Morgunblaðið - 08.07.2005, Page 31

Morgunblaðið - 08.07.2005, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 31 UMRÆÐAN ENN EINU sinni, í morgunfrétt- unum á Rás 2, 5. júlí sl. hljómuðu í eyrum mér órökstuddar og hæpnar fullyrðingar um hval- veiðimál úr munni Ás- bjarnar Björgvins- sonar. Þessi maður virðist láta sér í léttu rúmi liggja þótt sann- leikurinn í fullyrð- ingum hans sé víðs fjarri. Enn japlar hann á þeirri gömlu „tuggu“ að markaðir séu hvergi til fyrir hval- kjöt erlendis og engir sjáanlegir markaðir fyrir hvalkjöt innan- lands. Eins og Ásbjörn veit, og marg- sinnis hefur verið bent á, hafa hval- veiðar í atvinnuskyni verið bann- aðar í 20 ár. Af því leiðir að sjálfsögðu að fullkomlega er eðlilegt að markaðir séu ekki fyrir hendi meðan svo háttar til, – en það vita þeir sem vita vilja að eftirspurnin er fyrir hendi, enda hafa rannsóknir leitt það í ljós að hvalkjötið inni- heldur mikið af ómega 3-fitusýrum og öðrum hollum og góðum efnum. Það er því augljóst að markaðir fyr- ir hvalaafurðir verða ekki vandamál þegar að því kemur að veiðar verða leyfðar á ný í atvinnuskyni. Fullyrð- ingar Ásbjarnar og hans nóta um að markaður sé enginn fyrir hvalkjöt innanlands eru nánast hlægilegar og því læt ég mér þær í léttu rúmi liggja, enda um fjarstæðu eina að ræða sem ekki er svaraverð. Ásbjörn segir að birgðir hvalkjöts safnist upp í landinu af því að eng- inn vilji kaupa. Þær eru þó ekki meiri en svo – þessar miklu birgðir – að erfitt er orðið að fá kjötið keypt eða nánast ekki hægt af því að það virðist uppurið. Um síðustu helgi ætlaði ég til dæmis að kaupa hrefnukjöt á grillið, enda eitthvert besta kjöt til grillunar sem völ er á. Hrefnukjöt í þeirri verslun sem ég skipti við er ekki lengur fá- anlegt og heldur ekki í öðrum verslunum sem ég hafði spurnir af. Þetta er meira en lítið undarlegt ef miklar birgðir eru til í landinu af jafn hollri og góðri vöru! Skyldi það vera að talið um hrefnukjöts- birgðirnar væri aðeins einn liður í ómerki- legum áróðri hvala- skoðunarmanna? Ljótt væri ef satt reyndist. Væri annars til of mikils mælst að Ásbjörn og félagar létu mig og aðra vita hvar allt þetta dýr- indis hrefnukjöt er niðurkomið svo mönnum takist að fá, þótt ekki væri nema í eitt skipti, ofurlítinn bita á grillið! Ásbjörn virðist halda að vísinda- rannsóknir tengdar hvalveiðum stundi menn bara sér til gamans og niðurstöður rannsóknanna séu lítils eða einskis virði. Virðist eins og maðurinn sé í skógarferð – svo vitn- að sé í fótboltann – því ekki er ann- að að sjá en hann hafi enga hug- mynd um um hvað hann er að tala. Fullyrðingar Ásbjarnar um að hvalveiðar séu stundaðar á sömu slóðum og verið er að sýna þá eru í stíl við annað sem maðurinn lætur út úr sér, sem sagt: nánast staðlaus- ir stafir og þvæla. Það mun að vísu eitt sinn í fyrra hafa „frést“ til eins hvalaskoðunarbáts að verið væri að „skera“ hrefnu ekki svo ýkja langt frá. Var þá stímt með hraði til að leyfa hvalaskoðunarfólkinu að sjá aðfarirnar og fjölmiðlar óspart mat- aðir að hætti hvalaverndarmanna – og þar var Ásbjörn Björgvinsson í framlínunni. Ásbjörn virðist mest stjórnast af tilfinningum, óháð rökum og sann- leika. Hins vegar verður að gera þær kröfur til manns sem er for- svarsmaður samtaka að hann fari með rétt mál og láti ekki tilfinn- ingar eða skort á tilfinningum ráða orðum sínum og gjörðum. Þeir sem um