Morgunblaðið - 24.07.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.07.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 17 Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum í ágúst og byrjun september. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Costa del Sol Mallorca Benidorm Portúgal 24. og 31. ágúst eða 7. sept. frá kr. 39.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.990 í viku Verð kr. 49.990 í 2 vikur M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Flug, gisting, skattar. Netverð. Verð kr. 49.990 í viku Verð kr. 59.990 í 2 vikur M.v. 2 í stúdíó/íbúð. Flug, gisting, skattar. Netverð. nefnist „gay-politics,“ eða þau póli- tísku mál er snerta samkyn- hneigða sérstaklega. „Í kjölfar styrjaldarinnar riðl- uðust hin hefðbundnum kynjahlut- verk að mörgu leyti. Karlarnir höfðu hjúfrað sig að hverjum öðr- um í skotgröfunum og konurnar klipptu á sér hárið og fóru út á vinnumarkinn til að vinna það sem áður voru hefðbundin karlastörf. Samkynhneigð átti sér blómatíma. Árið 1932 voru 160 skemmtistaðir fyrir samkynhneigða í Berlín, í dag eru þeir kannski 60 talsins. Fyrir vikið er þetta tímabil í ákveðnum rósrauðum bjarma í augum samkynhneigðra, og oft hefur maður velt því fyrir sér hvort gaman hefði verið að upplifa þetta skeið sögunnar. Síðan rýnir maður betur í tímabilið og ým- islegt kemur í ljós, ekki allt geðs- legt. En það er þó ljóst að þarna var búið að stíga ákveðin skref í frjáls- ræðsiátt fyrir samkynhneigða, sem síðan voru keyrð til baka með valdi og náðist ekki að stíga aftur næstu fimmtíu árin. Og saga sam- kynhneigðra í síðari heimsstyrj- öldinni er hrikaleg, og um margt ósögð. En þessar öfgar, þessir skýru pólar, eru mjög heillandi. Annars vegar er geðveikin og stjórnleysið sem fylgir kabarett- inum, og hins vegar þessar geð- biluðu reglur nasismans. Við reyn- um að koma þessu ástandi til skila og erum ákaflega stolt af unnu verki.“ Það sem persónurnar ekki vita… Að þeirra sögn virðist hómósex- úalisminn í raun hafa verið nánast óheftur í Berlín á umræddu tíma- bili og hommar og lesbíur komu langt að til að upplifa þetta hafta- leysi. „Þetta fólk lifði í núinu, en síðan vitum við sem núna lifum hvað gerðist örfáum árum síðar, þegar nýir stjórnarherrar sögðu að samkynhneigð væri ónáttúra sem þyrfti að uppræta. Hommar og lesbíur lentu síðan í útrýming- og það er óhugnanlegt að lesa aug- lýsingar frá þessum tíma, þar sem menn voru jafnvel að selja aðgang að fjölskyldu sinni í heild. Menn gátu valið hvort þeir gömnuðu sér með fjölskylduföðurnum, móður- inni eða börnunum. Fyrir vikið komu kynlífstúristar hvaðanæva að, Bandaríkjunum, Sovétríkjun- um, Japan, Englandi o.s.frv. til að upplifa þetta. Þarna var ótrúlega mikið af brotnu fólki, ægileg eitur- lyfjaneysla og alls konar hörm- ungar aðrar sem við þekkjum úr nútímanum.“ Reynt að skilja ræturnar Í upphafi æfingatímabilsins ein- henti leikhópurinn sér í að fara í saumana á bakgrunni verksins. „Við töldum það vera lykillinn að nálguninni að finna rætur verks- ins, reyna að skilja og skynja þá veröld sem Isherwood horfði á í gegnum myndavélina sína á sínum tíma,“ segir Felix. Kolbrún segir að henni finnist einkum markvert að reyna að skilja jarðveginn fyrir það hömlu- leysi sem ríkti í Berlín millistríðs- áranna. „Af hverju gat þetta gerst? Af hverju var samfélagið með þessum ósköpum? Atburðirnir eru líka í raun svo nálægt okkur í tíma að maður verður hálfhræddur stundum, og fer að velta fyrir sér hvort það eru forsendurnar fyrir álíka atburðum núna. Kannski var Berlín þessa tímaskeiðs bara eins og Bangkok nútímans eða einhver annar staður þar sem kynlífsiðn- aður þrífst illu heilli.“ Felix tekur undir þetta og segir að þegar litið er yfir söngleiki fyrr og síðar séu fáir með jafn sterka sögu að baki og Kabarett. „Það er gríðarlega skemmtilegt að hafa jafn safaríkar bækur á bakvið leikritið, efni sem hægt er að vefa inn í verkið og skilning leikaranna á persónunum og þeim heimi sem þær spretta úr. Og hinn sögulega bakgrunn finnur maður sannarlega ekki í Galdrakarlinum í Oz!