Morgunblaðið - 24.07.2005, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 41
DAGBÓK
YOGA •YOGA • SUMAR YOGA
YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT
Síðumúla 15, símar 588 5711 og 694 6103
www.yogaheilsa.is - yogaheilsa@yogaheilsa.is
Líkamsæfingar, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla.
Morguntímar, hádegistímar, síðdegistímar og kvöldtímar.
Sértímar fyrir barnshafandi konur og fyrir
byrjendur
ALLIR YOGAUNNENDUR VELKOMNIR
• Sérverslun - heildverslun með heimilisvörur. Ársvelta 170 mkr. Góð framlegð.
• Lítil heildverslun með skó o.fl. Hentugt sem viðbót við tengdan rekstur.
• Stór heildverslun með efnavörur, t.d. hreinsiefni. Ársvelta 340 mkr.
• Trésmíðafyrirtæki sem framleiðir 5-8 sumarbústaði á ári. Góð verkefnastaða.
• Stórt iðnfyrirtæki með matvæli sem byggir aðallega á útflutningi.
• Heildverslun með sérhæfðar tæknivörur. Ársvelta 110 mkr.
• Útflutningsfyrirtæki með íslenskar afurðir. Annatími framundan. Mikill hagnaður.
• Deildir úr heildverslunum með ýmsar vörur. Hentugar sem viðbót fyrir
heildverslanir.
• Þekkt heildverslun - sérverslun með húsgögn og gjafavörur. Ársvelta 70 mkr.
Góður hagnaður.
• Rótgróin bókabúð í miðbænum. Góður rekstur.
• Skipasmíðastöð (flotkvíar) í Svíþjóð. Ársvelta 900 mkr. Ágætur hagnaður.
• Lítið vínumboðsfyrirtæki með tvær bjórtegundir í kjarna. Hentugt til sameiningar.
• Verslanir í Kringlunni og í Smáralind.
• Með betri blómabúðum landsins í úthverfi Reykjavíkur.
• Ferðaskrifstofa með sérhæfðan rekstur.
• Stórt iðnfyrirtæki. Ársvelta 450 mkr.
• Fiskvinnsla í eigin húsnæði á Eyrarbakka.
• Þekkt fataverslun við Laugaveg. Ársvelta 30 mkr.
• Rótgróin heildverslun með sérhæfðar tæknivörur. Ársvelta 60 mkr.
• Meðalstórt verktakafyrirtæki í jarðvinnu. Góð verkefnastaða.
H Æ Ð A S M Á R A 4 • S Í M I 5 4 4 5 9 5 9
ÚTSALA
AUKIN AF
SLÁTTUR
H V E R A F O L D 1 - 3 , G R A F A R V O G I
S Í M I 5 7 7 4 9 4 9
Afmælisþakkir
Innilegar þakkir til allra, sem glöddu mig á
80 ára afmælinu með heimsóknum, gjöfum,
skeytum og kveðjum.
Guð blessi ykkur öll.
Óskar G. Jónsson,
Dalvík.
Um Vegabréfaleik
ESSO og fleira
Í VELVAKANDA hinn 17.7. sl. er
bréf frá K.E.Ó. þar sem kvartað er
undan því að Olíufélagið ehf. ESSO
svari ekki tölvupósti sem dagsettur
er 2.7. sl. Því miður lenti umrætt
bréf hjá starfsmanni sem var í fríi
og er beðist velvirðingar á því.
Bréfi K.E.Ó. hefur verið svarað en
undirritaður óskar eftir að koma
eftirfarandi á framfæri við Velvak-
anda.
Ábendingar K.E.Ó. snúa að
vegabréfsleik ESSO en sá leikur
hefur verið í gangi í mörg ár og
hafa tugir þúsunda viðskiptavina
félagsins tekið þátt í honum á
hverju ári. Vegabréfsleikurinn er
hugsaður sem skemmtun fyrir alla
fjölskylduna og eru engar hömlur á
að þegar fjölskyldan er á ferð geta
allir haft sitt vegabréf og fengið
stimpil. Við ákveðinn fjölda stimpla
eru síðan vinningar sem höfða
meira til yngri kynslóðarinnar en í
lok sumars er dregið úr öllum inn-
sendum vegabréfum þar sem veg-
legir vinningar eru í boði.