þessi mál hugsa sjá lítið vit í því að hinn gífurlegi fjöldi hvala sem orðinn er kringum Ísland fái að fjölga sér óhindrað og raska þannig jafnvægi náttúrunnar. Það hafa aldrei verið forsendur fyrir hvalveiðibanni við Ísland. Það vita allir, sem til þekkja, að á meðan Ís- lendingar fengu að stunda hval- veiðar í friði voru þær stundaðar í hófi og af mikilli ábyrgð. Nú virðist svo komið eftir 20 ára hlé að hval- veiðar eru orðnar þjóðarnauðsyn til að koma í veg fyrir stórfellda rösk- un á lífríki sjávarins. Eru engar forsendur fyrir hvalveiðum? Jóhann Elíasson fjallar um hvalveiðar og svarar Ásbirni Björgvinssyni ’Þeir sem um þessi málhugsa sjá lítið vit í því að hinn gífurlegi fjöldi hvala sem orðinn er kringum Ísland fái að fjölga sér óhindrað og raska þannig jafnvægi náttúrunnar.‘ Jóhann Elíasson Höfundur er fyrrverandi stýrimaður. ÉG ER ekki viss um að við Kristján G. Arngrímsson, blaða- maður á Morgunblaðinu, höfum sama skilning á orðunum. Mér er þess vegna vandi á höndum nú þegar ég sest niður til að bregðast við viðhorfsgrein hans númer tvö um skáldskap. En ég skal reyna mitt besta. Kristján G. sagði í fyrri við- horfsgrein sinni að með „því rithöfundar hætta að hugsa um þjóðfélagið og ein- beita sér að les- endum verður líka önnur breyting sem eðlileg má teljast, og hún er sú, að skáld- sagnahöfundar og skáldsögurnar sem þeir skrifa verða sjálfhverfari …“ Í framhaldinu fjallar Kristján um M. Hou- ellebecq og þjóð- félagsrýni hans, og endar síðan á að spyrja hvort íslenskir höfundar hverfi „frá sjálfhverfu skreytilist- inni“ og taki upp „grimma þjóðfélags- rýni sem selst í met- upplögum“. Mér hefur alltaf leiðst þegar fólk tekur stórt upp í sig um mál- efni sem það virðist ekki þekkja sérlega vel, og ég gat ekki séð á fyrri viðhorfsgrein Kristjáns, og ekki heldur þeirri síðari, að hann þekki nógu vel til íslensks nútíma- skáldskapar til að geta hengt á hann þennan merkimiða: sjálf- hverf skreytilist. Maður sem af- greiðir alla þá rithöfunda sem nú eru uppi sem sjálfhverfa skreyti- listamenn, og heldur því í viðbót fram að þeir séu hættir að hugsa um þjóðfélagið, getur einfaldlega ekki vitað um hvað hann er að tala. Hann slær tóm vindhögg, og haldi hann því áfram, sem Krist- ján virðist albúinn að gera, endar með því að hann skaðar sig. Ein- hver mætti leiða Kristján gegnum íslenskan skáldskap síðustu tíu ára og sýna honum gróskuna sem þar er að finna, fjölbreytileikann, og enda á því að fletta með honum í gegnum splunkunýja ljóðabók Gyrðis Elíassonar þar sem ort er um hina nýja iðnbyltingu á einum stað, og sársauka lífsins á öðrum. Eða skyldi sársauki lífsins kannski flokkast sem sjálfhverf skreytilist? Ég er annars sammála Kristjáni G. að það sé alger óþarfi að vega að heilli starfstétt, jafnvel þótt ég sjái ekki betur en Kristján geri það sjálfur nokkuð hressilega í fyrri viðhorfsgrein sinni – ég er aftur á móti ósammála því að ég hafi vegið „að fjölmiðlafólki al- mennt“ í svari mínu. Ég var að gagnrýna ákveðnar áherslur, og bakka ekki einn millímetra með þá fullyrðingu mína að fjölmiðlafólki hættir til að meta bækur eftir fréttagildi, ekki skáldskap. Sölu- tölur bóka eru frétt í fjölmiðlum, en af hverju kemur aldrei frétt þess efnis á baksíðu Morgunblaðs- ins að í þessari ljóðabók sé óvenju skemmtileg, sláandi eða falleg myndlíking, í þessari skáldsögu athyglisverð mannlýsing, áleitnar