Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ birti þ. 8. maí sl. grein eftir Áslaugu Helgadóttur, aðstoðarrektor rannsóknarmála hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar má lesa ýmis sjónarmið um notkun erfðabreytinga í landbúnaði, sem verða að teljast vara- söm og jafnvel ein- feldningsleg, sér- staklega ef draga má þá ályktun að þar sé talað í nafni hinnar nýju stofnunar. Í því ljósi er dapurlegt hversu greinin end- urspeglar litla trú á líf- ræna ræktun, því mér vitanlega hefur lífræn ræktun á Íslandi verið að eflast mjög á seinni árum og neytendur hafa tekið fagnandi hverju nýju skrefi sem tekið hefur verið í þeim efnum og hafa í auknum mæli sótt í framleiðslu lífrænna bænda. Ólíkir valkostir Áslaug Helgadóttir heldur því fram í grein sinni að lífræn ræktun þurfi ekki að vera besta leiðin að því markmiði að framleiða neysluvöru í háum gæðaflokki á viðunandi verði, sem ekki spilli umhverfinu, erfða- tæknin geti líka haft ýmislegt fram að færa í þeim efnum. Halda má því fram með gildum rökum að dæmin, sem færð eru fram til stuðnings þessari fullyrðingu, séu afar hæpin. Því er t.d. haldið fram að lítill munur sé á nútímalegum erfðabreytingum og hefðbundnum kynbótum, erfða- tæknin sem slík sé ekki hættuleg og það sé hvort sem er ekki mögulegt að reka landbúnað án ýmissa að- gerða sem ekki geti kallast „nátt- úrulegar“. Þá finnur höfundur að því að lífrænni ræktun eða „nátt- úrulegri“ framleiðslu sé stillt upp sem einhvers konar allsherjarlausn. Hún tilgreinir raunar engin sérstök dæmi í því sambandi en af orðum hennar má ráða að það angri hana að erfðabreytt ræktun sé borin saman við lífræna ræktun. Fullyrðing hennar um „allsherj- arlausnina“ er þó bein- línis röng, þar sem líf- rænir ræktendur tefla lífrænni framleiðslu ævinlega fram sem val- kosti við hina hefð- bundnu. Og við, sem á pólitískum vettvangi höfum talað fyrir aukn- um hlut lífrænnar land- búnaðarframleiðslu, lít- um á lífrænu ræktunina sem mikilvæga viðbót við hina hefðbundnu. Erfðabreyttar landbúnaðar- afurðir valda deilum Loks má gagnrýna þá fullyrðingu Áslaugar að enn sé ekkert sem bendi til annars en „að erfðabreyttar nytjajurtir séu hollar heilsunni, öruggar fyrir umhverfið og geti skil- að bændum fjárhagslegum ávinn- ingi“. Fullyrðingin er svipuð þeim sem vekja hvað sterkust viðbrögð hjá andstæðingum erfðabreytinga í landbúnaði í nágrannalöndum okkar og valda hvað hörðustum deilum milli þeirra sem þar takast á. Allir þrír þættir fullyrðingarinnar hafa verið til umfjöllunar á vettvangi vís- inda og fjölmiðla og miklar efasemd- ir verið settar fram, sem studdar eru fjölda rannsókna og athugana. T.d. hefur nýleg bresk rannsókn, sem gerð var við Háskólann í Newcastle, leitt í ljós stökkbreytta þarmabakt- eríu í mönnum, sem að öllum lík- indum má rekja til neyslu erfða- breyttra soyaafurða. Niðurstöður rannsóknarinnar eru taldar gefa vís- bendingar um að heilsufari manna geti stafað hætta af neyslu slíkra af- urða. Víðtækar breskar prófanir á áhrifum erfðabreyttra plantna á um- hverfið voru kynntar fyrir páska og leiddu niðurstöður þeirra í ljós um- talsverð neikvæð áhrif á nátt- úrulegan fjölbreytileika lífríkisins í kring um ræktunarstaði erfða- breyttra plantna. Og varðandi hinn fjárhagslega ávinning bænda, þá