Morgunblaðið - 24.07.2005, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 31
UMRÆÐAN
MENNTUN er eitt mikilvægasta
tækið til að tryggja jöfn tækifæri
þegnanna. Miklu skiptir því að allir
sem áhuga hafa og getu eigi þess
kost að sækja sér menntun að lokn-
um grunn- eða fram-
haldsskóla. Í dag er
ekki svo, einhver
hundruð ungmenna
komast ekki í skóla í
haust samkvæmt
fréttum í síðasta
mánuði. Enginn veit
hversu mikill þessi
fjöldi er en að mati for-
manns Skólameist-
arafélags Íslands er
hópurinn sem ekki fær
skólavist í framhalds-
skólum líklega „mjög
stór“. Og langflestir
háskólanna vísuðu frá fjölda nem-
enda. Ef marka má viðtöl við for-
svarsmenn skóla í júní sl. gætu þetta
verið á bilinu tvö til fjögur hundruð
manns sem ekki komast í framhalds-
eða háskóla í haust. Viðbótarkostn-
aður ríkisins af hverjum nemanda
næmi um það bil sex til sjöhundruð
þúsund krónur á ári. Að tryggja öll-
um skólavist gæti því kostað árlega
um 150 til 250 milljónir króna, sem
allir sjá að er ekki há upphæð, sem
hlutfall af heildarútgjöldum ríkisins
sem eru um 400 milljarðar árlega.
Það er að vísu svo að aldrei hafa
fleiri nemendur sótt nám í fram-
halds- og háskólum landsins. En
Heimdallur, félag ungra sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík, hefur sagt, að
við þær aðstæður sem við búum í
dag, mikinn hagvöxt og góða stöðu
ríkissjóðs, á að gera betur. Heim-
dallur skoraði í liðinni viku á
menntamála- og fjármálaráðherra
að leita allra leiða til að gera ungu
fólki sem getu hefur og áhuga, kleift
að hefja nám í haust. Þess má geta
að Heimdallur lagði á síðasta hausti
fram ítarlegar niðurskurðartillögur
á fjárlögum ríkisins, svo ungt fólk í
Sjálfstæðisflokknum verður ekki
sakað um ábyrgðarleysi í ríkisfjár-
málum.
Af hverju?
Menntun er ekki einungis lykill að
jöfnum tækifærum, en rannsóknir
sýna að hún hefur mikil áhrif á ævi-
tekjur einstaklinga. Menntun virðist
hafa jákvæð áhrif á svo ótalmargt
annað í lífi þeirra. Jákvæð tengsl eru
milli menntunar fólks
og heilsufars, mennt-
unar og þátttöku í
margs konar fé-
lagsstarfi og
-tengslum. En tvennt
það síðastnefnda hefur
verið skilgreint sem fé-
lagsauður samfélaga
(social capital) og sett á
bekk með efnislegum
auði og mannauði
(human capital), vegna
margvíslegra jákvæðra
áhrifa á traust í sam-
félögum og almenna
hagsæld. Menntun og skólaganga
ungs fólks vinnur einnig gegn and-
félagslegri hegðan svo sem lög-
brotum, sem kosta samfélög mikið.
Öll þessi atriði varða því bæði ein-
staklinginn sjálfan, en ekki síður það
samfélag sem hann býr í, auk vel-
þekktra áhrifa menntunarstigs í
samfélögum á efnahags- og at-
vinnuþróun þeirra.
Af hverju ungir
sjálfstæðismenn?
Ungir sjálfstæðismenn eru þekkt-
ari fyrir annað en að fara fram á
aukin útgjöld og umsvif ríkisins. Það
á líka að vera þannig, en um mennt-
un ungs fólks gildir annað. Útgjöld
ríkisins til menntunar ungs fólks eru
fjárfesting, ekki rekstrarkostnaður.
Þau eru fjárfesting í ungu fólki og
getu þess og framtíð. Fjárfesting
sem skilar sér margfalt, ekki bara
fyrir þann sem menntar sig heldur
samfélagið allt. Að hve miklu leyti
einkaaðilar eigi síðan að sjá um
menntakerfið og að hve miklu leyti
einstaklingar eigi að bera af því
kostnaðinn sjálfir með skólagjöldum
er svo önnur umræða og efni í aðra
blaðagrein.
