Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alla daga
í Lágmúla og Smáratorgi
FRYSTISKIPIÐ Engey er væntanlegt til
hafnar í Reykjavík í byrjun næstu viku.
Kemur það með stærsta farm af unnum af-
urðum sem íslenzkt skip hefur borið að
landi, allt að 1.850 tonn. Verðmæti er áætl-
að 135 til 140 milljónir króna og er það
einnig með því mesta sem um getur. Afli
upp úr sjó er um 3.600 tonn, en veiðiferðin
hófst 10. júní. Hásetahlutur gæti verið ná-
lægt 1,4 milljónum króna.
Engey var í gær á síldveiðum við Sval-
barða en siglingin heim tekur um þrjá og
hálfan sólarhring.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri
uppsjávarfisks hjá HB Granda, segir að
veiðiferðin hafi gengið vonum framar.
Það sé ekki oft sem nýtt, risastórt frysti-
hús úti á sjó virki eins vel og raunin hafi
verið. Alltaf sé um einhverja byrjunarörð-
ugleika og samstillingar að ræða, en slíkt
hafi verið í lágmarki, enda hafi áhöfnin
verið að koma um 160 tonnum af frystum
flökum niður í lest á hverjum sólarhring.
Fyrri hluta veiðarferðarinnar var skipið
fyrir austan land og tók þar um þriðjung
aflans, en tvo þriðju tók skipið við Sval-
barða. Farmurinn er að langmestu leyti
fryst síldarflök, en smávegis er af heil-
frystum kolmunna auk 130 tonna af fiski-
mjöli, en allur afskurður og sá fiskur sem
ekki er hæfur til vinnslu fer í bræðslu um
borð. Skipstjóri á Engey er Þórður Magn-
ússon.
Morgunblaðið/Eyþór
Mettúr hjá
Engey RE
1.850 tonn af unnum
síldarafurðum
MANNANAFNANEFND kom nýlega
saman til fundar þar sem felldir voru átta
úrskurðir. Þar af voru þrír vegna beiðna
um endurupptöku mála og var þeim öllum
hafnað.
Samþykkt voru kvenmannsnöfnin Þoka,
Klementína og Betsý en beiðnum um nöfn-
in Maí og Jónorri var synjað. Einnig hafn-
aði nefndin því að Betsý gæti gengið sem
millinafn.
Endurupptekin mál voru vegna nafnanna
Annalísa, Elenora og Franzisca. Annalísa
hafði einnig farið fyrir umboðsmann Al-
þingis og mannanafnanefnd hafði áður sam-
þykkt nafnið með því skilyrði að forliðurinn
Anna beygðist ekki. Beygingin var því
Annalísa, um Annalísu, frá Annalísu, til
Annalísu. Þannig var nafnið fært inn í
mannanafnaskrá.
Nú var óskað eftir því að fá að fallbeygja
bæði Önnu og -lísu, þ.e. Annalísa, um Önnu-
lísu, frá Önnulísu, til Önnulísu. Nefndin tel-
ur það ekki í samræmi við almennar ritregl-
ur íslensks máls að rita tvö sjálfstæð
eiginnöfn sem eitt orð. Með svipuðum rök-
um var beiðni um Jónorra synjað.
Sótt var um Maí sem kvenmannsnafn en
nefndin telur það nafn hvorki taka íslenskri
eignarfallsendingu né hafa unnið sér hefð í
málinu.
Átta nýir úrskurðir
mannanafnanefndar
Maí synjað
en Þoka og
Klementína
samþykktar
FJÁRFESTINGAR Björgólfs
Thors Björgólfssonar í Finnlandi
tóku alveg nýja stefnu í gærkvöldi
þegar gengið var frá samruna
minnsta finnska farsímafyrirtæk-
isins, Saunalahti, sem Björgólfur
hafði áður gert yfirtökutilboð í, og
næststærsta símafyrirtækis Finn-
lands, Elisa, sem upphaflega var
stofnað fyrir meira en 120 árum
eða árið 1882. Gangi samruninn
eftir verður Björgólfur Thor í
gegnum fjárfestingafélag sitt,
Novator Finland, stærsti einstaki
hluthafinn í Elisa en markaðsverð-
mæti þess er um 165 milljarðar ís-
lenskra króna. Félagið er skráð í
kauphöllinni í Helsinki og er farið
að nálgast finnska fjarskiptaris-
ann TeliaSonera að stærð að sögn
forstjóra þess Veli-Matti Mattila.
„Eftir þennan samruna verðum
við komnir þétt upp að hliðinni á
TeliaSonera, mjög þétt.“
Hann sagði ennfremur í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi að
aðdragandinn að samrunanum
hefði verið skammur: „En ég get
þó sagt að samvinnan milli Elisa
og Novator [félags Björgólfs] varð
til með mjög skömmum fyrirvara.
