Morgunblaðið - 08.07.2005, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 08.07.2005, Qupperneq 52
52 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÞAKIÐ á salnum á Tímanum og vatninu – en svo heitir stærsti sal- urinn í Fossatúni við Grímsá í Borg- arfirði – ætlaði hreinlega að rifa af, þegar stappfullt hús klappaði dív- unni Ragnheiði Gröndal og oktett hennar lof í lófa eftir frábæra tón- leika í sveitasælunni síðastliðinn fimmtudag. Eftir flotta efnisskrá, þar sem skiptust á jass- og blúslög, voru gestir tregir til að sleppa þess- um frábæru flytjendum af sviði en urðu á endanum að láta undan. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ragnheiður Gröndal sýnt og sannað að þar fer eitthvert besta söngkonu- efni sem hér hefur komið fram í ára- raðir. Þó svo að kvefskítur virtist hrjá hana á köflum lét hún það ekk- ert á sig frá heldur reif sig í gegnum hvert lagið á fætur öðru; ýmist á blíð- an og angurværan hátt ellegar með þrótti þannig að reif í raddböndin. Nokkur laganna voru í nýjum, skemmtilegum útsetningum Hauks, bróður hennar, og var ekki annað að heyra en þær féllu gestum jafn vel og gamalkunnar standard-útsetningar. Dívan var á tónleikunum studd einvala liði; tveimur tenórsaxófón- um, einum barítónsax og einum alt- saxófón, auk gítars, bassa og tromma. Þar var valinn maður í hverju rúmi. Ef ekki voru tilþrif Rangheiðar þá var boðið upp á hvert snilldarsólóið af öðru. Og viðtök- urnar létu ekki á sér standa. Ítrekað braust út kröftugt lófatak eftir mögnuð tilþrif flytjendanna. Steinar Berg Ísleifsson og Ingi- björg kona hans hafa með Fossatúni skapað nýja vídd í íslenskri ferða- þjónustuflóru. Tónlistarbóndi lýsir e.t.v. starfinu hans best þessa dag- ana. Auk þess að bjóða upp á lifandi tónlist þrjú kvöld í viku þá er í Fossatúni fyrirtaks veitingahús og frábær þjónusta fyrir ferðamenn í umhverfi sem vart á sinn líka í þess- um geira. Nýjunginni hefur enda verið vel tekið eins og best sást þetta kvöld þar sem trauðla voru næg sæti. Aukinheldur reka þau hjónin útgáfu- fyrirtækið Steinsnar, sem átti tvær af mest seldu plötum síðasta árs. Tónlistaráhugafólk ætti að fylgj- ast með því sem boðið verður upp á í Fossatúni í sumar því skemmtilegri kvöldstund er vart hægt að hugsa sér. Malbikað alla leið úr höfuðborg- inni heim að hlaði. Og óvitlaust að kitla bragðlaukana í sveitasælunni áður en hlustað er á góða tónlist. Geggjað grúv í Fossatúni TÓNLIST Tíminn og vatnið Tónleikar Sigurður Sverrisson War of the Worlds kl. 6 - 8.30 - 11 b.i. 14 Batman Begins kl. 5.30 - 7.15 - 9 og 11 b.i. 12 Voksne Mennesker kl. 5.45 Crash kl. 8 og 10.15 b.i. 16 ÁLFABAKKI BATMAN EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR ! Nýr og miklu betri leðurblökumaður. H.L. / Mbl. Loksins, Loksins  M.M.M / Xfm 91,9  Kvikmyndir.is Gleymdu hinum. Þetta er alvöru Batman Ó.Ö.H / DV Gleymið öllum hinum Batman myndunum. Þessi er málið Andri Capone / X-FM 91,9 Þórarinn Þ / FBL  D.Ö.J. / Kvikmyndir.com “Einn af stærstu smellum ársins.”  B.B. Blaðið i f t r t ll r i . . . l i H.B. / SIRKUS T O M C R U I S E THE WAR OF THE WORLDS kl. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára. THE WAR OF THE WORLDS VIP kl. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára. WHO´S YOUR DADDY kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 B.i. 14 ára. BATMAN BEGINS kl. 3.30 - 4.30 - 5 - 6.30 - 7.30 - 8 - 9.30 - 10.30 B.i. 12 ára. MYND EFTIR Steven spielberg I N N R Á S I N E R H A F I N     „EKTA STÓRSLYSAMYND“ -Ó.