Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FRJÁLSLYNDI flokkurinn er
langt frá því að vera eins máls flokk-
ur, líkt og svo margir
vilja halda fram. Á
landsþingi flokksins,
sem haldið var 4. og 5.
mars síðastliðinn, voru
samþykktar metn-
aðarfullar stjórn-
málaályktanir og
stefnumál á ýmsum
sviðum. Hér á eftir
verður drepið á helstu
áhersluatriði flokksins í
menntamálum.
Grundvallaratriði
í menntastefnu
Frjálslynda flokksins er jafn og
óhindraður aðgangur allra að
menntun án tillits til efnahags og
búsetu. Flokkurinn telur að mennt-
un og rannsóknir eigi að njóta for-
gangs í íslensku þjóðfélagi og vill að
Íslendingar taki virkan þátt í alþjóð-
legu samstarfi í þágu menntunar og
rannsókna. Frjálslyndi flokkurinn
leggur áherslu á að
bæta aðgang að fram-
haldsnámi og sí-
menntun með aukinni
áherslu á fjarnám.
Frjálslyndi flokk-
urinn vill gera leik-
skólann gjaldfrjálsan í
áföngum. Flokkurinn
vill efla samvinnu á
milli skólastiga þannig
að skólastigin myndi
samfellu. Flokkurinn
vill efla fag- og rekstr-
arlegt sjálfstæði
grunnskóla og vill að
grunnskólum verði gert kleift að
koma til móts við nemendur með
einstaklingsmiðaðri kennslu. Þá vill
flokkurinn efla val foreldra um hvar
börn þeirra sækja skóla og vill gera
sjálfstæðum skólum kleift að starfa
með því fororði að skólagjöld verði
ekki innheimt af foreldrum.
Frjálslyndi flokkurinn vill stórefla
náms- og starfsráðgjöf í grunn-
framhalds- og háskólum, bæði
vegna þeirra áforma stjórnvalda um
að stytta námstímann til stúdents-
prófs um eitt ár og til þess að sporna
gegn brottfalli úr námi. Flokkurinn
vill efla eftirfylgni með brottfalls-
nemendum og hlúa að því unga fólki
sem ekki finnur sig í hefðbundnu
námi. Stórefla þarf tengsl atvinnu-
lífs og skóla, ekki síst með starfs-
fræðslu og starfstengt nám í huga.
Flokkurinn telur brýnt að auka fjöl-
breytni í námi bæði í grunn- og
framhaldsskólum og efla náms-
brautir fyrir fatlaða innan fram-
haldsskólans. Það þarf að efla náms-
framboð fyrir nýbúa innan
framhaldsskólans. Þeir nemendur
eru í mikilli brottfallshættu ef þeir
skila sér þá á annað borð inn í fram-
haldsskólann.
Frjálslyndi flokkurinn vill að
ríkissjóður kosti tónlistarnám nem-
enda á framhaldsstigi í tónlistar-
skólum á sama hátt og annað nám
sem stundað er í framhaldsskólum
landsins og vill að lengra komnir
nemendur í tónlist fái námið að fullu
metið til eininga til stúdentsprófs.
Þá vill flokkurinn að tónlistar-
kennsla standi öllum nemendum til
boða innan veggja grunnskólans á
skólatíma.
Frjálslyndi flokkurinn vill auka
fjárframlög til háskólasamfélagsins í
samræmi við önnur Norðurlönd og
vill stórefla nám í táknmálsfræði við
Háskóla Íslands.
Flokkurinn er hlynntur markaðs-
lausnum í rekstri menntastofnana á
háskólastigi, svo framarlega sem
skólarnir bjóða upp á nám sem
stenst kröfur sem almennt eru gerð-
ar til háskóla. Frjálslyndi flokkurinn
vill hvetja fyrirtæki til fjárframlaga
til háskóla með því að gera fram-
lögin frádráttarbær frá skatti.
Frjálslyndi flokkurinn leggur
áherslu á að skólagjöld verði ekki
tekin upp í ríkisreknum háskólum.
