Morgunblaðið - 24.07.2005, Page 28
28 SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Á AÐALFUNDI Landverndar í
maí sl. var samþykkt
ályktun um mikilvægi
þess að reglur Evrópu-
sambandsins sem gilda
um merkingar á mat-
vælum og fóðri úr
erfðabreyttum líf-
verum verði innleiddar
hér á landi án tafar
þannig að íslenskir
neytendur fái sambæri-
legar upplýsingar og
leiðsögn um þessi mál
og neytendur í löndum
ESB.
Erfðabreyttar afurð-
ir, fóður og matvæli eru
nú þegar flutt inn hingað til lands og
þá fyrst og fremst frá Bandaríkj-
unum. Framleiðendur landbúnaðar-
afurða og neytendur almennt eru
ómeðvitaðir um þessar vörur þar
sem þær eru allar ómerktar. Í Evr-
ópu hafa lengi verið í gildi reglur um
merkingar, enda talið sjálfsagt að
neytendur hafi þessar upplýsingar
og hafi þá val. Nýlega bárust þau já-
kvæðu tíðindi að til stæði að innleiða
löggjöf um slíkar
merkingar hérlendis
nú í haust.
Jafnframt taldi aðal-
fundur Landverndar
að gæta þyrfti mikillar
varúðar við tilraunir
þar sem notaðar eru
erfðabreyttar lífverur
og að ekki væri ráðlegt
að þeim sé sleppt út í
íslenskt umhverfi
nema að fyrir liggi vís-
indaleg fullvissa fyrir
því að það valdi ekki
skaða í lífríki landsins.
Fundurinn taldi óráð-
legt að heimila það að sleppa erfða-
breyttum lífverum út í íslenskt um-
hverfi á grundvelli núgildandi laga
þar sem þau eru ekki í samræmi við
nýrri og strangari reglur Evrópu-
sambandsins.
Árið 1996 voru samþykkt lög hér-
lendis um erfðabreyttar lífverur og
ári síðar var gefin út reglugerð sem
m.a. fjallar um það að sleppa þeim út
í umhverfið. Á grundvelli þessar
laga hefur þegar verið heimilað að
sleppa út í íslenskt umhverfi í til-
raunaskyni. Evrópusambandið sam-
þykkti nýja tilskipun um þetta mál
árið 2001. Þessi tilskipun hefur enn
ekki verið lögfest á Íslandi. Verði
hún lögfest verða gerðar enn
strangari kröfur en áður vegna
heimilda um að sleppa erfðabreytt-
um lífverum.
Miklar vonir hafa verið bundnar
við erfðatæknina, bæði með hliðsjón
af nauðsyn þess að koma á móts við
vaxandi matvælaþörf Jarðarbúa og
til framleiðslu lyfja. En það er nauð-
synlegt að sýna mikla varúð þegar
maðurinn með sinni takmörkuðu
þekkingu fer að gera breytingar á
grundvallarþáttum í framþróun líf-
vera. Meðal vísindamanna eru afar
skiptar skoðanir um þá áhættu sem
fylgir því að sleppa erfðabreyttum
lífverum út í umhverfið og virðist því
skynsamlegt að láta náttúruna njóta
vafans. Þá vekur þetta mál einnig
margar erfiðar siðferðilegar spurn-
ingar.
Víða í Evrópu eru notaðar erfða-
breyttar plöntur vegna tilrauna með
matvælaframleiðslu. Eftir því sem
næst verður komist hefur ekkert
land í Evrópu hafið útiræktun á
plöntum sem bera lyfjavirk efni sem
þróuð hafa verið með erfðatækni
nema Ísland. Það að sleppa mann-
gerðum lyfjavirkum efnum út í nátt-
úruna vekur ákveðnar áhyggjur.
Vissulega er gætt varúðar við þessa
ræktun hér á landi og fyrstu rann-
sóknir sem gerðar hafa verið benda
til þess að hættan á að þessar jurtir
víxlfrjóvgist við aðrar plöntur sé
hverfandi. En vísindamenn með sér-
þekkingu sem Landvernd hefur ráð-
fært sig við telja að þrátt fyrir þess-
ar rannsóknir séu ekki öll kurl
komin til grafar og ekki sé hægt að
útiloka mengun. Þar sem hér er um
mikilvægt umhverfismál að ræða er
það hlutverk Landverndar að stuðla
að gagnrýnni umræðu um það.
Í grein í Morgunblaðinu 17. júlí sl.
