Morgunblaðið - 08.07.2005, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 37
MINNINGAR
árangri. Kalli var einstaklega ljúfur
og góður, eins og besti bróðir. Það
var aðeins mánuður á milli okkar og
fylgdumst við því að bæði í leik og
skóla en Miðbæjarskólinn var okkar
skóli. Það kom snemma fram að allt
lék í höndum Kalla eins og síðar átti
eftir að koma í ljós.
Við vorum mjög samrýndir og
vildum helst aldrei hvor af öðrum
sjá. Það týndist aldrei annar okkar.
Annað hvort báðir eða hvorugur.
Eftir barnaskólann hafði Kalli
stutta dvöl í Gagnfræðaskóla en hug-
ur hans beindist annað. Honum voru
allir vegir færir, hann var námfús og
unun að fylgjast með hvernig allt lék
í höndum hans. Hann ákvað að nema
rafvélavirkjun og fór í Iðnskólann
þar sem hann lauk námi árið 1946.
Á þessum árum var Kristín, lífs-
förunautur hans, komin til sögunnar.
Hann hafði á þessum tíma keypt sér
mótorhjól og minnist ég þess að eitt
sinn fórum við saman á hjólinu aust-
ur að Ragnheiðarstöðum þar sem
æskuheimili Kristínar var. Hann lét
sig ekki muna um að fara um langan
veg að hitta hana og hennar fólk.
Að Iðnskólanámi loknu fóru þau
Kristín og Karl Jóhann til Aarhus í
Danmörku þar sem hann lagði stund
á nám í raffræði við Aarhus Elektro-
teknikum og útskrifaðist þaðan sem
tæknifræðingur árið 1951. Minnist
ég heimsóknar til þeirra þangað og
hve gott var þangað að koma, mynd-
arskapurinn og gestrisnin söm við
sig. Á námsárum sínum í Danmörku
eignaðist Kalli nokkra góða skóla-
félaga sem hann hélt sambandi við
alla ævi. Þeir hittust á báðum stöð-
um, í Danmörku og hér á Íslandi, og
er það til marks um tryggðina sem
Kalla var svo eiginleg.
Nokkru eftir heimkomu þeirra ár-
ið 1951 hafði hann hug á að setja á
stofn verksmiðju til framleiðslu á
neonskiltum. Slík framleiðsla þekkt-
ist þá ekki hér á landi, og öll slík
skilti voru innflutt. Hér var ekki um
einfalda framleiðslu að ræða, og ekki
öllum gefið að ráða við slíkt. Þetta
fór vel af stað, hann stofnaði Raf-
ljósagerðina Neon og varð frum-
kvöðull á þessu sviði hér á landi. Rak
hann verksmiðjuna í tugi ára án þess
að nokkur treysti sér til að fara inn á
það svið. Varð þetta hans ævistarf.
Karl Jóhann og Kristín áttu
barnaláni að fagna. Börnin þeirra,
Karl Örn, María og Sighvatur, eru
glæsilegt og gott fólk sem sýndu for-
eldrum sínum ástríki. Heimili þeirra
var alla tíð einstaklega notalegt og
hlýlegt. Svona var þetta í kringum
þau, bæði þegar þau settu upp sitt
heimili hér í byrjun og ávallt síðan.
Eftir lát foreldra sinna fékk hann að
hluta til þeirra búslóð fyrir sitt heim-
ili. Heimilið minnti mann því alltaf á
Öldugötuna frá því forðum. Sýndi
það hug hans til æskuheimilisins.
Nú þegar leiðir skilja er mér
þakklæti efst í huga fyrir það að hafa
átt slíkan frænda og samferðar-
mann.
Við Sigga, börnin okkar og fjöl-
skyldan öll sendum Kristínu og
hennar fjölskyldu okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Við þökkum Kalla
samfylgdina og biðjum góðan guð að
vaka yfir fjölskyldu hans.
Hjalti Geir Kristjánsson.
Nú er okkar elsku besti frændi bú-
inn að fá hvíldina, eftir erfið veikindi
undanfarin þrjú ár.
Kalli var einstakur maður. Með
hnyttin tilsvör, sérlega ljúfur, hafði
afbragðsgóða kímnigáfu, mjög barn-
góður, mikill mannvinur, höfðingi
heim að sækja, ástfanginn af lífinu
og kunni að njóta lífsins með fjöl-
skylduna í fararbroddi.
