið og stöðvarnar margar. Rætt hefur verið um að taka bæri í notkun ör- yggisbúnað á borð við málmleit- artæki á lestarstöðvum en sérfræð- ingar segja að slíkt eftirlit myndi hafa svo afgerandi áhrif á skilvirkni kerfisins að í raun yrði ógerlegt að Hafa lengi óttast árás  Bresk stjórnvöld hafa ítrekað varað almenning við því að hryðjuverkamenn kunni að láta til skarar skríða Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is AP Særðum lestarfarþega, með kæligrímu á andliti vegna brunasára, er fylgt frá Edgware Road-lestarstöðinni til frekari aðhlynningar. 20 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hryðjuverk í London Berlín. AFP. | Leiðtogar fjölmarga ríkja fordæmdu í gær árás hryðjuverkamanna á jarðlestakerfið í Lund- únum. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, las upp yf- irlýsingu leiðtoga átta helstu iðnríkja heims sem funda nú í Skotlandi (sjá frétt um viðbrögð í Bretlandi og yf- irlýsinguna). George W. Bush Bandaríkjaforseti sem situr fundinn birti að auki sérstaka yfirlýsingu og sagði m.a. að „hnattræna stríðið gegn hryðjuverkaógn- inni“ myndi halda áfram þar til sigur hefði unnist á „hugmyndafræði hatursins“. „Hjörtu þessara manna eru svo full af illsku að þeir hika ekki við að myrða saklaust fólk. Stríðið gegn hryðjuverkaógninni heldur áfram,“ sagði Bush m.a. er hann ræddi við fréttamenn í Skotlandi. Bush sagði mikinn einhug einkenna fund leiðtoganna sem stæðu sem einn maður gagnvart hinni alþjóðlegu hryðjuverkaógn. „Staðfesta þeirra [leiðtog- anna] er hin sama og mín“. Bush lýsti því yfir að hinir seku yrðu fundnir og dregnir til ábyrgðar fyrir ill- virkið. „Við munum finna þá og refsa þeim. Á sama tíma munum við boða hugmyndafræði vonar og sam- úðar sem mun reynast öflugri en sú hugmyndafræði hatursins sem þeir aðhyllast,“ sagði forsetinn. Aldrei verði gefið eftir Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dan- merkur, fordæmdi illvirkið í Lundúnum og lýsti því yf- ir að þjóðir heims mættu aldrei gefa eftir í baráttunni gegn hryðjuverkaógninni. Í sama streng tók Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins (NATO) og boðaði að samstaða aðild- arríkjanna gagnvart þessari ógn myndi aldrei bila. Vladímír Pútín Rússlandsforseti sagði árásirnar í Lundúnum „ómannlegar“ og hvatti til samstöðu þjóða heims gagnvart hryðjuverkaógninni. Í sama streng tók Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sem sagði al- þjóðasamfélagið eiga að beita „öllum tiltækum með- ulum“ til að sigrast á hermdarverkamönnum. Jalal Talabani, forseti Íraks, sagði árásina til marks um að hryðjuverkastarfsemi væri hnattrænn vandi. Hryðjuverkamenn gætu látið til sín taka hvar sem væri í heiminum. „Það sem er að gerast í Írak getur gerst hvar sem er,“ sagði Talabani. Jacques Chirac Frakklandsforseti sem átt hefur í hörðum deilum við Tony Blair á undanliðnum vikum lýsti yfir „algjörri samstöðu“ með bresku þjóðinni. John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, sem stutt hefur Bush forseta dyggilega í „hryðjuverkastríðinu“ og heldur úti herliði í Írak, sagði atburðina í Lund- únum engu breyta um „þann ásetning frjálsra þjóða að gera það sem rétt er“. Benedikt 16. páfi fordæmdi morðin í Lundúnum og sagði þau „villimannsleg“. Kvaðst hann biðja fyrir fórnarlömbunum og öllum þeim sem ættu um sárt að binda. Jose Zapatero, forsætisráðherra Spánar, minnti í ávarpi á að Spánverjar hefðu áratugum saman þurft að lifa við hryðjuverkaógn í landi sínu. Þeir þekktu því vel þær þjáningar sem Bretar liðu nú. Minnti hann á árásina í Madríd í fyrra sem telst blóðugasta hryðju- verk sem framið hefur verið í Evrópu á síðari tímum. Segir íslam ekki líða hryðjuverk og ofbeldi Silvan Shalom, utanríkisráðherra Ísraels, kvaðst vonast til þess að atburðirnir í Lundúnum yrðu til þess að ríki hins frjálsa heims sameinuðust um að auka viðbúnað sinn vegna hryðjuverkaógnarinnar. Ab- dullah II Jórdaníukonungur harmaði atburði í Lund- únum og sagði íslamstrú andvíga hvers kyns hryðju- verkastarfsemi og ofbeldi. Lýsti hann yfir samstöðu með bresku þjóðinni og hvatti til einingar ríkja heims gagnvart starfsemi alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka. Stjórnvöld í Pakistan fordæmdu einnig ódæðið og hið sama gerðu ráðamenn í Sýrlandi og Líbanon. Bashar al-Assad Sýrlandsforseti sagði árásina „viðurstyggi- lega“ og vottaði Bretum samúð sína. Stjórnvöld í Kína sögðu ekkert geta réttlætt slíkan verknað. Ljóst væri að alþjóðasamfélagið ætti mikið verk fyrir höndum áð- ur en starfsemi alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka hefði verið brotin á bak aftur. Ráðamenn í Palestínu fordæmdu einnig fjöldamorð- ið í Lundúnum. Ódæðið fordæmt og hvatt til samstöðu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.