Morgunblaðið - 24.07.2005, Page 20
20 SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Á
lit Persónuvernd-
ar á umfjöllun
fjölmiðla um
einkalíf fólks
snertir togstreitu
tveggja grunn-
réttinda, sem
vernduð eru í
stjórnarskránni, tjáningarfrelsis
fjölmiðla annars vegar og réttinn til
einkalífs hins vegar, en þessi rétt-
indi eru einnig varin í Mannréttinda-
sáttmála Evrópu, sem hefur verið
innleiddur í íslensk lög. Álit þetta
hefur vakið athygli og ekki síður
rökin fyrir því en spyrja má hvort
brýna nauðsyn beri til að koma með
umvöndun af þessu tagi þegar ljóst
er að fjölmiðlar
baka sér refsi- og
fébótaábyrgð
samkvæmt prent-
lögum sem og al-
mennum hegn-
ingarlögum fari
þeir yfir strikið;
að á ritstjórum og
útgefendum hvíl-
ir leiðréttingar-
skylda og að tján-
ingarfrelsisákvæðið í
stjórnarskránni og Mannréttinda-
sáttmála Evrópu (MSE) felur í sér
takmarkanir á frelsi fjölmiðla þegar
orðstír og réttur annarra er í húfi.
Lögin um Persónuvernd nr. 77/
2000 eru sett til að mæta kröfum
evrópskrar tilskipunar frá 1995 um
vernd einstaklinga vegna vinnslu
persónuupplýsinga og frjáls flæðis
upplýsinga og tilskipunar um
vinnslu persónuupplýsinga og
verndar einkalífs á fjarskiptamark-
aði. Þeim kröfum er beint til aðild-
arríkja að setja lög um vernd og
vinnslu persónuupplýsinga í ljósi
örra tækniframfara á fjarskipta-
markaði og er tekið fram í tilskipun
96/45 að ríki eigi (shall) að undan-
skilja blaðamennsku frá gildissviði
laganna með vissum undantekning-
um. Íslenskum stjórnvöldum ber að
tryggja að íslensk löggjöf sé í sam-
ræmi við efnisákvæði tilskipunar-
innar um persónuvernd en lögin nr.
77/2000 segja hins vegar að það
megi víkja frá ákvæðum laganna í
þágu fjölmiðlunar þegar samræma
þarf sjónarmið tjáningarfrelsis og
vernd einkalífs. Má túlka fráhvarfið
frá skilyrðinu, sem felst í ensku
sögninni shall yfir í íslensku sögnina
að mega og felur ekki í sér annað en
heimild til aðgerða, að íslensku lög-
unum sé ætlað rýmra gildissvið á
vettvangi blaðamennsku en evr-
ópska tilskipunin fyrirskipar?
Evrópusambands tilskipanirnar,
sem liggja að baki lögum um per-
sónuvernd, koma til vegna örra
tækniframfara á fjarskiptamarkaði
en áður en þær komu til sögunnar
hafði íslenska ríkið fullgilt samning
Evrópuráðsins um vernd persónu-
upplýsinga frá 1981 en í kjölfar hans
hafa margvíslegar ályktanir um
vernd og vinnslu slíkra upplýsinga
komið fram á vettvangi Evrópuráðs-
ins; nú síðast varðandi vernd ein-
staklinga gagnvart dreifingu upplýs-
inga á Netinu og áður varðandi
meðferð upplýsinga á heilbrigðis-
sviði, meðferð upplýsinga sem
einkaaðilar fá hjá hinu opinbera;
upplýsinga á fjarskiptamarkaði og
upplýsinga í vörslu lögreglu. Þau
ákvæði laganna, sem tiltekin eru í 5.
grein persónuverndarlaganna og
eiga við í starfsemi fjölmiðla, verður
hins vegar að skoða í ljósi evrópsku
tilskipananna og Mannréttindasátt-
mála Evrópu, en Evrópusambandið
er bundið af því að virða þau grunn-
réttindi sem þar eru varin.
Í skýringum við breytingar á
ákvæðinu um friðhelgi einkalífs í
Stjórnarskránni, sem varð með lög-
um 97/1995 er lögð á það sérstök
áhersla að raunhæft dæmi um svið
þar sem álitaefni vaknar um hvort
brotið hafi verið gegn friðhelgi
einkalífs sé skráning persónuupp-
lýsinga um einstaklinga. Er þar
fyrst og fremst átt við hversu langt
megi ganga í skipulagðri skráningu
á lífsháttum manna og högum og
meðferð slíkra upplýsinga. Vernd
persónuupplýsinga fellur undir
vernd einkalífs í 8. grein Mannrétt-
indasáttmálans en 10. greinin vernd-
ar rétt sérhvers einstaklings til tján-
ingarfrelsis. Sá réttur nær einnig
yfir frelsi til að hafa skoðanir, taka
við og skila áfram upplýsingum og
hugmyndum heima og erlendis án
afskipta stjórnvalda. Tjáningarfrels-
ið er einn af hornsteinum hins lýð-
ræðislega samfélags og markmiðið
með vernd þess er í meginatriðum
tvenns konar: það á að vernda og
viðhalda lýðræðislegu stjórnarfari
(og þar eru fjölmiðlar í lykilhlut-
verki) og það á jafnframt að vernda
rétt einstaklinga til að þroskast í
samfélagi við aðra. Frelsið til að tjá
sig var í hópi fyrstu mannréttinda-
krafnanna, sem urðu að lögum.