Íslenskan er fallegt tungumál og
öll þau lýsingarorð sem við eiga um
sannan Íslending, sem fór ungur ut-
an til að nema og kom heim til þess
að styrkja okkar þjóðarbú og sam-
félag eiga við um Kalla.
Kalli og fjölskylda héldu til Dan-
merkur þar sem hann hóf nám í raf-
tæknifræði. Þau áttu yndisleg ár í
Danmörku og eignuðust þar vini sem
hafa reynst allri fjölskyldunni afar
vel.
Undanfarið ár höfum við hjónin
ásamt dætrum okkar búið í Dan-
mörku, landinu sem Kalli elskaði
næst Íslandi. Hann samgladdist okk-
ur innilega þegar við ákváðum að
flytjast búferlum. Þegar við ræddum
saman um síðustu jól buðum við
Kalla og Kiddý að koma í heimsókn
til okkar þegar þeim hentaði og var
hann afskaplega glaður og ætluðu
þau svo sannarlega að heimsækja
okkur.
Í stað þess að spássera um Tívolí
þá er elsku Kalli frændi nú að njóta
blómanna í garði Guðs.
Kalli og Kiddý voru ætíð meira en
frændi og frænka. Garðurinn þeirra í
Brúnastekknum var einstaklega fal-
legur. Garðhúsið var eins og galdra-
hús fyrir dætur okkar þar sem Kalli
sýndi töfrabrögð, þar sem puttarnir
hurfu og vínber uxu á trjánum. Það
tók okkur hjónin oft langan tíma að
útskýra að þetta gæti bara Kalli
frændi gert.
Minningarnar eru margar. Fyrsti
veiðitúrinn var með Kalla þar sem
Ingvar veiddi sinn fyrsta fisk. Allar
bíóferðirnar þar sem þeir frændur
sáu hinar ýmsu myndir og þegar þeir
Sighvatur voru orðnir óþolinmóðir
fyrir sunnudags þrjú-sýninguna þá
sagði Kalli þeim bara að klappa og
stappa eins og þeir ættu lífið að leysa
og þá myndi bíóið byrja. Þeir skildu
það ekki alveg hvað allir horfðu á þá
klappandi og stappandi þegar að
sjálfsögðu myndin byrjaði á slaginu
þrjú. Kalli hafði einstakt lag á að
hafa ofan af fyrir börnum.
Jól og áramót tengjast Kalla
frænda og Kiddý. Jólaboðin heima í
Brúnastekknum sem og áramótin
heima hjá ömmu Erlu eru ógleym-
anleg. Við hjónin erum einnig þakk-
lát fyrir þeirra heimsóknir þar sem
við höfum átt afar ánægjulegar
stundir í Hafnarfirðinum.
Ein af síðustu minningum með
Kalla var í sjötugsafmæli ömmu
Erlu síðastliðinn nóvember. Kalli
bauð Hildi Helgu ellefu ára dóttur
okkar upp í dans. Þetta var hennar
fyrsti dans en hans síðasti dans.
Þessu mun hún aldrei gleyma.
Við hjónin fengum að kveðja Kalla
daginn sem hann kvaddi. Við töluð-
um við hann, grétum og jafnvel hlóg-
um þegar við vorum að rifja upp
skemmtileg atvik úr fortíðinni og ég
er þess fullviss að hann vissi að við
vorum hjá honum.
Kalli var maður hversdagsham-
ingjunnar. Hann átti því láni að
fagna að eiga yndislega konu sem og
fjölskyldu. Kiddý hefur hlúð að Kalla
af lífi og sál, af einstakri alúð og um-
hyggju í erfiðum veikindum hans.
Styrkur hennar hefur verið ótrúleg-
ur.
Elsku Kalli, við erum ríkari fyrir
að hafa átt þig að og fyrir hvað þú
varst yndislegur við okkur öll. Við
sendum elsku Kiddý, Karli, Maju,
Sighvati og ömmu Erlu okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og biðjum
góðan Guð að styrkja okkur öll sem
elskuðum Kalla frænda.
Ingvar Örn, Helga
Þóra og dætur.
Þegar ég kveð í dag Karl Jóhann
Karlsson rifjast upp fölskvalaus vin-
átta og að auki fjölskyldutengsl. Við
vorum svokallaðir Vesturbæingar,
Karl bjó við Öldugötu og ég við
Bárugötu og húsagarður skildi á
milli okkar. Við sóttum Miðbæjar-
skólann og Fríkirkjusöfnuðurinn var
sálarathvarf fjölskyldna okkar.
