Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 25
Eftir Söru M. Kolka sara@mbl.is HJÓNIN Signý Gunnars- dóttir og Sveinn B. Rögn- valdsson nota hvert tæki- færi til að fara á „Jet ski“, sem nefnist öðru nafni sæ- þota, á Hafravatni. Þar láta þau hvorki tímaleysi né leiðinlegt veður hafa áhrif á sig, eins og blaðamaður komst að, á gráum rign- ingardegi eitt laugardags- síðdegið. Signý, prófarkalesari hjá auglýsingastofunni Góðu fólki, hefur verið á sæþotum frá því að hún var tíu ára. Hún var með þeim fyrstu hér á landi til þess að eignast þess konar trylli- tæki og byrja að stunda íþróttina. Ekki eru þau hjónin þó alveg sammála um það hver hafi kennt hverjum en Sveinn, sem er íþróttapródúsent hjá 365 ljósvakamiðlum, viðurkennir að Signý hafi kveikt áhuga sinn á sportinu. „Ég hefði kannski ekki farið út í þetta ef ég hefði ekki kynnst Signýju, en það þarf ekki mikið til að draga mann í svona,“ segir Sveinn, sem er mikill áhuga- maður um hvers konar íþróttir. En stunda þau vatnasportið sem eiginlega íþrótt? Sveinn verður fyrir svörum: „Þetta er kannski meira sameiginlegt áhugamál og fyrst og fremst æðisleg útivera.“ Segja má að aðstaðan á Hafravatni, sem afi Sveins veitir þeim gjarnan afnot af, sé eins og best verði á kosið. Sumarbústaður, tilvalinn til fataskipta, stendur rétt ofan við vatnið og þar fyrir neðan hefur afi Sveins smíðað litla bryggju og afmarkað bakka grunns vatnsins þar sem hægt er að leggja þotunni á milli ferða. Geymsluaðstaðan er mjög góð og þau geta geymt sæþotuna á staðnum ásamt búnaði (þurr- og blautbún- ingum) og öðrum „leiktækjum“, sem eru meðal annars stór blaðra, hnébretti og sjóskíði. Þau eru sammála um að staðsetn- ingin á Hafravatni sé líka ansi hentug. „Vatnið er fimm mínútna akstur frá Reykjavík, og manni líður eins og maður sé langt uppi í sveit,“ segir Sveinn og Signý bætir við: „það er ekki hægt að vera á betri stað“. Fleiri hafa fengið áhuga á vatna- íþróttinni og nú hefur frændi Sveins keypt sér öfluga sæþotu sem þau fá stundum lán- aða. „Það er töluverður munur á hans þotu og okkar. Okkar, sem er hvít að lit, er minni og liprari, það er stað- ið á henni og auðveldara er að leika sér með hana. Stærri þotan er kraftmeiri, á henni er setið og hún er tilvalin til að fara á lengri vegalengdir eða til að draga blöðru,“ segir Signý. Sveinn og Signý taka fyrir að þessu áhugamáli fylgi einhverjir ókostir. „Við er- um með þannig aðstöðu að það eru engir ókostir og við getum geymt allt á staðnum. Skemmtilegast er að geta verið úti í vatni, hraðinn sem fylgir þessu og verða blautur.“ Það ætti ekki að vera vandamál þennan dag þar sem blaðamaður kveður í þann mund sem fyrstu regndroparnir falla á slétt vatn- ið.  ÁHUGAMÁL | Sæþotur „Skemmtilegast að verða blautur“ Sæþotan er sameiginlegt áhugamál Sveins og Signýjar. Sveinn á fleygiferð. Sleðinn sem hann er á er kröftugur og tilvalinn til að draga blöðru. Ljósmynd/Halldór Kolbeins Signý gerir sig klára til að fara á sæþotuna en á henni er staðið. Sveinn er í bakgrunn- inum og gerir kúnstir. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 25 DAGLEGT LÍF                   !"#$%&'()* +++,-.$-/-,% BESTA VERÐIÐ? ÞAÐ er hægt að gera meira við bláber en að borða þau á hefðbundinn hátt með morgunmat eða eftirréttum. Jennifer Trainer Thompson gaf nýverið út bókina „Very Bluberry“ og gef- ur fólki þar ýmsar hugmyndir um fjölbreyttari notkun á bláberjum í matargerð. Þegar þú kaupir bláber skaltu hafa eftirfar- andi í huga:  Flest bláber í búðum eru ræktuð, ekki tínd villt. Þessi bláber eru yfirleitt seld í pla- stöskjum úti í búð. Þegar þú velur öskju skaltu skoða vel í gegnum plastið og leita eftir berj- um sem hafa hvítan, kalkkenndan blæ, það er merki um ferskleika. Ef þau rúlla ekki frjáls- lega um öskjuna þegar hún er lauslega hrist þá eru þau líklega ofþroskuð eða kramin að innan, skoðaðu því vel.  Þegar þú ert komin heim með berin skaltu taka þau úr öskjunni og setja í skál. Tíndu úr skemmdu berin og hentu þeim. Lok- aðu skálinni og settu inn í ísskáp. Ekki geyma bláberin lengur en tvo til þrjá daga í kæliskáp.  Til að koma í veg fyrir að bláberin verði maukkennd skaltu ekki þvo þau fyrr en þú ætl- ar að borða þau. En þá skaltu líka þvo þau vel.  Ef þú kaupir of mikið af berjum eða not- ar þau ekki strax skaltu þvo þau og þurrka vel. Setja þau svo laus saman á bökunarplötu og frysta. Þegar þau eru orðin frosin skaltu taka þau af plötunni og setja saman í góðan poka og aftur inn í frysti. Þannig geymast þau vel þangað til þú ætlar að nota þau.  Mælt er með því að nota frosin bláber í t.d. bökufyllingar því að þau halda lögun sinni betur. Bláberjasalsa Thompson 1 bolli bláber, gróflega söxuð. ½ rauður belgpipar, stilkur og fræ fjarlægð. Skorið smátt. 1 jalapeno, fræhreinsaður og brytjaður smátt. 2 tsk. hakkað Cilantro 2 grænir laukar, fínlega saxaðir Safi úr ½ lime ¼ tsk. salt smáklípa af sykri. Setjið hráefnið allt saman í skál og hrærið það vel saman. Lokið skálinni og kælið í hálf- tíma áður en þið berið bláberjasalsað fram. Það geymist í kæli í þrjá daga. Gott að frysta berin  HOLLUSTA | Bláber
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.