Morgunblaðið - 24.07.2005, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Skipholti 29a,
105 Reykjavík
fax 530 6505
heimili@heimili. is
Einar Guðmundsson, lögg. fast.
Finnbogi Hilmarsson, lögg. fast.
Bogi Pétursson, lögg. fast.
sími 530 6500
Fulltrúar frá Faberca í Kanada verða á staðnum og veita
faglegar ráðleggingar.
Margra ára reynsla og
þróun við íslenskar að-
stæður skila sér í frá-
bærum viðhaldsfríum
húsum.
Umboðsaðilar á ÍslandiDalvegur 22 • 200 Kópavogur Sími 515 2700
OPIÐ HÚS
Í dag á milli kl 14:00 og 19:00 að
Dalvegi 22 í Kópavogi
Austurgata - Vogum Vatnsleysu
Hraunhamar fasteignasala
kynnir í einkasölu nýtt, glæsilegt
fullbúið einbýli á einni hæð, 125
fermetrar ásamt 26 fermetra
innbyggðum bílskúr, samtals
um 151,7 fermetrar, vel staðsett
við Austurgötu númer 2, Vogum
Vatnsleysustrandarhreppi. Um
er að ræða nýtt einbýli sem hef-
ur verið innréttað á mjög
smekklegan hátt með vönduð-
um innréttingum og gólfefnum. Lýsing eignar: Forstofa með skáp.
Gott þvottahús. Hol, stofa með útgangi út í garð. Eldhús opið inn í
stofu með glæsilegri sérsmíðaðri innréttingu. Tvö góð herbergi með
skápum. Glæsilegt baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með baðkari
og sturtuklefa, glæsileg innrétting á baði. Allar innréttingar sérsmíð-
aðar úr eik frá RH innréttingum. Gólfefni eru parket og flísar. Góður
bílskúr. Glæsilegur garður. Eignin er fullbúin og til afhendingar strax.
Óskað er eftir tilboðum í eignina.
Kári Fanndal Guðbrandsson,
Sigrún Sigurpálsdóttir,
lögg. fasteignasali.
TRAUST
ÞJÓNUSTA Í
ÁRATUGI
S. 562 1200 F. 562 1251
EINBÝLISHÚS - EINSTAKT TÆKIFÆRI!
Okkur hjá Fasteignasölunni Garði er sönn ánægja að kynna
vandlátum kaupendum einstakan valkost í kaupum á einbýl-
ishúsi! Húsið er steinsteypt, ein hæð með tvöföldum bílskúr,
samtals 252,1 fm. Húsið skiptist í glæsilegar stofur og eld-
hús (gengið niður 3 þrep), hjónaherbergi með sérbaði, 3
barnaherbergi, rúmgott baðherbergi, þvottaherbergi og and-
dyri. Hátt til lofts. Mahóní-gluggar og steinvatnsbretti. Geng-
ið er út á lóð úr stofu, eldhúsi, hjónaherbergi og tveim öðr-
um stöðum. Selst fokhelt, frágengið utan. Mjög vandaður
frágangur. Staðsetningin er hreint frábær. Húsið stendur
nokkuð hátt við Ásgarð í Mosfellsbæ. Hér njóta sín allir
helstu kostir þess að búa í „sveit í borg“. Mjög víðáttumikið
og fagurt útsýni er úr húsinu.
Veitum fúslega allar frekari upplýsingar
GRAFALVARLEGT mál er ef
atvinulífið við Eyjafjörð getur ekki
tekið við og nýtt þá fjármuni sem
Kaupfélag Eyfirðinga hefur fram
að bjóða.
Í stað þess að standa sjálft fyrir
fjölbreyttum atvinnu-
rekstri eins og Kaup-
félag Eyfirðinga gerði
á árum áður miðast
hlutverk þess nú við
að taka þátt í fjárfest-
ingum og ávaxta fjár-
muni sem er einkum
ætlað að hafa jákvæð
áhrif á atvinnulíf og
byggð á bökkum Eyja-
fjarðar. Í samþykktum
félagsins eru ákvæði
sem binda hendur
stjórnenda þess nokk-
uð þegar fjárfestingar
eru annars vegar. Félaginu er gert
að stuðla að atvinnuuppbyggingu
og byggðafestu í eyfirskum byggð-
um og má segja að þessi kvöð eða
fremur hlutverk sé arfur frá fyrri
tíð ásamt þeim sjónarmiðum sem
starfsemi félagsins byggðist jafnan
á. Af þeim sökum hafa stjórnendur
félagsins sýnt áhuga á ýmsum
byggðaverkefnum, allt frá útgáfu
norðlensks fréttablaðs og prent-
smiðjureksturs á Akureyri til jarð-
ganga á milli Eyjafjarðar- og Þing-
eyjarsveita og lagningu þjóðvegar
um hálendi Íslands á milli lands-
fjórðunganna fyrir norðan og sunn-
an.