[-] Við erum mjög ánægðir með að
fá nýjan öflugan fjárfesti inn í fé-
lagið þannig að það geti stækkað
og þróast enn frekar.“
Fær tvo af átta í stjórn
Félag Björgólfs, Novator, mun
væntanlega fá tvo menn af átta í
stjórn hins sameinaða finnska
símafélags samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins en velta Elisa ár-
ið 2004 nam um 106 milljörðum ís-
lenskra króna.
Samruninn verður með þeim
hætti að eigendum Saunalahti er
boðið eitt hlutabréf í Elisa fyrir
5,6 bréf í Saunalahti en það er um
27% hærra en meðalverð bréfa fé-
lagsins síðastliðna 12 mánuði og
með því og forkaupsréttarákvæð-
um er Saunalahti metið á um 25
milljarða íslenskra króna við sam-
runann. Hafa eigendur um 50%
hlutar Saunalahti, þ. á m. Novator
Björgólfs, samþykkt þessa skil-
mála.
Að sögn Mattila var Elisa fyrir
þennan samruna með 1,4 milljónir
farsímanotenda og 1,1 milljón fast-
línunotenda. Hann segir samrun-
ann jákvætt skref fyrir Elisa og
skapa tækifæri fyrir bæði félögin.
„Við erum mjög áhugasamir um
að auka verðmæti bréfa hluthafa
félagsins og það getur komið til
frekari yfirtaka auk áframhald-
andi fyrirhugaðs innri vaxtar fé-
lagsins.“
Stærsti eigandinn í 165
milljarða símafyrirtæki
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
Björgólfur Thor haslar sér völl á símamarkaði í Finnlandi
SIGFÚS R. Sigfússon, fyrrverandi
forstjóri Heklu, kveðst aldrei hafa
átt hlut í Fjárfari ehf. Sem stjórn-
arformaður frá stofnun félagsins í
nóvember 1998 fram í desember
1999 hafi hann aldrei tekið ákvarð-
anir fyrir félagið, að því undan-
skildu að hann skrifaði undir lána-
samning við Íslandsbanka.
Sigfús segist hafa komist að því
við skýrslutöku hjá ríkislögreglu-
stjóra að hann hafi verið skráður
sem stjórnarmaður í fleiri félögum
án þess að hafa nokkurn tíma gefið
leyfi sitt til þess.
Sigfús segir tildrög þess að hann
tók að sér stjórnarformennsku í
Fjárfari hafa verið vinargreiða við
Tryggva Jónsson, sem þá var að-
stoðarforstjóri hjá Baugi. Sigfús
segir að skömmu eftir að hann hafi
tekið að sér formennskuna hafi
hann verið beðinn um að skrifa upp
á lán við Íslandsbanka sem hann
hafi gert í miklum flýti. Eftir að
umrætt lán komst í vanskil í febr-
úar eða mars 1999 segist Sigfús
hafa óskað eftir því að losna úr
stjórn Fjárfars.
Sigfús segist aldrei hafa lagt
fram peninga í félagið og aldrei hafi
verið haldnir stjórnarfundir í því.
Félagið hafi samt keypt hluti í ýms-
um fyrirtækjum án hans vitneskju.
Í stjórn fleiri fyrirtækja án
þess að hafa hugmynd um það
Stjórnarformennska Sigfúsar í
Fjárfari varð til þess að hann var
kallaður til yfirheyrslu hjá skatt-
rannsóknarstjóra ríkisins í fyrra,
grunaður um óheiðarlega við-
skiptahætti. Fyrir hálfu ári síðan
var hann kallaður til yfirheyrslu hjá
ríkislögreglustjóra en þá sem vitni.
Fyrir skömmu var Sigfús svo á nýj-
an leik kallaður til ríkislögreglu-
stjóra sem vitni og kveðst hann
hafa fengið upplýsingar um að hann
hafi verið í stjórnum fleiri fyrir-
tækja, s.s. Vöruveltunnar og
Klukkubúðanna, og kom það hon-
um í opna skjöldu.
„Ég hef aldrei setið í stjórnum
þessara fyrirtækja, ég hef aldrei
setið neina fundi á þeirra vegum og
þessi málatilbúnaður allur er fyrir
ofan minn skilning,“ segir Sigfús.
Sigfús R. Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Heklu
Tók hvorki ákvarðanir
né átti hlut í Fjárfari
Átti aldrei hlut | 10
NOKKUR hópur fólks kom saman
á Lækjartorgi síðdegis í gær á
fund sem Íslandsdeild Amnesty
International efndi til. Var fólkið
að sýna samstöðu með fórn-
arlömbum árásanna í Lundúnum.
Samtökin bentu á að árásina
bæri upp sama dag og minningar-
athöfn um Peter Benenson, stofn-
anda Amnesty International, í
St.Martin in the Fields-kirkjunni í
Lundúnum. „Ákall hans um sam-
stöðu með öllum þeim sem sæta
mannréttindabrotum er brýnt í
dag sem alla daga,“ sögðu sam-
tökin í fréttatilkynningu.
Morgunblaðið/Sverrir
Fólkið sýndi samstöðu á Lækjartorgi
♦♦♦