Allir eigi kost á skólavist í
framhalds- og háskólum
Bolli Thoroddsen
fjallar um menntamál ’Menntun er fjárfestingí getu og framtíð ungs
fólks. Sjálfstæðismenn
eiga að standa vörð um
þá fjárfestingu.‘
Bolli Thoroddsen
Höfundur er formaður Heimdallar og
verkfræðinemi við Háskóla Íslands.
Austurmörk 4, Hveragerði, www.byr.is
sími 568 9800
Dynskógar 26
Í einkasölu er 186 fm einbýlishús
með stórum bílskúr, þremur
svefnherb. og aukaherbergi í
kjallara. Bílskúrinn er stór og
lofthæð mikil. Gott hús á einstaklega
góðum og fallegum stað.
Verð- tilboð
Austurmörk
98 fm iðnaðarhúsnæði á besta stað
í Hveragerði.
Verð 5.400.000.
Lækjarbrún 2
OPIÐ HÚS Í DAG í tilefni 50 ára
afmælis HNLFÍ frá kl.13-17. Við
kaup á þessum húsum gera
kaupendur þjónustusamning við
Heilsustofnunina sem veitir aðgang
að þeirri þjónustu sem þar er í boði.
Lyngheiði
Höfum í einkasölu 139 fm
einbýlishús innarlega í botnlanga á
góðum stað í bænum. Húsið er bjart
og vel skipulagt, með fjórum
svefnherb. Garðurinn er gróinn og
mjög snyrtilegur.
Verð 21.900.000.
Breiðumörk
Glæsileg 3ja herb íbúð á jarðhæð
í hjarta bæjarins. Eignin er ný og er
fullfrágengin að utan sem innan.
Verð 17.800.000.
Dynskógar
Í einkasölu er 147 fm einbýlishús
með 61 fm bílskúr. Í garðinum er
stór verönd, nuddpottur, lítil
sundlaug og grillkofi.
Verð 23.800.000.
HVERAGERÐI
Soffía Theodórsdóttir
löggiltur fasteignasali
LAUGARÁSVEGUR - EINSTAKT TÆKIFÆRI
Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali.
Upplýsingar
gefur Brynjar
Harðarson,
gsm 840 4040.
Höfum fengið í sölu eitt af þessum eftirsóttu og einstaklega vel staðsettu einbýlishúsum
við rætur Laugardalsins en þessi nærvera skapar einstaka umgjörð um húsið. Frá húsinu
er mjög fallegt útsýni. Húsið er u.þ.b. 400 fm að stærð með tvöföldum innb. bílskúr. Húsið
er mjög skemmtilega hannað með stórum og björtum stofum og rúmgóðum herbergjum,
arni í stofu og glæsilegum snúnum stiga milli hæða. Húsið býður upp á fjölbreytta nýting-
armöguleika og t.d. má auðveldlega hafa aukaíbúð á neðri hæðinni með sérinngangi. Hús-
ið er til afhendingar mjög fljótlega.
Draumur náttúruunnandans
Einstök fasteign við sjávarsíðuna
á Miðjarðarhafseyjunni Möltu
Frábært útsýni - Ósnortin náttúra
Til sölu sérlega fallegt hús í klassískum stíl
með öllum nútíma þægindum
staðsett á friðuðu náttúrusvæði
Til að fá frekari upplýsingar hafið samband (á ensku):
E-Mail: Rosemarie.Hecht@johbarth.de
Fax: 0049 / 911 / 54 89 160
TIL LEIGU - VEISLUSALUR
ÞJÓNUSTUHÆÐ - 104 REYKJAVÍK
Til leigu um 340 fm atvinnuhúsnæði/þjónustuhæð í góðu húsi. Björt og skemmtileg hæð
með miklu útsýni. Eignin er innréttuð sem veislusalur útbúin hljóðkerfi og eldhúsi. Til
staðar eru sæti og búnaður fyrir allt að 180 manns. Hentar einnig sem kennslu- og nám-
skeiðssalur. Tilvalið fyrir félagasamtök. Hægt er að breyta innra skipulagi og innrétta
skrifstofur með tölvulögnum henti það starfseminni.
Upplýsingar veitir Árni í síma 892 4243.
Fréttir í tölvupósti