Morgunblaðið - 24.07.2005, Side 11

Morgunblaðið - 24.07.2005, Side 11
Litið til heilsugæslunnar Eitt af markmiðunum með stofnun þjónustu- miðstöðvanna er að undirbúa borgina til að taka við verkefnum frá ríkinu. Regína nefnir að lög- regla hafi haft aðsetur í Miðgarði í Grafarvogi frá árinu 2000. „Nýlega var gengið frá samningi um aðsetur lögreglu í þjónustumiðstöðinni í Breiðholti. Rétt eins og horft hefur verið til lög- reglunnar hefur verið horft til heilsugæslunnar. Það er mjög áhugavert að fylgjast með nýju teymi á heilsugæslunni í Grafarvogi með sál- fræðingi, félagsráðgjafa og iðjuþjálfa en þar er náið samband við Miðgarð. Af öðrum verkefn- um get ég nefnt tilraunaverkefni ríkis og Reykjavíkurborgar í heimahjúkrun og heima- þjónustu. Þess má svo geta að staðið hafa yfir viðræður við Tryggingastofnun ríkisins um ýmis samþætt verkefni,“ segir hún og er spurð að því hvort skipaður hafi verið starfshópur eins og gert sé ráð fyrir í tillögu borgarstjóra í því skyni að kanna frekari samþættingarmöguleika skóla, leikskóla, frístundamiðstöðva og þjónustumið- stöðva. „Nei, hann hefur því miður ekki verið skipaður. Vonandi líður ekki á löngu þar til úr því verður bætt því á þessum vettvangi er mikið verk að vinna.“ Símsvörun allan sólarhringinn „Þjónustumiðstöðvarnar eru í raun einn liður í endurbótum á allri þjónustu og viðmóti borg- arinnar gagnvart borgarbúum,“ segir Regína. „Annar liður í breytingunni er að hægt er að ná sambandi við allar stofnanir borgarinnar í gegn- um eitt númer 4 11 11 11. Nú er meira að segja búið að ganga frá því með samningi við Neyð- arlínuna að svarað er í símanúmerið á nóttunni. Borgarbúar geta því hringt og tilkynnt skemmdir, umhverfisslys og beðið um neyðar- þjónustu svo dæmi séu tekin í sama númeri 4 11 11 11 allan sólarhringinn. Þriðja dæmið um endurbætur er átak í upp- lýsingatækni. Borgaryfirvöld hafa ákveðið að steypa flestum tölvudeildum borgarinnar sam- an í eina upplýsingatæknimiðstöð. Með því móti er m.a. stutt við þróun í átt til meiri áherslu á rafrænar umsóknir borgarbúum til enn frekara hagræðis.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gerður G. Óskarsdóttir, sviðstjóri menntasviðs, Lára Björnsdóttir, svið- stjóri velferðarsviðs, Ómar Einarsson, sviðstjóri íþrótta- og tómstundasviðs, Regína Ásvaldsdóttir, sviðstjóri þjón- ustu- og rekstrarsviðs, og Steinunn Val- dís Óskarsdóttir borgarstjóri handsala samninginn. ago@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 11 EFTIR að velferðarsvið Reykjavíkurborgar tók til starfa í húsnæði Leikskóla Reykjavíkur við Tryggvagötu hefur verið unnið að ýmiss konar lagfæringum í tengslum við stofnun þjónustu- miðstöðvar Laugardals og Háaleitis í Síðumúla 39. Meðal annars hefur verið unnið að því að bæta aðgengi fyrir fatlaða, lagfæra ýmislegt innanhúss, gefa húsnæðinu nýtt yfirbragð og fjarlægja ummerki um Félagsþjónustuna í Reykjavík sem þar var áður til húsa, þ.á m. skiltið við innganginn. Aðalbjörg Traustadóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvarinnar, segir starfsmennina taka framkvæmdunum með stóískri ró. „Álagið í starfseminni er með minna móti á sumrin,“ segir hún og tekur fram að á þjónustumiðstöð- inni séu 43 starfsmenn sem flestir hafi áður starfað hjá Félagsþjónustunni, Fræðslumiðstöð, Leikskólum Reykjavíkur og Íþrótta- og tóm- stundaráði. „Þar fyrir utan heyra um 300 starfsmenn á sjö starfsstöðvum fyrir aldraða undir miðstöðina. Þó þessi hópur hafi í raun fengið nýjan yfirmann reikna ég ekki með að þeir finni mikið fyrir breytingunni fyrst um sinn. Með tímanum geri ég ráð fyrir að þeir komi meira inn í starfsemina, m.a. vegna stefnumót- unarvinnu þjónustumiðstöðvarinnar í tengslum við þekkingarstöðvarverkefni um málefni aldr- aðra. Dæmi um verkefni af því tagi gæti verið þróun nýrra úrræða fyrir aldraða.