“ Skemmtanastjórinn (Magnús Jónsson) er margslungin persóna og hefur alla anga úti til að skemmta og hneyksla klúbbgesti, sumir angarnir virðast meira að segja koma honum sjálfum á óvart. Sally Bowles (Þórunn Lárusdóttir) er bresk millistéttarstúlka sem slæðst hef- ur til Berlínar í leit að frægð og frama. Höfundur persónunnar sagði hana hafa unnið að því hörðum höndum að verða að gálu. Morgunblaðið/Árni Torfason Þótt öllum vafa sé búið að eyða um kynhneigð Cliffs, sjá það ekki allir. arbúðum eins og gyðingar og aðrir hópar sem voru nasistum ekki þóknanlegir. Þetta vita persónur verksins hins vegar ekki, sem ger- ir þennan söguspegil svo kraftmik- inn sem raun ber vitni,“ segir Kol- brún. Hún bendir á að orka þeirra sem voru að reyna að ná stjórn- artaumunum á þessum tíma fór mestmegnis í baráttu, innbyrðis og hver við aðra, og því fékk t.d. lista- lífið að blómstra óáreitt, óháð póli- tískri reglusetningu eða siðabönn- um. „Þess vegna myndaðist þetta skapandi andrúmsloft sem gerir tímabilið einstakt. Skuggahliðarn- ar voru hins vegar margvíslegar, t.d. var kynlífstúrisminn kominn á fulla siglingu á þessum tíma. Ef- laust má telja Isherwood til ferða- manna af því tagi. Við horfðum á kanadíska heim- ildarmynd um siðferðilegt skipbrot í ýmsum borgum á ýmsum tímum, og þar kom m.a. fram að að kyn- lífsvæðingin var mjög alvarleg á umræddu skeiði. Fólk hafði lítið til að selja á tímum gegndarlauss at- vinnuleysis og kreppu, og því var hörð keppni um að hafa í sig og á. Fólk gat hins vegar selt kynlíf Nasistar ástunduðu ekki jafn dyggðugt líferni og þeir predikuðu en þeir hömpuðu hins vegar öllum stundum fyrirmyndarmanninum. HINN 9. nóvember árið 1918 lýsti sósíaldemókratinn Philipp Scheidermann, fyrrum skraddari, yfir stofnun Weimar- lýðveldsins, örfáum dögum eftir að Vilhjálmur keisari hafði af- salað sér völdum. Lýðveldið var afsprengi fyrri heimsstyrj- aldar, þegar stórveldin höfðu öll ráð Þýskalands í hendi sér og nýttu tækifærið til að refsa því fyrir að vera upphafsþjóð stríðsins með margskonar niðurlægingu og fjárkúgunum. Fátækt, eymd og öfgar Þýskaland var ekki burðugt fyrir og því auðveld bráð. 35% af þjóðarauðnum höfðu étist upp stríðsárin fjögur. Alls höfðu 2,7 milljónir Þjóðverja farist í stríðinu, 8% þýskra karlmanna, eða á að giska jafnmargir og Frakkar og Bretar misstu til samans, og þetta voru einkum ungir menn, þeir sem áttu að yrkja landið og erfa. Tvær milljónir barna voru munaðarlausar, hálf milljón kvenna stóð uppi sem ekkjur og hálf fjórða milljón manna var örkumla. Ríkið missti stór landsvæði, þýska markið varð að verð- lausum pappír og fátækt og atvinnuleysi varð hlutskipti fjöl- margra íbúa. Stríðsskuldabréf, sem margir höfðu keypt, voru nú einskis virði og sparifé landsmanna gufaði ört upp sam- tímis því að vöruverð fjórfaldaðist á skömmum tíma. Óða- verðbólga, einkum á árunum 1922–1923, jók enn á vandann. Gömul rótgróin gildi, sem löngum höfðu verið haldreipi lands- manna, molnuðu eins og uppþornaðar múmíur. Stjórnvöld voru veikburða og nutu engrar lýðhylli; fjandmenn þeirra voru fjölmargir og spruttu úr öllum pólitískum kimum þessa tíma- bils, þannig að lítið pólitískt svigrúm var til umbóta. Ráða- menn voru holdtekja hinna sigruðu, þeirra sem sett höfðu nöfn sín undir Versalarsamninginn og þannig samþykkt að land og þjóð sættu afarkostum. Ekki bætti úr skák að meðan almenningur svalt auðguðust stóriðnrekendur, einkum í málmframleiðslu, gríðarlega, og einsog nýríkra er siður létu þeir mikið á sér bera og virtu hinn snauða fjölda að vettugi, nema til þess eins að manna verk- smiðjurnar fyrir lúsarlaun. Þannig kölluðu þeir fram hatur og fyrirlitningu þeirra sem minna máttu sín. Smákaupmenn og aðrir eigendur lítilla fyrirtækja urðu gjaldþrota í hrönnum, margar stéttir, t.a.m. bændur, voru skattpíndar Eldfimur vettvangur Lýðveldið svokallaða skjögraði áfram allt til ársins 1933, þegar nasistar stukku á og yfirbuguðu þessa veikburða skepnu. En þrátt fyrir ástandið - eða kannski að hluta til vegna þess - ríkti á fimmtán ára tímabili í landinu, og þar var Berlín fremst í flokki, ótrúleg frjósemi í listum, menningu, fræðum, hönnum og arkitektúr, samtímis því sem lífskjör flestra Þjóðverja voru afleit. En þrátt fyrir óðaverðbólgu og kreppu dró Berlín að sér fjölskrúðugan hóp menningarvita og vandræðagemlinga, er sáu ótal ný tækifæri í ólgandi hring- iðunni. Næturklúbbar og knæpur, kabarettsýningar, kynlífs- iðnaður... Þetta var eirðarlaus borg, eldfimur vettvangur nætur- ævintýra, glæpa, örbirgðar, geðsýki, þjáninga, hungurs og ráðvilltra sálna. Í þessu öngþveiti og upplausn gat allt gerst. Weimar-lýðveld- ið og upplausnin Adolf Hitler naut stuðnings geipiefnaðra iðnjöfra semtreystu honum til að halda hjólum framleiðslunnar gangandi og koma í veg fyrir að kommúnistar næðu stjórnartaumunum. Hann fyrirleit stjórnleysið og það líferni sem einkenndi Weimar-lýðeldið. Óðaverðbólgan sem ein- kenndi eftirstríðsárin í Þýskalandi gerði gjaldmiðil landsins verðlausan með öllu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.