Í bréfi K.E.Ó. kom fram at-
hugasemd varðandi löggildingu á
sjálfsafgreiðslustöð félagsins á
Drangsnesi. Sem svar við því þá er
það rétt að löggilding er frá októ-
ber 2003 og það skal löggilda dælu
á hverju ári. Viðkomandi dæla var
sett upp í febrúar sl. og áður en
hún var send á staðinn var dælan
prófuð af verktakanum sem sá um
uppsetninguna. Þegar verktakinn
hafði lokið sínum störfum var við-
komandi dæla tilkynnt til Frum-
herja sem hefur einkarétt í dag til
löggildingar í umboði Löggilding-
arstofu, það er síðan þess fyr-
irtækis að ákveða hvenær er farið
á staðinn. Til upplýsinga þá hafa
margar þjóðir í kringum okkur
tekið upp löggildingu á tveggja ára
fresti enda sýnir reynslan að ekki
er þörf á árlegri löggildingu. Þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Lög-
gildingarstofan ekki léð máls á
slíku né að einfalda núverandi lög-
gildingarferli sem myndi lækka
kostnað umtalsvert.
Heimir Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Neytendasviðs
Olíufélagsins ehf.
Páll Magnússon
GETUR verið að Baugur ætli að
koma manni inn á Ríkisútvarpið?
Eftir að Baugur tók við dreif-
ingu á Dagskránni hefur gengið
illa að fá hana.
Þórir Óskarsson,
Stóragerði 11.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
80 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudag-inn 24. júlí, er áttræð Jóhanna
Arnórsdóttir, Gullsmára 11, Kópavogi.
Hún er að heiman.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
70 ÁRA afmæli. Í dag, 24. júlí, ersjötug Málhildur Sigurbjörns-
dóttir. Hún tekur á móti gestum í Gafl-
inum, Hafnarfirði, milli kl 17 – 20.
EM ungmenna
Norður
♠42
♥-- V/Allir
♦G8762
♣ÁG10852
Vestur Austur
♠98 ♠DG73
♥G1053 ♥KD8764
♦ÁK104 ♦3
♣D73 ♣96
Suður
♠ÁK1065
♥Á92
♦D95
♣K4
Almennt er skynsamlegt að treysta
mótherjunum þegar þeir eru á hætt-
unni – ef þeir reyna geimsögn ótil-
neyddir er hún yfirleitt sögð til vinn-
ings frekar en fórnar.
Spilið að ofan er frá leik Dana og
Ísraela á EM ungmenna og þannig
gengu sagnir á öðru borðinu:
Vestur Norður Austur Suður
Azizi Schaltz Yossef Gjaldbæk
Pass 2 grönd *Pass 5 tíglar
Dobl Allir pass
Opnun norðurs á tveimur gröndum
sýndi láglitina, minnst 5-5 skiptingu,
og punkta á bilinu 6-11. Daninn Gjald-
bæk í suður átti góð spil og ákvað að
skjóta á geim.
Víkur þá sögunni til vesturs. Hann
sér að geimið vinnst ekki með yfirslag,
en ef hann doblar til sektar fær sagn-
hafi upplýsingar um leguna, sem gæti
skipt sköpum í úrvinnslunni. Eigi að
síður ákvað Azizi að dobla.
Útspilið var spaðanía og Gjaldbæk
drap gosa austurs með ás. Hann spilaði
tíguldrottningu í öðrum slag, sem vest-
ur drap til að spila meiri spaða. Það
sakaði sagnhafa lítt og Gjaldbæk lét
næst tígulníuna rúlla. Vestur fékk
næsta slag á hátígul, en Gjaldbæk tók
síðasta trompið og tryggði sér ellefu
slagi með því að svína fyrir laufdrottn-
ingu: 750 í NS.
Er dobl vesturs þá eintóm vitleysa?
Ekki endilega, en útspilið er illa
ígrundað. Með sterkan fjórlit í trompi
er örugglega farsælast að spila upp á
stytting og byrja á lengsta lit. Ef vest-
ur hefði komið út með hjarta í byrjun
hefði niðurstaðan orðið allt önnur og
vörninni hagstæðari.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
BÓKIN Móðir í hjáverkum eftir
Allison Pearson hefur fengið
ákaflega góð-
ar viðtökur og
er nú þriðju
vikuna í röð í
efsta sæti
sölulista á Ís-
landi.
Á frummál-
inu heitir bók-
in „I Dont
Know How
She Does It“
og segir frá þeirri togstreitu sem
útivinnandi móðir þarf að glíma
við. Höfundurinn fjallar um
rótgróin viðhorf til kvenna og
móðurhlutverksins og hvernig
slíkt fer saman við frama á
vinnumarkaði.
Ekki er það aðeins á Íslandi
sem bókin hefur fengið góðar
viðtökur en hún hefur, að því er
segir í tilkynningu frá Eddu-
útgáfu, náð metsölu víða: bæði í
Bandaríkjunum og Evrópu.
Allison Pearson er búsett í
Lundúnum, blaðamaður að að-
alstarfi og skrifar reglulega dálk í
Daily Telegraph og Evening
Standard, auk þess sem hún
starfar fyrir BBC-2 og kemur
reglulega að sjónvarpi og útvarpi.
Móðir í hjáverkum vinsæl