“ Aðalbjörg segir að stuðlað verði að auknu samráði við aldraða með svokölluðum not- endaráðum. „Notendaráðin verða skipuð bæði starfsmönnum og notendum, þ.e. íbúum og/eða þátttakendum í félagsstarfi. Þeirra hlutverk verður ásamt forstöðumanni viðkomandi starfs- stöðvar að vera ráðgefandi á hverjum stað. Með notendaráðunum viljum við stuðla að auknum áhrifum aldraðra á sitt eigið líf og þá þjónustu sem þeir nota. Við teljum líka not- endur besta til þess fallna að segja til um hvaða þjónustu þörf sé á við ólíkar kringum- stæður.“ Áhersla á aldraða og fatlaða Flest verkefni þjónustumiðstöðvanna eru al- menns eðlis. „Við sinnum upplýsingamiðlun, móttöku umsókna, þjónustumati, félagsráðgjöf, kennslu-, leikskóla-, sálfræði- og sérkennsluráð- gjöf svo eitthvað sé nefnt auk hverfatengdra verkefna,“ segir Aðalbjörg. „Ekki má heldur gleyma aðstæðubundnum verkefnum eins og aðstoð vegna þess sem er að gerast í sam- félaginu á hverjum tíma, t.d. í tengslum við langtímaatvinnuleysi, fjölmenningarleg verkefni og sérstaka aðstoð vegna barna.“ Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis sinnir tveimur þekkingarstöðvaverkefnum, þ.e. um málefni fatlaðra og aldraðra eins og áður var komið inn á. „Þjónustumiðstöðin í Laug- ardal og Háleiti er fjölmennasta þjónustusvæði borgarinnar. Samanlagður íbúafjöldi hverfanna tveggja nemur hátt í 30.000 manns eða 26% heildaríbúafjölda borgarinnar. Hátt hlutfall aldr- aðra og fatlaðra er ekki aðeins einkennandi fyr- ir hverfin tvö. Hér eru fjölmargar stofnanir tengdar þessum tveimur hópum, t.d. sérhæfður leikskóli fyrir fötluð börn, tveir sérskólar og ýmsar þjónustustofnanir fyrir aldraðra. Með til- liti til þess var ákveðið að þjónustumiðstöðin myndi taka að sér þekkingarstöðvarverkefni í málaflokkum fatlaðra og aldraðra.“ Aldraðir fái að dvelja sem lengst heima hjá sér Aðalbjörg segir að mótaðar hafi verið sér- stakar áherslur fyrir hvorn málaflokkinn fyrir sig. „Í þekkingarstöðvarverkefni um málefni fatlaðra er sérstök áhersla lögð á snemmtæka íhlutun, sérhæfða ráðgjöf, þjónustu við börn með fötlun og samþætta fjölskylduþjónustu,“ segir hún og bendir á að rökin fyrir þessum áherslu séu m.a. fólgin í háu hlutfalli barna og öryrkja í hverfinu. „Í þekkingarstöðvarverkefni um málefni aldraðra er sérstök áhersla lögð á þjónustu við fólk í heimahúsum, sérhæfða þjón- ustu, samþætta stuðningsþjónustu og þróun fé- lagsstarfs. Veigamestu rökin fyrir þessum áherslum er hátt hlutfall aldraðra í hverfinu, t.d. búa 48% Reykvíkinga, 80 ára og eldri, í hverf- inu. Þess má svo geta að stuðlað verður að samþættingu heimaþjónustu og -hjúkrunar í því skyni að gera öldruðum kleift að búa eins lengi heima og þeir kjósa sjálfir. Ég nefndi áðan að margar stofnanir og þjón- usta við eldri borgara væru í hverfinu. Sem dæmi er hægt að nefna að bæði matshópur aldraðra sem sinnir vistunarmati í Reykjavík og svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra eru í þjón- ustumiðstöðinni sjálfri.“ Allir hafi áhrif á mótun Þjónustumiðstöðin tengist tveimur hverf- isráðum þar sem svæði hennar nær yfir tvö hverfi í borginni. „Bæði hverfaráð Laugardals og Háaleitis hafa lýst yfir sérstökum áhuga á að vinna með þjónustumiðstöðinni. Annars er gaman að segja frá því að hverfisráð Laug- ardals hefur sérstaklega velt fyrir sér þörfum aldraðra og verða niðurstöður þeirrar vinnu væntanlega kynntar með haustinu. Spennandi verður að sjá hvaða hugmyndir þar verða reif- aðar,“ segir Aðalbjörg og minnir á að aldraðir séu ákaflega margbreytilegur hópur. „Ég get nefnt að aldraðir eru misvel á sig komnir, t.d. eru ungir aldraðir oft mjög vel á sig komnir miðað við eldri aldraða. Með sama hætti er efnaleg staða aldraðra ákaflega misjöfn. Sumir aldraðir búa við mjög bág kjör á meðan aðrir búa við góðan efnahag. Svo er gaman að fylgj- ast með því hvernig þessi hópur hefur eignast sterka málsvara á borð við fyrrverandi for- svarsmenn á síðustu árum. Markmiðið er auð- vitað að allir taki þátt í mótun samfélagsins óháð aldri og getu. Samfélagið sé fyrir alla.