Um Lánasjóð íslenskra náms-
manna segir m.a. í menntastefnu
flokksins að hann vilji að grunn-
framfærslan endurspegli raunhæfa
framfærslu námsmanns enda sé há-
skólanám full vinna og ekki hægt að
gera þær kröfur að nemendur verði
að vinna með námi til þess að geta
framfleytt sér og sínum.
Þetta er aðeins brot af metnaðar-
fullri stefnu Frjálslynda flokksins í
menntamálum og hvet ég lesendur
til þess að kynna sér stefnumál
Frjálslynda flokksins á heimasíðu
hans www.xf.is
Stefna Frjálslynda flokksins
í menntamálum
Sólborg Alda Pétursdóttir
fjallar um stefnu Frjálslynda
flokksins ’Flokkurinn er hlynnt-ur markaðslausnum í
rekstri menntastofnana
á háskólastigi, svo fram-
arlega sem skólarnir
bjóða upp á nám sem
stenst kröfur sem
almennt eru gerðar til
háskóla.‘
Sólborg Alda
Pétursdóttir
Höfundur situr í miðstjórn
Frjálslynda flokksins.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
LAUGARDAGSKVÖLD eitt fyrir
nokkru, nánar tiltekið klukkan hálf
tólf, kom ég akandi út af Ártúns-
brekkunni í átt til hverfisins þar sem
ég bý, þetta var gott kvöld, sólin stóð
lágt, nær heiðskír himinn og vindur
af vestri. Ég horfði út yfir vogana í
átt til sólarlagsins og hugsaði um
hvað það yrði fallegt hér þegar búið
yrði að hrinda þeirri skáldlegu hug-
mynd í framkvæmd að gera þetta
svæði að samfelldu útivistar- og
íbúðasvæði.
Svo ók ég Sævarhöfðann framhjá
bílaumboði Ingvars Helgasonar,
sandhólum malbikunarstöðvar, bíla-
flota vörubílastöðvar og beygði fyrir
Höfðann framhjá Sorpu og inn í
hverfið mitt. Þar var enn verið að
vinna á hinu risastóra ófrýnilega
sandfjallasvæði Björgunar ehf. Ver-
ið var að dæla sandi af einum kran-
anum, bununa bar tignarlega við
himininn. Og gleðin vék úr huga mér
því ég vissi – vegna vesturáttarinnar
– að frá bununni og fjöllunum í kring
myndi fíngerður sandur svífa yfir
íbúðarhúsin sem standa þar aðeins í
nokkurra metra fjarlægð og halda
áfram að fylla þakrennurnar, leggj-
ast yfir svalirnar, smjúga gegnum
loftræstingar, inn um gluggana,
leggjast í gluggasyllur, á gólf , á
tölvuskjái, á húð barna og fullorð-
inna og smeygja sér inn í allar rifur
og göt þar sem hús, tæki, og menn
anda.
Fólkið sem keypti fyrstu íbúð-
irnar í þessu hverfi (árið 2001) var
fullvissað um af söluaðilum að fyrir-
tækið Björgun e.h.f. yrði farið innan
tveggja ára, því hefði verið úthlutað
lóð annars staðar fjarri íbúabyggð.
Það spurðist hins vegar fyrr á þessu
ári að búið væri án vitundar íbúa að
framlengja þennan samning a.m.k.
til ársins 2009 og í framhaldi af því
hefur fyrirtækið ekki aðeins eins og
áður dælt sandi yfir okkur íbúa, bíla
og hús, heldur hefur það fært sig inn
fyrir lágan garð sem áður aðskildi
sandhlössin og íbúðahverfið, þar
hefur það að hluta til hrúgað upp
steinbjörgum og geymir þar einnig
kerrur, gáma, ýtur og vörubíla. Auk
þess hefur það lagt einu sanddælu-
skipa sinna, Gleypi, í marga mánuði
inni í smábátahöfninni.
