Morgunblaðið - 08.07.2005, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 08.07.2005, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 23 MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AUSTURLAND Neskaupstaður | Níunda lands- mót Sambands íslenskra harm- ónikuunnenda var sett í Neskaup- stað í gær og stendur það fram á sunnudag. Fjórtán harmóniku- félög, þrettán innlend og eitt frá Færeyjum, taka þátt að þessu sinni. Fréttaritari leit inn á síðustu æfingu heimamanna í Félagi harmónikuunnenda Norðfirði á miðvikudagskvöldið þar sem verið var að fínpússa tónana. Í sveitinni eru 14 hljóðfæraleikara, þar af einungis tvær dömur, sem eru jafnframt yngstu meðlimirnir. „Kom aukanótan?“ spurði stjórnandinn Egill Jónsson „Hún má ekki heyrast. Við tökum þetta aftur“. Æfingin, líkt og mótið, fer fram í íþróttahúsinu í Neskaup- stað og hefur því verið umbreytt í glæsilegan veislusal með teppum, dansgólfi, sviði og uppdúkuðum borðum. „Við frumflytjum tvö verk eftir heimamenn á mótinu, annars veg- ar Daladansinn eftir Bjarna Hall- dór Bjarnason og hins vegar Tangó eftir mig,“ sagði Egill sem stjórnað hefur sveitinni af rögg- semi í ein ellefu ár. Húsbílakynslóðin vill harmónikuspil Ómar Skarphéðinsson, fram- kvæmdastjóri mótsins, segir að alls spili um 200 manns á mótinu og að búist sé við um 1.000 manns á lokaballið, en þannig hefur það verið á undanförnum mótum. „Annars veit maður aldrei, veðrið gæti haft mikil áhrif“. En hvað er þetta með húsbíla og harmónikur, spyr fréttaritari Ómar, enda hafa húsbílar streymt til Neskaupstaðar undanfarna daga vegna mótsins. „Þetta er svo færanlegt hljóðfæri, það þarf ekk- ert hljóðkerfi og svo er þessi hús- bílakynslóð af þeirri kynslóð sem ólst upp við harmónikuspil. Það er alveg frábært að geta rúntað um landið yfir sumarmánuðina á hús- bílnum með nikkuna og tekið þátt í mótum harmónikufélaga víðs vegar um landið.“ Landsmót Sambands íslenskra harmónikuunnenda hafið á Neskaupstað „Tökum þetta aftur“ Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Síðasta æfingin Egill Jónsson stjórnar síðustu æfingu Félags harmónikuunnenda fyrir landsmótið af röggsemi. Reykjavík | Öll heimili í Reykjavík verða tengd ljósleiðarakerfi í eigu Orkuveitu Reykjavíkur á næstu sex árum, og er ráðgert að á bilinu 7–10 þúsund heimili verði tengd kerfinu á ári þar til það er orðið. Reiknað er með að byrjað verði á Fossvogs- hverfi, en þegar eru um 1.000 heimili með slíka tengingu. Þetta kemur fram í samningi sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Guðmundur Þór- oddsson, forstjóri OR, undirrituðu í gær. Alls eru heimilin í borginni um 45 þúsund talsins, og því verða að meðaltali 20 heimili tengd á degi hverjum næstu árin. Kostnaður við verkið er áætlaður 6,75 milljarðar króna, eða 150.000 krónur fyrir hvert heimili sem tengt er. Steinunn Valdís sagði í gær að þetta samkomulag væri liður í því að auka samkeppnishæfni Reykjavíkur við önnur sveitarfélög, en þegar hafa tvö sveitarfélög, Seltjarnarnes og Akranes, samið við OR um ljósleið- aratengingu. „Það er ekki meiningin að Orkuveitan sjálf reki þjónustu um ljósleiðaranetið, heldur er hún að leggja opið net sem aðrir aðilar geta svo keypt sig inn í,“ sagði Steinunn. Netið í eigu OR Netið verður því í eigu OR, sem mun sjá um rekstur þess og verður opið fyrir þá sem uppfylla lágmarks- kröfur til þess að dreifa efni til borgarbúa. Meðal þess sem hægt er að flytja um kerfið eru símtöl, Netið, sjónvarp, myndefni o.fl. Gert er ráð fyrir því að fjárfestingin í kerfinu skili sér aftur á rúmum áratug, en talið er að líftími kerfisins verði að lágmarki um 25 ár. Gengið er út frá því að þeir Reykvíkingar sem kjósa að nýta sér ljósleiðaranetið greiði á bilinu 1.500–2.000 kr. fastagjald á mánuði, en heimtaugargjald verður ekkert. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR, sagði eftir að skrifað hafði verið undir samninginn að rask vegna lagningar ljósleiðarans yrði alltaf eitthvert, en reynt yrði að lágmarka raskið eins og hægt væri, skurðir verði litlir og eftir sem áður haft samstarf við önnur veitufyrirtæki sem geta hugsanlega nýtt skurðina, þó ljósleiðaravæðingin muni ganga mun hraðar en hefðbundnar endur- nýjunarframkvæmdir. Undanfarin misseri hefur OR lagt lögn fyrir ljósleiðarastreng þegar lagnir í götum og gangstéttum hafa verið endurbættar, sem og í nýbygg- ingarhverfum, og verða því þessi hverfi meðal þeirra fyrstu til að fá tengingarnar, enda rask þar í algeru lágmarki. Önnur atriði sem hafa áhrif á þá röð sem hverfin verða tekin í eru m.a. móttökuskilyrði sjónvarps og hagkvæmni vegna þéttleika byggð- ar. Einnig munu íbúar geta haft áhrif með því að lýsa áhuga sínum á sérstökum vef sem settur verður upp í þessu augnamiði. Borgarstjóri ánægður með samning um ljósleiðaravæðingu heimilanna í Reykjavík Eykur samkeppnishæfi höfuðborgarinnar Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Morgunblaðið/Eyþór Ljósleiðaravæðing Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Guð- mundur Þóroddsson, forstjóri OR, undirrituðu samkomulagið í Ráðhúsinu. Reykjavík | Þúsundir krakka munu nota þrjá kappróðrarbáta sem sjó- mannadagsráð gaf íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur, enda er markmiðið með gjöfinni að auka áhuga barna og unglinga á róðraræfingum og efla siglinga- starf. Bátarnir eru tíu metra langir, hver um sig búinn sex árum og stýri, en þeir voru notaðir sem kappróðrarbátar á sjómannadag- inn þegar hann var haldinn hátíð- legur í Nauthólsvík á árunum 1971 til 1984. Sjómannadagsráð hefur nú fest kaup á fimm nýjum kappróðrarbátum og ákvað að færa ÍTR þá gömlu að gjöf. Fengu báta Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs, afhenti Önnu Kristinsdóttur, formanni ÍTR, bátana í Nauthólsvík. ÍTR fær kappróðrarbáta Hafnarfjörður | Fjölskylduráð Hafnarfjarðar mótmælir í yfirlýs- ingu nýrri reglugerð heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um samein- ingu allrar heilsugæslu á höfuðborg- arsvæðinu, en bæjarstjórn Hafnar- fjarðar hefur einnig einhuga og ítrekað lýst andstöðu við þessi áform. Jafnframt hafa samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lýst sig mótfallin þeim. Segir í tilkynningu frá Hafnar- fjarðarbæ að ekkert samráð hafi verið haft við Bæjarstjórn Hafnar- fjarðar um sameininguna, þrátt fyrir skýran vilja og ályktun bæjar- stjórnar 8. mars 2005, þar sem óskað var eftir viðræðum við ráðuneytið um gerð samnings um rekstur stofn- ana á sviði heilbrigðis- og öldrunar- mála í bænum. Óskar fjölskylduráðið því eindreg- ið eftir því að heilbrigðisráðherra hefji þegar í stað viðræður við bæj- aryfirvöld um framtíðarfyrir- komulag heilsugæslunnar sem og annarra heilbrigðis- og öldrunar- mála í Hafnarfirði. Vilja ekki samein- ingu heilsugæslu PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Oil of oregano Sótthreinsandi og sveppadrepandi Útsala Opið virka daga kl. 10-18 laugardaga kl. 10-16 Nýbýlavegi 12, Kópavogi sími 554 4433

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.