Morgunblaðið - 08.07.2005, Side 40

Morgunblaðið - 08.07.2005, Side 40
40 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Pála SigurrósÁstvaldardóttir fæddist á Sauðár- króki 27. september 1921. Hún andaðist á hjúkrunarheimil- inu Sunnuhlíð í Kópavogi 1. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ást- valdur Einarsson, f. 7.8. 1889, d. 23.8. 1955, og Sigurbjörg Pálsdóttir, f. 12.5. 1894, d. 24.8. 1949. Systur Pálu eru Ingibjörg Kristín, f. 18. 9. 1916, d. 14.2. 1933, Álfheiður, f. 30.5. 1918, og Stefanía Björg, f. 11.9. 1926. Pála hóf sambúð 1938 með eftirlif- andi manni sínum, Hálfdáni Sveins- syni, f. 13.6. 1914. Dóttir þeirra er Sig- urbjörg Ásta, f. 22.7. 1939, maki Sigurjón B. Ámundason, f. 12.5. 1939. Synir þeirra eru Hálfdán, f. 21. 4. 1964, og Páll, f. 26.11. 1969, kvænt- ur Chomyong Yongngam, f. 31.12. 1979. Pála Sigurrós verður jarðsung- in frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku mamma mín. Ég kveð þig með söknuði. Þú varst góð mamma. Besta mamma í heimi mundi lítill krakki segja. Þú kenndir mér að taka tillit til annarra, og gefast ekki upp. Á unglingsárum mínum vorum við eins og vinkonur frekar en mæðgur, og fórum oft að skemmta okkur saman. Enda varst þú ung þegar þú fæddir mig. Seinna á æv- inni er ég átti erfið ár hélst þú í mér lífinu, því þú varst alltaf hress og kát. Þú varst ung að árum er þú greindist með erfiðan sjúkdóm, síð- ar bættust fleiri við. En þú tókst því eins og öðru, gafst ekki upp, varst alltaf hress og kát og alltaf glæsi- leg. Þú áttir svör við öllu og gast gert allt ein og vildir öllum hjálpa. Þann- ig mun ég muna þig. Við áttum margt sameiginlegt, til dæmis áhuga á dansi og söng. Síð- asta árið náði ég helst til þín með söngnum, og við pabbi sungum með þér nærri daglega. Ég ætla að enda þetta með erindi úr uppáhalds kvæðinu þínu, sem við sungum saman á hverjum degi. Lífið allt má léttar falla, ljósið vaka í hugsun minni, ef ég má þig aðeins kalla yndið mitt í fjarlægðinni. (Friðrik Hansen.) Guð blessi þig, elsku mamma, um alla eilífð. Þín Ásta. Okkur bræður langar að minnast hennar ömmu, Pálu Sigurrósar , nokkrum orðum. Nokkur orð eru kannski ekki nóg þegar maður fer að hugsa til baka en þau verða þó að duga í þetta sinn. Hún amma naut sín best í góðra vina hópi og var, eins og aðrir af hennar kynslóð í þessari ætt, hrók- ur alls fagnaðar. Við minnumst sérstaklega þess þegar hún fékk systur sínar í heim- sókn frá Sauðárkróki, þær Álfheiði og Stefaníu, þá var glatt á hjalla og ekki viðlit að koma orði að þar sem þær höfðu svo mikið að segja hver annarri og síðan heyrðust hláturs- gusur þannig að undir tók í öllu. Þá var nú ekki síður skemmtilegt að fara til Sauðárkróks, en það gerðum við helst á hverju sumri í fjölmörg ár, og vildi amma þá alltaf fara „á Skagann“ og heimsækja „Dúddu“ frænku sem var yfirleitt á sumrin á bænum Fossi. Þar héldu þær frænkur síðan sitt eigið „ættarmót“ og höfðu mikið gaman af að hittast, spjalla og, já hlæja mikið eins og þeirra var sið- ur. Við bræður munum ekki eftir ömmu öðruvísi en í glímu við lang- varandi veikindi. Hún vildi hins vegar ekki að fólk vissi hversu