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Aðalbjörg aðstoðar iðnaðarmann við að fjarlægja skilti með merki Félagsþjónustunnar í Reykjavík af veggnum við aðaldyr þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis í Síðumúla 39. Allir taki þátt í mótun samfélagsins Morgunblaðið/Brynjar Gauti Unnið er að endurbótum á húsnæði þjónustu- miðstöðvarinnar. ’Við gátum komið í veg fyrir þetta engerðum það ekki.‘Jan Egelend , yfirmaður neyðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, um alvarlega hungursneyð í Níger þar sem þurrkar og engisprettuplágur hafa eyðilagt uppskeru. ’Dýralæknar ferðast meira en aðrirmenn á Íslandi. Þetta fyrirtæki starfar um allt land og þeir ferðast meira en aðrir menn og hafa bæði gert það hér og gera það í námi sínu erlendis í lestum og bif- reiðum. Ég trúi því að þessi stutta leið hér yfir heiðina sé þeim nú ekki stórt mál.‘Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra um óánægju starfsmanna embættis yfirdýralæknis með þá ákvörð- un að staðsetja Landbúnaðarstofnun á Selfossi. ’Þetta var eitthvað svo eðlilegt – eins ogég þekkti hann vel, það er ekki spurning að maður finnur sérstæðan kraft í nær- veru hans.‘Sigríður Hulda Jónsdóttir sem hitti Nelson Mandela óvænt á ferðalagi sínu í Suður-Afríku. ’Það sem gerir mönnum á Íslandikannski erfitt fyrir að sjá þetta í skýru ljósi er að markaðurinn á Íslandi, þessi litli markaður sem við höfum þar, hefur verið að þenjast út á óskiljanlegan hátt á undanförnum árum. Gjörsamlega and- stætt því sem hefur gerst annars staðar. En þar eru menn að leika sér í afar litlum drullupolli. Ekki úti á hinu stóra hafi með hinum stóru fiskum.‘Þetta sagði Kári Stefánsson, forstjóri deCODE Gene- tics, en í vikunni voru fimm ár liðin frá skráningu de- CODE á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn. ’Þetta fellur saman í tíma en á auðvitaðekki efnislega saman. Ég hætti af til- teknum og tilgreindum ástæðum hjá 365 en allt aðrar ástæður lúta að því að ég hyggst sækja um starf hjá Ríkisútvarp- inu.‘Páll Magnússon eftir að hann sagði starfi sínu lausu sem frétta- og sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 og sagðist hyggja á að sækja um stöðu útvarpsstjóra. ’Ég hvet því aðila eins og íraska herinnog írösku lögregluna til að temja sér sjálfsaga gagnvart írösku þjóðinni og láta hvorki etja sér út í átök við hana né er- lenda hernámsliðið þar sem það þjónar ekki hagsmunum Íraks.‘Sjítaklerkurinn Moqtada al-Sard eftir að hundrað manns létu lífið í sjálfsmorðsárásum í Írak. ’Við klárum verkið, hvernig sem alltfer.‘Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar, eftir að ákveðið var að snúa við einum risaboranna í að- rennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar vegna tafa og erfiðleika sökum vatnsrennslis í göngunum. ’Mótmælendurnir voru með kaffi ogsmákökur og buðu bílstjórunum, enda beindust aðgerðirnar ekki gegn þeim heldur Impregilo, Alcoa og Lands- virkjun.‘Ólafur Páll Sigurðsson sem fylgdist með andstæð- ingum framkvæmdanna við Kárahnjúka hlekkja sig við vinnuvélar í vikunni. ’Þetta er fullkomlega ólögmætt ogósanngjarnt og ég trúi því og treysti að íslensk yfirvöld muni láta ísraelsk stjórn- völd heyra og finna fyrir því að við sætt- um okkur ekki við svona framkomu.‘Sveinn Rúnar Hauksson , formaður félagsins Ísland- Palestína, um þær fréttir að Arna Ösp Magn- úsardóttir hafi verið stöðvuð á flugvellinum í Ísrael, yfirheyrð, haldið í 30 klukkustundir og síðan send úr landi. ’Við lítum svo á að stjórnvöld verði aðtaka málið upp sérstaklega og ef hnign- unin heldur áfram í þessum mikilvæga geira er það ábyrgðarleysi að taka ekki þetta mál til skoðunar.‘Aðalsteinn Á. Baldursson , formaður matvælasviðs Starfsgreinasambandsins, í tilefni þess að hundruð starfa í fiskvinnslu hafa tapast á seinustu mánuðum. Ummæli vikunnar Reuters

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.