Morgunblaðið - 24.07.2005, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 39
Toyota Avensis árg. '98, ek. 156
þús. km. Beinskiptur. Verð 670
þús. Áhvílandi lán 390.000 þús.
Geislaspilari, samlæsing, rafdrifn.
rúður. S. 892 4767/ 863 0153.
Varahlutir
Jeppapartasala Þórðar,
Tangarhöfða 2, sími 587 5058
Nýlega rifnir Patrol '95. Legacy
'90-'99, Grand Vitara '00, Kia
Sportage '02, Pajero V6 92', Terr-
ano II '99, Cherokee '93, Nissan
P/up '93, Vitara '89-'97, Impreza
'97, Isuzu pickup '91 o.fl.
Dodge Ram 3500 árg. '03, ek. 80
þ. km, leður, cruise, rafm. í öllu.
Vsk-bíll. V. 3.750 þ. eða 2.300 þ.
án vsk í beinni sölu . Áhv. ca 1,8
m. Uppl. í s. 820 8096.
130.000 kr. og gott lán. Renault
Laguna station árg. 1999, ekinn
83.000 km. Nýskoðaður á góðum
kjörum.
Upplýsingar í síma 899 7890.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
M. Benz ML500 Sport árg. 2002.
Glæsilegur bíll hlaðinn auka-
búnaði: Sportpakki, þæginda-
pakki, sóllúga, dráttarbeisli, ssk.
o.mfl. Bíllinn er sem nýr. Ekinn 80
þ. km. Verð 3,9 m. Sími 821 2066.
Sjálfskiptur og ódýr.
Peugeot 406 árgerð 1998. 4 dyra,
2000 cc vél, ekinn 84.000 km. Ný-
skoðaður.
Upplýsingar í síma 899 7890.
Mjög góð 78 fm íbúð á 3.
hæð, íbúð 0303, í góðu fjöl-
býli í vesturbænum. Íbúðin
skiptist í hol, rúmgóða stofu
með útgengi á suðursvalir,
eldhús nýlega tekið í gegn
með góðri innréttingu, baðher-
bergi, flísalagt í hólf og gólf og
tvö herbergi, bæði með skáp-
um. Þvottaaðstaða. í íbúð.
Parket á gólfum. Sér geymsla í kj. Verð 17,5 millj.
Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14.30- 16.30.
Verið velkomin
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali.
Meistaravellir 31- 3ja herb. íbúð
Opið hús frá kl. 14.30-16.30
Þegar ég nálgaðist kom aðplastpokamávinum styggð
sem dugði til að honum tókst að
komast á loft með pokann í eft-
irdragi. En hann flaug ekki langt,
plastpokinn fyllt-
ist af lofti svo
mávinum fataðist
flugið og hrapaði
ofan í ána.
Þar barðist
hann svolitla
stund um í vatn-
inu en tókst svo
að komast upp á
stein með pokann. Ekki hafði tekið
betra við, pokinn var nú fullur af
vatni og greinilega hræðilega
þungur.
Ég hef séð marga furðuslegna
og vandræðalega um dagana, en
fáir hafa þó komist í hálfkvisti við
þennan ógæfusama fugl sem
greinileg skildi ekkert hvað komið
hefði fyrir sig. Þótt ég sé ekki
aðdáandi fugla síðan svarta unga-
hænan réðst á mig þegar ég var 5
ára á bæjarhlaðinu þar sem ég var
í sveit þá fylltist nú hjarta mitt
eigi síður af meðaumkvun. En
kjarkur minn var ekki að sama
skapi mikill, ég velti fyrir mér að
fara úr skóm og sokkum og bretta
upp buxnaskálmarnar og vaða út í
ána til að bjarga fuglinum úr plast-
pokanum en fann á samri stundu
innra með mér að líklega myndi
hvorki ég né fuglinn vera nægilega
hjartasterk til að sú björgunar-
aðgerð tækist giftusamlega.
Nú var úr vöndu að ráða en þá
fékk ég skyndilega hugljómun. Ég
var með farsímann minn og
hringdi umsvifalaust í 112 og náði
þar í sérlega viðmótsgóðan mann.
Ég baðst afsökunar á ónæðinu og
sagðist ekki vera viss um að ég
væri að hringja í réttan aðila,
kannski væri neyð fugla ekki á
könnu 112, en maðurinn róaði mig
með það sama og sagðist ætla að
gefa mér samband við aðila sem
gæti séð um slíkt mál, ég þyrfti
bara að bíða dálitla stund.
„Ég er að verða búin með kred-
itið mitt í símanum,“ sagði ég –
svona getur maður orðið fjárhags-
lega þenkjandi jafnvel á örlaga-
stundu.