Landakotstúnið var fótboltavöllur-
inn okkar, með góðfúslegu leyfi Mol-
inbergs biskups undir ströngu eft-
irliti Fedda munks, eins og við
kölluðum þann samviskusama
kirkjuvörð katólskra við Krists-
kirkju, og vorum við Karl ásáttir um
að færa honum íslensk frímerki af og
til og öðluðumst það traust sem
dugði okkur og einnig að fara upp í
kirkjuturninn stöku sinnum rétt fyr-
ir klukknahringingu klukkan 18.
Á þessum unglingsárum okkar var
Slippurinn og Reykjavíkurhöfn hið
stóra og dulda ævintýri, innlend og
erlend skip og tækniundur Slippsins,
en faðir Karls var þar mest ráðandi
og meðeigandi.
Foreldrum okkar þótti rétt að út-
vega okkur skriftarkennslu í einka-
tíma sem fram fór í Landsbankanum
við Austurstræti í Reykjavík. Það
voru síðustu nánu samskipti okkar
Karls á tímabili sem kölluð eru ung-
lingsár.
Það var 18 árum síðar sem leiðir
okkar lágu aftur saman og vináttu-
bönd styrktust að nýju sem entust til
þessarar helgu stundar sem enginn
fær umflúið.
Alexander sonur minn og María
Karlsdóttir ákváðu að efna til hjú-
skapar 1968. Þau eignuðust þrjú
börn, Hrafnhildi, Karl og Kristínu,
og naut þessi fjölskylda samvista við
Karl Jóhann og Kristínu Sighvats-
dóttur eiginkonu Karls af mikilli ást-
úð og styrk sem seinna kom vel í ljós
við skyndilegt fráfall Alexanders. Á
þessari ögurstund í lífi Maríu kom
berlega í ljós hversu Kristín og Karl
voru miklir og traustir vinir í raun.
Óhætt er að fullyrða að traust og vin-
átta voru þeirra aðalsmerki sem ég
og Anna virðum að verðleikum þegar
söknuður við fráfall Karls Jóhanns
Karlssonar hvílir á ættingjum og
nánum vinum.
Nú þegar komið er að leiðarlokum
hjá Karl Jóhanni biðjum við þann
sem öllu ræður um styrk til Krist-
ínar, barna þeirra og barnabarna.
Karli óska ég velfarnaðar á þeirri
leið sem hann hefur nú lagt út á.
Hermann Bridde.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
TÓMAS MAGNÚSSON,
Stóru-Sandvík,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugar-
daginn 9. júlí kl. 13.30.
Sigríður Kristín Pálsdóttir.
Ari Páll Tómasson, Guðrún Guðfinnsdóttir,
Rannveig Tómasdóttir, Viðar Ólafsson,
Magnús Tómasson, Líney Tómasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
PÁLA S. ÁSTVALDARDÓTTIR
frá Sauðárkróki,
til heimilis að Laufbrekku 24,
Kópavogi,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstu-
daginn 1. júlí, verður jarðsungin frá Digra-
neskirkju í dag, föstudaginn 8. júlí, kl. 13.00.
Hálfdán Sveinsson,
Ásta Hálfdánardóttir, Sigurjón Ámundason
Hálfdán Sigurjónsson,
Páll Sigurjónsson, Chomyong Yongngam.
Hjartkær móðir okkar,
BJÖRG ARADÓTTIR
frá Hólmavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli að kvöldi miðviku-
dagsins 6. júlí.
Útförin verður auglýst síðar.
Trausti Pétursson,
Pétur Pétursson.
Elskulegur bróðir okkar,
EINAR MAGNÚS MATTHÍASSON
frá Hómavík,
Hrauntúni 12,
Breiðdalsvík,
lést að kvöldi miðvikudagsins 6. júlí.
Fyrir hönd systkinanna,
Þuríður Matthíasdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
systir,
GUÐRÚN KJARTANSDÓTTIR,
Ljósheimum 18a,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju-
daginn 5. júlí.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn
12. júlí kl. 13.00.
Hafdís Hannesdóttir,
Þórey Hannesdóttir, Baldur Pálsson,
Nína Guðrún Baldursdóttir,
Hrafnhildur Baldursdóttir,
Hannes Kjartan Baldursson,
Erla Kjartansdóttir Poulsen.
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
LEGSTEINAR
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is
Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem sýndu
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns,
SIGURÐAR SIGURÐSSONAR
kaupmanns
í versluninni Hamborg.
Guð geymi ykkur öll.
Jóna Kjartansdóttir,
börn, barnabörn og langafabörn.