er fjöldinn allur af dæmum um það hvernig bændur t.d. á Indlandi hafa verið sviknir af stórfyrirtækjum sem plata inn á þá erfðabreyttu útsæði og erfðabreyttu korni, sem gerir þá algerlega háða framleiðendunum um útsæði og sáðkorn, auk þess sem það kippir stoðunum undan fjárhagslegu sjálfstæði þeirra. Um hvert og eitt þessara atriða mætti hafa langt mál, sem ekki er svigrúm fyrir í stuttri blaðagrein. Trúverðugleiki Landbún- aðarháskóla Íslands Það er umhugsunarefni hvort full- yrðingar Áslaugar Helgadóttur í fyrrnefndri grein séu nægilega vandaðar og hlutlægar til að þær geti talist sæma óháðri akademískri stofnun eins og Landbúnaðarhá- skóla Íslands. Kannski er það ein- mitt mergurinn málsins. Kannski er Landbúnaðarháskóli Íslands hrein- lega of tengdur þeim aðilum sem hyggjast hefja ræktun á erfða- breyttu byggi í íslenskri náttúru til þess að hann geti litið hlutlægt á málin. Fyrirtækið ORF-líftækni er einmitt rekið undir sama þaki og Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA), sem er hluti af nýjum Landbúnaðarháskóla Íslands. Það hlýtur að vera algjört skilyrði fyrir trúverðugleika akademískra rann- sóknarstofnana að þær séu óháðar framleiðslufyrirtækjum á sama sviði. Í hinni gagnrýnu umræðu um erfðabreytingar, sem um þessar mundir fer fram í Evrópu er það frumskilyrði að stofnanir þær sem hafa með matvælaöryggi að gera og stunda rannsóknir á því sviði notist við eigin rannsóknir en ekki rann- sóknir framleiðenda hinna erfða- breyttu afurða. Slíka kröfu verðum við einnig að gera hér á landi. Einnig hlýtur að vera eðlilegt að gera þá kröfu til Landbúnaðarháskóla Ís- lands að hann leyfi lífrænni ræktun og lífrænum bændum að njóta sann- mælis. Erfðabreytt bygg, lífræn ræktun og Landbúnaðarháskóli Íslands Kolbrún Halldórsdóttir fjallar um erfðabreytt matvæli og svarar Áslaugu Helgadóttur ’Það er umhugsunar-efni hvort fullyrðingar Áslaugar Helgadóttur í fyrrnefndri grein séu nægilega vandaðar og hlutlægar til að þær geti talist sæma óháðri aka- demískri stofnun eins og Landbúnaðarháskóla Íslands.‘ Kolbrún Halldórsdóttir Höfundur er þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyrirmunað og þau munu trú- lega aldrei ná þeim greind- arþroska sem líffræðileg hönn- un þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum tilvikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppn- islög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á honum. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heim- ilisofbeldi og kortleggjum þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyr- irbyggja að það gerist. For- varnir gerast með fræðslu al- mennings. Jóhann J. Ólafsson: „Lýð- ræðisþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyr- irmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmundsson: „Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu samræmi við áður gefnar yf- irlýsingar framkvæmdavalds- ins, um að skapa betra um- hverfi fyrir bílaleigurnar.