„Þú borgar ekkert fyrir þetta
samtal,“ svaraði maðurinn blátt
áfram og svo beið ég drjúga stund
þar til í símann kom maður sem
kvaðst vera allur af vilja gerður að
hjálpa mávinum en væri staddur
uppi á Kjalarnesi og því yrði fugl-
inn og ég að bíða þar til hann
kæmist á staðinn. Ég reyndi eftir
föngum að gefa greinargóða lýs-
ingu á umhverfinu sem var reynd-
ar dálítið erfitt því fátt var þarna
verulega einkennandi.
Meðan þessu vatt fram fylgdist
ég með fuglinum sem aftur og aft-
ur datt ofan af steininum vegna
þunga plastpokans sem hreinlega
virtist á hverri stundu myndi
hengja hann.
Símtalinu lauk og ég tók mér
stöðu til að bíða með hinum að-
þrengda fugli þar til hjálp bærist.
Tilraunir fuglsins til að ná fótfestu
á steininum urðu æ örvænting-
arfyllri og þar kom að hann rann
ofan í ána og barst niður með
henni svolítinn spöl. En þá gerðist
kraftaverkið, höfuð hans fór alveg
í kaf, ég tók andköf og hélt að
hann væri að drukkna – en þess í
stað var að hann bjargast. Hank-
inn á plastpokanum rann ofan af
höfðinu á honum niðri í straum-
harðri ánni og hann var skyndilega
laus við pokann. Honum skaut upp
og ég gleymi seint undrunar-
svipnum á fuglinum – hann trúði
varla heppni sinni, að þyngdin sem
hafði plagað hann væri horfin.
Hann hristi sig og stjáklaði svolitla
stund á steininum sem honum var
nú að komast upp á, svo fór hann
að blaka vængjunum og fyrr en
varði hóf hann sig til flugs og flaug
fagnandi á brott.
Ég stóð eftir orðlaus af gleði.
Ég gleymdi að mér hefur hingað
til verið sérlega kalt til máva sem
eiga það til að steypa sér niður að
fótgangandi fólki og hræða næst-
um úr því líftóruna.
Ég gleymdi öllu nema gleðinni
yfir björgun fuglsins úr þessum
hræðilega háska og mér fannst að
þetta atvik hlyti að vera afar góðs
viti. Eftir að hafa horft á eftir
mávinum hverfa með kröftugum
vængjatökum inn í bláma fjar-
lægðar hringdi ég enn í 112 – nú
til þess nú að biðja fyrir skilaboð
til mannsins á Kjalarnesinu þess
efnis að sá sem lítur eftir liljum
vallarins hefði orðið fyrri til og
hrifið fuglinn úr heljargreipum
plastpokans. Síðan hélt ég léttstíg
áfram minni kvöldgöngu um
Elliðaárdalinn og blessaði í hug-
anum títtnefnda björgun og líka þá
góðu menn sem höfðu tekið svona
vel í að hjálpa nauðstöddum mávi.
Þótt mér sé enn meinilla við
vængjaslátt og fuglsgogga og viti
vel að það er ekki allt fallegt sem
mávurinn aðhefst í þessari tilveru
þá mun ég seint gleyma örvænt-
ingu hans og samkenndinni sem
barátta hans vakti mér. Augu mín
hafa opnast fyrir því að líka mávar
geta átt bágt og þótt mig langi
ekkert til þess að umgangast þá
dagligdags er ég ekki lengur viss
um að rétt sé að drepa þá unn-
vörpum eins og margir vilja ef
marka má blaðaumfjöllun um það
mál nýlega.
ÞJÓÐLÍFSÞANKAR / Geta mávar líka átt bágt?
Í heljargreipum plastpokans
eftir Guðrúnu
Guðlaugsdóttur
Eitt góðviðriskvöld fyrir skömmu gekk ég stóran hring um Elliðaárdalinn.
Leiðin lá um malbikaðan göngustíg meðfram ánni. Sem ég gekk þarna tók ég
eftir miklu mávageri yfir gangstígnum og á honum miðjum stóð mávur og
virtist eiga í miklum erfiðleikum með að komast á loft til félaga sinna. Það
var ekki að kynja þótt brottflugið væri erfiðleikum bundið, um hálsinn hafði
hann stóran, hvítan plastpoka sem hafði greinilega mjög slæm áhrif á flug-
hæfni hans.
Í DAG koma félagar úr Skóg-
arkattaklúbbi Íslands saman og
sýna gestum og gangandi skóg-
arketti sína. Viðburðurinn fer fram
við hesthús í Húsdýragarðinum í
Reykjavík frá kl. 12 til 17 og verða
kettirnir ýmist í búrum eða í beisli.
Að öðru leyti verður hefðbundin
dagskrá í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum, þar sem tækin
verða keyrð og dýrum gefið. Nýtt á
dagskránni í sumar er að fiskar eru
fóðraðir í Sjávardýrasafni kl. 15.
Garðurinn er opinn alla daga milli
kl. 10 og 18.