spurningar, eftirminnilegar setn- ingar? Væru slíkar fréttir ekki meinholl tilbreyting, gætu þær ekki breytt einhverju? Metsala og skáldskapur koma hvort öðru ekkert við, skrifaði ég, og það þykir Kristjáni ekki góð latína. Metsala kemur skáld- skapnum víst við, segir hann: „Það hlýtur að vera keppikefli skáld- sagnahöfunda að ná til lesenda … Ekki vegna þess að sölumagn sé til marks um gæði skáldskapar þeirra heldur einfaldlega vegna þess að sölumagn gefur smáv- ísbendingu um að þeim hafi tekist að koma á blað hugmyndum sem ríma við hugarheim annarra …“ Auðvitað vill höfundur ná til les- enda, hvað er bók án lesenda, en að sækjast eftir metsölu er allt annar handleggur. Metsala þarf nefnilega ekki að þýða að höfundi hafi heppnast að ná til ótal les- enda; hún er oftar en ekki vitni um vel heppnaða markaðssetningu, sameiginlegt átak for- lags, höfundar og aug- lýsingastofu. Bók sem selst í stórum upp- lögum getur lent hjá mörgum lesendum sem hún rímar sáralít- ið við, og fer því er- indisleysu. Ef hægt að tala um hlutverk höf- unda, þá hlýtur það að vera hið sama og allra annarra; að gera eins vel í starfi sínu og hann getur, að sýna sjálfum sér og verki sínu trúnað. Hafi hann hæfileika og eitthvað fram að færa, þá koma les- endurnir, hvort sem það gerist samstundis eða hægt og bítandi. Fyrir nokkr- um árum var skáldsagan Kongens Fald eftir Johannes V. Jensen kosin bók aldarinnar í Danmörku. Bókin kom út í 1250 eintökum á árunum 1900–1902: það tók ríflega tíu ár að selja upplagið. Í dag hef- ur bókin selst í næstum 300 þús- und eintökum. Það sem ég er segja er þetta; metsala þarf ekki að segja neitt um það hvort hug- myndaheimur bókar rími við sam- tíma sinn. En sem betur fer selj- ast sumar góðar bækur í þúsundum eintaka árið sem þær koma út, og auðvitað vilja margir höfundar selja vel, bæði vegna þess að þeir trúa að bókin eigi er- indi, og líka vegna þess að hégóm- inn fylgir oft sköpuninni eins og skugginn. Og það er svo sann- arlega kynnt undir hégómann í þessu hálfbrjálaða umhverfi sem við búum við í dag og gengur und- ir nafninu jólabókaflóð, þar sem kastljósþættir sjónvarps, í krafti áhorfs síns og áhrifamáttar miðils- ins, fara langt með að stýra um- ræðunni, sem er ekki gott, ekki fyrir lesendur, ekki fyrir höfunda, ekki fyrir bókmenntir. Kannski er umræðan um skáld- skap á villigötum. Kannski er of mikið hugsað um útlit, of sjaldan um innihald, og kannski er of mik- ið rætt um höfundinn í stað þess að hugsa um sjálfan skáldskapinn. Ég lýsi eftir fjölbreyttari umræðu. Dýpri og meira gefandi en þeirri sem býr í sölufregnum; dýpri og meira gefandi en þeirri að kalla samtímaskáldskapinn eins og hann leggur sig sjálfhverfa skreytilist. og svo gerast undrin án þess að vera sérstaklega hringd inn Svona orti Þorsteinn frá Hamri fyrir fáeinum árum, og ég vek aft- ur máls á því að dagblöðin átti sig á að góður skáldskapur er frétt því hann getur, kannski ekki breytt heiminum á einni svip- stundu – og af hverju ætti hann líka að gera það – en í það minnsta snert ólíka strengi í brjósti lesandans, gefið kaffinu annað bragð, birtunni annan blæ, myrkrinu annan tón, snert sárið sem er djúpt inni í okkur. „og svo ger- ast undrin“ Jón Kalman Stefánsson fjallar um skáldskap Jón Kalman Stefánsson ’Kannski erumræðan um skáldskap á villigötum.