Morgunblaðið - 24.07.2005, Page 29

Morgunblaðið - 24.07.2005, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 29 UMRÆÐAN Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9-17:30. Sími 588 4477 Við eigum eftir 3 íbúðir í þessu glæsilega húsi, sem eru til afhendingar strax fullfrágengnar án gólfefna og ein 4ra herb. íbúðin er fullbúin með öllum gólfefnum. Allar íbúðirnar skarta vönd- uðum innréttingum frá Axis, flíslögðum vönduðum baðherb., flísar eru á forstofu og þvotta- húsi. Hér er möguleiki að flytja inn strax. Verð frá 19,8-25,8 millj. Einnig er mögulegt að fá lán hjá öðrum lánastofnunum. Kynnið ykkur mismunandi lánamöguleika. Uppl. er hægt að fá í s. 896 5221, 896 5222 eða 899 1882 hjá sölumönnum Valhallar. Lausar íbúðir til afhendingar strax við Þórðarsveig Lyklar á skrifstofu ... í öruggum höndum 565 5522Reykjavíkuvegi 60 • Fax 565 5572 Opið: mán-fim 9-18 og fös 9-17 Gunnar Sv. Friðriksson hdl. löggiltur fasteinga- og skipasali www.fasteignastofan.is • Allar eignir á mbl.is Nýkomin í einkasölu glæsileg og rúmgóð 113 fm íbúð á 7. hæð í þessu vinsæla lyftuhúsi, ásamt stæði í upphitaðri bílageymslu. Glæsilegt útsýni. Góð gólfefni og innréttingar, suðursvalir. Fjölbýlið er klætt að utan. Verð kr. 27,0 millj. Allar nánari upplýsingar veitir Ívar í síma 861 2928. Eyrarholt - Turninn Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali BOLLAGARÐAR Einstaklega glæsilegt einbýlishús með sjávarútsýni og innbyggðum bílskúr við Bolla- garða á Seltjarnarnesi. Eignin skiptist í forstofu, hol/gang, stofu, borðstofu, eldhús, þvottahús, fjögur herbergi, sjónvarpshol, geymslu og baðherbergi. Falleg og vel hirt lóð. Allar innréttingar, gólfefni og skipulag er hið vandaðasta, enda hefur húsið allt verið endurnýjað á síðustu árum. 5167 HRAUNBRAUT - EINSTÖK STAÐSETNING Mikið endurnýjað 170 fm einbýlishús með bílskúr á þessum eftirsótta stað í vesturbæ Kópavogs. Eignin hefur verið mikið standsett, m.a. eldhús, bað, gólfefni, lagnir o.fl. Timburpallur. Frábær garður. Stutt í alla þjónustu. Óbyggt svæði er á bak við húsið. V. 40,0 m. 5178 SKAFTAHLÍÐ - SIGVALDAHÚS Björt fimm herbergja 110,7 fm endaíbúð í Sigvaldablokkinni í Skaftahlíð. Íbúðin skiptist í forstofu/hol, stórar samliggjandi stofur, nýstandsett eldhús, nýstandsett baðherbergi og þrjú herbergi. Í kjallara fylgir sérgeymsla svo og sameiginlegt þvottahús, hjóla- geymsla o.fl. Nýlegt parket er á öllum gólfum nema á baðherbergi en þar er grágrýti og á barnaherbergjum en þar er linoleumdúkur. Ný hurð út á sameignargang. V. 23,0 m. 5160 BARÐASTAÐIR - GLÆSILEG ÍBÚÐ Falleg 3ja herbergja 100 fm íbúð með sérinngangi á efstu hæð í 3ja hæða fjölbýli á þessum vinsæla stað í Grafarvogi. Húsið er nýmálað og lítur vel út. Snyrtileg lóð með leiktækjum fyrir börnin. Um 2 mín. gangur í bæði leikskóla og nýjan grunnskóla. Stutt í golf. Mjög fallegt útsýni til Esjunnar og yfir Flóann. 