Ö.H, DV  -KVIKMYNDIR.IS  -Ó.H.T, RÁS 2  „Innrásin er girnileg sumarskemmtun, poppkornsmynd af bestu gerð!“ -S.V, MBL  VINSÆ LASTA MYND IN Á ÍS LANDI - 21.000 GEST IR     Djörf grínmynd sem kemur hormónunum af stað. Ef þú fílaðir American Pie seríuna áttu eftir að fíla þessa. Honum stendur ekki á sama. i . NORSKA leikkonan og leikstjórinn Liv Ullmann er stödd hér á landi við undirbúning á upptökum kvikmynd- arinnar The Journey Home sem gerð er eftir Slóð fiðrildanna, skáld- sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Aðdragandi þessarar fyrstu ferðar Ullmann til landsins á sér nokkra forsögu. Fyrir um tveimur árum kom inn á borð til hennar handrit að myndinni sem henni bauðst að leik- stýra. „Þegar ég fór að kynna mér málið fannst mér handritið alls ekki vera samkvæmt bók Ólafs og afréð að skrifa það upp á nýtt,“ sagði Ull- mann í samtali við Morgunblaðið og bætti við að bókin hefði haft mikil áhrif á sig. „Mér finnst heillandi þeir hlutir sem eru stór partur af lífi fólks sem það talar samt ekki um, þetta óá- þreifanlega. Mér finnst Ólafur hafa fangað þetta vel en fólkið í sögunni hans segir eitt en meinar kannski eitthvað annað. Mér fannst mjög freistandi að reyna að fanga þetta í bíómynd. Kvikmyndir geta nefnilega fangað þetta augnablik hjá fólki þeg- ar það brosir þótt það gráti innra með sér.“ Land goðsagnanna Myndin er framleidd af banda- rísku og íslensku framleiðslufyrir- tæki. Rúmur helmingur myndar- innar verður tekinn upp hér á landi og hefjast tökur í mars/apríl á næsta ári. Ullmann segir aldrei neitt annað hafa komið til greina en að taka svo stóran hluta myndarinnar hér á landi. „Þetta er mynd um venjulegt fólk frá Íslandi. Slíkar myndir hafa ekki áður verið gerðar, að erlendir aðilar komi til Íslands til að reyna að fanga íslenskan raunveruleika fyrir stóran markað. Ég held að það sé mikilvægt að beita auga gestsins í þessu tilliti,“ segir hún. „Þetta verður ekki mynd í anda James Bond því að það er ekki Ísland. Myndin verður sönnun á því hvers vegna Ísland er í hugum allra enn land goðsagnanna. Þótt við sýn- um ekki goðsagnirnar sjálfar sýnum við fram á að þær lifa með fólkinu í landinu.“ Eins og þeir sem lesið hafa Slóð fiðrildanna vita fjallar sagan um ís- lenska konu sem er búsett í Englandi en afræður að fara til Íslands til að gera upp ýmis mál úr fortíð sinni. „Rætur hennar liggja allan tímann á Íslandi og þegar hún er stödd í Englandi skynjar maður það að hún þarf að fara til Íslands einu sinni enn. Það var því mjög mikilvægt að koma hingað til lands þar sem rætur kon- unnar liggja,“ segir Ullmann. Fyrirtækið Saga film er meðfram- leiðandi að myndinni og Ullmann ber samstarfinu við starfsmenn fyrir- tækisins sem og rithöfundinn Ólaf Jóhann vel söguna. „Ólafur hefur verið alveg frábær. Það eru ekki allir höfundar eins og hann þegar maður er að vinna með sköpunarverk þeirra. Hann hefur verið alveg einstaklega jákvæður og þægilegur,“ segir Ullmann. Þegar hefur aðalleikkona myndar- innar verið ráðin en ekki verður gefið upp að svo stöddu hver það er. Ull- mann segir mjög líklegt að einhverjir Íslendingar fari með hlutverk í myndinni, sem hugsuð er bæði fyrir evrópskan og bandarískan markað. Kvikmyndir | Liv Ullmann undirbýr kvikmynd hér á landi Markmiðið er að fanga íslenskan raunveruleika Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.