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Í BÓKINNI Sunnlenskar byggðir 3.bindi, er sagt um beitarrétt Gríms- nesbænda í Þingvallalandi „Afnota- rétt afréttarlands, afhendir þáver- andi prestur á Þingvöllum, Grímsneshreppi, með makaskiptum fyrir Kaldárhöfða 7. september 1896“. Þingvallaland þ.m.t. Skjald- breiður og hraunið, hefur aldrei ver- ið eign Þingvallakirkju, Þingvalla- prestur gat því ekki selt hluta af Þingvallalandi sem eignarland kirkj- unnar. En presturinn hafði allar nytjar af landinu og hefur trúlega talið að hann gæti selt hlut- deild í þeim nytjarétti, sbr. beitartoll. Þing- vallapresti og hrepps- nefnd Grímsneshr., virðist hafa verið ókunnugt, það sem Jarðabók Árna Magn- ússonar og Páls Vídal- ín segir um afrétt- arlönd Grímsnes- og Þingvallahrepps. Þar er sagt m.a. um Brúsastaði „Afrjett á jörðin saman við Grímsnesinga á Skjaldbreiðarhrauni og Hrafna- björgum og þar norður um allt“. Um Efstadal „Afrjett á jörðin ásamt öll- um Grímsnesingum, norður og vest- ur á fjöll kring um Skjaldbreið og var þá siður að reka þangað sem heitir Lambahraun“. Miðja afréttarins hefur að líkindum verið í eða nálægt Eldborgum í Lamba- hrauni, landamerkjalýsing Skálholt- biskups, frá miðri Galdrabrennuöld þegar íslenskt réttarfar laut lægst, er ekki í samræmi við þá afrétt- armiðju og sýnist gera stóran hluta af hinu forna Grímsnesinga afréttarlandi að eignarlandi jarða, sem þá voru eign Skálholtsstóls. Bændur í Biskupstungum og Grímsnesi, þegar efni Jarðabók- arinnar var safnað og Jarðabókarrit- stjórarnir, sem hafa haft aðgang að skjalasafni Skálholtsstóls, virðast ekki hafa tekið alvarlega eða stuðst við heimalagaðan biskupsspuna um landamerki, sem saminn er mörgum árum eftir að Skálholtsstaður brann, að köldum kolum árið 1630, ásamt safni bóka, skjala og máldaga- frumrita þ.á m. Vilchinsmáldaga. Ekki er vísað til biskupslanda- merkja í frásögn Jarðabókarinnar af víðlendum og hagagóðum jörðum í fyrrnefndum sveitum. Engar eldri heimildir finnast um þessi landa- merki, þinglýsingu eða staðfestingu Alþingis við Öxará á þeim. Eru einhver sérstök kenni- leiti í landslagi, eða gróðurfar sem sanna að biskupslandamerki, norðan Útfjalla séu þau sömu og landnámsmörk, landnámsmannsins í Grímsnesi og Bisk- upstungu? Ætti það að varða vangildi, viðkomandi atriða dóms í þjóðlendumálum, ef spuni, ókunnug- leiki, ónákvæm reifun máls, leiðsögn hagsmunaaðila á vettvangi og sjálf- töku landamerkjaskrár, þó þinglýst- ar séu, að vísu fyrir aðeins rúmri öld og án tilvísana í marktækar eldri heimildir, hafa villt um fyrir Óbyggðanefnd og dómstólum? Ráðríkir og frekir síðmiðalda biskupar, höfðu í hendi sér að leigu- liðar og kotbændur samþykktu rétt- hermi biskupsskjala. Gleymum ekki í allsnægtahyggju, kjörum kúgaðrar alþýðu á svörtum síðmiðöldum. Við sem fengum í arf, frelsi og fullvalda réttarríki. Dómstólarnir eru mikilvægustu stoðir réttarríkisins, þó fáir ætlist til þess, að þar sitji alltaf í öllum sæt- um, jafningjar Salómons. Hefur hreppsnefnd Grímsneshr., árið 1896, vegna ókunnugleika talið sig þurfa að kaupa þann nytjarétt (afrétt) sem bændur í Grímsnesi höfðu um aldir átt í Þingvallalandi? En viðurkenndu með þeim meintu landkaupum, að Skjaldbreiðarsvæðið væri eign- arland Þingvalla. Dómstólar úr- skurða hvort jörðin Kaldárhöfði, tíu hundraða jörð, smájörð skv. fornu jarðamati, sé að fullu goldin með áratuga sumarbeit búfjár Grímsnes- inga í Þingvallalandi. Í Vilchinsmáldaga, afriti af afriti frá 1598, kemur fram að kirkjan á Þingvöllum á ekkert í Þingvalla- landi, sem hefur verið þjóðareign frá stofnun Alþingis, þeirri