Morgunblaðið - 23.07.2005, Page 15
HNLFÍ 50 ÁRA | 15
Sigríður Eysteinsdóttir næringar-
fræðingur veitir einstaklingum á
Heilsustofnun viðtöl og er með
fyrirlestra og hópfræðslu. Flestir
fá ráðgjöf um mataræði til að
léttast. Næringarráðgjöf er
einnig veitt vegna sykursýki, há-
þrýstings, hárrar blóðfitu,
lyfjameðferðar, eftir ýmsa upp-
skurði og vegna vannæringar.
„Um það bil 500 viðtöl eru
veitt árlega og eru um 70%
þeirra vegna megrunar og for-
varnarstarfs,“ segir Sigríður.
Sigríður segir að gert sé ráð
fyrir fjórum 10–12 manna hóp-
um í offitumeðferð á ári hjá
Heilsustofnuninni, svokallaðir O-
hópar. Hver þátttakandi gerir
samning um ársmeðferð sem
hefst á fjögurra vikna innlögn,
vikulöng endurinnlögn er tvisvar
á tímabilinu, sú fyrri eftir hálft
ár en sú seinni hálfu ári síðar.
Þess á milli eru þátttakendur
boðaðir á staðinn einu sinni í
mánuði í fræðslu, stuðning og
hreyfingu að eigin vali.
Markmið meðferðar vegna of-
fitu er að stuðla að varanlegri
þyngdarstjórnun með lífsstíls-
breytingum sem taka á matar-
æði, hugsun, hegðun og hreyf-
ingu. Meðferðin felst aðallega í
fræðslu, umræðufundum, mark-
vissri þjálfun og einstaklings-
ráðgjöf, sem læknir, hjúkrunar-
fræðingur, næringarfræðingur,
sjúkraþjálfari, sálfræðingur og
íþróttakennari sjá um. Mat-
reiðslumeistari sér um sýni-
kennslu í gerð hollra
grænmetisrétta. Sigríður segir
að einstaklingsmeðferð henti
þeim dvalargestum sem geta
ekki nýtt sér hópmeðferðina
eða koma til dvalar af öðrum
ástæðum en vilja nota tækifær-
ið og fræðast um hvernig þeir
geta grennst og bætt líkamlegt
ástand sitt. Meðferðin felst að-
allega í vigtun og viðtölum hjá
hjúkrunarfræðingi, fræðslu og
einstaklingsráðgjöf hjá næring-
arfræðingi ásamt þjálfun og
fræðslu hjá íþróttakennurum og
sjúkraþjálfurum.
„Við setjum fólk ekki á sér-
fæði og erum ekki með neinar
allsherjar töfralausnir, heldur
vinnum við út frá mataræði
hvers og eins. Mikilvægt er að
gera sér grein fyrir að lífsstíls-
breytingar verða að fá að taka
sinn tíma,“ segir hún. „Almennt
má segja að mikilvægast sé að
borða reglulega, hreyfa sig 60–
90 mínútur á dag og fylgjast vel
með þyngdinni og mataræðinu.
Ef fólk borðar of lítið á daginn,
þá hættir því til að borða of
mikið á kvöldin,“ segir hún.
Ráðgjöf um
mataræði til
að léttast
Borða reglulega og hreyfa sig
60–90 mínútur á dag
Sigríður Eysteinsdóttir, næringarfræðingur.
Í notalegu skoti með borði og stólum sitja Jó-
hanna Guðnadóttir, Gyða Sveinbjörnsdóttir
og Jóhanna Heiðdal að spjalli. „Ég kom hing-
að fyrst fyrir 20 árum og hef komið hingað
endrum og eins síðan, lömuð og fötluð, en
alltaf útskrifast endurnærð,“ segir Jóhanna
Guðnadóttir. „Ég tek dvöl hér á Heilsustofn-
un fram yfir sólarlandaferð og fimm stjörnu
hótel,“ segir hún og stöllur hennar taka und-
ir það. „Það er alveg meiriháttar að fara í leir-
bað, húðin verður eins og silki á eftir og svo
fer maður í algjöra slökun,“ segir Jóhanna G.
Gyða segist hafa verið á Heilsustofnun fyr-
ir 8 árum og líkar vistin mjög vel. „Ég er hins
vegar hér í fyrsta sinn en á örugglega eftir að
koma aftur,“ segir Jóhanna Heiðdal. „Margir
efast um matinn fyrst, en það líður ekki á
löngu þar til þeir verða aðdáendur. Það er
fiskur tvisvar í viku, en aldrei kjöt,“ segir
hún.
„Þetta er allra meina bót, maður sefur bet-
ur, borðar ávexti, drekkur heilsute og kaffi-
þörfin hverfur,“ segir Jóhanna G. og Gyða
segir að starfsfólkið sér alveg sérstaklega
gott.
Þær segjast allar fá stundatöflur og fara
eftir þeim, þótt það sé ekki skylda. Þær fara í
sund og í tækjasalinn. „Við erum einnig með
kvöldvökur sem dvalargestir sjá um, og auk
þess fáum við stundum gesti sem koma með
atriði,“ segja þær og nefna einnig að kapella
sé á staðnum og messur á sunnudögum. Jóhanna Guðnadóttir, Gyða Sveinbjörnsdóttir og Jóhanna Heiðdal.
Betra en sólarlandaferð