Pressan fékk fljótlega þann sess
víða í stjórnlögum að þurfa ekki að
sæta fyrirfram tálmunum.
Rétturinn til einkalífs er að sama
skapi grundvallarréttur og því verð-
ur meðalhófsreglan að ráða þegar
víkja á til hliðar meginreglum á sviði
verndar persónuupplýsinga að sama
skapi og ekki má setja fjölmiðlum
frekari skorður en brýna nauðsyn
ber til í þágu verndar persónuupp-
lýsinga. Af þessum sökum er stigið
varlega til jarðar í evrópsku tilskip-
uninni um vernd persónuupplýsinga
hvað varðar fjölmiðla. Upprunalega
stóð til að hafa orðalagið eins og það
er í íslensku lögunum um persónu-
vernd, að það mætti víkja frá ákvæð-
um laganna þegar fjölmiðlar ættu í
hlut. Í greinargerð með tilskipuninni
var lögð áhersla á að kjarni þessa
ákvæðis er skyldan til að gæta með-
alhófs og taka tillit til þess að önnur
úrræði eru til staðar gagnvart fjöl-
miðlum svo sem réttur til andmæla,
siðareglur blaðamanna, takmarkan-
ir sem settar eru í tjáningarfrels-
isákvæðinu sjálfu og meginreglum
laga. Því var endanlegu ákvæði í 9.
grein tilskipunarinnar, sem liggur
að baki lögum um persónuvernd,
breytt þannig að aðildarríkjum væri
skylt að víkja ákvæðum laganna til
hliðar þar sem fjölmiðlar ættu í hlut,
þótt sum ákvæði laganna gildi engu
að síður um blaðamennsku.
Eftirlit á gráu svæði
Persónuvernd tekur fram að hún
geti veitt álit sitt á því hvernig
blaðamenn fari með persónuupplýs-
ingar og hvort þeir uppfylli kröfur
meginreglunnar um gæði gagna og
vinnslu, að þær séu unnar með sann-
gjörnum, málefnalegum og lögmæt-
um hætti og að öll meðferð þeirra sé
í samræmi við vandaða vinnsluhætti
persónuupplýsinga, en setur þann
fyrirvara að skoða verði þau skilyrði
í ljósi þeirrar stjórnskipulegu vernd-
ar sem fjölmiðlar njóta.
Í álitinu leitast Persónuvernd við
að túlka ákvæði laganna með tilliti
til myndbirtinga og umfjöllunar og
þá þannig að í kröfunni um sann-
girni í vinnslu felist skilyrði um fyr-
irsjáanleika. Í álitinu segir ennfrem-
ur: „Rétt er að taka fram að eðli
málsins samkvæmt taka framan-
greind ákvæði laga nr. 77/2000 ein-
göngu til staðhæfinga um stað-
reyndir en ekki til hugsana manna,
s.s. gildisdóma þeirra eða skoðana.“
Hér virðist Persónuvernd komin
út á grátt svæði þegar vinnslu í með-
ferð gagna er ruglað saman við efn-
istök og framsetningu blaðamanna.
Ákvæðin sem vísað er í taka til
„vinnsluhátta“ – meðferðar upplýs-
inga sem blaðamaður hefur undir
höndum en ekki hins textalega sam-
hengis eða túlkunar sem kemur
fram í staðhæfingum í frétt eða fyr-
irsögn. Það er alþjóðlega viðurkennt
lögmál að blaðamaður skuli beita
heiðarlegum vinnubrögðum í öflun
frétta, annarra gagna og við mynda-
tökur. Honum geta hins vegar borist
viðkvæmar upplýsingar eftir leyni-
legum leiðum og nýtur hann þá
verndar í að gefa ekki upp heimildir
sínar samkvæmt dómaframkvæmd
Mannréttindadómstóls Evrópu sem
og í íslenskri réttarframkvæmd.
Efnislegt gildissvið laganna er raf-
ræn vinnsla persónuupplýsinga en í
almennum hegningarlögum þar sem
fjallað er um ærumeiðingar og brot
á friðhelgi einkalífs varðar það sekt-
um eða fangelsi ef maður hnýsist í
bréf, skjöl, dagbækur eða önnur slík
gögn, sem hafa að geyma upplýs-
ingar um einkamál annars manns,
og hann hefur komist yfir gögnin
með brögðum, opnað bréf, farið í
læsta hirslu eða beitt annarri
áþekkri aðferð. Sömu refsingu skal
sá sæta sem á ólögmætan hátt verð-
ur sér úti um aðgang að gögnum eða
forritum annarra sem geymd eru á
tölvutæku formi. Þá bakar blaða-
maður sér einnig fébóta- eða refsi-
ábyrgð ef hann skýrir frá einkamál-
efnum annars manns, án þess að
nægar ástæður séu fyrir hendi er
réttlæti verknaðinn – og ákvæði
persónuverndarlaganna tekur því til
aðferðarinnar við að ná upplýsingum
sem þegar er kveðið á um í 228.
grein alm. hegn.l.