Við íbúar brugðumst við þessu
endurnýjaða leyfi með undirskrifta-
söfnun þar sem mótmælt er áfram-
haldandi atgangi fyrirtækisins yfir
og inni í og allt um kring. Nú skilst
mér að umhverfisráð hafi brugðist
skjótt við og í tvígang fundað um
málið eftir að hafa fengið undir-
skriftirnar í hendur og á vef borgar-
innar má lesa að ráðið vilji reyna að
koma fyrirtækinu burt sem fyrst og
á meðan verði reynt að „lágmarka“
óþægindin sem af því stafa eins og
menn orða það á enskættuðu við-
skiptamáli.
Þessi afgreiðsla nægir ekki íbúum
Bryggjuhverfis. Þeir hafa verið
blekktir.
Þeir eiga kröfu á að því verði kom-
ið á hreint hver beri ábyrgð á þeim
óþægindum sem Björgun ehf. hefur
þegar valdið okkur íbúunum og veld-
ur á hverjum degi, hver beri ábyrgð
á þeim skemmdum sem það kann að
hafa valdið, jafnvel heilsutjóni –
komi upp skaðabótakröfur vegna
þeirra vandræða alla. Er það
Reykjavíkurborg sem ber ábyrgðina
þar sem hún heimilar heilsu- og
tækjaspillandi atvinnurekstur á
borð við þennan inni í íbúabyggð?
Eða eru það eigendur Björgunar
ehf.? Þeir reyndar haga sér oft eins
og íbúar Bryggjuhverfis séu niður-
setningar á atvinnulóð þeirra, –
þannig að ýmsum okkar hér er ekki
lengur alveg ljóst hvar við eigum
heima. Búum við í Reykjavíkurborg
eða hjá Björgun ehf.?
Að rekstur Björgunar ehf. verði
þegar í stað stöðvaður og fluttur
burt, því það er hlægilegt að ætla sér
að „lágmarka“ óþægindin sem stafa
af sandfjöllunum nema menn telji
sig vera þess umkomna að stjórna
hraða og styrk suðvestan- og vestan-
vindsins.
MARÍA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Naustabryggju 57, 110 Reykjavík.
Að „lágmarka“ vestanvindinn
Frá Maríu Kristjánsdóttur,
íbúa í Bryggjuhverfi:
NOKKRAR spurningar sem menn
spyrja sig eftir tuttugu ára veiði-
stjórnun á Íslandsmiðum.
1. Í öllum meginatriðum hafa stjórn-
völd farið eftir ráðleggingum
Hafrannsóknastofnunar hvað
varðar veiðistjórnun.
2. Samt er ástand þorskstofnsins
eins og raun ber vitni. Svo vísað sé
í grein í Morgunblaðinu 28. júní
eftir þá Ólaf Karvel Pálsson, Ein-
ar Hjörleifsson og Höskuld
Björnsson, sér-
fræðinga hjá
Hafrann-
sóknastofnun.
3. Hafrann-
sóknastofnun
er á algjörum
villigötum.
Ekki er tekið
tillit til þess að
þorskurinn við
Ísland skiptist í marga stofna sem
sumir eru stórlega ofveiddir en
aðrir vannýttir. Allir sem hafa
komið nálægt sjómennsku vita að
fiskur er hnappdreifður. Þar sem
er mikill fiskur í dag getur verið
lítill fiskur á morgun.
4. Hafrannsóknastofnunin byggir
sínar forsendur á svokölluðu
„ralli“, það eru veiðar sem fara
fram á sama tíma árlega, ásamt
seiðatalningu. Í togararalli er lítið
tekið tillit til veðurfars sem er
breytilegt milli ára eða hvernig
stendur á straumi (hvort það sé
stórstreymt, smástreymt eða
hvernig stendur á fallaskiptum)
5. Árangur af veiðistjórnun næst
aldrei fyrr en Hafrannsóknastofn-
unin fer að breyta forsendum
veiðistjórnunar m.a. með því að
nýta sér reynslu þeirra sem hafa
stundað sjóinn til langs tíma.
ÓLAFUR SIGURÐSSON,
skipstjóri í 40 ár.
Hrygningarstofn og nýliðun
þorsks enn og aftur
Frá Ólafi Sigurðssyni skipstjóra:
Ólafur Sigurðsson
mbl.is
smáauglýsingar