Efasemdir um opinber störf
Að undanförnu hefur komið fram
áhugi af hálfu forráðamenna Kaup-
félags Eyfirðinga á að styðja við
flutning opinberra stofnana eða
starfa á þeirra vegum til Akureyr-
ar. M.a. með því að festa kaup á
húsnæði til þess að bjóða stofn-
unum afnot af og þá trúlega fyrir
hagstæðara endurgjald en þær
þurfa að greiða á markaði í höf-
uðborginni. Ég hef stundum látið í
ljósi efasemdir um tilgang þess að
fá eða lokka opinber störf eða
stofnanir út á land vegna þess að
þær skipta jafnan ekki sköpum í
atvinnulífi bæja eða byggðarlaga
nema þá þar sem um fámenni er
að ræða. Þrátt fyrir það tek ég
undir að starfsemi opinberra stofn-
ana getur aukið fjölbreytni at-
vinnulífs á landsbyggðinni. Í því
sambandi má nefna staðsetningu
nýrrar landbúnaðarstofnunar á
Selfossi, staðsetningu Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins í
tengslum við Landbúnaðarháskól-
ann á Hvanneyri, Byggðastofnun á
Sauðárkróki og Land-
mælingar ríkisins á
Akranesi. Vissulega
myndi hluti af starf-
semi Fiskistofu eða
Hagstofunnar, svo
dæma sé getið, auka
nokkuð fjölbreytni at-
vinnulífs á Akureyri
og yrði að því leyti já-
kvæð líkt og starf-
semi stofnana sem
tengjast Háskólanum
á Akureyri án þess þó
að skipta sköpum í
því fjölmenna byggð-
arlagi sem Eyjafjarðarsvæðið er.
Pólitískt viðfangsefni
Einhvers staðar þurfa eftirlits-
stofnanir þjóðfélagsins að vera og
frá byggðasjónarmiðum séð er
æskilegt að þær dreifist nokkuð
um landið. Staðsetning þeirra á að
vera sjálfsagt og eðlilegt viðfangs-
efni stjórnvalda á hverjum tíma en
síður viðfangsefni fjárfestingaraðila
að bjóða stofnunum kostakjör til að
lokka starfsemi þeirra til einhverra
staða. Ákveðinnar tregðu hefur oft-
ast gætt þegar staðsetningu op-
inberra stofnana hefur borið á
góma. Rætur hennar hafa þó frem-
ur legið innan stofnananna sjálfra
en í viðhorfum stjórnmálamanna,
einkum vegna þess að starfsfólk
stofnananna hefur ekki viljað flytj-
ast af höfuðborgarsvæðinu. For-
svarsmenn Atvinnuþróunarfélags
Eyjafjarðar buðu fyrir nokkrum
árum hagstofustjóra að flytja er-
indi um þetta efni á hádegisfundi í
fundaröð félagsins um atvinnumál.
Hann afþakkað boðið og var vart
hægt að túlka það á annan veg en
að hann teldi málefnið ekki vera til
umræðu. Sjávarútvegsráðherra
hefur nú sýnt hugmyndum um
starfsemi Fiskistofu á Akureyri
áhuga en minna er vitað um af-
stöðu forstöðumanns eftirlitsstofn-
unarinnar sjálfrar eða starfsfólks
hennar í því efni.
Grafalvarlegt mál
Ástæður þess að forráðamenn
Kaupfélags Eyfirðinga eru farnir
að horfa í þessa átt er fyrst og
fremst skortur á góðum fjárfest-
ingar- og atvinnukostum sem þjón-
að geta samþykktum og mark-
miðum félagsins um að leggja
fjármuni til atvinnuuppbyggingar í
héraði og auka byggðafestu. Það er
grafalvarlegt mál fyrir byggð eins
og Eyjafjörð með um 25 þúsund
íbúa og hlýtur að vekja áhyggjur
þeirra að atvinnulífinu virðist svo
um megn að nýta fjármuni sem til
eru á svæðinu að kalla verði eftir
opinberum eftirlitsstörfum og
bjóða þeim kostakjör. Lengst af
hefur umræðan um að flytja rík-
isstofnanir eða hluta af starfsemi
þeirra út á land stafað af því að
ekki hafa verið til fjármunir til
þess að efla atvinnulíf. Í þessu til-
viki eru þeir fyrir hendi en þá
vantar sjálfa atvinnukostina. Arður
af starfsemi ríkisstofnana verður
alltaf óbeinn. Hann skilar sér eink-
um í greiðslum fyrir afnot af hús-
næði, í opinberum gjöldum starfs-
fólks til viðkomandi sveitarfélags
eða sveitarfélaga og kaupum stofn-
ana, starfsfólks og fjölskyldna
þeirra á lífsnauðsynjum og dag-
legri þjónustu. Efling atvinnulífs
og byggðafesta byggist aldrei
nema að takmörkuðu leyti á eft-
irlitsstofnunum þótt þær geti að
vissu leyti aukið fjölbreytni at-
vinnuflórunnar. Hér er ekki við
forsvarsmenn Kaupfélag Eyfirð-
inga að sakast sem þurfa að koma
fjármunum í umferð atvinnulífsins
og eru bundnir af samþykktum og
stefnumörkun félagsins. Félagið
hefur fjárahagslega burði til þess
að standa að baki öflugu atvinnulífi
og byggðafestu. Því er það at-
vinnulífsins að koma til móts við
félagið.
Grafalvarlegt mál
Þórður Ingimarsson fjallar
um atvinnusvæðið Eyjafjörð ’Staðsetning þeirra áað vera sjálfsagt og eðli-
legt viðfangsefni stjórn-
valda á hverjum
tíma…‘
Þórður Ingimarsson
Höfundur er blaðamaður.