Persónuvernd hefur samkvæmt
ákvæðum þeirra laga sem um hana
gilda ekki heimild til að grípa inn í
vinnslu fjölmiðla vegna meðferðar
þeirra á persónuupplýsingum, eins
og hún hefur gagnvart öðrum. Það
undirstrikar enn frekar að gildissvið
laganna er fyrst og fremst á hinum
almenna fjarskiptamarkaði og hjá
öðrum fyrirtækjum en fjölmiðlum
enda meðferð þeirra síðustu á per-
sónulegum málefnum öllum augljós
ef yfir strikið er farið og hin laga-
legu úrræði þar af leiðandi borð-
leggjandi. Til viðkvæmra persónu-
upplýsinga samkvæmt lögunum um
persónuvernd teljast t.d. stjórn-
málaskoðanir manna – nokkuð sem
blöð eru ekki aðeins dugleg að fjalla
um heldur einnig að gera mönnum
upp, þ.e. túlka skoðanir þeirra út frá
orðum eða athöfnum og getur þess
vegna notið þeirrar verndar sem er
kjarni fjölmiðlafrelsisins þ.e. að
halda uppi pólitískri umræðu. Hins
vegar getur verið afar varasamt að
setja slíkar upplýsingar í skrár eins
og varð frægt dómsmál í Bretlandi á
9. áratugnum eftir að fyrrum starfs-
kona bresku leyniþjónustunnar M15
ljóstraði því upp í sjónvarpsviðtali að
leyniþjónustan hefði flokkað upplýs-
ingar um meintar stjórnmálaskoð-
anir mannréttindalögfræðings og
þingmanns Verkamannaflokksins
(Patriciu Hewitt nú ráðherra í stjórn
Tony Blair) á skrá undir „stuðnings-
menn kommúnista“ og þótti ský-
laust brot á friðhelgi einkalífs þegar
málið barst til Strassborgar.
Það er rétt í áliti Persónuverndar
að meðferð viðkvæmra persónuupp-
lýsinga þarf að standast það próf að
brýna nauðsyn hafi borið til að rétt-
læta birtingu slíks efnis í fjölmiðlum.
Frægt dæmi um slíkt er umfjöllun
hollenskra blaðamanna um sifjaspell
og kynferðisofbeldi gegn börnum í
máli þekktrar fjölskyldu í Belgíu.
Blaðamennirnir birtu afar viðkvæm-
ar upplýsingar, sem Mannréttinda-
dómstóllinn kvað réttlætanlegt í
ljósi þeirrar viðvarandi hættu sem
börnin bjuggu við.
En það er kaflinn um óvægnari
umfjöllun fjölmiðla um opinberar
persónur og myndatökur á almanna-
vettvangi í áliti Persónuverndar sem
er tilefni þessarar greinar. Þarna er
Persónuvernd á mjög gráu svæði.
Tjáningarfrelsisákvæðið verndar
ekki aðeins efnislegt innihald upp-
lýsinga og hugmynda heldur einnig
með hvaða hætti þær eru settar
fram.
Í álitinu segir m.a.: „Birting
mynda af tilteknum einstaklingi,
sem eingöngu er að sinna einkamál-
efnum sínum, getur hins vegar talist
ómálefnaleg ef myndbirtingin þjón-
ar engum málefnalegum tilgangi og
einstaklingurinn hefur ekki veitt
samþykki sitt til hennar.“ Ef mynd
tekin af opinberri persónu sem tekin
er t.d. á skemmtistað heyrir undir
lög um persónuverndaðar upplýs-
ingar þá má geta þess að í álitamáli
um meðferð viðkvæmra persónu-
upplýsinga í dómi Hæstaréttar 27.
nóvember 2003 vék dómstóllinn sér
hjá því að gefa afdráttarlaust svar
um það hvort slíkt samþykki væri
skilyrði en benti á að ef sú staðreynd
lægi fyrir að einstaklingur hefði ekki
gefið samþykki með berum orðum
þyrfti slíkt eitt út af fyrir sig ekki að
vera andstætt 1. mgr. 71. gr. Stjórn-
Þröng skýring á fjölmiðlafre
vafasamt eftirlit opinberrar
Reuters
Lögfræðingur Karólínu prinsessu, í málaferlunum fyrir mannréttindadómstól Evrópu, með stækkaða útgáfu af mynd er birtist af
skjólstæðingi hans í einu þýsku blaðanna.
Eftir dr. Herdísi
Þorgeirsdóttur
Herdís
Þorgeirsdóttir