(„Sérkennileg umræða um erfða-
tækni“) kom fram gagnrýni á að-
komu Landverndar að umræðu um
þetta mál og reynt að draga úr trú-
verðuleika eins þeirra sérfræðinga
sem hafa komið til landsins í því
skyni að efla gagnrýna umræðu um
það. Efnislega eru í greininni rang-
færslur um starfsferil sérfræðings-
ins dr. Antoniou. Réttar upplýsingar
um starfsferil dr. Antoniou má finna
á www.erfdabreytt.net. Af greininni
má einnig ráða að hér á landi hafi
verið innleiddar þær reglur um það
að sleppa erfðabreyttum lífverum út
í umhverfið sem Evrópusambandið
byggir á. Það er ekki rétt.
Að lokum telur höfundur um-
ræddrar greinar að fyrirtækið Orf
Líftækni sé gert að skotspæni í
þessari umfjöllun. Ég vil því árétta
að Landvernd hefur átt uppbyggileg
samskipti við fyrirtækið og ber virð-
ingu fyrir þeim hæfu vísindamönn-
um sem þar starfa. Það er hlutverk
Landverndar að vera málsvari um-
hverfisverndar og gagnrýni samtak-
anna á það að sleppa erfðabreyttum
lífverum út í umhverfið beinist að
þeim aðilum sem hafa heimilað slíkt,
en ekki að fyrirtækinu sjálfu sem
vinnur að mikilsverðum og gagn-
legum rannsóknum á sviði erfða-
tækni.
Erfðabreyttar lífverur
og umhverfisvernd
Björgólfur Thorsteinsson
fjallar um að sleppa
erfðabreyttum lífverum út í
umhverfið
’Það að sleppa manngerðum lyfja-
virkum efnum út í nátt-
úruna vekur ákveðnar
áhyggjur.‘
Björgólfur
Thorsteinsson
Höfundur er rekstrarhagfræðingur
og formaður Landverndar.
Ölduslóð 21 - Hafnarfirði
Opið hús í dag frá kl 16-17.
Vorum að fá í einkasölu einbýlishús sem skiptist í tvær íbúðir. Góð og
barnvæn staðsetning í rólegu hverfi í Hafnarfirði. Tvö fastanúmer. Á 1.
hæð er 3ja herb. 71,6 fm íbúð og rúmgott vaskhús, en á 2. hæðinni er 4ra
herb. 86 fm íbúð. Samtals 157,6 fm. Tilvalin eign fyrir tvær samhentar fjöl-
skyldur eða stórfjölskylduna. Bílskúrsréttur og teikningar af bílskúr. Gróð-
urhús í garði. Fallegur garður í mikilli rækt. Mjög skemmtileg eign sem
býður upp á mikla möguleika. Snyrtilegt hús og vel um gengið, en kominn
tími á ákveðið viðhald / upplyftingu. Verð 32,9 millj.
Allar nánari upplýsingar á DP FASTEIGNUM
í síma 561 7765 eða dp@dpfasteignir.is.
HB FASTEIGNIR
Sími 534 4400 • Hús Verslunarinnar, Kringlan 7, 103 Reykjavík
Hrafnhildur Bridde löggiltur fasteignasali
LINDASMÁRI 45, KÓPAVOGI - 3. HÆÐ OG RIS. VERÐ 32,9. MILLJ.
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 18.00-19.00
• 151,4 fm
• 4-5 svefnherb.
• Rúmgóð stofa
• Suðvestur svalir
• Falleg gólfefni
• Þvottahús í íbúð
• Góð staðsetning
• Barnvænt hverfi
Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali, sími 821- 4400
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Hæð í Hlíðunum óskast.
Traustur kaupandi óskar eftir 130-160 fm hæð í Hlíðunum.
Nánari uppl. veita Sverrir eða Hákon.
Íbúð í Kópavogi óskast.
Traustur kaupandi óskar eftir 110-130 fm íbúð í nýlegri blokk í
Kópavogi. Nánari uppl. veita Sverrir og Hákon.
800-1.200 fm lagerhúsnæði óskast.
Höfum verið beðnir um að útvega 800-1.200 fm lagerhúsnæði með
góðri lofthæð til kaups. Nánari uppl. veita Óskar og Sverrir.
Iðnaðarhúsnæði í Garðabæ óskast.
250-400 fm iðnaðarhúsnæði með góðri lofthæð í Garðabæ óskast.
Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson.
Einbýlishús í Garðabæ óskast - staðgreiðsla.
180-280 fm einbýlishús, helst á einni hæð óskast sem fyrst.
Staðgreiðsla í boði. Allar uppl. veitir Sverrir.
Einbýlishús á Seltjarnarnesi óskast - staðgreiðsla.
Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 150-200 fm einbýlishús
á einni hæð á Seltjarnarnesi. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir.
Íbúð við Espigerði óskast - staðgreiðsla.
Traustur kaupandi óskar eftir 110 fm íbúð við Espigerði. Nánari uppl.
veitir Sverrir.
Sérhæð við miðborgina óskast.
Fjársterkur kaupandi óskar eftir 150-200 fm hæð sem næst
miðborginni. Staðgreiðsla. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir.
Íbúð við Hæðargarð eða Sólheima óskast - rýming eftir 1 ár.
Traustur kaupandi óskar eftir 3ja-4ra herb. íbúð við Hæðargarð eða í
háhýsi við Sólheima. Staðgreiðsla í boði. Eignin þarf ekki að losna fyrr
en eftir 1 ár. Nánari uppl. veitir Sverrir.
„Penthouse“ í miðborginni óskast - staðgreiðsla
Óskum eftir 200-250 fm „penthouse“-íbúð eða (efstu) sérhæð í
miðborginni eða í nágrenni hennar. Rétt eign má kosta 40-75 millj.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir.
Íbúð við Kirkjusand óskast.
Traustur kaupandi óskar eftir 110-140 fm íbúð við Kirkjusand.
Nánari uppl. veitir Sverrir.
Hæð í Hlíðunum eða Kleppsholti óskast.
Traustur kaupandi óskar eftir 120-140 fm hæð
í Hlíðunum. Sverrir veitir nánari upplýsingar.
Sverrir Kristinsson,
löggiltur fasteignasali.
Upplýsingar veita Sverrir Kristinsson
og Hákon Jónsson.
Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur flestar stærðir raðhúsa
og einbýlishúsa víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Einnig vantar
flestar stærðir og gerðir íbúða. Traustir kaupendur.
Dæmi úr kaupendaskrá:
Barmahlíð 32 - hægri hurð
Opið hús í dag milli kl. 16:00 og 19:00
Mjög björt og falleg 123 fm sérhæð í Hlíðunum með sérinngangi og mögu-
leika á byggingu bílskúrs á bílastæði við lóð. Að sögn eiganda þarf bara
að sækja um aftur. Búið er að endurnýja alla glugga og gler í íbúðinni.
Komið inn í forstofu með flísum á gólfi. Hol rúmgott með linoleum-dúk á
gólfi. Út frá holi eru tvær hurðargeymslur, önnur undir stiga og hin var
gestasalerni áður og hægt væri að breyta því aftur eða setja þar þvotta-
herbergi. Inn af holi er eldhúsið sem er með linoleum-dúk á gólfi og nýlegri
fallegri innréttingu og einnig nýleg tæki í eldhúsinu, glerplata er öðru meg-
in á milli innréttinga og hinu megin er stálplata, borðkrókur við glugga,
uppþvottavél fylgir með. Herbergjagangur er með parketi á gólfi og stór-
um rúmgóðum fataskápum á heilum vegg. Barnaherbergi með parketi á
gólfi. Baðherbergið er með mósaíkflísum á gólfi og veggjum, upphengt
salerni, baðkar og gluggi. Hjónaherbergið er með parketi á gólfi og út-
gengt á suðursvalir og niður stiga á lóðina, sem er vaxin háum trjám og
býður uppá ýmsa möguleika. Stofan og borðstofan er með gegnheilu
stafaparketi. Innaf borðstofu er sjónvarpsherbergi með samskonar parketi
á gólfi. Innaf sjónvarpsherberginu er eitt svefnherbergi (skrifstofa í dag)
með parketi á gólfi. Í sameign fylgir ein köld geymsla á jarðhæð og í risi er
rúmgóð geymsla með hillum. Þvottaherbergið er í risinu og er sameigin-
legt með öðrum í húsinu. Snyrtileg sameig. Góð eign á vinsælum stað í
Hlíðunum.
Sölumenn Kletts fasteignasölu taka á móti
áhugasömum kaupendum frá kl. 16:00 til 19:00
Landsins mesta úrval af
yfirhöfnum
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16
Mörkinni 6, sími 588 5518