Morgunblaðið - 24.07.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.07.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 33 MINNINGAR Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EIRÍKS JÓNASSONAR löggilts rafvirkjameistara, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Víðinesi, Fríðuhúsi og á deild 13G Landspítala. Ólafur Eiríksson, Inga Long, Oddný H. Eiríksdóttir, Ásgeir Heiðar, Gunnar Eiríksson, Jakobína Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR, Efstahjalla 5, áður á Víghólastíg 12, Kópavogi, lést á Landspítalanum Hringbraut þriðjudaginn 19. júlí síðastliðinn. Magnína Sveinsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Guðrún R. Sveinsdóttir, Eiríkur Sigfinnsson, Páll R. Sveinsson, María K. Ingvarsdóttir, Sigrún R. Sveinsdóttir, Kjartan Þórðarson, Þuríður H. Sveinsdóttir, Kristján Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra, MARGRÉT HJÁLMTÝSDÓTTIR, Sléttuvegi 17, Reykjavík, andaðist á Landspítala Landakoti 15. þ.m. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólki Landspítala háskólasjúkrahúss á deild- um B-2 og K-1 þökkum við ljúfa umönnun. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Erlendur Haraldsson, Margrét Jónsdóttir, Einar Þór Jónsson, Ásgeir Þór Jónsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BALDVIN JÓHANNESSON símvirki, Skúlagötu 40B, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 21. júlí. Ragnheiður Indriðadóttir, Ragna Birna Baldvinsdóttir, Gunnar I. Baldvinsson, Guðrún S. Jakobsdóttir, Guðrún Erna Baldvinsdóttir, Bjarni Bessason og barnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR J. GÍSLADÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar B2 á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir frábæra umönnun. Edda Þorvarðardóttir, Hálfdan Henrysson Henry Arnar Hálfdansson, Anna María Þórðardóttir Þorvarður Ragnar Hálfdanarsson, Eygló Ósk Þórðardóttir Halldór Gunnar Hálfdansson, María Þórunn Númadóttir Helga Dís Hálfanardóttir, Þórður Þorgeirsson og langömmubörn. Þegar þú sást mig fyrst var það á sam- komu í Byrginu í febr- úar 1998 og þótt þú vissi ekki einu sinni hvað ég héti baðstu Guð að gefa þér mig sem konuna þína. Við fyrstu sýn leist mér ekkert á þig. Svo leiddist það að við fórum að tala saman. Við hittumst á samkirkjulegri samkomu í Veginum, þar var mikið af fólki. Við sátum hvort á sínum stað og ég sá að þú fórst fram til fyrirbæna ásamt fjölda fólks. Ég fann að ég var farin að dragast mjög tilfinn- ingalega að þér og sagði við Guð að ef þessar tilfinningar væru gefnar frá Honum myndi Hann staðfesta það með því að ég yrði leidd upp að hlið þinni. Svo labba ég fram, stoppa á ganginum og bíð þess að samkomuþjónn komi, sem leiddi mig svo inn í þvöguna milli fólks upp að hægri hlið þinni! Við giftumst á hvítasunnudag 31. maí 1998. Á ýmsu gekk hjá okkur gegnum árin en síðasta vetur var einhvern veginn allt svo miklu inni- haldsríkara en áður, það var meiri gagnkvæmur skilningur, kærleikur og tillitssemi sem ríkti milli okkar. Oftast þegar þú fórst út vegna þinna veikinda ætlaði ég sko að gefa þig algjörlega upp á bátinn en alltaf bráði reiðin af mér og sú vinátta, ást og kærleikur sem ríkti í hjarta mínu til þín tók yfir og báturinn þinn sigldi aftur heim til okkar. Síð- asti vetur var okkar besti tími sam- an þó svo að þín veikindi stælu þér svo frá okkur í vor. Elsku Robbi minn. Ég er ennþá að meðtaka að nú sért þú dáinn, stundum þegar síminn hringir finnst mér að nú sért þú að hringja til að spyrja um hvernig synir þínir hafi það eins og þú gerðir alltaf í hverri viku og stundum á hverjum degi. Spurðir hvernig mér liði, hvað væri að frétta af Lilju og Berglindi og fjölsk. Þú varst með svo gott hjartalag