Skógarkettir
til sýnis í Hús-
dýragarðinum
LANDSBANKINN og Íslands-
banki bjóða nú upp á persónugerð
greiðslukort. Í því felst að við-
skiptavinir geta hannað sjálfir útlit
kortanna, ráðið lit þeirra og
skreytt með myndum úr eigin
safni eða myndbanka, sem bank-
arnir bjóða upp á.
Félagar í XY-klúbbi Íslands-
banka, sem eru á aldrinum 12 til
15 ára, geta nú fengið persónugerð
debetkort endurgjaldslaust. Þjón-
ustan mun svo bjóðast öðrum við-
skiptavinum bankans á næstu vik-
um. Pétur Blöndal, forstöðumaður
kynningarmála og fjárfestatengsla
Íslandsbanka, segir að meðlimir
geti prófað að hanna kort á nýja
vefnum, www.xy.is. „Þar verða
reglulega ýmis tilboð, t.d. afsláttur
á símakortum og boðsmiðar á
frumsýningar. Einnig verður þar
hægt að senda SMS og stofna XY-
netfang.“
Birgitta Haukdal veitti fyrsta
kortinu viðtöku í Íslandsbanka við
Kirkjusand í gær. Mynd af Birg-
ittu verður í myndabankanum á
XY-vefnum og segir Pétur að bú-
ast megi við að margir aðdáendur
söngkonunnar muni nýta sér
myndina í persónugerðu kortin
sín.
Persónugerðu kort Landsbank-
ans ganga undir nafninu MITT
KORT og verður þjónustan án
endurgjalds fyrst um sinn. Að
sögn Viggós Ásgeirssonar, mark-
aðsstjóra Landsbankans, eru kort-
in hugsuð sem framhald á þeirri
þróun sem hefur gert mismunandi
hringtóna og skjámyndir í farsím-
um vinsæla. Hann segir hönn-
unarmöguleikana nær ótakmark-
aða og muni því reyna á
sköpunargáfu korthafa.
Hægt er að hefjast handa við að
skapa sér eigið kort nú þegar hjá
báðum bönkunum. Kortin verða
svo tilbúin til afhendingar í byrjun
ágúst.
Hannaðu eigið greiðslukort
Persónugerð greiðslukort
Morgunblaðið/Eyþór
BÓKIN Póstsaga Íslands 1873-1935
eftir Heimi Þorleifsson sagnfræðing
sem kom út haustið 2004, fékk nýlega
verðlaun í flokki fræðirita á frí-
merkjasýningunni Nordia 2005 í
Gautaborg. Eins og venja er til á slík-
um sýningum voru þar sýnd fræðirit
sem þykja hafa sérstakt gildi fyrir
norræna og alþjóðlega póst- og sam-
göngusögu. Meðal þeirra var Póst-
saga Íslands 1873-1935, síðari bindi.
Bókin fékk verðlaunin „stórt gyllt
silfur“ og einkunnina 8,8 á tíu-skal-
anum. Sérstök dómnefnd fjallar um
ritin og gaf hún íslensku póstsögunni
lofsamlega umsögn fyrir ítarlega
rannsókn, skýra framsetningu, vand-
aðar tilvitnanir og
glæsilegt útlit.
Fyrri bók höf-
undar, Póstsaga
Íslands 1776-
1873, sem kom út
árið 1996 hefur
einnig hlotið mjög
góða dóma og við-
urkenningar á frímerkjasýningunum
erlendis. Höfundur fékk heiðursverð-
laun á sýningunni Nordia 98 í Óðins-
véum.
Íslandspóstur gaf seinni bókina út
en Póstur og sími þá fyrri. Sögufélag-
ið, Fiscersundi 3, 101 Reykjavík, ann-
ast dreifingu bókanna.
Póstsaga Íslands fær
verðlaun í flokki fræðirita
FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN Sælu-
dagar verður haldin í Vatnaskógi um
verslunarmannahelgina og er boðið
upp á fjölbreytta dagskrá. Meðal at-
riða eru Örn Árnason,
Páll Rósinkrans og gospelkór
KFUM og KFUK. Helga Braga
treður upp sem Lóa hrekkjusvín og
Ásta úr Stundinni okkar verður á
staðnum. Þá flytur Pétur Þór Bene-
diktsson frumsamið efni, auk þess
sem Lalli töframaður skemmtir
gestum. Kvöldvökur, gospelmessa,
bátar og vatnafjör, varðeldur,
veiðimennska, fræðslustundir um
Simpson-fjölskylduna, trú, Ísrael og
fleira verður einnig meðal dagskrár-
atriða. Þá verður risabingó, íþrótta-
mót og ratleikur, auk mikillar barna-
og unglingadagskrár svo engum ætti
að leiðast.
Hátíðin er haldin af Skógarmönn-
um KFUM og er án áfengis. Allar
nánari upplýsingar er að finna á
KFUM.is.
Vatnaskógur býður
uppá sæludaga