‘ Höfundur er rithöfundur. HIÐ nýja Samkeppniseftirlit mun innan tíðar fjalla um eins og hálfs árs gamla kæru Iceland Ex- press á hendur Icelandair fyrir brot á samkeppnislögum. Við starfsmönnum eft- irlitsins blasir und- arleg staða. Meðal helstu gagna sem Icelandair hefur lagt fram í langvar- andi deilum Iceland Express og Ice- landair er álitsgerð Gylfa Magnússonar, dósents við viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands. Þar kemst Gylfi að þeirri fræðilegu niðurstöðu að Icelandair hafi verið frjálst að því að misnota markaðsráðandi stöðu sína með því að undirbjóða far- gjöld í samkeppni við Iceland Ex- press. Ennfremur segir Gylfi í áliti sínu að Icelandair hafi mátt selja farmiðann undir 500 kr. ef því sýndist – sem er auðvitað langt undir kostnaði við að flytja farþegann. Um síðustu mánaðamót gerðist þessi sami Gylfi Magnússon for- maður stjórnar Samkeppniseft- irlitsins. Einhverjir starfsmenn Samkeppniseftirlitsins – starfs- menn Gylfa – munu fá það verk- efni að vega og meta kæru Iceland Express gegn Icelandair og kveða upp úrskurð. Þá þurfa þeir að gera upp við sig hvort þeir ætla að taka mark á fræðimanninum Gylfa Magnússyni eða ekki. Ef þeir ætla ekki að taka mark á honum, þá standa þeir frammi fyr- ir því að hafa gert lítið úr áliti fræðimannsins – og stjórnarfor- mannsins – Gylfa Magnússonar. Það þarf sterk bein hjá starfsfólki Sam- keppniseftirlitsins að ætla að ganga gegn skjalfestri skoðun stjórnarformannsins á því hvað Icelandair leyfist í samkeppninni við Iceland Express. Gylfi hefur að vísu lýst því yfir að hann muni víkja sæti þegar þetta mál verður tek- ið fyrir. Hann ætti reyndar að vera búinn að því, vegna þess að málið er komið til meðferðar hjá Samkeppniseftirlit- inu. En það nægir engan veginn að stjórnarformaðurinn, ráðgjafi Ice- landair, víki sæti þar til málið hef- ur verið afgreitt. Hann verður að segja af sér fyrir fullt og allt. Starfsfólk Samkeppniseftirlitsins getur ekki tekið óvilhalla afstöðu ef það þarf að lokinni ákvörðun í málinu að standa andspænis Gylfa sem æðsta yfirmanni sínum. Stjórn Samkeppniseftirlitsins hef- ur víðtæk afskipti af rekstri stofn- unarinnar. Hún fjallar meðal ann- ars um ráðningarkjör, starfsframa, stöðuhækkanir, endurmenntun og þar fram eftir götunum. Við slíkar aðstæður er hætta á að faglegt álit starfs- manna Samkeppnisstofnunar í máli Iceland Express gegn Ice- landair verði litað. Áhrifavald stjórnarformannsins er hið sama, þótt hann komi ekki sjálfur að af- greiðslu málsins. Samkeppnisyfirvöld eru búin að fara illa með Iceland Express. Þau höfðu ekki dug í sér til að stöðva misnotkun Icelandair á markaðs- ráðandi stöðu sinni. Nýjasta kæra Iceland Express vegna brota á samkeppnislögum er búin að vera til meðferðar hjá samkeppnisyfir- völdum í 18 mánuði. Nú er hún komin inn á borð hjá hinu nýja Samkeppniseftirliti. Það væri að bíta höfuðið af skömminni að bjóða Iceland Express upp á að einn helsti sérfræðingur Ice- landair í ólögmætum undirboðum fengi sem stjórnarformaður Sam- keppniseftirlitsins að gnæfa yfir ákvörðun þess. Þess vegna á Gylfi að hætta Ólafur Hauksson fjallar um deilur Flugleiða og Iceland Express ’Það væri að bíta höf-uðið af skömminni að bjóða Iceland Express upp á að einn helsti sér- fræðingur Icelandair í ólögmætum undirboð- um …‘ Ólafur Hauksson Höfundur er fyrrv. talsmaður Iceland Express.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.