en því miður svo bundinn og brotinn af veikindum þínum. Mjög fáir með þín veikindi hringja svona reglulega. Stundum spurðir þú líka hvort einhver ættingi þinn hefði hringt og spurt mig frétta af þér. Því eins og við öll viljum vera hluti af fjölskyldu hafðirðu sterka þörf fyrir að tilheyra þínu fólki. En það var aldrei og þá varðstu svo hryggur en fórst svo strax að finna útskýringar hvað allir hefðu mikið að gera og væru svo mikið upp- teknir. Þú stóðst alltaf með þínu fólki og barst svo mikla umhyggju RÓBERT CASSIS ✝ Róbert Cassisfæddist 25. jan- úar 1964. Hann lést 6. júlí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hvítasunnukirkj- unni Fíladelfíu 14. júlí. og kærleika fyrir því. Ég ætla að stofna minningarsjóð um þig til styrktar bágstödd- um, þú hefðir sam- þykkt það. Oftast þeg- ar þú fékkst útborgað um mánaðamót fórstu í dótabúðir og keyptir eitthvað fyrir syni þína eða þú lagðir inn pening hjá mér svo ég gæti keypt handa þeim það sem þú viss- ir að þá langaði í. Í júní lagðirðu inn fyrir hlaupahjólum handa þeim sem þeir eru svo ánægðir með og svo lagð- irðu auka 4.000 inn sem þú sagðir að ég ætti að nota til að kaupa bað- bombur handa mér eða eitthvað annað notalegt og njóta frá þér. Ég gerði það ekki, keypti minniskubb í leikjatölvuna sem við gáfum sonum okkar saman í afmælisgjöf. Núna sé ég eftir því. Margur pabbinn ræktar samband sitt minna við börnin sín en þú gerð- ir, þótt þeir pabbar hafi ekki þín veikindi eða önnur veikindi, svo við erum stolt af því að hafa þekkt þig og svo glöð fyrir góða tímann sem við áttum með þér í vetur og fram á vor. Þú varst svo tillitssamur og kærleiksríkur við okkur. Og það sem þú entist við að vera í eltinga- leik og feluleik við syni okkar. Ná þeim og kitla þá og þeir fengu aldr- ei nóg. Svo fóruð þið oft í lækn- isleik, þú alltaf sjúklingurinn, þeir potuðu í eyrun á þér, munninn og alltaf varst þú svo þolinmóður við þá. Ég þakka Guði fyrir góðu minn- ingarnar sem við eigum eftir sam- vistirnar okkar. Síðastliðið haust gafstu mér stóra koparstyttu af konu með dúfu á öðrum handleggn- um og með hinni hendinni heldur hún á klukku sem hangir pendúll niður úr. Þú sagði við mig að þú vildi gefa mér veglega gjöf til að eiga eftir þig þegar þú dæir! Þú gerðir alltaf ráð fyrir að verða ekki langlífur en varst samt svo leiður yfir því, þig langaði að vera sonum þínum stoð og stytta í uppvextinum. Ó, ég sakna þín svo miklu meira en mig hefði órað fyrir. Þú varst mjög veikur en elskaðir mig og syni þína samt mjög heitt. En þú áttir lifandi trú á frelsarann Jesú og þess vegna veit ég að þú færð nýjan dýrðarlík- ama hjá Föður okkar á himnum og þar hittumst við öll seinna og fögn- um og hlæjum saman. Ég gæti sonanna Samúels Krist- ins og Arons Helga sem Guð gaf okkur og þú varst alltaf svo stoltur af. Þín Ása Gréta. Ég á mjög bágt með að trúa því að þú sért virkilega farinn. Maður bjóst reyndar við þessu en þetta kom mér samt svo á óvart, þú varst of ungur til að fara. Ég fór að hugsa til þess tíma sem þið mamma voruð að kynnast, þær voru ófáar stund- irnar sem við stóðum úti á tröppum í Vesturhólunum og vorum að bulla saman hægri vinstri og alltaf hló ég svo mikið að ég fékk verk í kinn- arnar og magann. Við ímynduðum okkur alla hluti milli himins og jarð- ar. Við ætluðum alltaf að vera úti eina nótt með varðeld, sykurpúða og horfa á stjörnurnar. Það varð reyndar aldrei neitt úr því. Robbi, þú varst með einstaka kímnigáfu og gast alltaf komið mér til að hlæja, ég mun sakna þess. Svo varstu virkilega góður að spila á gítar, ég fékk þó ekkert oft að heyra þig spila þar sem gítarinn heima var með ónýtum strengjum. Það var svo gaman þegar ég kom í heimsókn til ykkar mömmu að sjá hvernig þú nenntir endalaust að eltast við strákana og leika við þá. Ég gefst alltaf upp eftir örfáar mínútur. Ég er ennþá að átta mig á því að þú sért farinn. Ég býst alltaf við því að heyra í mömmu og hún segi að þú sért kominn heim aftur, ég á eftir að sakna þín. Mig langar bara til að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar okkar þar sem við hlógum út í eitt. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og fyrir það hvernig þú gafst mér tíma þegar mér leið illa. Þú gafst mér svo mikið. „Ef nokkurn þyrstir, þá komi hann til mín og drekki. Sá sem trúir á mig, – frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir.“ (Jóh.7:37,38) Kveðja, Lilja Birgisdóttir. Elsku Robbi. Ég var svo lánsöm að kynnast þér fyrir 25 árum, þegar þú komst til Vestmannaeyja, eitt sumarið. Manstu, þegar ég var að reyna að kenna þér að spranga í klettunum? Þú ætlaðir að læra þetta og það tókst, eftir miklar bylt- ur og marbletti. Það var svo gaman og þú hlóst bara að þessu öllu sam- an. Svo fórst þú og við hittumst ekki í mörg ár. Síðar hittumst við í öðru umhverfi, þar sem ógæfufólk, eins og við vorum orðin, hittast gjarnan. Við töluðum um sumarið góða og vonir og væntingar og reyndum að brosa gegnum tárin. Það var þitt einkenni, alltaf brosandi þótt þér liði ekki vel. Þig langaði svo mikið að vera hjá Ásu og strákunum þín- um, sem þú elskaðir svo mikið. En Bakkus vann og núna ert þú komin til Jesú, sem elskar þig svo mikið. Ég kveð þig með söknuði Robbi minn. Ég er ljós í heiminn komið, svo að enginn, sem á mig trúir, sé áfram í myrkri. (Jóhannes 12:46) Elsku Ása, synir, fjölskylda og vinir hins látna, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Sædís Hafsteinsdóttir. Til eru menn og konur sem lítið fer fyrir en eru hörkutól þegar eitthvað bjátar á. Hjálmar vinur minn og félagi var einn af þeim sem lítið fór fyrir en ráðagóður við ýms- ar aðstæður svo sem við björgunar- störf o.þ.h. hluti. Það fékk ég að reyna á sl. ári. Fórum við saman í þjónustuferð HJÁLMAR RÚNAR HJÁLMARSSON ✝ Hjálmar RúnarHjálmarsson vélstjóri fæddist á Nýjalandi í Garði 26. janúar 1946. Hann lést á heimili sínu 19. maí síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Út- skálakirkju 27. maí. á björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein í Sandgerði, sem hann var yfirvélstjóri á og umsjónarmaður með. Það vantaði skip- stjóra til að fara þessa ferð og ég var beðinn að fara. Ferð- inni var heitið um 125 mílur SV af Sand- gerði með varahlut út í togara. Ferðin gekk vel á útleiðinni þrátt fyrir leiðindaveður. En á heimleið sóttist ferðin seint vegna veðursins. Einnig fór ýmislegt að bila eða ekki að virka sem skyldi um borð. Það var aðdáunarvert hvað Hjálmar var rólegur og yf- irvegaður við að finna lausnir á hlutunum, sama á hverju gekk. Þegar að ferðalokum kom hafði Hjálmar það á orði að það hefði ver- ið eins gott að þessar bilanir komu upp núna, því ekki hefði verið gott að lenda í þessu við björgunarstörf. Eftir þessa ferð varð meiri vin- skapur okkar á milli. Kom ég í nokkur skipti á heimili hans í Garð- inum. Þangað var gott að koma, alltaf tími fyrir spjall um heima og geima. Þó var spjall okkar oftast um björgunarmál og mál þeim tengd. Hjámar stóð í fremstu víglínu við margar bjarganir á björgunarskip- inu Hannesi. Ekki var hann að hafa mörg orð um það, þó að í sumum til- fellum setti hann sig í stórhættu við björgunarstörfin. Þetta þurfti bara að gera, eins og hann orðaði það. Elsku vinur, ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna. Innilegar þakkir fyrir öll góðu ráðin sem þú gafst okkur hinum. Guðrún og fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur. Einar Örn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.