5168 HRINGBRAUT 129,9 fm íbúð á 1. hæð í litlu fjölbýlishúsi. Húsið er byggt árið 1937 og er steinsteypt. Um er að ræða 5 herbergja bjarta íbúð sem skiptist í forstofu, gang, geymslu, 2 sam- liggjandi stofur, þrjú góð herbergi og baðherbergi. Í kjallara fylgja tvær sérgeymslur og hlutdeild í sameign. Gengið er úr þvottahúsi út á baklóð (þar er rými fyrir ruslatunnur). V. 20,9 m. 5182 REKAGRANDI - BÍLSKÝLI Falleg og vel staðsett 3ja herbergja 82 fm endaíbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli við Reka- granda, ásamt 27 fm stæði í bílageymslu. Eignin skiptist í forstofu, tvö herbergi, stofu, eldhús og baðherbergi. Sérgeymsla og hjólageymsla eru á jarðhæð. Tvennar svalir eru á íbúðinni. V. 17,9 m. 4742 HOFTEIGUR - SÉRVERÖND 3ja herb. björt 78 fm íbúð í kjallara með sérvörnd sem gengið er í úr stofu. Tvö rúmgóð herbergi. Endurnýjaðar lagnir o.fl. V. 14,7 m. 5165 EKKI alls fyrir löngu var greint frá því í dagblöðum að fertugur maður sem á við áfengisvanda að etja hefði verið dæmdur í 45 daga óskilorðsbundið fang- elsi fyrir að stela einu kjötlæri og fimm ost- stykkjum í verslunum í Reykjavík. Þess var getið að verðmæti þýf- isins hefði verið 4.580 krónur. Eigum almennings ráðstafað Nú hefur alþjóð ver- ið upplýst rækilega um það hvernig ráð- herrar handstýrðu sölu Landsbankans, Búnaðarbankans og VÍS til einka- vina sinna. Landsbankinn lánaði meira að segja vinum ráðherranna milljarða til kaupanna áður en Búnaðarbankinn var afhentur framsóknarmönnum! Auðvitað á fólk bágt með að trúa því að æðstu menn þjóðarinnar hafi verið að ráðstafa eigum almennings til vina og kunningja. En staðreynd- irnar tala sínu máli og framhjá því verður ekki litið að einkavinirnir efnuðust um marga milljarða á þessum vafasömu viðskiptum. Forsætisráðherra hefur sagt að hann hafi aldrei efast um hæfi sitt í einkavæðingarferlinu þrátt fyrir stórfelld hagsmunatengsl, sem er furðulegt í ljósi þess að maðurinn er þaulreyndur stjórnmálamaður og endurskoðandi og hefur m.a. kennt þau fræði við háskóla. Rík- isendurskoðandi var líka fljótur að lýsa því yfir að það væri allsendis óþarft að hugleiða vanhæfi for- sætisráðherra í málinu. En það sjá það allir sem vilja sjá, að ríkisend- urskoðandi bregst algjörlega því hlutverki sínu að veita stjórnvöld- um aðhald, hann þjónar þeim bara. Skipa ætti rann- sóknarnefnd Að sjálfsögðu ætti að skipa hlutlausa, opinbera nefnd til að rannsaka málið, en það er afskaplega erfitt vegna þess að það er í höndum meirihluta Alþingis að skipa slíka nefnd og sá sami meirihluti kærir sig alls ekkert um rannsókn. Þannig getur meirihlutinn staðið vörð um það að eigið misferli verði ekki rann- sakað. Það er hlutverk stjórn- arandstöðunnar að veita stjórn- völdum aðhald, en það er jafn augljóst að þegar meirihlutinn ræður alltaf hvað gera skal, þá getur hann ýtt öllum óþægilegum málum út af borðinu. Því miður hefur einkavæðingin verið einkavinavæðing til þessa og það verður að stöðva. Viðskipti með eigur almennings verða að fara fram á fullkomlega opinn og gagnsæjan hátt. Þegar valda- hlutföll breytast á Alþingi hlýtur það að verða fyrsta verkið að skipa opinbera rannsóknarnefnd sem rannsaki til hlítar öll vinnu- brögð einkavæðingarnefndar frá upphafi og viðskipti á hennar veg- um. Hinir háu herrar ræna heilu bönkunum um hábjartan daginn, frammi fyrir alþjóð og moka millj- örðum til vina og vandamanna, en eru aldrei kallaðir til ábyrgðar gjörða sinna, ólíkt þeim sem var gert að sitja í fangelsi fyrir að taka kjötlæri og ost ófrjálsri hendi. Bankaræningjar Margrét Sverrisdóttir fjallar um sölu bankanna ’Hinir háu herrar rænaheilu bönkunum um há- bjartan daginn, frammi fyrir alþjóð og moka milljörðum til vina og vandamanna, en eru aldrei kallaðir til ábyrgðar …‘ Margrét Sverrisdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.