staðreynd verður ekki breytt með spunasagn- fræði. Geta landakröfumenn ekki sætt sig við með ánægju, að eiga bara jafnmikið í Þingvallalandi og aðrir landsmenn? Og fleiri landsvæðum sem þeir vilja hrifsa með spuna og lagarefjum, sbr., fullyrðingar um landeignir jarða yfir fjöll og firnindi í Langjökul og Vatnajökul og eign- arlönd á Lóns- og Mývatnsöræfum. Heyrst hefur að landakröfumenn lumi á fleiri spunagerningum, síð- miðalda presta og biskupa um landa- merki. Í Fasteignamatsbókinni 1957, kemur fram að samanlagt landverð (mat) tíu af svokölluðu landsmestu jörðum landsins, er lægra en sam- anlagt landverð tíu landminnstu jarðanna á Kjalarnesi. Margar þeirra, að sögn landstærstu, eru stærri en hinar tíu jarðir á Kjal- arnesi til samans. Lóðarverð (mat) hálfs hektara lóðar í vesturbæ Reykjavíkur, var rúmlega tvöfalt landverð þeirrar jarðar, sem fullyrt er að sé stærsta jörð á Íslandi. Það verður ekki séð af skattskrám, að skattgreiðslur af ,,Stóru-Stórjörð- unum“, séu einhvers konar staðfest- ing fjármálaráðh., f.h. ríkisins á meintum landamerkjum þeirra og víðlendi, en það virðist vera meining landakröfumanna. Allar nytjar á afréttarlöndum og almenningum og mörk þeirra, voru ákveðin skv. lögum hins forna Al- þingis, þau landsvæði voru ekki eignarlönd bænda eða biskupa, sbr., Jónsbók, skv. lögum áttu bændur að reka búfé í miðjan afrétt (afrétt- arlandið). Er það samboðið íslenska rétt- arríkinu, vizku og virðingu íslenskra dómstóla, að þeir taki gilda yf- irgangs- og valdníðslugerninga frá myrkum miðöldum? Er svarið, að réttum lögum, annars staðar en hjá hinu háa Alþingi? ,,Alþjóð minni helgað bjarg“, þessi orð listaskáldsins, lýsa vel hver er eigandi hálendis Íslands. Skjaldbreiður Hafsteinn Hjaltason fjallar um þjóðlendur ’Er það samboðið ís-lenska réttarríkinu, vizku og virðingu ís- lenskra dómstóla, að þeir taki gilda yfir- gangs- og valdníðslu- gerninga frá myrkum miðöldum?‘ Hafsteinn Hjaltason Höfundur er vélfræðingur og áhugamaður um þjóðlendur og náttúruvernd. JÓN Gunnarsson, áhugamaður um hvalveiðar, ritar grein í Morg- unblaðið í gær um nýafstaðinn ársfund Alþjóðahvalveiðiráðsins. Hann fær ekki dulið gremju sína yfir því að ekki eru allir sömu skoðunar og hann og hneykslast mjög á fjölmiðlum fyrir að taka mark á þeim sem það eru ekki. Því næst sakar hann Náttúruverndar- samtök Íslands um að beita blekk- ingum og vísar til ummæla und- irritaðs í Morgunblaðinu 25. júní sl. þess efnis að ríki frá Vestur- Afríku hafi brugðist Japan og öðr- um hvalveiðiríkjum á fundinum í Ulsan. Staðreyndin er að þrjú Afríku- ríki, Gambía, Kamerún og Togo, sendu ekki fulltrúa sína á fundinn í Ulsan. Þessi ríki höfðu þó nýver- ið tilkynnt um inngöngu sína í ráð- ið. Var talið fullvíst að þessi þrjú ríki myndu greiða atkvæði með Japan á fundinum í skiptum fyrir fengna þróunaraðstoð frá Japan. Þau greiddu því atkvæði með fjar- veru sinni. Þau ummæli sem Morgunblaðið hafði eftir mér hinn 25. júní eru því fyllilega réttmæt. Það er von mín að Jón Gunn- arsson muni í framtíðinni kynna sér betur staðreyndir málsins áð- ur en hann brigslar þeim sem eru honum ósammála um óheilindi. Árni Finnsson Um ársfund Hvalveiðiráðsins Höfundur starfar hjá Nátt- úruverndarsamtökum Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.