alvarleg þau voru og bar hún sig því alltaf mikilli reisn, var hress í bragði og stutt í hlát- urinn og húmorinn sem entist með- an hún hafði heilsu til. Fyrir fjórum árum fór amma í sína síðustu heimsókn til Sauðár- króks og fórum við bræður þá með. Það var gaman að geta staðið að því að amma og afi gætu verið í þessa viku á þeim stað sem þeim þótti vænst um, áttu margar af sín- um bestu stundum á, og gátu heim- sótt gamla vini og ættingja sem ekki áttu lengur heimangengt. Þegar hér var komið sögu var amma farin að finna fyrir þeim vá- gesti Alsheimersjúkdómnum sem síðar varð þess valdandi að hún varð að flytja inn á hjúkrunarheim- ilið Sunnuhlíð í Kópavogi þar sem hún naut frábærrar aðhlynningar hjá frábæru starfsfólki allt þar til yfir lauk. Stóðst þú styrkum fótum lengi. Stolt þú söngst þín fögru ljóð. Um nótt varst þú sótt og í langferð fengin. Því eilífðin verður þér alltaf góð. (HS) Með þessari litlu vísu langar okk- ur bræður að kveðja þig, amma, og þakka þér fyrir öll árin og skemmt- unina sem við munum muna alla tíð. Hálfdán og Páll. Það fóru margar minningar um huga mér er ég frétti lát móður- systur minnar Pálu Ástvaldardótt- ur sl. föstudag. Ég minntist æsku minnar norður á Sauðárkróki þegar ég gat hlaupið hvenær sem var til Pálu frænku, þar sem mér var tekið með kostum og kynjum og allt gert til að gera litlum manni til þægðar. Það kom því eins og reiðarslag er ég komst að því er vorskólinn var að byrja á vordögum 1957 að Pála og Hálfdán væru að flytja til Reykjavíkur vegna veikinda frænku minnar. Af þessum veik- indu náði Pála sér aldrei og þurfti að berjast við þau alla ævi, en aldrei lét hún í minni pokann og stóð keik með þennan erfiða sjúkdóm. Ætíð var heimili hennar opið fyrir mér og mínum og var tekið á móti manni með slíkri hlýju og myndarskap að af bar. Þær eru ófáar ánægjustund- irnar sem ég hef átt með Pálu frænku og fjölskyldu hennar í gegnum árin og oft hefur verið glatt á hjalla. Fyrst og síðast var Pála fjölskyldumóðirin sem sá um að allt væri í lagi og allir fengju það sem þeir þyrftu og vildu og að enginn færi sér að voða og allir hefðu nóg að bíta og brenna við allar aðstæð- ur. Minnisstætt er mér er ég var að fara norður á Krók í leiðindaveðri um miðjan vetur og kom til Pálu að kveðja, en þá var gaukað að mér matarböggli miklum og sagt að það væri betra að hafa þetta ef illa gengi. Á leiðinni þegar ég gægðist í pokann sá ég að sett hafði verið sal- ernisrúlla í pokann til öryggis. Þannig var Pála, allt varð að vera eins í lagi og hægt var og ekki gleyma neinu. Það er með miklum söknuði sem ég kveð Pálu móðursystur mína og víst er að fyrir mér er slitinn strengur og heimurinn verður fyrir mér ekki samur og áður. Víst mátti maður búast við að maðurinn með ljáinn færi að vitja einhverra systr- anna þriggja, en einhvern veginn er maður aldrei undir komu hans bú- inn. Ég þakka því í einlægni þeim sem öllu ræður fyrir að hafa átt svo góða manneskju að sem Pálu frænku og bið hann að blessa hana og eftirlifandi fjölskyldu hennar. Ólafur H. Jóhannsson. PÁLA SIGURRÓS ÁSTVALDARDÓTTIR Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem á einn eða annan hátt sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs pabba okkar, tengdaföður og yndislegs afa, VÍKINGS ÞÓRS BJÖRNSSONAR fyrrv. eldvarnaeftirlitsmanns, Munkaþverárstræti 2, Akureyri. Starfsfólk lyflækningadeildar FSA og heima- hlynningar á Akureyri fær sérstakar þakkir fyrir einstaka nærgætni og hlýtt og gott viðmót. Guð blessi ykkur öll. Kristján og Gurrý, Bjössi og Þórunn, Gugga og Pálmi, Þóra og Snorri, Finnur og Steina, Stefán, Áslaug Eva, Kristján Þór, Inga Þórey, Gunnar Þór, Víkingur Þór, Víkingur, Viktor Árni, Marteinn Þór, Baldur Þór, Marta, Arnþór Gylfi, Snorri Már, Halldóra og Katrín Magnea. Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GÍSLA ÓLAFSSONAR, Brúum, Aðaldal. Jóhanna Halldórsdóttir, Þórhallur Geir Gíslason, Valgerður Jónsdóttir, Þorgerður Gísladóttir, Halldór Gíslason, Aðalheiður Laufey Aðalsteinsdóttir, Borgar Þórarinsson, Alda Heimisdóttir, afa og langafabörnin. Leiðir okkar Ragn- ars lágu fyrst saman á vettvangi Myntsafnarafélags Ís- lands árið 1975, er hann gekk í fé- lagið. Þá var hann nýlega byrjaður að safna íslenskum bankaseðlum og hélt því áfram til ársins 1983 er hann seldi safn sitt. Þá hóf hann að safna ötullega Passíusálmaútgáfum og eldri íslenskum bókum útgefn- um fyrir 1800 eða uns Hólaprent- smiðja lagðist af. Ragnar var formaður Myntsafn- arafélagsins árin 1977–1979. Hann setti á þeim tíma nýjan og bættan blæ á félagslífið og miðlaði félögun- um af reynslu sinni og þekkingu, bæði í ræðu og riti. Við Ragnar sinntum okkar sameiginlega áhugamáli, þ.e. söfnun íslenskra seðla, af miklum krafti í mörg ár, vorum í nær daglegu símasam- bandi eða heimsóttum hvor annan til þess að bera saman bækur okk- ar um þetta söfnunarsvið. Við skráðum flestar þær upplýsingar sem okkur þótti fróðlegar eða áhugaverðar um íslenska seðla, svo sem hvaða bankastarfsmenn und- irrituðu seðlana, en það gerðu þeir með eigin hendi fyrstu útgáfuárin. Einnig skráðum við ágrip af ævi- ferli þeirra bankastarfsmanna sem komu við sögu þessara seðla. Við vörðum ómældum tíma í þetta viða- mikla verk og gerðum ýmsar rann- sóknir aðrar er söfnuninni tengd- ust. Þegar ástæða þótti til, svo sem þegar annar hvor hafði eignast góðan safngrip, fórum við ásamt konum okkar á veitingastað eða snæddum dýrindismat á hvors ann- ars heimilum til að halda upp á af- raksturinn. Þessum sið héldum við lifandi þó svo að Ragnar hyrfi frá seðlasöfnun í faðm annars söfnun- arsviðs er var honum kannski nær- tækara, trúarlegra rita af fyrr- greindum toga. Á undanförnum árum hef ég einnig, þó í minna RAGNAR FJALAR LÁRUSSON ✝ Séra RagnarFjalar Lárusson, fyrrverandi prófast- ur, fæddist í Sól- heimum í Skagafirði 15. júní 1927. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 26. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 5. júlí. mæli en Ragnar, tek- ið til við að safna fornum íslenskum prentgripum, svo sem biblíum og öðrum áhugaverðum bókum. Eftir það lágu leiðir okkar Ragnars oftar saman en verið hafði misserin á undan, enda þurfti margt að ræða og athuga í sambandi við þessar bækur, t.d. mismun- andi prentmót af sömu bók eða hlutum hennar. Iðulega voru upplýsingar um slík atriði lítt aðgengileg en Ragnar var óþreytandi við að leita gagna og skrá margvíslega þætti þessu samfara. Ragnar var mér ævinlega innan handar ef hann vissi um bók á lausu sem ég var áhugasamur um, eða ef eigandi bókar átti aukaeintak er var falt. Á öll þessi samskipti okkar Ragnars um þriggja áratuga skeið bar aldrei skugga og ávallt hafa heimsóknir til þeirra Herdísar ver- ið jafn ánægjulegar og þau sjálf au- fúsugestir á okkar heimili. Ragnar var mikill dýravinur og var þá sama hvort í hlut átti heim- ilisköttur, íslenski refurinn eða naut á Spáni. Ragnar hafði einnig ríka réttlætiskennd og lá ekki á skoðunum sínum ef honum var mis- boðið í þeim efnum, sama hver átti í hlut, og oft varð hann fyrir óþæg- indum af þeim sökum. Þessi þáttur í eðli hans skapaði honum þó um leið virðingu í hugum margra. Síðustu samskipti okkar voru þau að við fórum saman á uppboð í Súlnasal Hótel Sögu í byrjun maí sl., þar sem aðallega voru boðin upp málverk en einnig þó fleiri safngripir, svo sem Guðbrands- biblía. Mér er það sérstaklega minnisstætt hversu ósáttur Ragnar var við þær „upplýsingar“ sem fram komu við kynningu bókarinn- ar fyrir uppboðið, og er það ágætt dæmi um hversu illa hann brást við þegar hallað var réttu máli. Við það tækifæri mátti greina að kraftar hans fóru þverrandi, eftir langa og stranga baráttu. Við Hulda sendum Herdísi og fjölskyldu þeirra hjóna innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls Ragnars og þakklæti fyrir ánægju- legar samverustundir á liðnum ár- um og áratugum. Freyr Jóhannesson. Elsku Þröstur. Ég er búin að byrja oft á þessari kveðju til þín í huganum en ekki komist lengra. Þessir dagar frá því þú fórst frá okkur hafa verið ansi undarlegir og erfiðir. Það er svo óraunverulegt að fá ekki að sjá þig aftur. En minning um elskulegan bróður lifir áfram. Þú stóðst alltaf með litlu systur og varst fyrstur á vettvang ef þér fannst einhver brjóta á rétti mínum. Þú varst með mikla réttlætis- kennd sem náði bæði yfir menn og málleysingja. Aldrei hefði manni dottið í hug að drepa svo sem eina húsflugu ef þú varst nálægt, allir áttu sinn rétt. Ég held að betri maður en þú sé ÞRÖSTUR VALDIMARSSON ✝ Þröstur Valdi-marsson fæddist í Reykjavík 22. jan- úar 1963. Hann lést á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi 19. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 24. júní. vandfundinn. Þú varst alltaf svo blíður og minnist ég þess varla að þú hafir skipt skapi. Þú hugsaðir fyrst og fremst um aðra og hvernig þeir hefðu það, en gleymdir þess í stað að hugsa um þig. Minningarnar eru margar og góðar sem gott verður að ylja sér við þegar erfiðu stundirnar koma. Ef ég ætti að drekkja öllu, sem ég vil, þyrfti ég að þekkja þúsund faðma hyl. Og ef ég ætti að skrifa allt, sem fann ég til, þyrfti ég lengi að lifa, lengur en ég vil. (Sigurður Sigurðsson.) Nú síðustu árin hefur þú verið mömmu og pabba stoð og stytta og vil ég þakka þér fyrir það allt. Elsku besti Þröstur, ég kveð þig nú í bili, takk fyrir að vera til. Þín litla systir Sóley Valdimarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.